Morgunblaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991
ALLT
fyrirGLUGGANN
úrval, gæöi, þjónusta
<0>-gardínubrautir
eftirrnáli meö úrvali af
köppum í mörgum
litum.
Ömmustangir, þrýsti-
stangir, gormar o.fl.
Sendum í póstkröfu um
land allt.
<12 Einkaumboð á íslandi
Síðumúla 32 - Reykjavík
Sími: 31870 -688770
Tjarnargötu 17 - Keflavík
Sími 92-12061
Glerárgötu 26 - Akureyri
Sími 96-26685
líGrænt númer: 99-6770
felk í
fréttum
HNEYKSLI
Fegurðardrottning gómuð
berfætt með giftum karli!
Þú svalar lestrarþörf dagsins _
ásjöum Moggans!
Ungfrú Lu Shung Fang, nýlega
krýnd ungfrú Taiwan var í
vikunni svipt titlinum og keppir
því ekki til úrslita í Ungfrú
Heimur-keppninni sem fram fer í
Lundúnum í næsta mánuði. Lin
Chan Chieh, 23
ára gömul verður
því fulltrúi kín-
verska alþýðulýð-
veldisins. Þetta
var meiri háttar
hneyksli, en Lu
var gefið að sök
að hafa verið
gómuð inn á hót-
elherbergi með
giftum manni og
berfætt í þokka-
bót! Chang Wen
Zhe, fram-
kvæmdastjóri
fegurðarsam-
keppninnar í Kína
sagði að það
þætti öllum hlut-
aðeigandi miður
að grípa til slíkra ráða að svipta
Lu titlinum, en það mætti ekki
hinn minnsti skuggi falla á ungfrú
Kína og það væri ekki til siðs í
Kína að kvenfólk væri berfætt á
hótelherbergjum, hvað þá í tygjum
við gifta karla.
Lu er sögð
þrumu lostin og
niðurbrotin
stúlka. Hún full-
yrðir að karlinn í
herberginu hafi
skrökvað sig
fulla, hann hefði
sagst vera ein-
hleypur og lofað
henni gulli og
grænum skógum.
Því var Lu gripin,
að eiginkona um-
rædds karls, sem
er sagður auðug-
ur kaupsýslu-
maður, hafði ráð-
ið einkaspæjara
Lu er nú ekki lengur gjaldgeng. til að fylgjast með
STÓRKOSTLEG
HATÍÐ
í Háskólabíói laugardaginn 2. nóvember kl. 15.00
Skólakór Kársness
Stjórnandi: Þórunn Björnsdóttir
Dómkórinn
Stjórnandi: Marleinn H. Friðriksson
Karlakórinn Fóstbræður
Stjórnandi: Arni Harðason
Kór Öldutúnsskóla
Stjórnandi: Egill Friðleifsson
Kór Langholtskirkju
Sljórnandi: Jón Stefánsson
Karlakór Reykjavíkur
Stjórnandi: Friðrik S. Kristinsson
Kynnir: Baldvin Halldórsson
Miðar seldir í Hljófæraverslun Poul Bernburt;. Tónasttíðinni Óðinsgtítu 7. og i Háskólabíói.
ALLUR ÁG0DI RENNUR í HÚSBYGGINGASJÓÐ
FELAGSÍSLANDS
ferðum hans þar sem hún treysti
honum svona rétt mátulega og
ætlaði ekki að láta hann komast
upp með neitt. Hún féllst á dóm-
sátt gegn því að Lu greiddi sér
37.000 dollara.
Taiwan sendi keppendur til al-
þjóðlegra fegurðarsamkeppna árið
1988 , eftir 23 úti í kuldanum.
Yfírvöld á eyjunni tóku fýrir þátt-
töku stúlkna sinna árið 1965, eft-
ir að fulltrúi Taiwan í Ungfrú Al-
heimur-keppninni það árið gerði
sér lítið fyrir og gerðist fatafella
á náttklúbbi í Los Angeles í stað
þess að hverfa heim til fjölskyldu
og náms í lok keppninnar.
HARKA
De Niro harð-
ur í horn
að taka
Þótt Robert De Niro viti ekki
aura sinna tal eins og títt
er um hina þekktari kvikmynda-
leikara þá er ekki þar með sagt
að honum sé nokk sama í hvað
seðlunum er sólundað.
Fyrir skömmu var hann samt
vinum sínum að sumbli á veit-
ingahúsi í New York. Sat hóp-
urinn um hríð og þjónn nokkur
lagði sig allan
fram um að
gera fólkinu til
hæfís. De Niro
var mjog
ánægður með
það og þegar _______________
fólkiö kvaddi, Robcrt De Niro.
skyldi De Niro eftir 5.000 krón-
ur í þjórfé. En er hann var í
fatahenginu sá hann að ókunnur
maður nokkur stóð upp, gekk
rakleiðis að borðinu, snaraði
peningunum í vasann og gekk
hratt á dyr, í sömu mund og
þjónninn kom aðvífandi til að
hreinsa til á borðinu. Ekki líkaði
De Niro það sem hann sá og
þrátt fyrir að þjófurinn væri
bæði yngri og þreklegri heldur
en hann sjálfur, hljóp hann eins
og fætur toguðu á eftir kappan-
um, náði honum, snéri hann nið-
ur og tók af honum peningana!
Gekk síðan til baka og kom seðl-
unum í réttar hendur.
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Þorbergur Halldórsson og Hulda Marinósdóttir eiginkona hans.
LISTIÐNAÐUR
Gullsmiðja og gallerí
Fyrir skemmstu opnaði Þorberg-
ur Halldórsson gullsmiður
verslun og verkstæði á Skólavörðu-
stíg undir nafninu G15. í kjallara
hússins opnaði hann um sama leyti
galleríið G15. Þorbergur lærði hjá
Oskari Kjartanssyni hér á landi og
útskrifaðist frá Gullsmíðaháskólan-
um í Kaupmannahöfn í vor, en við
það tækifæri nældi hann sér í verð-
laun Margrétar Þórhildar Dana-
drottningar, Kunsthaandværker-
prisen. Einnig hefur Þorbergur
numið við Schuola Lorenzo di
Medici í Flórens á Italíu. Þorbergur
sagði ástæðu þess að hann setti upp
gallerí samhliða gullsmiðju vera þá
að að hans mati hafi lengi vantað
lítinn sýningarsal þar sem hægt
væri að sýna verk og hönnun gull-
smiða. „Þó gullsmíðar verði í aðal-
hlutverki, verður einnig boðið upp
á sýningar sem tengjast öðrum
hönnunar og listgreinum, t.a.m.
grafískri hönnun, arkitektúr, iðn-
hönnun, málverki, skúlptúr, ljós-
myndun og fleiru.”
Fyrstur sýndi í Galleríinu Jón
Axel Björnsson smámyndir ýmissar
gerðar.
Þorbergur, Jón Axel Björnsson og Sigurður Halldórsson arkitekt,
sem hannaði innviði verslunarinnar.