Morgunblaðið - 01.11.1991, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991
MIÐAUSTURLANDARAÐSTEFNAN I MADRID
Fulltrúi Palestínumanna:
Deilum með okkur von-
um fremur en að valda
hvert öðru þjáningum
Madrid. Reuter.
Aðalfulltrúi Palestínumanna á fundinum í Madrid, Haidar Abdel-
Shafi, krafðist þess í ræðu sinni að frekara landnám gyðinga á hern-
umdu svæðunum yrði tafarlaust stöðvað. Einnig yrðu Palestínumenn
að fá að stofna sjálfstætt ríki en fulltrúinn tók fram að þeir myndu
sætta sig, við að það yrði í áföngum. I hvert sinn sem fulltrúinn til-
greindi kröfur Palestínumanna leit hann í áttina til Yitzhaks Sham-
irs, forsætisráðherra Israels, sem virtist fremur óstyrkur í sæti sínu.
ísraelar neita að eiga nokkur samskipti við Frelsissamtök Palestínu
(PLO) er þeir telja hryðjuverkasamtök en Palestínumaðurinn ögraði
Shamir með því að minnast á samtökin og í lok ræðunnar einnig á
Yasser Arafat, formann PLO.
hernámsstjórnar - og við erum þess
fullviss að aldrei sáuð þið fyrir ykk-
ur að bömin ykkar, sem áttu að
tryggja framtíð ykkar, myndu gegna
slíku hlutverki”.
Reuter
Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, flytur ræðu sína á friðar-
ráðstefnunni í Madrid í gær.
Friðarráðstefnan:
„Viðurkennd forysta okkar er
meira en lýðræðislega kjörin forysta
allrar palestínsku þjóðarinnar,”
sagði Abdel-Shafi. „Hún er tákn
þjóðarvitundar okkar og einingar”.
Shamir sat undir þessum orðum,
þungur á brún og gekk ekki af fundi
eins og ísraelar hafa hótað að gera
ef fulltrúar Palestínumanna minnist
á samband sitt við PLO. Síðar í
ræðu sinni minntist Abdel-Shafí
beinum orðum á PLO. „Við Palestín-
umenn beittum mikilli hugkvæmni í
Palestínska þjóðarráðinu árið 1988
er Frelsissamtök Palestínu lögðu
fram friðaráætlun sína”. Enn sat
Shamir sem fastast en var gneypur
mjög og rétti Benjamin Nétanyahu
aðstoðarutanríkisráðherra ísraels,
er sat fyrir aftan forsætisráðherr-
ann, miða með skilaboðum. Ekki er
vitað hvað stóð á miðanum.
Abdel-Shafi krafðist þess að ísra-
elar létu strax alla pólitíska fanga
lausa og leyfðu útlægum Palestínu-
mönnum að snúa heim. Hann lýsti
þjáningum þjóðar sinnar undanfarna
áratugi. „Fóstuijörð okkar hefur
aldrei hætt að vera til í huga okkar
og hjarta en hún verður að öðlast
tilvist sem ríki á öllum hemumdu
svæðunum sem ísrael lagði undir sig
í stríðinu 1967 og Jerúsalem á að
verða höfuðborgin,” sagði hann.
Abdel-Shafi fordæmdi hegðun
ísraelskra stjómvalda. „Og hvað er
okkur ætlað að segja við ástvini
þeirra sem hermenn hafa skotið til
bana? Hvemig getum við svarað
spumingum þeirra, hvernig getum
við brugðist við óttanum í augum
bamanna okkar? Síðastliðin þrjú ár
hefur eitt af hveijum þrem pa-
lestínskum bömum á hernámssvæð-
unum verið drepið, sært eða fangels-
að... Stöðva verður landnámið þeg-
ar í stað. Það er ekki hægt að koma
á friði meðan jarðnæði Palestínu-
manna er gert upptækt með ótelj-
andi aðferðum og staða hernumdu
svæðanna er gerð ljós hvern dag
með ísraelskum jarðýtum og
gaddavír... í nafni palestínsku
þjóðarinnar viljum við snúa okkur
beint til ísraelsku þjóðarinnar sem
við höfum átt svo þjáningarfull sam-
skipti við: Deilum með okkur vonum
í staðinn”. Fulltrúinn sagði að Pa-
lestínumenn væru reiðubúnir að búa
í landinu ásamt ísraelum en þá yrði
samúð að koma í stað óvildar, gagn-
kvæmni í stað valdníðslu. „Við höf-
um orðið vitni að bestu hliðum ykk-
ar jafnt sem þeim verstu því að
drottnarinn getur ekki falið neitt
fyrir hinum kúguðu og við höfum
séð hvernig hernámið hefur einnig
valdið ykkur skaða. Við höfum séð
angist ykkar yfir því hvemig synir
ykkar og dætur hafa breyst í verk-
færi blindrar og ofbeldisfullrar
Lögreglumönnum
fjölffað um 19.000
Madrid. Frá fréttaritara Morgunblaðsins, Ragnari Bagasyni.
SIRENUVÆL er tónlistin, sem hljómar hæst í Madrid þessa dag-
ana, enda viðbúnaður mikill þegar sendinefndir araba og ísraela
fara af einum staðnum á annan. Ekki verður þó annað sagt en að
Madridingar hafi sýnt öllu umstanginu mikil umburðarlyndi og fyrsta
ráðstefnudaginn voru 7% færri bílar á götunum en venjulega.
Jose Maria Alvarez del Manzano, á að bjóða.
borgarstjóri Madridar, er að vonum
ánægður með auglýsinguna, sem
borgin fær vegna ráðstefnunnar,
en til að tryggja, að erlendir frétta-
menn beri henni rétta sögu hefur
hann dreift meðal þeirra 700 mynd-
böndum með upplýsingum um
margt af því, sem borgin hefur upp
Aðalaðsetur fréttamanna er í
Kristalshöllinni í Casa de Campo
en þar er eitt helsta útivistarsvæðið
í Madrid. Þar eru fundarstaðir og
skrifstofur, hundruð ritvéla, fax-
tæki, tugir símtóla, risastór sjón-
varpsskjár og veitingastofa. Óllu
var þessu komið fyrir á tveimur
sólarhringum og tók hinn spænski
Póstur og sími af þessu tilefni i
notkun 3.000 nýjar símalínur.
Sem dæmi um viðbúnað spænsku
lögreglunnar má nefna, að upphaf-
lega var lögregluþjónum í borginni
fjölgað um 10.000 vegna ráðstefn-
unnar og í fyrradag var bætt við
öðrum 9.000. Eru þeir viðbúnir því
að loka borginni ef með þarf en að
sögn innanríkisráðuneytisins er
helst óttast, að Abu Nidal-samtökin
reyni að ráðast á arabísku fulltrú-
ana.
Hvatning Yitzhaks Shamirs til arabaleiðtoga:
Hættið að hvetja til þess
að ríki okkar verði evtt
«7
Madrid. Reuter.
YITZHAK Shamir, forsætisráð-
herra ísraels, sagðist í ræðu sinni
á friðarráðstefnunni í Madrid í
gær vilja útskýra þann sögulega
bakgrunn sem kröfur gyðinga til
yfirráða í Israel byggðust á.
Hann minnti á ofsóknirnar sem
þeir hefðu orðið fyrir um allan
heim og fjöldamorðin sem nas-
istar stóðu fyrir. Ræða Shamirs
var tilfinningaþrungin og hann
virtist stundum eiga erfitt um
mál af þeim sökum. Athygli vakti
að hann minntist ekki á tvö við-
Markmib Madridarfundarins er aft
komast aö samkomuiagi, sem
byggist á samþykkt Öryggisráös
Samelnuöu þjóöanna fró 1967
nr. 242. Arabarikin vílja aö
ísraelar hafi sig á brott frá öllum
hernumdum svæöum.
VESTURBAKKINN
Hernámssvæöi Jór
dana, sem ísraelar
hernámu svo 1967.
Arabar vilja aö
hann verði hluti
nýs Palestínu-
ríkis.
Harölínumenn í fsrael segja aö meö
því aö skila Sfnai-skaga hafi ísrael
þegar fariö aö samþykkt 242. Banda-
ríkjastjórn vill að ísraelar fari frá her-
námssvæöunum, en krefst þess ekki
aö landamærin, eins og þau voru fyrir
Sexdagastríöíö 1967 taki gildij
DUNCAN MIL / Graphic News
kvæm deiluefni; landnám gyð-
inga á hernumdu svæðunum og
framtíð Jerúsalem sem Israelar
segja að verði um aldir og ævi
þeirra eign. Fulltrúar araba sátu
svipbrigðalausir undir ræðunni
og í upphafi fundar neituðu þeir
allir að taka í hönd Shamirs að
utanríkisráðherra Egypta einum
undanskildum.
„Við erum eina þjóðin sem búið
hefur óslitið á ísraelsku landi í nær
4.000 ár,” sagði Shamir. „Við erum
eina þjóðin sem hefur, ef sleppt er
að geta skammlífs konungsríkis
krossfaranna, átt sjálfstætt ríki á
þessu landi, við erum eina þjóðin
sem átt hefur sér Jerúsalem fyrir
höfuðborg, við erum eina þjóðin sem
aðeins á sér helgistaði á ísraelsku
landi...
Við teljum að markmið tvíhliða
viðræðna deiluaðila sé að undirrita
friðarsamninga milli ísraels og ná-
grannaríkja þess og ná jafnframt
samkomulagi um bráðabirgða-
sjálfsstjóm Palestínumönnum til
handa. En engu verður áorkað ef
viljann skortir. Ég höfða til leiðtoga
araba, þeirra sem eru staddir hér
og þeirra sem ekki hafa enn ákveð-
ið að taka þátt í viðræðunum; sýnið
okkur og umheiminum að þið sætt-
ið ykkur við tilvist Israels... Við
hvetjum ykkur til að taka aftur
ákallið um heilagt stríð gegn-ísra-
el. Við hvetjum ykkur til að afneita
sáttmála PLO [Frelsissamtaka Pa-
lestínu] sem kveður á um eyðingu
ísraels. ... Og við sendum Palest-
ínumönnum áskomn; afneitið of-
beldi og hryðjuverkum, notið há-
skólana á hernumdu svæðunum -
skólunum var komið á fót að tilhlut-
an ísraels - til náms og þroska en
ekki áróðurs og ofbeldis, hættið að
stofna börnum ykkar í hættu með
því að láta þau fleygja gijóti og
sprengjum að hermönnum og
óbreyttum borgurum”.
Shamir sagðist vita að arabar
myndu gera landakröfur á hendur
ísrael en væri saga átakanna milli
deiluaðila könnuð kæmi glöggt í
ljós að landakröfurnar væri ekki
inntak deilnannna. Þær hefðu hafist
löngu áður en ísrael lagði undir sig
Vesturbakkann, Gaza-spilduna og
Golanhæðir. „Aldrei var gefið til
kynna að til greina kæmi að viður-
kenna ísrael á árunum fyrir stríðið
1967, áður en umrædd landsvæði
komust undir stjórn ísraels”. Ráð-
herrann sagði það hryggilegt ef
helsta og jafnvel eina viðfangsefni
viðræðnanna yrði deilan um land-
svæði, þ. e hernumdu svæðin. Það
væri fljótlegasta aðferðin til að láta
þær stranda. Mikilvægast af öllu
væri að byggja upp traust, fjar-
lægja það sem gæti valdið átökum
og loks að þróa samskipti á eins
mörgum sviðum og unnt væri.
Shamir sagði Evrópuþjóðirnar
hafa átt í mannskæðum styrjöldum
gegnum aldirnar en nú væru fornir
fjendur sameinaðir þar í álfu í band-
alagi. Þótt það virtist fjarlægur
draumur sagðist hann trúa því að
einhvern tíma yrði hægt að mynda
sams konar bandalag í Miðaustur-
löndum.