Morgunblaðið - 01.11.1991, Side 14

Morgunblaðið - 01.11.1991, Side 14
14 , MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991 Fjörbrot nátttröllanna í heímí íslenskrar hrossaræktar eftirÞorvald Árnason Síðastliðið sumar var ég staddur á bemskuslóðum í nágrenni Hafn- arfjarðar og sá úrtöku íslensku keppnissveitarinnar fyrir þátttöku í heimsmeistaramóti íslenskra hesta. Frá mótssvæðinu blöstu við Valahnjúkar, þrír móbergsdrangar sem skaga upp austan Helgafells- ins. Rifjaðist þá upp fyrir mér minn- ing um veru mína í bernsku í sumar- búðum KFUM í Kaldárseli og frá- sögn séra Bernharðs Guðmunds- sonar um tröllin þrjú sem urðu að steini af geislum sólarinnar og dag- aði þar uppi. Ég var nýkominn af glæsilegu fjórðungsmóti sunn- lenskra hestamanna og var áreiðan- lega ekki einn um að sjá morgun- roða þekkingarinnar lýsa upp him- ininn yfir íslenskri hrossarækt. Og víst er að sólargeislarnir brenna á hörundi nátttröllanna sem viðhalda vilja svartnættinu og úreltri þekk- ingu. Ég hef alltaf haft nokkra samúð með tröllum og vona í lengstu lög að þau fái vit til þess að skríða inn i skuggann áður en sólargeislarnir breyta þeim í steindranga, seinni kynslóðum til skoðunar. Þrjóskist nátttröllin við eru örlög þeirra óumflýjanleg en vitanlega geta fjörbrot þeirra verið stórfengleg. Afneitun alþjóðlegrar þekkingar í erfðafræði og vefenging gildis ferskrar kynbótafræðiþekkingar vestrænna háskóla „fyrir islenskar aðstæður” hefur verið borin á borð fyrir íslenska lesendur af séra Hall- dóri Gunnarssyni í Holti. I staðinn hefur hann boðið upp á sundurlausa afbökun þeirrar þekkingar sem til- tæk var fyrir hálfri öld. Hvflík tíma- skekkja nú þegar áhrif Lysenko eru meira segja þorrin austan Ural- fjalla. Fræðileg úttekt íslenskra aðila á notagildi BLUP-aðferðarinn- ar við mat á kynbótagildi hrossa og á verkum og kenningum undir- ritaðs hefur litið dagsins ljós. Niður- stöðurnar urðu sem vænta mátti staðfesting þess að alþjóðleg raun- vísindi standa á föstum fræðilegum grunni sem gildir á íslandi eins og annars staðar. Hvetjir aðriren nátt- tröll mundu að fenginni niðurstöðu nefndarinnar beija enn höfðinu við steininn? Enn var 'þó tóm til að skríða í skuggann og láta lítið á sér kræla. En viti menn! í viðtali við séra Halldór í Morgunblaðinu hinn 8. október sl. bendir ekkert til þess að tækifærið til að leita skugg- sæls skjóls verði nýtt. Síður en svo, fjörbrotum nátttröllanna skal fram haldið þar til þau standa endanlega sem steindrangar. Undirritaður hefur í rúman ára- tug starfað sem kynbótafræðingur við Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar í Ultuna. Upphaflega stundaði ég framhaldsnám í erfða- og kynbóta- fræðum við Edinborgarháskóla og síðan Landbúnaðarháskólann í Ult- una og lauk þar doktorsprófi árið 1983. Efniviður doktorsritgerðar- innar voru gögn um kynbótadóma íslenskra hrossa. Ritgerðin fjallaði um aðferðir til að meta kynbóta- gildi gripanna í ljósi tiltækra gagna. Allir þeir eiginleikar sem innifaldir eru í dómstiga kynbótahrossa eru samsettir úr áhrifum fjölmargra erfðavísa og umhverfisþátta. Ur- vinnsla slíkra gagna krefst eðlilega notkun tölfræðilegra aðferða þar sem sameinuð er vísindaleg þekking okkar tíma á sviði erfðafræði og tölfræði. Ég varð þess happs aðnjótandi að einmitt um þessar mundir varð stórkostleg þróun í afköstum og getu tölva til að leysa af hendi flók- inn fylkjareikning. Það leiddi sömu- leiðis til þess að tölfræðilegar að- ferðir bandaríska prófessorsins C.R. Hendersons til kjörmats á kynbóta- gildi gripa urðu framkvæmanlegar. Þessi aðferð, sem í sinni víðtækustu mynd er mjög altæk, nefnist BLUP (Best Linear Unbiased Prediction), sem á ensku Iýsir tölfræðilegum eiginleikum aðferðarinnar, (þ.e. besta línulega óbjagaða spáin). í rúman áratug hafa kynbóta- fræðingar um allan hinn vestræna heim unnið að aðlögun þessarar aðferðar að hinum margbreytileg- ustu aðstæðum sem ríkja við rækt- un búfjártegunda og búfjárkynja. Verkefni mitt fólst í því að aðlaga aðferðina að íslensku hrossagögn- unum. Náin kynni mín af íslenskri hrossarækt urðu til þess að ég vann að þróun afbrigðis af BLUP-aðferð- inni sem var ítarlegri en þau sem áður voru í hágnýtri notkun nokk- urs staðar í heiminum. Þetta af- brigði BLUP-aðferðarinnar nefnist á ensku „animal model”, sem best verður væntanlega þýtt með „ein- staklingslíkani” á íslensku, hefur nú á allra síðustu árum rutt sér rúms sem kjöraðferð við kynbóta- mat búfjár af öllum tegundum. Við ræktun fjölmargra erlendra hesta- kynja er BLUP-aðferðin nú þegar í notkun og enn eykst útbreiðsla hennar. Notkun BLUP-aðferðar á Islandi BLUP-aðferðin hefur nú verið í notkun á íslandi á vegum Búnaðar- félags íslands við útreikning kyn- bótamats hrossa í u.þ.b. hálfan ára- tug. Með skoðun mótsskráa og úr- slita gæðingakeppna og kynbóta- sýninga síðasta landsmóts og fjórð- ungsmóts, og með samanburði við áður útreiknað kynbótamat má öll- um læsum vera ljóst að samband niðurstaðna kynbótamatsins við kynbótagildi hrossanna er ákaflega náið. Þetta gildir fyrir alla þá eigin- leika sem dæmdir eru. Samband kynbótamatsins og kynbótagildisins mun væntanlega aukast enn frekar eftir því sem gagnabanki Búnaðar- félags Islands, sem útreikningarnir byggjast á, batnar. Þetta færir heim sönnur þess að BLUP-aðferðin standi undir nafni og henti, svo vænta mátti, jafn vel við aðstæður íslenskrar hrossaræktar sem alls staðar þar sem aðferðin er notuð sem hjálpartæki við úrval kynbóta- gripa. Énda þótt BLUP-aðferðin gefi þá spá sem tekur öllum öðrum fram, miðað við þekkingu okkar tíma, er spáin ekki óbrigðul fremur en önnur stærðfræðileg föll sem lýsa marg- breytileika líffræðilegs kerfis, þar sem tilviljanirnar leika villtan leik. Mönnum nægir að líta á börn sín eða systkini til að sjá áhrif tilviljana þegar erfðir foreldranna stokkast upp og endurmyndast í óendanleg- um margbreytileik í afkvæmunum. Góð aðferð við að meta kynbóta- gildi byggist á að taka á sem best- an hátt tillit til þeirra þátta sem eru ekki tilviljunum háðir og gera þátt tilviljananna sem minnstan. í þessum atriðum felst styrkleiki BLUP-aðferðarinnar. Það má þó aldrei gleymast að BLUP-kynbótamat er hjálpartæki sem verður að notast af heilbrigðri skynsemi, en leysir ekki skynsem- ina af hólmi. Reiknilíkönin sem eiga að lýsa veruleikanum eru að sjálf- sögðu einungis nálgun og vissir brestir kunna að leynast í frum- gögnum. Sá hrossaræktarmaður sem býr yfír glöggleika á hross og þekkir vel til aðstæðna er auðvitað betur staddur til að nýta sér niður- stöður BLUP-kynbótamatsins, en sá sem skortir annað eða hvort tveggja. Hinum síðarnefnda flokki væri án efa farsælast að beita í blindni BLUP-kynbótamatinu í vali undaneldishrossa. Einkunnirnar byggjast á dómum hæfra manna og traustum vísindalegum aðferð- um við úrvinnslu þeijra svo að eng- inn yrði í algjöra villu leiddur. Meg- inhluti hrossaræktarmanna tilheyr- ir þó sem betur fer fyrri hópnum og getur á vitrænan hátt sameinað eigin reynslu og þær upplýsingar sem vegnar eru saman og felast í kynbótamatinu enda sannast ár- angurinn með verkum þeirra. Hins vegar má ætla að ýmsum þeim don Kíkótum, sem harðast og af mestu ábyrgðarleysi hafa geyst fram á ritvöllinn og reynt að beijast gegn nýrri þekkingu, væri hagur að því að skipa sér á bekk með þeim síðar- nefndu. BLUP-einkunnirnar eru sem vörður á sterkum grunni vísinda og benda á færan veg að ræktunartakmarkinu, enda þótt kunnugir geti stundum stytt sér leið og vikið af hinum varðaða vegi án þess að tapa áttum. En þeir ókunnugu sem hleypa ganandi fák- um að dröngum steingervðra nátt- trölla gæta þess ,oft ekki að hengi- flug gapir á hina hönd. Um mannasiði og málefni Nú kunna ýmsir kunningjar mín- ir í röðum hestamanna að undrast hví ég svara nú í svo harkalegum tóni í stað þess að bjóða fram hinn vangann svo sem ég hef oftast áður gert. Því er til að svara að ég tel mig ekki vera sannkristnari en „guðsmennina” og hef gefið upp von um friðsælt samstarf við menn sem gjörsamlega hafa spillt því trausti sem ég hef áður borið til þeirra. í öðru lagi finn ég til ábyrgð- ar, bæði gagnvart þeim mennta- stofnunum og lærifeðrum sem af rausn hafa veitt mér verðmæta þekkingu, óg ekki síður gagnvart íslenska hestinum, sem er okkur íslendingum ómetanlegur menning- ararfur og auðlegð og okkur ber skylda til að ávaxta. Eg veit að sú reynsla sem ég hef aflað mér með löngu námi og áratuga rannsóknar- störfum í vísindalegu umhverfi er auður sem mér ber siðferðileg skylda til að miðla af ef íslenskir hrossaræktarmenn vilja þiggja. Slíkt verður auðvitað að gerast í samstarfi þar sem gagnkvæm virð- ing ríkir. Jafnvel þegar skoðanir eru skiptar. Islenskir hrossaræktar- menn verða að velja sér fulltrúa sem kunna mannasiði og geta tekið þátt í málefnalegum rökræðum við hrossaræktarráðunauta og sér- fræðinga, hrossaræktinni til fram- dráttar. Til þess að forðast misskilning og ásakanir um menntahroka og vanmat á fyrri þekkingu vil ég skýrt taka fram að ég ber mikla virðingu fyrir ræktunarþekkingu forfeðra okkar. Hún hefur verið hluti af menningunni og fylgt manninum og vaxið allt frá því að forfeður okkar urðu hirðingjar og tóku sér fasta búsetu. En einungis sú þekk- ing sem stenst tímans tönn er þess virði að nýta. Annað breytist í sögu- legan fróðleik. Búfjárerfðafræðing- ar lögðu fram kenningar byggðar á endurvöktun erfðalögmálum Mendels í öðrum og þriðja áratug aldarinnar. Þessar kenningar reyndust ekki standast. Að sjálf- sögðu gilda lögmál Mendels fyrir hvern einstakan erfðavísi og ekki veit ég hvar séra Halldór hefur - fundið því stað að við erfðafræðing- ar berum á móti því. Vandinn sem búfjárfræðingum var hins vegar ekki almennt ljós fyrir 1940 er að flestir framleiðslueiginleikar búfjár og þar með sköpulag og reiðhests- kostir hrossa stjómast af samverk- andi áhrifum margra erfðavísa. Beiting Mendels-lögmálanna á sama hátt og um „séða eiginleika”, t.d. lit og horn búfjár væri að ræða, er þá eðlilega ógerleg. Bretinn Fisher og Bandaríkja- maðurinn Wright lögðu um 1920 grunn að hóperfðafræðinni sem skýrir hvernig lögmál Mendels virka á eiginleika sem stjórnast af mörg- um erfðavísum og eru jafnframt háðir ytri umhverfísaðstæðum. Fræði þeirra voru þó ekki meðtekin af búfjárkynbótafræðingum fyrr en um 20 árum síðar. Þessi fræði hafa Þorvaldur Árnason „Það má þó aldrei gleymast að BLUP-kyn- bótamat er hjálpartæki sem verður að notast af heilbrigðri skynsemi, en leysir ekki skynsem- ina af hólmi.” staðist tímans tönn og eru grund- völlur allrar nútíma kynbótafræði. Þar að auki hefur sá grunnur skap- að skilning á eðli úrvals náttúrunn- ar og þess úrvals sem forfeður okk- ar viðhöfðu í ræktun á búsmala sín- um. Það er merkileg staðreynd að vísindaleg þekking í búfjárrækt stóðst innsæi glöggra ræktunar- manna og áunninni reynslu kyn- slóðanna ekki snúning fyrr en á allra síðustu áratugum. Þetta er þó ekkert einsdæmi. Maðurinn hefur getað búið til járn síðan á járnöld og Skalla-Grímur bjó yfir þeirri kunnáttu er Island byggðist. Vísindamenn skildu fyrst alla þætti járnbrennslunnar eftir 1920 og upp- götvuðu þá þætti sem áður hlutu að byggjast á innsæi og ólýsanlegri tilfínningu. En með hjálp vísinda- manna hefur síðan orðið ör þróun í framleiðslu járns og stáls sem forfeður okkar hefur varla dreymt um. Sömu sögu er að segja um notkun vísindalegrar þekkingar í búfjárrækt. I ræktun amerískra mjólkurkúa, þar sem BLUP-aðferðinni hefur verið beitt við úrval undaneldis- nauta í nær 20 ár (síðustu þijú árin með einstaklingslíkani hlið- stæðu því sem notað er hérlendis við kynbótamat hrossa), nemur ár- leg aukning á nyt, sem einungis stafar af bættu erfðaeðli gripanna, hvorki meira né minna en 100 kíló- um mjólkur. Sömu úrvalsaðferðir geta leitt til þess að íslenski hrossa- stofninn stórbatni í heild, ár frá ári. Það væri óeðlilegt ef gömlu hrossin trónuðu endalaust á toppn- um. Ég tel það gleðilegt ef í framtíð- inni geti fjölmörg íslensk hross sam- einað vilja Hrafnkötlu, skeið Nátt- fara, tölt Orra, fas Hrímnis, fegurð Þráar, fríðleika og þægð Þáttar og aðra úrvalseiginleika sem einhver einstök hross hafa haft hvert um sig. Ég tel það verðugra framtíðar- verkefni fyrir íslenska hrossarækt að vinna úr öllum tiltækum erfða- breytileika og skapa betri hross en áður hafa verið til, heldur en að reyna að endurskapa gengnar Æðu-Rauðkur. Um skyldleikarækt Kenningar sem á tímabili skóp- ust um skyldleikarækt sem árang- ursríka aðferð við ræktun búfjár hafa ekki staðist tímans tönn og þeim hefur hvarvetna verið koll- varpað af fræðimönnum og af hag- nýttri reynslu búfjárræktenda. Gunnar Bjarnason er eini búfjár- fræðingur í heiminum sem heldur áfram predikunum af því tagi. En honum hefur láðst að leggja kenn- ingar sínar undir dóm annarra vísindamanna, sem sönnun vísinda- manni sæmdi, og birta þær í vísindatímaritum þar sem greinar fara í gegnum nálarauga gagnrýni viðurkenndra fræðimanna. Nei, úlf- aldi á ekki greiða leið gegnum nál- arauga og ekki heldur nátttröll. Skyldleikarækt, sem gróft fná skilgreina sem síendurtekna æxlun náskyldra einstaklinga í því augna- miði að skapa samstæðar arfgerðir, hefur einkum ferna ókosti: a) aukin tíðni arfhreinna arfgerða kristalla áhrif meingena sem valda skertum lífsþrótti, smæð, sjúkdómum og ófijósemi (skyld- leikaræktarhnignun); b) minnkun erfðabreytileika innan skyldleikaræktaðra lína veldur hægari erfðaframförum; c) skyldleikaræktin veldur því að verðmætir erfðavísar glatast á tilviljunarkenndan hátt; d) möguleiki til úrvals undaneldis- gripa þrengist. Af þessum fjórum atriðum má telja það fyrstnefnda veigaminnst. Skyidleikaræktarhnignunar fer varla að gæta að ráði fyrr en með mjög náinni skyldleikarækt og hana má einfaldlega upphefja með kyn- blöndun við óskylda einstaklinga. Þá fæst blendingsþróttur sem er í raun og veru einungis endur- greiðsla þess er tapast hefur áður með skyldleikaræktarhnignun. Hin atriðin eru mun alvarlegri, þeirra gætir fyrr og snerta verulega fjár- hagslega afkomu þeirra sem hlíta ráðleggingum um skyldleikarækt og dragast aftur úr í ræktuninni. Þá er ekki síður alvarlegt að glata erfðavísum úr íslenska hrossastofn- inum sem gætu orðið verðmætir í náinni framtíð. Það er ábyrgðar- hluti að reka harðan áróður fyrir ræktunaraðferðum sem bijóta al- gerlega í bága við alla viðurkennda þekkingu nútímans. Enda þótt benda megi á einstök góð skyldleikaræktuð hross undan úrvals foreldrum er það að sjálf- sögðu engin sönnun þess að það beri að þakka skyldleikaræktinni, enda væri þá nóg um gagnsannan- ir. Skyldleikaræktinni má líkja við blindgötu. Það má ná upp dágóðum hraða nokkurn spotta en síðan verð- ur annað hvort að hemla eða keyra beint inn í vegginn. Góðir hrossa- ræktarmenn, þið sem hafið hafnað á slíkri blindgötu, sætið fyrsta fær- is að sveigja inn á aðalgötu þá sem liggur til framtíðarinnar. Sérstak- lega ef ykkur er umhugað um að þeir verðmætu eiginleikar sem hross ykkar bera glatist ekki heldur gagnist hrossastofni framtíðarinn- ar. Úrval í stórum erfðahópi miðar að því að velja úr bestu erfðavísa hverrar kynslóðar sem síðan stokk- ast upp í þeirri næstu. Hættan á að glata verðmætum erfðaeiginleik- um verður miklu minni og líkurnar á öruggum og árvissum erfðafram- förum sannanlega mun meiri með þeim hætti. - O - Gunnar Bjarnason hefur hlotið verðskuldaða viðurkenningu fyrir ómetanlegt gagn sem hann hefur gert íslenska hestinum og íslenskri hrossarækt. En það gefur honum þó ekki rétt til að básúna falskar fræðikenningar yfír hrossarækt- endur án andmæla. Mér svíður að sjá hinn mikla lærimeistara okkar hestamanna þráast eins og staða bykkju gegn þróun þekkingarinnar. Ennþá getur Gunnar gert hrossa- ræktinni gagn með því að láta af þráanum. Það er mannlegt að skjátlast á stundumn, en það er stórmannlegt að viðurkenna mistök sín. Ég vil trúa því að Gunnar hafi þvílíka stórmennsku til að bera. En til þess að honum verði það auðið þurfa þeir sem næstir honum standa að gæta þess að höggva ekki þegar hlífa skyldi. Höfundur er sérfræðingur í búfjárkynbótafrædi viú Landbúnaóarháskóln Svíþjóðnr í Ultuna og rekur sjálfstætt ráðgjnfnrfyrirtæki vnrðandi kynbótnmat hrossn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.