Morgunblaðið - 01.11.1991, Síða 34

Morgunblaðið - 01.11.1991, Síða 34
34 ' M()ROUNHÍÁf)ÍÐ FÖSTUDACUK 1. NÖVEMBER 1991 Steinunn A. Ölafs- dóttir — Minning Fædd 14. apríl 1956 Dáin 25. október 1991 Nú ertu leidd, mín ljúfa lystigarð drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí; við guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. •a- (Hallgrímur Pétursson). Ung vinkona okkar er látin aðeins 35 ára gömul, ljúfar eru minningarn- ar sem hún eftirlætur okkur sem söknum hennar nú sárt. Steinunn Anna barðist hetjulega í veikindum sínum þar til yfir lauk. í fimm mán- uði dvaldist hún á Landspítalanum, hún vissi alveg hvað hún var að ganga í gegnum, en var alitaf von- góð og ákveðin í að láta sjúkdóminn ekki buga sig. Hún hafði svo mikið að lifa fyrir, litla sólargeislann sinn hann Þór, sem varð ársgamall 13. október sl. Okkur finnst lífið stundum ósann- gjarnt og skiljum ekki því er ung móðir fær ekki að njóta þess að ann- ast litla drenginn sinn. En það er aðeins einn sem öllu ræður. Við biðj- um algóðan guð að halda sinni vernd- arhendi yfir litla Þór og leiða hann á braut gæfunnar. Nú eru þáttaskil í lífi Steinunnar Önnu, hún er lögð í þá ferð sem bíð- ur okkar allra, við biðjum guð að varðveita og blessa hana. Elsku Þóra mín, þú sem vart hefur vikið frá sjú- krabeði dóttur þinnar, við Hjölli send- um þér, Óla Þór og fjölskyldum ykk- ar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum guð að lina sorg ykkar og gefa ykkur styrk á erfiðum tímum. Erna Blaðinu er flett — nýr kafli haf- inn. Ef til vill veikari, ef til vill sterk- ari, ef til vill með Steinu, ef til vill án Steinu, en örugglega með Steinu í hjartanu þar til ... Því Steina er farin og með henni hluti af okkur. Virðing, vinátta, ást og þakklæti lifir þó okkur öll. Við áttum stundir, stundir sem aldrei gleymast. Fullar af krafti, kraftinum frá Steinu, kraftinum sem gaf meira en hann tók ... Bjór í glasi, sígarettur, kaffi, um- ræður, rifrildi, uppbygging, niðurrif, gleði, tár, ferðalög, upptúrar, niðurt- . úrar, fíflagangur, alvara, skemmtun, sorg, söknuður, endurfundir ... og svo margt, margt fleira. Gingi og Haddi Lífið er þyrnum stráð. Það er ekki lygn sigling um spegilsléttan hafflöt né átakalaus gönguför um sælureit. Þvert á móti er lífsgangurinn með ýmsu móti; landslagið og veðurfarið með svo ólíkum hætti; gleði og sorg takast á; meðbyr og andstreymi hluti af erli dagsins. Og oft er svo átakan- lega stutt á milli þessara eilífu and- stæðna í lífinu. Stundum eru einnig hin stóru átök lífs og dauða handan við homið, þegar síst varir. En þessar miklu andstæður í líf- ' inu, svo og hin eilífa barátta lífs og dauða, eru þó einnig í vissum skiln- ingi samherjar. Því hvað væri lífið án dauðans? Hvar væri dauðinn án lífsins? Hvar væri gleðin án sorgar. Er það ekki svo, að í myrkrinu skíni ljósið skærast? Einhvers staðar seg- ir, að í dýpstu sorg birtast gleggst hinar bestu og hjartfólgnustu minn- ingar. Vangaveltur af þessum toga varpa þó litlu Ijósi á það sem okkur dauðleg- um er hulið — lífið handan strandar. Sár söknuður á kveðjustund er jafn- mikill, þótt minningar ylji. Þessar eru þó hugrenningar mín- ar, þegar kveðjustund er runnin upp og Steinunn Ólafsdóttir hefur lagt í ferðina löngu. Steinunn var aðeins 35 ára þegar kallið kom. Eftir erfiða sjúkdómslegu var líkami hennar þrotinn kröftum. í sinni var Steinunn þó alltaf hin síunga Steina, sem efld- ist að ráðum og dáð, þegar á móti * blés. Það sama gilti í veikindum bennar; eðlislægur kraftur hennar, lífsvilji, bjartsýni og staðfesta hagg- aðist ekki hvað sem á gekk. En enginn má sköpum renna. Kallið kom síðastliðinn föstudag. Steinunn Ólafsdóttir fór ævinlega sínar eigin leiðir. Stundum ótroðnar slóðir. Aræðni hennar og kraftur og óttaleysi við viðfangsefni samtímans var til eftirbreytni. Ekkert verkefni var of stórt eða flókið í hennar aug- um til þess að ekki væri hægt að takast á við það. Við Steinunn kynntumst á ungl- ingsárum. Það sópaði að henni. Hún var hrein og bein í lund og laðaði að sér vini. Hún hleypti heimdragan- um ung að árum og fluttist frá Hafn- arfirði til Danmerkur, þá rétt um tvítugt. Þar dvaldi hún og vann við ýmis störf, en stundaði síðari árin nám við fjölmiðlun. Af kynnum mín- um af Steinu vissi ég, að þar var hún á réttri hillu, enda gekk námið hjá henni eins og í sögu. Fjölmiðlun lék í höndum hennar og hafði hún þegar í starfi við blaðamennsku hasl- að sér völl á því sviði, í harðri sam- keppni í Kaupmannahöfn. En enda þótt að haf væri í millum og þannig landfræðileg vík milli vina, þá hélt hún ævinlega góðu sambandi við vini og kunningja hér á íslandi. Og að sjálfsögðu við sín góðu ættmenni hérlendis. Alkomin kom Steinunn síðan heim nú í vor. Þóra Antonsdóttir, móðir Stein- unnar, hefur staðið sem stoð og stytta við hlið dóttur sinnar hina þungbæru síðustu mánuði; fyrst í Kaupmannahöfn, en síðan hér heima. Móðurástin hefur þar birst í sinni sönnustu og fegurstu mynd. Hún Þóra hefur hvort tveggja í senn hlot- ið samúð okkar samstarfsmanna á bæjarskrifstofunum í Hafnarfirði, sem og óblandna aðdáun. Friðþjófur Sigurðsson, maður Þóru, stjúpfaðir Steinunnar, hefur ekki síður sýnt styrk og æðruleysi á erfiðum tímum. Guð geymi minningu Steinunnar Ólafsdóttur. Hann gæti og fylgi um allan aldur einkasyni hennar og aug- asteini, Þór litla, sem er rétt orðinn eins árs gamall. Þóru og Friðþjófi, Óla bróður Steinunnar og fjölskyldu hans, sem og ættmennum öðrum, sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Góður Guð gefi dánum ró og þeim líkn sem lifa. Guðmundur Arni Stefánsson „Þeir sem guðirnir elska, deyja ungir.” Mig langar að minnast bróður- dóttur minnar, Steinunnar Önnu. Steinunn var fædd á Höfða á Höfðaströnd, dóttir Þóru Antons- dóttir frá Höfða og Ólafs Hrafns heitins Þórarinssonar frá Hafnar- fírði. Hún var eldra barn foreldra sinna, átti bróður, Ólaf Þór, sem kvæntur er Hjördísi Jónsdóttur og eru þau búsett á Hvítárbökkum í Borgarfírði. Seinna giftist Þóra Frið- þjófi Sigurðssyni. Reyndist hann Steinunni ákaflega vel, og var hún ævinlega þakklát fyrir allt sem hann gerði fyrir hana. Ég minnist þess, er Steinunn kom í foreldrahús mín á fyrsta ári, lítil hnáta sem sneri öllu og öllum í kring- um sig. Hún var mikið atorkubarn og uppáhald allra, heillaði með glað- værð og var óvenjuskýrt bam. Steinunn ólst upp í Hafnarfirði, gekk í Öldutúns- og Flensborgar- skóla, en öll sumur fram á unglings- ár var hún norður á Höfða hjá móð- urfólki sínu. Steinunn leit á Höfða sem sitt annað heimili og var hún þar í miklu uppáhaldi. Eftir að hún fluttist út kom hún aldrei svo heim að hún færi ekki norður að Höfða, til Frikka og Gurru. Steinunn fluttist til Kaupmanna- hafnar rúmlega tvítug og starfaði þar. Eftir nokkur ár kom hún heim, tók stúdentspróf og vann síðan hjá landlækni. Aftur fluttist hún til Kaupmannahafnar, innritaðist í Blaðamannaháskólann í Árósum og átti aðeins eitt ár eftir af því námi til að útskrifast. Ég átti þess kost að heimsækja fræriku mína í janúar sl. Var þá búið að standa lengi til að „tanta” kæmi í heimsókn. Þetta var alltof stuttur tími, en við nutum hans báð- ar, skröfuðum um gamla tíma og var yndislegt að sjá Steinunni svo hamingjusama með litla drenginn sinn, Þór, sem hún eignaðist 13. október. Hann var nýorðinn ársgam- all. Sjaldan hef ég séð annað eins samspil, þar sem hún sat í íbúðinni sinni í Kaupmannahöfn; talaði við litla Þór og tengdi samtal þeirra við Ijósmynd á borðinu af pabba sínum, sem hún tregaði alla tíð. Hann lést þegar Steinunn var 15 ára og varð. öllum harmdauði. Steinunn var vinamörg, hvort sem var í Danmörku eða á íslandi. Besta dæmið var, er við vorum á gangi á götu í Kaupmannahöfn, þar var Steinunn var ítrekað stöðvuð og henni heilsað af vinum og samstarfs- fólki á Politiken, en þar starfaði hún sem nemi í blaðamennsku. Steinunn kom til landsins í maí sl., þá orðin fársjúk. Var litli Þór þá skírður við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju. Steinunn lá á Landspítalanum frá því í byijun júní og til þess er hún lést að morgni dagsins 25. október sl. Barátta Steinunnar við hið óum- flýjanlega_ var því ekki löng, en ströng. ’ Ósjálfrátt fylltist maður reiði. Af hveiju er ung kona hrifin burt frá litla drengnum sem hún unni svo heitt og fékk svo stutt að njóta samvista við. Þegar stórt er spurt er fátt um svör. Það hlýtur að vera almættið, sem öllu ræður, sem svarið hefur. Af öllum þeim sem komu til Stein- unnar í sjúkdómslegu hennar á Landspítalanum stendur einn upp úr, en það er hann Haddi vinur henn- ar. Hann var henni sem klettur, jafnt að nóttu sem degi. Elsku Þóra. Missir þinn er mikill. Þú umvafðir Steinunni híýju, ást og umhyggju og þið eigið í ljúfri minn- ingu lítinn sólargeisla, hann Þór, sem ég veit að fær nú alla ykkar ást og umhyggju. Ég er þess einnig' full- viss, að handan móðunnar miklu verða margir sem taka á móti Stein- unni frænku minni. Ég bið góðan Guð að styrkja ykkur öll í sorginni. Um leið kveð ég góða frænku mína og þakka henni allt og allt. Hrafnhildur Þórarinsdóttir Lífíð er dýrt og engum lærist það betur en þeim sem er skammtaður naumur tími til að slá lífsvef sinn. Lífið hefur ótal ásýndir, sumar fagrar, aðrar ljótar. Ökkur hættir stundum til að gleyma því að ekkert skýrist nema af andstæðu sinni, því án ljótleikans verður fegurðin ekki metin, án sorgar verður engin gleði til, án dauða ekkert líf. Fáa hef ég þekkt sem fengu svo fijótt og svo harkalega að kenna á fjölbreytileika lífsins eins og Stein- unn Ólafsdóttir. Við kynntumst fyrst óharðnaðir unglingar, hún þó aðeins eldri og mun lífsreyndari. Hún missti föður sinn aðeins fímmtán ára gömul og markaði sá missir djúp spor í unga sál. Ég minnist hennar sem kátrar, frakkrar stelpu. Hún var falleg og lífsglöð, en bak við brosið bjó við- kvæm og gljúp sál. Hún var opin, hreinskiptin og stundum fljóthuga. Hún var sannur vinur vina sinna, en tál og hræsni voru henni óskapfelld. Þannig minnist ég hennar frá þeim tíma er við höfðum mest samskipti. Leiðir okkar skildi er hún flutti til Danmerkur, þar sem hún bjó í mörg ár og stundaði nám í fjölmiðlafræði á síðustu árum. Þegar ég hitti hana aftur síðastlið- ið sumar var margt breytt í lífi okk- ar og erfítt að brúa þá gjá sem árin höfðu myndað, ár þegar einstakling- urinn tekur út sinn þroska og ákveð- ur hvaða leiðir skuli fara, hvað gefi lífínu gildi og hvað ekki. Oft vill gleymast hve lífíð er dýrt og öll fram- tíðarmarkmið verða hismi og hjóm þegar ásjóna dauðans birtist og minnir á að mennirnir ráðgera en guð ræður. Ótal slíkar hugsanir sóttu á hug minn er ég hitti Steinunni aftur. Auðsætt var að hún var hel- sjúk og sjúkdómurinn hafði farið um hana óblíðum höndum. Hún var rúm- föst og átti erfitt um hreyfingar. Fátt minnti á þá Steinunni sem ég þekkti fyrrum, líkaminn í fjötrum og lífskrafturinn þorrinn. En brosið var enn á sínum stað, bjartsýnin og lífs- þorstinn. Hún var þess fullviss að hún ynni sigur, hún yrði að vinna sigur, þar sem hún hefði svo margt til að lifa fyrir. Hún sagði mér frá drengnum sínum ársgamla og hversu sárt það væri að geta ekkert sinnt honum, hversu kaldhæðnislegt væri að eignast barn og geta engu miðlað því. Steinunni var ætlaður of skammur tími, hún mun ekki auka neinu við lífsvef sinn. En þættir úr þeim vef liggja víða, því að hún miðlaði mörg- um af lífsgleði sinni og bjartsýni. Ég þakka Steinunni stutta en lær- dómsríka samfylgd. Ástvinum henn- ar flyt ég innilegustu samúðarkveðj- ur. Ingveldur Einarsdóttir Á þessu nýliðna sólríka sumri háði elskuleg vinkona mín, Steinunn Anna Ólafsdóttir, harða baráttu við sjúk- dóm sinn og daginn fyrir fyrsta vetr- ardag kvaddi hún þennan heim, eftir stranga banalegu, aðeins 35 ára að aldri. Eftir stendur lítill sonur, auga- steinn móður sinnar, og mikill er missir móður og bróður sem nú standa frammi fyrir mikilli sorg á ný, en fyrir tuttugu árum missti Þóra mann sinn frá bömunum tveim langt fyrir aldur fram. Vinátta okkar Steinunnar hófst fyrir þijátíu árum. Margt er að minn- ast í tímanna rás, allt frá því við vorum litlar telpur með tilheyrandi bernskubrekum til fullorðinsára. Gagnkvæm væntumþykja styrkti vináttuböndin og þrátt fyrir fjarlægð síðustu fimmtán árin sem Steinunn bjó í Danmörku, var alltaf hægt að taka upp þráðinn þar sem frá var horfíð og er við hittumst var glatt á hjalla og góður tími tekinn í spjall og notalegheit. Steinunn hafði sterkan persónu- leika til að bera, auk þess að vera góðum gáfum gædd var hún einlæg, hlý, hafði sterka kímnigáfu, var trygglynd vinum sínum svo af bar, kjarkmikil og sterk sem sýndi sig best í veikindum hennar. Þegar ég lít til baka er mér þakk- læti efst í huga, þakklæti fyrir að eignast vináttu þessarar hugrökku og góðu vinkonu sem ég sakna svo sárt. Steinunn trúði því að annað og betra líf biði okkar eftir dvöl okkar hér á jörðu, því trúi ég líka, þangað fer Steinunn og þar vil ég hitta hana þegar þar að kemur. Um leið og ég bið algóðan guð að styrkja Þóru, Friðþjóf, Ola, Hjöddu, litla Þór og aðra aðstandend- ur þakka ég Steinunni traust og gjöf- ult vinarþel gegnum ógleymanleg ár. Rut Rútsdóttir Stríðinu hennar Steinu er lokið. Stríði sem gat bara lokið á einn veg, þrátt fyrir ótrúlegt baráttuþrek og vilja sem smitaði út frá sér og glæddi vonir þeirra sem næst henni stóðu. Sæði trúarinnar á að sigur ynnist í því vonlausa stríði sem hún háði var sáð í hug hennar nánustu þannig að þeir hrifust með þrátt fyrir að þeir vissu eins og Steina að hveiju stefndi. Nú er sú stund runnin upp og eftir sitjum við, sem vorum svo lánssöm að kynnast Steinu, og á okkur leita spurningar sem engin svör eru til við. Steina missti ung föður sinn, Ólaf Þórðarson. Móðir hennar, Þóra Ant- onsdóttir, giftist síðar föður mínum, Friðþjófi Sigurðssyni, sem misst hafði eiginkonu sína, Elínu Arnórs- dóttur. Við Steina urðum því stjúp- systkin um miðjan áttunda áratug- inn. Við Gyða kynntumst Steinu fyrst að einhveiju ráði eftir að hún var flutt til Kaupmannahafnar. Þangað flutti hún um svipað leyti og við sett- umst að í Stokkhólmi. Á hefmili hennar áttum við griðastað þegar leið okkar lá til borgar gleðinnar og nutum gestrisni hennar og lífsgleði. Hún heimsótti okkur einnig til Stokk- hólms. Þegar hugsað er til þessara alltof fáu funda er efst í huga glaðværðin sem geislaði af Steinu og smitandi hlátur hennar sem feykti burt öllum drunga. Það var ekkert pláss fyrir leiðindi. Lífið var erfítt en það bar að takast á við það með hlátur á vör. Steina var líka alltaf boðin og búin til að greiða hvers manns götu. Einu sinni vorum við Gyða stranda- glópar í Kaupmannahöfn með Starra son okkar. Við vorum að koma úr mánaðar ferðalagi um Evrópu og áttum hvorki fyrir mat, húsaskjóli né bensíni til Stokkhólms. Hún Steina bjargar okkur, hugsuðum við þá, enda vissum við að þar yrði ekki í kot vísað. En hún var ekki heima og kom ekkert heim þá nótt. Þá nótt sváfum við í bílnum á bíla- stæði. Þegar Steina kom heim var ekkert verið að tvínóna við hlutina. Það var slegið upp veislu, gengið úr rúmi fyrir lúna ferðalanga og þótt peningar væru af skomum skammti lánaði hún okkur fyrir ferðinni til Stokkhólms. Fyrir nokkrum árum ákvað Steina að setjast í Blaðamannaháskólann í Árósum. Lýsir það vel dirfsku henn- ar, því fá störf er erfiðara að stunda á erlendri grund en blaðamennsku. Kemur þar margt til. I fyrsta lagi tungan og í öðru lagi almenn þekk- ing á sögu og innviðum þess þjóðfé- lags sem blaðamaðurinn starfar í. En Steina lét sér það ekki fyrir bijósti brenna heldur leysti þá glímu með miklum ágætum. Hluti af náminu er verkleg þjálfun á ritstjórn. Þá þjálfun fékk Steina á ritstjóm Politiken. Fyrir ári var ég staddur á ráð- stefnu norrænna blaðamanna og blaðamanna frá Eystrarsaltsríkjun- um í Helsinki. Þar hitti ég frétta- stjóra af Politiken og barst tal okkar að Steinu. Bar hann henni vel sög- una og sagðist oft hafa undrað hversu góðu valdi hún hefði náð á danskri tungu, enda var hún ekki sett í nein löðurmannleg verkefni, heldur kastað beint út í alvöru blaða- mennsku. Steinu tókst ekki að ljúka náminu. Hún átti eftir eitt ár af því og alveg fram á síðustu stundu var hún stað- ráðin í að fara aftur til Árósa og ljúka því, enda ekki henni að skapi að- hætta við hálfnað verk. Nokkrum vikum fyrir andlátið hittum við Steinu á Landspítalanum. Hún sat þar í reykhorninu og þrátt fyrir þá hörðu baráttu sem hún átti í geislaði andlitið. Hún sagði frá því að henni hefði verið lánuð segul- bandsspóla með viðtali við krabba- meinssjúkling. „Þegar ég hlustaði á spóluna var ég stöðugt að hugsa um spurning- arnar sem blaðakonan lagði fyrir sjúklinginn. Af hveiju spyr hún svona en ekki hinsegin? Ég var svo upptek- in af því að ég gleymdi alveg að hlusta á svör sjúklingsins. Ég verð víst að hlusta á viðtalið aftur,” sagði hún og hló við. Steina skilur eftir sig soninn Þór, sem er ársgamall. 13. október, 12 dögum fyrir andlátið, hélt Steina upp á ársafmæli sonarins heima hjá móð- ur sinni og stjúpföður. Það var gert með sama myndarskap og annað sem hún tók sér fyrir hendur, þrátt fyrir langvarandi veikindi og að hún væri bundin hjólastól. Það hefur mikið hvílt á Þóru móð- ur Steinu undanfarið ár. Hún hefur staðið einsog klettur við hlið dóttur sinnar. Við sendum Þóru, Friðþjófí og Þór litla samúðarkveðjur og einnig Óla Þór, bróður Steinu, og hans fjöl- skyldu. Sigurður og Gyða Steina vinkona mín er dáin. Lífíð er stundum svo sárt og óskiljanlegt. Ég á erfitt með að trúa því, að hún Steina sé farin burt yfír móðuna miklu. Hún sem var full af lífsgleði, hlýju og krafti, sem beinlínis geislaði af henni hvert eitt skipti sem við hitt- umst. Margar góðar stundirnar áttum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.