Morgunblaðið - 01.11.1991, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991
Launin í Hondúras og hér
eftir Jóhann Pál
Símonarson
Talsmaður Sambands íslenskra
kaupskipaútgerða, Einar Her-
mannsson, er þeirrar skoðunar, að
undirmenn á íslenskum kaupskipum
séu að grafa sér eigin gröf vegna
þess að samtök þeirra hafa látið
undir höfuð leggjast, að upplýsa
það sem er að gerast á farskipum
Evrópuþjóðanna og þriðja heimsins.
Þetta segir hann í viðtali við Morg-
unblaðið fimmtudaginn 19. sept-
ember sl. Og hann segir að undir-
mennirnir séu að fórna atvinnu-
öryggi vegna óbilgirni. Mikil er
speki Einars Hermannssonar.
Undirritaður hefur verið „undir-
maður” eins og Einar Hermannsson
kallar það á íslenskum kaupskipum
í tæplega 22 ár hjá eina skipafélag-
inu í landinu sem stendur undir
nafni. Þess vegna tel ég mig tala
af nokkurri reynslu. í viðtalinu við
Einar Hermannsson er talað um að
grafa sér eigin gröf. Eina gröfin
sem undirritaður telur „undirmenn”
þurfa að hafa verulegar áhyggjur
af er hin vota gröf. Ekki vegna
þess að ég óttist glannaskapinn í
„undirmönnum” úti á sjó, heldur
vegna þess að öryggismál sjómanna
eru nú einu sinni með þeim hætti,
að það er veruleg hætta á því á
hvetju ári, að sjómönnum verði
búin vot gröf. Vonandi er svo ekki.
Einar Hermannsson hefur greini-
lega mikinn áhuga á því, að upp-
lýsa íslenska „undirmenn” kaup-
skipaflotans, þá kannski að hann
upplýsi af hveiju áströlsk stjórnvöld
láta nú fara fram sérstaka rannsókn
á tíðum skipstöpum. Hann kannski
upplýsir um það í leiðinni af hverju
íjörutíu flutningaskip með um 300
manna áhöfnum yfirmanna og
„undirmanna” fórust í heiminum á
liðnu ári.
Einari Hermannssyni til upplýs-
ingar skal það nefnt að Sjómanna-
félag Reykjavíkur fylgist nákvæm-
lega með því sem er að gerast hjá
kaupskipaútgerðum í nálægum
löndum. Þar liggja til dæmis upplýs-
ingar um þau áform Skandinavíska
flutningaverkamannasambandsins
að reka Norðmenn úr sambandinu
vegna þrælasamninganna sem gilda
á norskum NlS-fána. Einar Her-
mannsson hefur kannski þá hugsjón
að koma Sjómannafélagi Reykja-
víkur í svipaða aðstöðu.
Einar Hermannsson upplýsir í
viðtali við blaðamann Morgunblaðs-
ins, að Samband íslenskra kaup-
skipaútgerða hafi ásamt stéttarfé-
lögum yfirmanna á kaupskipum
tekið saman talnalega úttekt, ann-
ars vegar á útgerðarkostnaði skips
með áhöfn frá þriðja heiminum og
hins vegar hvað það kostar að gera
út sama skip undir íslenskum fána.
Sé þetta rétt sem ég leyfi mér að
draga í efa, þá ættu forystumenn
viðkomandi „yfirmannafélaga” að
skammast sín. Hvað halda þeir að
kæmi út úr slíkri könnun? Af hverju
könnuðu þeir ekki taxtakaup verka-
fólks í Hondúras til dæmis og báru
saman við kauptaxta fiskvinnslu-
fólks á íslandi? Hvers konar rugi
er þetta? Eða af hveiju báru þeir
ekki saman kauptaxta verkafólks
og sjómanna í Albaníu og á íslandi
til að ná sér í rök fyrir kjaraskerð-
ingu farmanna? Ei'nar Hermanns-
son getur dundað sér við að reyna
að bera saman epli og appelsínu,
en niðurstaða hans getur aldrei orð-
ið sú, að epli og appelsína verði
appelsína. Það er ekki hægt, og
ekki sæmandi Sambandi íslenskra
kaupskipaútgerða að gera saman-
burð af þessu tagi. Það ætti einfald-
lega að vera fyrir neðan virðingu
Sambands íslenskra kaupskipaút-
gerða.
„Ekki trúi ég því, miðað
við 400 milljóna króna
áætlaðan hagnað Eim-
skipafélagsins, að það
láti þriggja prósenta
launahækkun verða til
þess að setja þarf allt í
bál og brand á vinnu-
markaðnum og stefna
þar með útflutningi
þjóðarinnar í hættu á
erfiðum tímum, sem í
raun krefjast þjóðar-
sáttar.”
Ég gat þess hér að framan að
ég hefði starfað hjá eina skipafélag-
inu í landinu sem stendur undir
nafni í tæp 22 ár. Ég hóf sem sagt
störf hjá Éimskip á meðan Hörður
Sigurgestsson forstjóri var enn
starfandi ríkisstarfsmaður. Hörður
Sigurgestsson hefur hvað svo sem
segja má um hann, byggt Eimskipa-
félagið upp af miklum krafti, sam-
anber þau ummæli hans í viðtali
við DV 6. september sl., að það
stefni í 400 milljóna króna hagnað
félagsins á árinu. Það ræðst svo
við samningaborðið hvernig við
Hörður ákveðum að skipta þessum
Jóhann Páll Símonarson
hagnaði, eða hvort hann verður
notaður til þess að geta ráðið fleiri
Islendinga á skip Eimskipafélags-
ins.
En hvað um það. Eitt er víst að
Hörður Sigurgestsson léti sér aldrei
koma til hugar að bera það á borð
fyrir samninganefnd Sjómannafé-
lags Reykjavíkur að það þyrfti að
aðlaga laun farmanna á íslandi að
því sem tíðkast í Hondúras. Einar
Hermannsson verður að vara sig á
því að fara ekki offari. Það gæti
nefnilega farið svo, ef hann heldur
til streitu samanburðarfræðum við
þriðja heiminn, að Sjómannafélag
Reykjavíkur færi fram á svipaðan
samanburð á launum undirmanna
í stjórnunarstörfum á íslandi og í
Hondúras. Ætli launakostnaður
vegna talsmanns ímyndaðs sam-
bands kaupskipaútgerða i Hondú-
ras sé ekki með 40 af hundraði
þess sem greitt er fyrir sambærileg-
an talsmann hér á landi? Mér kæmi
það ekki á óvart.
Nú stendur yfir vinnudeila Sjó-
mannafélags Reykjavíkur og kaup-
skipaútgerðanna. Það eru Vinnu-
veitendasamband íslands og Vinnu-
málasamband samvinnufélaganna
sem fara með samninga fyrir hönd
kaupskipaútgerðanna. Vinnuveit-
endur neita að greiða undirmönnum
umsamda þriggja prósenta launa-
hækkun sem samið var um í lang-
tímasamningi 1989. Nú ber svo við
að atvinnurekendur kaupskipa vilja
knýja farmenn til að semja aftur
um þessa þriggja prósenta hækkun
sem farmenn eiga inni hjá útgerð-
um. Mér hefur orðið hugsað til þess,
hvort það geti verið að þessi vinnu-
deila hafi farið fram hjá ónefndum
forstjóra, eða hvort hann hefur
misst tökin á Vinnuveitendasam-
bandinu. Ekki trúi ég því, miðað
við 400 milljóna króna áætlaðan
hagnað Eimskipafélagsins, að það
láti þriggja prósenta launahækkun
verða til þess að setja þarf allt í
bál og brand á vinnumarkaðnum
og stefna þar með útflutningi þjóð-
arinnar í hættu á erfiðum tímum,
sem í raun krefjast þjóðarsáttar.
Höfundur er sjómaður.
Hverjir eiga hálendi íslands?
eftirJón Viðar
Sigurðsson
Eitt af því verðmætasta sem við
íslendingar eigum er hálendi lands-
ins. Náttúra hálendisins er einstök
og flestir eru sammála um að hana
beri að vernda. Samt virðist sem
einingin um verndun hálendisins sé
fátt annað en orðin tóm. Forfeður
okkar hafa skilað því til okkar
ósnortnu en því miður munu kom-
andi kynslóðir ekki geta sagt það
sama um okkar kynslóð.
A hveiju ári má sjá breytingu á
hálendinu til hins verra. Óþarfa
jýE^AINI^iURENf
SNYRTIVÖRUKYNNINGAR
★ Bylgjan, Hamraborg 14a, Kópavogi
FÖSTUDAGINN 25. október kl. 13.00-17.30.
★ Sandra, Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði
LAUGARDAGINN 26. októberkl. 10.00-15.30.
vegarslóðar eru ruddir, háspennu-
línur eru lagðar, rusl eftir ferða-
langa er hvarvetna og nú eru sum-
arbústaðir einkaaðila farnir að
spretta upp á hálendinu.
Tilefni þessarar greinar eru ein-
mitt sumarbústaðir einkaaðila sem
komið hefur verið fyrir, í trássi við
lög, á hinu stórbrotna hálendis-
svæði sunnan Langjökuls. Greinar-
höfundur hefur ferðast mikið um
þetta svæði síðastliðin 11 ár, jafnt
sumar sem vetur. Þótt ég eyði mikl-
um tíma í ferðalög um svæðið hefur
það aldrei hvarflað að mér að reisa
mér þar sumarbústað, ég ber meiri
virðingu fyrir náttúru svæðisins en
svo.
Til þessa stórbrotna hluta há-
lendisins tilheyra m.a. Ijöllin Skjald-
breiður, Hlöðufell, Stóra-Björnsfell,
Högnhöfði, Hagafell og Jarlhettur.
Þarna rísa brött móbergsljöll innan
um víðáttumiklar hraundyngjur.
Skriðjöklar Langjökuls teygja sig
inn á svæðið og skapa miklar and-
stæður.
Fyrir rúmum áratug lagði Lands-
virkjun háspennulínu þvert yfir
svæðið. Á þeim tíma þekktu fáir
þessa náttúruperlu og þeir voru
fáir sem lögðust gegn línustæðinu.
Andstæðingum línunnar var bent á
hinn stóra kost sem línunni fylgdi
en það var vegur sem lagður var
samsíða henni. Vegurinn mundi
auðvelda unnendum svæðisins að-
gang að því. Vegurinn hefur vissu-
lega auðveldað aðgang en því miður
hefur hann einnig auðveldað þeim
ógæfusömu mönnum sem flutt hafa
einkaskála sína inn á svæðið að-
gang.
Þyrping húsa er nú komin við
Tjaldafell, norðaustan Skjaldbreið-
ar. Þar standa þijú hús auk eins
kofa. Grunnur hefur einnig verið
lagður fyrir tveimur húsum til við-
bótar. Austan við Tjaldafell stendur
fjórða húsið. Við Stóra-Björnsfell
stendur fimmta húsið og í Lamba-
hrauni skammt frá Mosaskarði er
sjötta húsið. Öll eru hús þessi ólög-
leg. Húsin eru læst og eingöngu
ætluð eigendum sínum. Þau hafa
hvorki verið samþykkt af Náttúru-
verndarráði né Skipulagi ríkisins.
Eigendur húsanna skjótast hins
vegar á bak við nokkra menn í
Árnessýslu sem virðast hafa sam-
þykkt húsin án þess að hafa til
þess völd. Einn af eigendum hús-
Jón Viðar Sigurðsson
„Þótt ég eyði miklum
tíma í ferðalög um
svæðið hefur það aldrei
hvarflað að mér að
reisa mér þar sumarbú-
stað, ég ber meiri virð-
ingu fyrir náttúru
svæðisins en svo.”
anna hefur komið fram opinberlega
og lýst því yfir að sumarbústaðirnir
séu skipulagðir og engin náttúru-
spjöll hafi verið þeim fylgjandi.
Skipulagið og náttúruverndin eru
hins vegar ekki meiri en svo að
ruðst hefur verið með jarðýtum og
landið flatt út til að koma húsunum
fyrir auk þess sem þau standa hér
og þar um svæðið án samþykkis
Skipulags ríkisins. Eigandinn telur
húsin ekki vera til iýta og vel getur
verið að húsin séu ekki ljót en þau
eiga ekki heima þar sem þau standa
nú.
Engin forsenda er fyrir byggingu
húsanna önnur en að sú tegund
manna, sem ekki getur ferðast um
hálendið án þess að hafa til þess
fínar torfærubifreiðir og vélsleða,
vill bæta við þægindin með þvl að
dvelja í einkahúsum sínum og skipt-
ir þá engu máli þótt húsin standi á
fegurstu svæðum hálendisins. Ég
lit svo á að þeir sem ekki geta ferð-
ast um hálendið án þess að hafa
til þess öll þægindi, eins og hús í
einkaeigu, eigi þangað ekkert er-
indi. Hvers eigum við að gjalda sem
viljum ferðast um um ósnortið há-
lendið og koma því þannig í hendur
afkomenda okkar? Við eigum aðeins
eitt hálendi og það tekur ekki enda-
laust við mannvirkjum. Við verðum
að sporna við á eðan við ennþá
getum. Það sem gerir hálendið ein-
stakt er fegurð þess og hve tiltölu-
lega ósnortið það er. Sérhvert
mannvirki sem þar er reist kastar
rýrð á það, þar sem það stingur í
stúf við ósnortna náttúruna. Skipu-
lagning bygginga á hálendinu er
mikið vandaverk þar sem góð sam-
vinna við Náttúruverndarráð og
Skipulag ríkisins er nauðsynleg.
Fjallaskálum verður að koma fyrir
á afmörkuðum svæðum og þeir
verða að standa öllum opnir.
Víkjum nú að öðru. Á austur-
hluta hálendisins ætlar Landsvirkj-
un að leggja háspennulínu frá
Fljótsdal til Akureyrar. Til stendur
að leggja línuna sem stystu leið og
mun hún þá liggja yfir Ödáðahraun
milli Herðubreiðar og Öskju. Þegar
mótbárur komu fram og bent var
á aðrar leiðir risu Landsvirkjunar-
menn upp og sögðu að slíkt væri
miklu dýrara. Virðingin fyrir há-
lendi landsins er nú ekki meiri á
þeim bænum en að peningar og
gróði fyrirtækisins skipta meira
máli. Ef línan verður að veruleika
fylgir henni vegur eins og línunni
sunnan Langjökuls og þar gæti hið
sama gerst, að menn flyttu sumar-
bústaði sína og kæmu þeim fyrir í
Ódáðahrauni. Þetta hafa menn
komist upp með í trássi við lög hér
syðra og því þá ekki eins þarna.
Sem betur fer lítur út fyrir að
sumarbústaðirnir, sem nú kasta
rýrð á náttúruperluna sunnan
Langjökuls, verði fjarlægðir og enn
er tími til að koma í veg fyrir línu-
lagningu yfir Ódáðahraun. Verði
það ekki gert þá erum við íslending-
ar ekki menn til að vernda hálendi
okkar og framtíð þess verður í
höndum stórfyrirtækja og einkaað-
ila sem hugsa fremur um eigin hag
en verndun hálendisins.
Höfundur er starfsmaður
Raunvisindastofnunar Hóskóla
íslands.