Morgunblaðið - 01.11.1991, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991
VELVAKANDI
SVARAR f SÍMA
B91282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS , „
Loppa og Jón Loppufóstri
Yfír orðadyn um „frábæra” samn-
inga við Evrópusamfélagið grúfír nú
á hausti nálægt veturnóttum dökkur
kólgubakki orða og ætlana um þörf
þess að íslendingar tengist og taki
þátt í samrunaþróun Evrópu. Hvað
á maðurinn við? Er það „fjórða rík-
ið”, miðveldið, er eftir millitíð nok-
kurra „kanslara” taki við af þriðja
ríkinu, þúsund ára ríkinu, sem entist
tólf blóðug ár. Er það ríkið, er hafi
rústir breska heimsveldisins í jaðri
auk verbúða og aflstöðva á eyju
langt útnorður frá sér, í hafi.
í vaxandi mæli lætur hópur á sér
kræla í Miðevrópu, sem vekur svona
ugg. Á maðurinn við öfugmælið á
heimsbyggðinni, veldið er stefnir
hraðfara að aukinni miðstýringu
þegar heimatryggð og ættjarðarást
vaxa hvarvetna þar sem ofstjórnar-
fjötrar falla?
Stundum bregður björtu ljósi á
viðburði samtíðar frá Iíkingavisku
þjóðsögu: Á Bleiksmýrardal, inn af
Fnjóskadal er Loppuskáli. Þar bjó
Loppa tröllkona og systir hennar.
Báðar voru þær í blóma þroska síns
er sagan gerðist.
Hvergi vissu þær af tröllkarli og
stálu því ungum og efnilegum Jóni
úr sveitinni. Vel vildu þær að honum
búa á sína vísu, orguðu í eyru hon-
um, að hann gleymdi ættbyggð sinni,
smurðu hann smyrslum einhvetjum,
teygðu hann og toguðu, þæfðu milli
sín í bólinu, að hann stækkaði og
Þessir hringdu . ..
Niðurfelldur tollur
Torfi hringdi og þótti það skrý-
tið að stöðvarbílstjórar fengju
gefinn eftir toll á bílum sem þeir
kaupa, af hverju ættu þeir rétt á
því frekar en almenningur? Hann
tók sem dæmi að þótt hann væri
smiður og keypti sér rennibekk
þá fengi hann ekki gefinn eftir
toll þrátt fyrir að um atvinnutæki
hans væri að ræða.
Úr fannst
Úr fannst í Stakkahlíðinni fyrir
viku. Upplýsingar eru gefnar í
síma 18613 eftir kl. 19.
Leitar að kvæði
Ólöf hringdi og vildi athuga
þroskaðist til að gagnast þeim við
fjölgun tröllakyns. Illa treystu þær
Jóni að leggja ekki til stroks og fór
því aðeins önnur til aðdrátta í senn.
Systir Loppu fórst í veiðiferð.
Varð Loppu angursamt við missinn
og vegna efa um tryggð fóstra síns.
Eitt sinn gerði Jón sér upp veik-
indi, sagðist banvænn nema hann
fengi tólf ára hákarl. Loppa vildi
hjálpa fóstra sínum og fór að leita
þó að illa treysti hún Jóni. Fljótlega
lagði hann af stað, hitti stóðhross á
dalnum er hann tók til reiðar, en
sprengdi þijú, svo var hann stór og
þungur orðinn og gekk þó meg-
inhluta leiðar niður í Illugastaði.
Kominn í túnjaðar þar heyrði hann
Loppu hrópa: „Hérna er tólf ára
gamli hákarlinn, Jón og þrettán ára
þó. Ég sótti hann á Siglunes.” Jón
Ég get nú ekki orða bundist leng-
ur, þegar ég les öll skrifin um að
leggja niður starfsemi Landakotssp-
ítala í núverandi mynd.
Ég hugleiddi ekki þessi mál mikið
á meðan ég var enn ung og hress,
en svo breyttist þetta eins og hendi
hvort einhver kynni kvæði sem
hún lærði fyrir mörgum árum en
væri nú búin að týna niður að
mestu leyti. Hún hélt að fyrsta
erindið byijaði eitthvað á þessa
leið:
Ég kem til ykkar vinir klökkur í dag
og kveðjuorðin deyja mér á vörum.
Upphaf annars erindis hljóðar ein-
hvern veginn svona:
Því er ég að kveðja og þakka fyrir allt
ég þrái aðeins friðinn til að gleyma.
Samstaða gegn
kynþáttarfordómum
Ragna Sigurðardóttir vildi lýsa
yfir samstöðu sinni með skrifum
Kristjáns Þórissonar í Morgun-
blaðinu 30. október þar sem hann
ijallar um kynþáttarfordóma á
íslandi. Ragna vildi í því framhaldi
koma með fyrirspurn til Magnúsar
Þorsteinssonar bónda í Grímsnesi
um það hvort hann viti að hann
sé að fordæma kynþætti sem hafi
skapað þá menningu sem fyrr og
síðar hafi ríkt í heiminum? Hún
segir norræna kynstofninn engan
veginn hafa ráð á því að fordæma
aðra kynþætti eða þykjast þeim
æðri.
komst til kirkju, bað að klukkum
væri hringt og snéri Loppa frá við
hljóðið. Jón dó af ofreynslu eftir
þijá daga, og fékk leg í Illugastaða-
kirkjugarði.
Með vísun til þess að þeim skuli
fyrirgefast, sem ekki vissu hvað
þeir gerðu, er ekki vonlaust að nú-
tímajóni veitist sú mikla mildi að
íslandssagan forði minningu hans
frá að bera brennimark á enni í ald-
ir fram. Einnig fái hann að komast
þangað, sem hann á heima: til hægri
við Björn Bjarnason af Illugastaða-
ætt, þar sem hann lifí í nokkra ára-
tugi við góða heilsu, en áhrifalítill
og meinlaus.
En að við göngum í hóp, þar sem
blindur leiðir blindan? Nei. Samstaða
nú — um óháð Island.
Hlöðver Þ. Hlöðversson
væri veifað og ég veiktist af krabba-
meini og var send á Landakot til
aðgerðar.
Betri umönnun og aðhlynningu
hefði ég hvergi getað fengið og þeg-
ar ég hugsa til baka, á ég bara góð-
ar minningar um dvöl mína þar.
Seinna fór ég í fleiri aðgerðir, í allt
fjórum sinnum. Ég kveið aldrei fyrir
að koma aftur þangað, ég vissi að
ég var í bestu höndum.
I dag eftir u.þ.b. 7 ár sýnir þetta
fólk, jafnt læknar og starfsfólk, glatt
og hlýlegt viðmót, þegar ég kem á
spítalan í eftirskoðun eða bara í
heimsókn.
Mér fínnst læknar sem þá veittu
mér sína bestu aðstoð vera eins og
ættingjar eða gamlir vinir, svo hlýtt
er viðmót þeirra og áhugi fyrir líðan
minni. Aldrei var ég vör við bruðl
eða óþarfa austur í eitt eða annað
nema hlýja og kærleikur sem veitt
var ómæld.
Ég bið til þess sem öllu ræður,
að þeir sem nú vilja draga úr útgjöld-
um hjá því opinbera, hugsi sig vel
um. Þeir hljóta að sjá að þeir eru
þarna að byija á öfugum enda.
Góðu menn, reynið að setja ykkur
í okkar spor sem sjúkir eru, vonandi
haldið þið sjálfir góðri heilsu, en
enginn veit hver þarf næst á aðstoð
að halda og ég trúi ekki að nokkur
fari að óþörfu á sjúkrahús eða dvelji
þar lengur en þörf er á.
Með hlýhug og bestu kveðju til
allra þeirra mörgu sem hjálpuðu mér
í gegnum veikindi mín, sú aðstoð
var veitt af kærleika en ekki neinu
öðru, það er ég alveg viss um.
Júlíana G. Bender
Innlegg í umræðu
um Landakotsspítala
$prengjuvikal
Allt að 35% afslátturi
R E Y K J A V l lCJULfí
4&
Wboúsvika 1.-8. nóvemlier
Hvít járnrúm (126x62)
m/dýnu
kr. 20.500,-
fullt verð kr. 29.200,-
Madaren létt
regnhlífakerra
kr. 4.900,-
fullt verð kr. 6.250,-
Fjörlegir koppar, bílar,
flóðhestar og grasker
kr. 790,-
fullt verð kr. 1.150,-
OpDBnaitíi:
Mán. - fös. kl. 9-18
Laug. kl. 10-14.
ALLJ FYRIR BÖRNIN
Klapparstíg 27 - sími 19910
J NÝ SENDING S
af sófasettum
Ný sending af sófasettum meö áklæöi frá
Belgiu og Þýskalandi. Mikið úrval
Sófasett 3+1+1, sófaborð og 2 litlir stólar.
Áklæði drapplitað, bleikt og rautt.
Allt þetta fyrir 168.000 kr. stgr.
EURO og VISA greiðslukjör