Morgunblaðið - 01.11.1991, Page 17

Morgunblaðið - 01.11.1991, Page 17
Enn hefur Króatía ekki liðið irndir lok eftir Arnór Hannibalsson Síðari grein Hrun kommúnismans Árið 1987 sáu kommúnistar fram á, að eitthvað róttækt yrði að gera til að halda völdum og áhrifum. Nýbakaður leiðtogi Kommúnistaflokksins, Slobodan Milosevic, hóf að lýsa nýrri stefnu sinni: Að bæta úr því óréttlæti, sem Tító hafði þrýst upp á Serbíu með því að gera Vojvodína og Kosovo að sjálfsstjórnarhéruðum og með því að tefla einu héraði gegn öðru og einu lýðveldi gegn öðru. Sjálfs- stjórn Vojvodina og Kosovo hefur nú verið afnumin. Þá kvaðst Mi- losevic ætla að koma á fijálsum markaði og efla iðnað og landbún- j að. Allt hefur það farið í handa- skolum hjá honum, og nú er verð- bólgan enn á uppleið. Hann verður | að láta prenta peninga í gríð og erg til að standa undir styijaldar- rekstrinum og borga kostnað við herinn. Stefna hans fól og í sér hörkulega útþenslustefnu: Alla Serba í eitt ríki! Breytum landa- mærunum! Enginn Serbi getur búið í Króatíu! Þessi þjóðrembuá- róður féll í góðan jarðveg meðal Serba og aflaði Milosevic mikilla vinsælda. Þær fleyttu honum alla leið upp í embætti forseta Serbíu. Þessi stefna gat ekki þýtt neitt annað en styijöld. Vissulega búa margir Serbar utan Serbíu. En að innlima öll þau landsvæði Júgó- slavíu, þar sem Serbar búa, í Serb- íu er óðs manns æði. í Króatíu hafa Serbar búið með Króötum öldum saman. Króatar hafa sótt kaþólskar kirkjur, Serbar hafa haft sinn rétttrúnað, og allir hafa unað við sitt í friði. Núverandi I stjórn Króatíu hefur aldrei lýst því yfir, að þjarma eigi að þjóðerni Serba í Króatíu. Leiðin til friðar er sú, að Serbar í Króatíu hafi alla aðstöðu, sem þeir telja sig þurfa, til að iðka trú sína og siði. En í Serbíu er blásið í glæður haturs. Milosevic sagði það nýlega á fundi með sáttasemjurum EB, að Serbar í Króatíu hefðu verið neyddir til að veija sig, því að þeir ættu yfir höfði sér þjóðarmorð eins og það sem Króatar stóðu fyrir á tímum seinni heimsstyijaldar. Alið er á því, að allir Króatar séu Ustase og þoli ekki Serba nálægt sér nema skera þá á háls. Þetta er jafn rétt- mætt eins og það væri að segja að allir núlifandi Þjóðveijar séu nazistar og hyggi á að myrða nárannaþjóðirnar. Núlifandi Króatar hafa ekkert með Ustase að gera. Þeim félagsskap lauk með seinni heimsstyijöld. Efling lýðræðis Það er í rauninni rangt að segja, að «Serbar» standi að innrásinni í Króatíu. Það er ekki serbneska þjóðin sem slík, heldur herforingja- klíka undir forystu þeirra Slobod- ans Milosevic, fyrrum kommúnist- aleiðtoga og núverandi forseta Serbíu, og Veljo Kadijevic, vamar- málaráðherra «Júgóslavíu» (sem nú þegar er ekki til). Stór hluti serbnesku þjóðarinnar er andvígur bræðravígum og er lýðræðislega sinnaður. Andstaðan gegn Mil- osevic braust t.d. út í marz á þessu ári (1991) með kröfugöngum og mátti þá sjá kjörorð eins og þessi: „Slobodan — Saddam!”, „Slobodan — Stalín!” og „Slobodan — svik- ari!” Það sem barizt er um, er lýð- ræðisleg skipan meðal þeirra þjóða sem búa á landsvæði hinnar fyrr- verandi Júgóslavíu. Lýðræðisleg stjórnskipan í öllum lýðveldúnum er skilyrði fyrir friði. En það vilja formælendur Stór-Serbíu ekki heyra. Nýjasta tillaga EB er sú, að Júgóslavía verði endurreist úr öskunni og gerð að laustengdu bandalagi fullvalda ríkja. Carring- ton lávarði og forystumönnum EB virðist ganga illa að skilja hvað hefur gerzt. Eftir innrás Serb- íuhers í Króatíu er bandalag Króat- íu með Serbíu úr sögunni. Króatar munu beijast til síðasta manns fyrir fullveldi sínu. Þeir stefna ekki að því, að lýðveldi þeirra myndi sameiginlega markað með Serbíu og tollabandalag með henni. Og Serbía lítur ekki við tillögum, sem girða fyrir þá ætlan þeirra að stofna Stór-Serbíu. Það mun taka langan tíma fyrir lýðræðislegan hugsunarhátt að skjóta rótum. En þegar að því kemur munu landa- mærin opnast og lýðveldin á Balkanskaga taka upp eðlilega efnahagssamvinnu og viðskipti. Það mun þjóna hagsmunum þeirra allra. En það verður að vera frjáls samvinna fullvalda ríkja. Króatía og EB Króatar beijast nú upp á líf og dauða fyrir framtíð sinni, fyrir sjálfstæði Króatíu. Þeir eiga við ofurefli að etja. Það er ekki svokall- aður «sambandsher» sem þeir eiga í höggi við. Það er stórserbnesk útþenslustefna og serbneskur her, vel búinn vopnum. Þessi serbneski her hefur sett sér það mark að ráða niðurlögum króatískrar menningar og sjálfstæðisviðleitni Króata í eitt skipti fyrir öll. Hvar- vetna þar sem serbneskar hersveit- ir ráðast inn í króatíska borg eða bæ er stórserbnesk útþenslustefna og serbneskur her, vel búinn vopn- um. Þessi serbneski her hefur sett sér það mark að ráða niðurlögum króatískrar menningar og sjálf- stæðisviðleitni Króata í eitt skipti fyrir öll. Hvarvetna þar sem serb- neskar hersveitir ráðast inn í króa- tíska borg eða bæ er byijað á því að mölva niður kirkjur, kveikja í bókasöfnum, eyða öllu því sem minnir á trú og siði Króata. Það á að beija úr þeim kaþólskuna. Og aðferðin er óheyrileg grimmd. Evr- ópuríki horfa á. Tilburðir Evrópu- bandalagsins eru kák eitt. Það er ljóst, þegar er Serbar fóru með vopnavaldi gegn Króötum, að EB yrði að gera það upp við sig, með hvaða hætti mætti stemma stigu við útþenslustefnu Serba. Það yrði ekki gert með öðru en því, að knýja Serba með hervaldi til að virða hin aldagömlu landamæri milli Króatíu og Serbíu. Fyrir því var hvorki pólitískur vilji né hergeta. Bretar þvertaka fyrir hernaðaríhlutun. í 20 ár hafa þeir mátt stynja undan Norður-írlandi. Bretar ákváðu í miðri seinni heimsstyijöldinni að styðja Tító til valda og gera honum kleift að beija saman ríkið Júgó- slavíu. Frakkar hafa löngum stutt Serbíu. Þeir börðust við hlið henn- ar í fyrri heimsstyijöld. Þjóðveijar vilja ekki taka frumkvæðið, til að vekja ekki upp drauga úr seinni heimsstyijöldinni. Ungveijar halda að sér höndum, til að fá ekki á sig þá gagnrýni að þeir seilist til land- svæða, sem fyrr tilheyrðu Stór- Ungveijalandi. Austurríki á einnig óhægt um vik af sögulegum ástæð- um. Þessi ríki hafa að vissu marki skilning og samúð með Króötum. Sérhvert þeirra og þau öll saman óttast afleiðingarnar af því að hefja styijaldaraðgerðir gegn Króötum. Og Vesturevrópubandalagið hefur ekki þann herstyrk sem þarf til að taka á þessum átökum. Ef það á að bjarga Króatíu með sömu aðferðum og í Kúveit verða Banda- ríkin að senda herlið á vettvang. En forseti þeirra hefur lýst því yfír, að hann vilji treina tóruna í Arnór Hannibalsson „Það sem barizt er um, er lýðræðisleg skipan meðal þeirra þjóða sem búa á landsvæði hinnar fyrrverandi Júgóslavíu. Lýðræðisleg stjórnskip- an í öilum lýðveldunum er skilyrði fyrir friði. En það vilja formæl- endur Stór-Serbíu ekki heyra.” einhverskonar suðurslavnesku sambandsríki. Og ekki hefur heyrzt, að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi brugðizt við, enda vandséð hvaða riki ætti að taka málið upp í ráðinu. En það skorti ekki skörungsskapinn, þegar þurfti að bjarga Kúveit undan áþján inn- rásarhers. Styijöld Þegar þetta er ritað um miðjan október 1991 hafa styijaldaraðilar samið tíu sinnum um vopnahlé, og öll hafa farið út um þúfur. Svo virðist, að Serbíuher ætli að knýja Króata til uppgjafar, taka höfuð- borgina Zagreb og reka núverandi ríkisstjóm í Króatíu frá völdum. En jafnvel þótt þetta fari eftir verð- ur hönd skamma stund höggi feg- in. Serbar hafa ekki aðstöðu til að halda uppi einhverskonar lepp- stjórn í Zagi’eb, og jafnvel þótt slík stjóm samþykki að breyta landamærum og að Krajina (hérað- ið þar sem Serbar búa í Króatíu) færist yfir til Serbíu, þá verður erfítt að halda því til streitu, festa þau landamæri í sessi og gera þau varanleg. Efnahagur landanna, sem mynduðu Júgóslavíu, var í rúst, og nú hefur styijöldin fært með sér eyðileggingu og tjón, sem erfitt er að meta. Ef þessi lýðveldi eiga að rífa sig upp úr örbirgðinni verða þau að fá aðstoð erlendis frá. En skilyrði fyrir slíkri aðstoð er, að friður verði saminn, og að hægt sé með nokkru öryggi að reiða sig á, að hann verði varanleg- ur. Erlend fyrirtæki festa ekki fé sitt, t.d. í Króatíu, nema hægt sé að stofna fyrirtæki og starfrækja þau, og til þess þarf frið og stöðug- leika. Serþar verða að sætta sig við, að það er einfaldlega ekki hægt að sameina alla Serba innan sömu landamæra. Helzta vonin er, að lýðræðissinnar í lýðveldunum taki höndum saman, því að hagsmunir og hugsjónir þeirra fara saman. Um leið og þau ná undir- tökunum era líkur á að Serbía og Króatía rísi úr öskunni, og stofni sin lýðveldi, sem virða mann- réttindi. En því miður era lýðræðis- öflin ennþá veik og sundruð. Serbneski herinn hóf sókn í Kró- atíu á landi, láði og legi, þegar er sjálfstæðisyfirlýsing Króatíu gekk endanlega í gildi þann 7. október 1991. Tilgangurinn var auðsjáan- lega að neyða Króata til að hverfa frá sjálfstæði. Það er því ljóst, að Króatar þurfa á stuðningi annarra ríkja að halda, og munar þar mest um nágrannaríki þeirra. Atlants- hafsbandalagið hefur ekki sýnt neinn vilja í verki að skakka leik- inn í Júgóslavíu. Á þeim vettvangi á ísland að beita sínum áhrifum og reyna af alefli að reyna að koma því til leiðar að Evrópuríki g Bandaríkin komi Króötum til liðs. Höfuðatriðið er að stöðva þessa styijöld. Það er ótrúlegt að þjóðir heims ætli að láta sér nægja að horfa á þennan ójafna leik og bíða þess með hendur í skauti að Serbíu- her knýi Króata til uppgjafar. Það er því meir en tímabært að þau ríki, sem vinveitt era Króatíu hefji stuðning við hana og viðurkenni hana sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Um leið og það er víst, að viðurkenning á sjálfstæði Króatíu komi Króötum aðjgagni í sjálfstæð- isbaráttunni, að Island að taka til máls og tilkynna um viðurkenn- ingu. Þann 19. október 1991 til- kynnti Carrington lávarður um nýja áætlun EB um að stofna nýja Júgóslavíu, sem yrði laustengt bandalag fullvalda ríkja, en með sameiginlegan markað og tolla- bandalag. Komið yrði á dómstóli til að dæma í mannréttindamálum. Minnihlutar, eins og Serbar í Kraj- ina, fái sjálfsstjórn. Ríkisstjórn Króatíu vísaði þessari áætlun ekki þegar á bug. Slóvenía og Serbía hafa þvertekið fyrir að samþykkja hana. Sú áætlun virðist úr sög- unni. Við samningaborðið í Haag hefur enginn árangur náðst. Það verður að knýja Milosevic og hans menn til að gefa upp á bátinn hugmyndir um að sameina alla Serba í einni Stór-Serbíu. Þegar og ef að því kemur, verður hægt að semja um frið. Þá þarf Króatía á allri þeirri hjálp að halda, sem vinir hennar geta í té látið til að byggja upp á ný það sem lagt hefur verið í rúst af nærri hálfrar aldar óstjórn kommúnista og af serbneska hernum. „Jos Hrvatsko ni propalo” — enn hefur Króatía ekki iiðið undir lok. Höfundur er prófessor í heimspeki við Háskóla Islands. ÆTTFRÆÐINÁMSKEH) í Reykjavík og á Ákureyri. Ætffræöiþjónustan Sími 27101 GLUGGAR ENGAR RÁKIR! WINDOLENE plus er óvenju áhrifaríkur gluggahreinsilögur, laus við rákirnar hinn leiða fylgikvilla margra slíkra efna. SKAGFJORÐ iiuniiaaj.inu Kólmoslóð 4, 101 Reykjovik, sími 24120

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.