Morgunblaðið - 01.11.1991, Side 36

Morgunblaðið - 01.11.1991, Side 36
;tt r ffla'Mrmjtf .í m&Myt&in ®e/.ja'/r/oííiOM 36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991’ + Maðurinn minn, INGÓLFUR GUÐMUNDSSON, Litla-Kambi, Breiðavíkurhreppi, varð bráðkvaddur 30. október. Guðrón Jóhanna Eggerz. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Dalbraut 27, Reykjavík, lést í Landspítalanum að kvöldi 30. október. Lára Herbjörnsdóttir, Ásgeir Ármannsson, Guðbjörg Vilhjálmsson, Guðmundur Vilhjálmsson. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÍSAK EYLEIFSSON fisksali, Lyngbrekku 12, Kópavogi, lést 31. október. Guðrún Elísabet Vormsdóttir, Sigríður ísaksdóttir, Baldvin ísaksson, Ingibjörg Hjaltadóttir og barnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGIMAR FINNBJÖRNSSON útgerðarmaður, Hnífsdal, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu, ísafirði, 26. október sl. Jarðarförin fer fram frá Hnífsdalskapellu laugardaginn 2. nóvem- ber kl. 14.00. Börn, tengdabörn og barnabörn + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ALDÍS BJARNARDÓTTIR, Grænuvöllum 3, Selfossi, lést í Landspítalanum að morgni miðvikudagsins 30. október. Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 9. nóvember kl. 13.30. Óskar Þór Sigurðsson, Örn Óskarsson, Kristín Runólfsdóttir, Úlfur Óskarsson, Signhildur Sigurðardóttir, Hrafn Óskarsson, Kristrún Gisladóttir, Gerður Óskarsdóttir, Gunnar Sigurgeirsson, Þrúður Óskarsdóttir, Hreinn Óskarsson, Guðný Birgisdóttir og barnabörn. + Maðurinn minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN KR. KRISTJÁNSSON, Lindargötu 22c, Siglufirði, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 2. nóvem- ber kl. 14.00. María Benediktsdóttir, Sigurbjörn Jóhannsson, Ása Jónsdóttir, Jóhanna B. Jóhannsdóttir, Guðmundur H. Hagalin, Una Ásgeirsdóttir, Einar Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐNIÞORVALDSSON fiskmatsmaður, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 2. nóvember kl. 14.00. Ingibjörg Guðnadóttir, Sverrir Jóhannsson, Andrea Guðnadóttir, Kristján Jóhann Agnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Þóroddur Hreins- son, Hafnarfirði Fæddur 27. maí 1900 Dáinn 22. október 1991 Þóroddur Hreinsson húsa- og húsgagnasmíðameistari í Hafnar- firði er látinn. Hann lést á Sól- vangi þriðjudaginn 22. október sl. Þóroddur var velkunnur öllum eldri Hafnfirðingum af verkum sín- um á vettvangi hafnfirskra iðn- aðarmanna, fyrir störf sín í góð- templarareglunni og að bindindis- málum, og síðast en ekki síst fyrir stuðning sinn við jafnaðarstefnuna og þátttöku sína í baráttunni fyrir brautargengi Alþýðufiokksins og velferðarþjóðfélagi íslenskrar jafn- aðarstefnu. Þóroddur var fæddur 27. maí árið 1900 í Kvíarholti í Holta- hreppi. Foreldrar hans voru hjónin Hreinn Þorleifsson bóndi þar og kona hans, Þórunn Sigurðardóttir. Til Hafnaríjarðar kom Þóroddur árið 1920 og hóf þá smíðanám hjá Dverg hf. Hann hefur dvalið í Hafnarfírði alla tíð síðan eða í rúm- lega 70 ár. Níu árum eftir komu sína til Hafnarfjarðar kvæntist Þóroddur Friðsemd Guðlaugsdótt- ur, sem ættuð var úr Hafnarfírði, dóttir hjónanna Halldóru Magnús- dóttur og Guðlaugs Jónassonar. Friðsemd var sjö árum yngri en Þóroddur, fædd 15. júní 1907. Konu sína missti Þóroddur 13. ágúst 1958 og varð þeim engra barna auðið. Þóroddur Hreinsson var vandað- ur og velvirkur smiður, traustur og farsæll í öllum verkum. Hann var ágætlega menntaður í iðn- greinum sínum og var með meist- araréttindi bæði í húsasmíðum og húsgagnasmíði. Margir þekktir iðnaðarmenn í Hafnarfírði nutu tilsagnar hans og lærðu fræði sín og handleiki hjá Þóroddi. Ég nefni menn eins og Jónas 0. Hallgríms- son, Stefán Rafn, Sigurbjart Vil- hjálmsson og Vigfús Sigurðsson, allt valinkunnir sómamenn og góð- ir merkisberar hafnfírskra iðnaðar- manna. Þóroddur Hreinsson bar málefni iðnaðarmanna í Hafnarfírði mjög fyrir brjósti og var áhugasamur um hagsmunamál þeirra og virð- ingu. Hann var heiðursfélagi í Iðn- aðarmannafélagi Hafnarfjarðar. Það segir sína sögu um störf Þór- odds á þessum vettvangi. Á þriðja tug þessarar aldar sáu hafnfirskir iðnaðarmenn um að reisa Hótel Þrastarlund og var Þóroddur Hreinsson forystumaður og stjórn- andi í þeim hópi. Hótel Þrastar- lundur var timburhús á steyptum grunni og þótti sérstaklega fallegt hús og vandað og ber smiðum sín- um fagurt vitni. Örlög þessa fal- lega húss urðu það að það brann á stríðsárunum. Þóroddur Hreinsson var formað- ur í Iðnráði Hafnarfjarðar 1937- 1941. Hann tók við formennsku af Emil Jónssyni, sem verið hafði formaður ráðsins frá stofnun þess árið 1929. Verksvið iðnráðs var m.a. að vera iðnaðarmönnum til ráðuneytis um mál þeirra og einn- ig áttu þau að vera sveitarstjórnum og lögreglustjórum til aðstoðar, þegar um málefni iðnaðarmanna var að ræða. Ennfremur átti iðnráð að hafa eftirlit með því, að lögum um iðju og iðnað væri framfylgt. Allar iðngreinar áttu fulltrúa í iðn- ráði. Formennska Þórodds í Iðn- ráði Hafnarfjarðar sýnir vel það traust sem hann naut meðal iðnað- armanna í Hafnarfirði. Þóroddur Hreinsson var áhuga- samur um þjóðfélagsmál og lét sig þau skipta. Hann sveið undan mis- réttinu sem hann sá í samfélaginu í kring um sig. Hann vildi eiga hlut að því að koma á auknum jöfnuði og réttlæti ásamt öryggi hinna verst settu í þjóðfélaginu. Þóroddur Hreinsson gerði sér snemma ljóst hvílíkur vágestur áfengisneyslan var í þjóðfélaginu, hvernig hún víða eyðilagði fjöl- skyldur og stefndi öryggi þeirra í voða. Hann var því ákveðinn bind- indismaður og félagi í góðtempl- arareglunni. Hann starfaði í stúk- unni Daníelsher nr. 4. og var þar félagsmaður allt til æviloka. Þar innti hann af hendi trúnaðarstörf af sömu kostgæfni og annars stað- ar þar sem hann fór. Þóroddi lá það í augum uppi að bindindisstarfsemi og jafnaðar- stefna á samleið eftir götunni fram til betra og réttlátara þjóðfélags, fram til öryggis og hamingju fjöl- skyldna og heimila. Þóroddur Hreinsson gekk ungur + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför JÓHANNESAR GUÐMUNDSSONAR, Heiðarási 10, Reykjavík. Ásbjörn Jóhannesson, Elin Aðalsteinsdóttir, Jóhannes Ásbjörnsson. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar, ODDS J. TÓMASSONAR málarameistara. Sérstakar þakkir til starfsfólks vistheimilisins Víðinesi. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við fráfall GÍSLAS. MAGNÚSSONAR sjómanns, 22. október sl. Bálför hefur varið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Elva Gunnarsdóttir, börn og barnabörn. jafnaðarstefnunni á hönd og skip- aði sér í sveitir hafnfirskra jafn- aðarmanna. Hann var ódeigur að hveiju sem hann gekk og var í fylkingarbrjósti ungra jafnaðar- manna í Hafnarfirði strax á árdög- um þess félags. Þannig var hann t.d. einn af sex ræðumönnum Fé- lags ungra jafnaðarmanna í Hafn- arfirði í kappræðufundi við Stefni, félag ungra sjálfstæðismanna, árið 1930. Þóroddur þótti alla tíð vera vel máli farinn og fylgja máli sínu fast eftir. Víða tók Þóroddur til hendi í málefnum þeim sem Alþýðu- flokkurinn bar fyrir brjósti og bil- aði þá hvorki hugur né hönd. Gott dæmi um þetta eru störf hans í þágu Byggingarfélags alþýðu. Það var stofnað 28. apríl 1934. Þórodd- ur sat strax í fyrstu stjórn þess og var þá féhirðir félagsins. Form- aður þess var hann 1963 til 1975 eða um 12 ára skeið. Byggingarfélag alþýðu í Hafnarfirði hóf starf sitt af miklum dugnaði. í september 1934, um fjórum mánuðum eftir stofnun þess, var ákveðið að félagið byggði fjóra verkamannabústaði við Sel- vogsgötu. Og auðvitað var Þórodd- ur Hreinsson fenginn til þessa verks. Hann stjómaði því byggingu þessara húsa, var byggingarmeist- ari þeirra. Og sem oftar lét Þóodd- ur góð verk tala. Það var flutt inn í fjórða og síðasta bústaðinn í júlí 1935 og voru þá liðnir um 10 mánuðir frá því smíðin á verka- mannabústöðunum fjórum hófust. Svoná gátu nú verkin gengið fyrir sig á þessum tíma, þegar öruggur hugur og hönd fylgdu verki. Þóroddur Hreinsson var meðal fyrstu félagsmanna í Félagi ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði og varð síðar félagi í Jafnaðarmanna- félagi Hafnarijarðar og Alþýðu- flokksfélagi Hafnarfjarðar. Þar sem annars staðar reyndist hann traustur og góður félagi, áhuga- samur og ötull jafnaðarmaður. Hann gegndi ýmsum störfum fyrir Alþýðuflokkinn, var m.a. rit- ari Alþýðuflokksfélags Hafnar- fjarðar um skeið og gegndi ýmsum öðrum störfum fyrir félagið. Hann sat líka í byggingarnefnd og áfeng- isvarnarnefnd og ýmsum fleiri trúnaðarstörfum gegndi Þóroddur fyrir Alþýðuflokkinn. Ég kynntist Þóroddi Hreinssyni á vettvangi Alþýðuflokksins og jafnaðarstefnunnar. Ég fann fljótt að þar fór góður liðsmaður og traustur félagi. Þeim málum var vel borgið, sem Þóroddur tók að sér. Hugurinn var hlýr, brosið bjart og glettnin skein úr augunum á góðra vina fundi. Þóroddur Hreinsson skipar virðulegan sess í hugum okkar hafnfirskra jafnaðarmanna. Við ferðalok þökkum við honum sam- fylgdina. Við þökkum honum verk- in hans bæði stór og smá. Við þökkum honum félagsskapinn, dugnaðinn og vináttuna. Hann var góður félagi og traust- ur jafnaðarmaður bæði í orði og starfi. Góður drengur er genginn. Minningin lifur um jafnaðarmann- inn Þórodd Hreinsson, farsælan í hveiju verki. Blessuð sé minning hans. Hörður Zóphaníasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.