Morgunblaðið - 03.11.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.11.1991, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1991 ðvæntur leikur og sérkennileg birta meðan tökur standa yfir gera mig ónægðasta. talía hefur breytt mér, gert mig mýkri á manninn, kannski er það sóiin og hitinn,” segir hún þegar ég spyr hana af hveiju nýjasta myndin hennar sé allt öðruvísi en hinar. Leikstjórinn hefur búið á Ítalíu síðustu þrjú árin, nánar tiltekið í miðborg Rómar. — Menn hafa jafnvel komið bros- andi útúr bíó? segi ég. Hún ansar ekki þessari athuga- semd og ég finn að nú hef ég sagt einhveija vitleysu. Við ökum eftir Skúlagötunni nýkomnar úr matar- boði sem Þjóðveijar landar hennar héldu henni til heiðurs. Margarethe von Trotta er dúðuð inn í mjúka ítalska vetrarkápu en er ekkert mjúk á manninn þótt hún þykist sosum vera það. Hún hafði þó verið hin kátasta í matarboðinu, en annaðhvort hefur veðrið eða ég dregið úr ijöri hennar því treglega ganga samræður. Eins og aðrar hefðarkonur hefur hún fylgdarkonu sér til fulltingis, þýsku konuna Rita L. Stetter sem ekur henni um allan bæ. Ég vil fá viðtal eins og skot en frúin vill endi- lega sjá kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, „Börn náttúrunnar”, áður en hún heldur af landi brott. Þar sem myndin er ekki af verri endanum, vann til verðlauna í Montreal fyrir besta listræna fram- lagið og er með úrvalsleikarana Gísla Halldórsson og Sigríði Hagalín í aðalhlutverkum, skröltir maður þetta á eftir henni inn í Stjömubíó. Rússneskur aðall Friðrik Þór, sem ætlar að láta myndina rúlla eingöngu fyrir frúna, tekur á móti okkur í anddyrinu. Kvikmyndaleikstjórarnir tveir heils- ast með virktum, Friðrik með úfið hár í bláúm jakka með rígbundinn rauðan trefíl um hálsinn og minnir á skáld eða bónda úr Suðursveit, hún eins og rússnesk greifynja. Enda víst af rússneskum aðli í móðurætt. Við setjumst þijár fyrir miðju í tómum bíósalnum og-ég treð mér við hlið von Trotta til að geta fylgst með viðbrögðum hennar þegar bestu senumar koma. Reyni að vera hress og kumpánleg eins og maður er í bíó en fæ snubbóttar undirtektir. Þegar aðalleikendurnir Gísli og Sigríður koma röltandi eftir Pósthús- stræti í íþróttaskóm fer hún að hlæja, og heyra má saumnál detta þegar jól eru haldin á DAS. Hún pískrar eitthvað þegar Egill Ólafsson birtist á tjaldinu og fær sér Ópal hjá fylgdarkonu sinni, en lætur pakkann ekki ganga. Kannski er allt búið. Myndin er falleg og leikurinn góð- ur, og þegar Sigríður Hagalín er komin á æskustöðvarnar og Gísli smíðar kistuna fer Margarethe von Trotta að fíkta ansi oft við augu sín og gleraugu. Hún hefur sagt í viðtölum að þótt hún sé borin og barnfædd í Berlín, eigi hún engar æskustöðvar. „Heimahagar, heimahagar, ég veit ekkert hvað það er,” á hún eitt sinn að hafa sagt. Margarethe von Trotta er fædd í Berlín árið 1942 og ólst upp hjá móður sinni sem var rússnesk. Atján ára gömul fór hún til Parísar þar sem hún kynntist kvikmyndaleik. Síðar lagði hún stund á germönsk og rómönsk fræði í París og Munchen og gekk jafnframt í leik- listarskóla. Hún hóf að leika í kvikmyndum og sjónvarpsmyndum árið 1967, giftist og eignaðist son. Tveimur árum síðar kynntist hún seinni eig- inmanni sínum, kvikmyndaleikstjór- anum Völker Schlöndorf, en þau skildu fyrir um það bil þremur árum. Hún hafði leikið í rúmlega tuttugu kvikmyndum og skrifað nokkur handrit áður en hún leikstýrði kvik- mynd árið 1975 og þá í samvinnu við Schlöndorf. Það var hins vegar árið 1977 sem hún leikstýrði og gerði handrit að sinni fyrstu kvikmynd. Þekktustu myndir hennar eru sennilega „Schwestern”, „Die bleierne Zeit” og „Rosa Luxemburg”. Hún sópaði að sér verðlaunum fyrir þessar kvik- myndir og var valin leikstjóri ársins 1986 í evrópskum kvikmyndum, fyrst allra kvenna. Leikstjórar eins og Fellini hafa fengið slík verðlaun. Myndir hennar eru áhrifamiklar og sterkar og vekja menn til umhugs- unar um hin ýmsu þjóðfélagsmál. Margarethe von Trotta finnst myndin hans Friðriks góð, en þegar við stöndum á nýjan leik úti í gol- unni snýr hún sér snöggt að mér og spyr: „Ertu kvikmyndagagnrýn- andi?” Þegar hún heyrir að ég hef aldrei um kvikmyndir skrifað verður hún skyndilega hin hressasta og allt við- mót breytist. Maður býst jafnvel við Ópali á hverri stundu. Við höldum niður á þýsku menningarstofnunina í Tryggvagötu og er það þriðji stað- urinn á stuttum tíma sem ég fer með frú von Trotta á. Ítalíusól „Það er svo notalegt að tala sam- an hér,” segir hún ánægð með lífið og hreiðrar um sig innanum þýskar bækur og menningu. „Lífíð og menningin á Ítalíu hefur haft mikil áhrif á mig,” segir hún svo og tekur upp þráðinn á nýjan leik. „Við vorum að tala um þessar tvö þúsund ára gömlu rústir í Róm yfir matnum manstu, við búum með þessari fortíð, þessari fegurð og þá er erfítt að taka sjálfan sig mjög hátíðlega. Ég var mjög pólitísk með- an ég bjó í Þýskalandi, hér er það ekki nokkur leið. Maður er ekki pólit- ískur í öðru landi. Sólin og hitinn hafa líka sitt að segja. Við vitum að líkami okkar bregst við mismunandi loftslagi á ákveðinn hátt, en hvort myndir mín- ar verða betri skal ég ekki segja um. Sumum líkaði það betur þegar ég var róttæk og reið. En í augnablik- inu er það ég sjálf og líf mitt sem máli skiptir. Mig langar ekki lengur að þjást af þunglyndi og vera ör- vingluð. Ég hef lært að taka hlutina ekki of nærri mér.” Margarethe von Trotta talar með höndunum og reykir af krafti en ekki er þó að sjá að streitan angri hana. „I Þýskalandi var ég alltaf eins og fest upp á þráð,”_segir hún. Bæði í starfi og einkalífí. Ástæðurnar voru margar, lífsmáti okkar var ekki nógu afslappaður, frekar en hjá öðrum Þjóðveijum. Listamenn eru ætíð íjölmiðlar umhverfís síns og ég tók það hlut- verk of alvarlega.” Þjóðernishyggja Tvær nýjar kvikmyndir eru í bí- gerð hjá von Trotta og gerist önnur í Sýrlandi en hin í Berlín á árunum 1961 til 1989, eða frá því að múrinn var byggður og þar til hann féll. Fjallar sú mynd um ytri og innri múra mannsins. Nokkuð kaldhæðn- islegt er, að til að gera myndina varð að byggja nýjan múr í Berlín. Ég spyr hvað hún sjálf hugsi um þessi mál Þjóðveija, og hún svarar að bragði: „Hvað á ég að hugsa? Ég er bara ringlaður áhorfandi eins og aðrir. Allt hefur gerst með ógn- arhraða og við verðum að hafa kjark til að viðurkenna að í rauninni get- um við ekki enn myndað okkur skoð- un á því sem gerðist og er að ge- rast. Við trúðum á svo margt hér áður fyrr og vitum ekki enn hvað var rétt og hvað rangt.” — Þjóðveijar tala oft um sjálfa sig sem hinn nýja Evrópubúa. Hvers vegna viðurkenna þeir ekki sjálfa sig sem nýja þjóð, hinn nýja Þjóð- veija? „Guð hjálpi þér,” segir hún, „fólk færi strax að hugsa um gömlu nas- istana og yrði logandi hrætt. Það væri mjög gott ef Þjóðveijar væru í þeirri aðstöðu að geta sannfært heiminn um að þeir væru í öllu frá- brugðnir nasistunum, en syndir fortíðarinnar koma í veg fyrir að slíkt hljómi eðlilega í eyrum um- heimsins. Því verða stjórnmála- menn, Kohl og aðrir, stöðugt að hamra á því að við erum ekki leng- ur gamla þjóðin. Hjá okkur er þjóð- ernishyggja ekki til, engin ættjarða- rást, við erum evrópsk. Þetta hljóm- ar stundum eins og róandi „ritual” frá hálfu stjórnmálamanna okkar, en þannig verður það að vera.” Margarethe von Trotta hefur hækkað róminn og mér er ljóst að þessi kona verður aldrei ópólitísk með öllu. „Mér sýnist þessi gamla þjóðernishyggja ætli að grafa um sig alls staðar þar sem menn hafa bylt hinu gamla skipulagi, og þá á ég við í austantjaldslöndunum gömlu, Sovétríkjunum og Júgóslav- íu. Þar hrindir hún átökum og bar- dögum af stað, einmitt núna þegar við héldum að við værum laus við þann ófögnuð. Við tilheyrum vissulega ákveðinni þjóð, höfum tungumál, menningu, fortíð og eigum að leggja áherslu á það, en við njótum engra foréttinda þess vegna, erum ekkert betri en aðrir. Eilíft stríð milli hópa er ekki rétt- lætanlegt lengur þótt átök hafí ver- ið skiljanleg í gömlu samfélögunum. Og þessi þjóðernishyggja finnst mér ógnvekjandi.” — Hvar er hún helst? „Hvar?” hrópar hún hneyksluð, „nú í Júgóslavíu, Serbar gegn Kró- ötum og Slóvenum, Georgíumenn gegn Osstekum, Armenar gegn Azerum, alls staðar, alls staðar!” — Skrýtið, ég leit ekki á þetta þannig í Júgóslavíu, segi ég. Hún horfir agndofa á mig. — Ég hélt að menn væru að beij- ast fyrir sjálfstæði sínu, segi ég afsakandi. „Gott og vel,” segir hún, fús til að fallast á sjónarmið annarra en hellir kaffínu nokkuð þjösnalega í bollann sinn, „þið hafíð ekki þá fort- íð sem við höfum. Þegar föðurlands- ástin gerði fólk að ómennum.” Ríkislaus — Þú ert dálítð alþjóðleg, er það ekki? segi ég eftir langa þögn. „Ætli það ekki, ég er fædd í Berlín, móðir mín í Moskvu. Þegar ég fæddist hafði ég engan rikisborg- ararétt. Tilheyrði engu landi því móðir mín flýði eftir rússnesku byltinguna ásamt fjölskyldu sinni til Þýskalands og hélt rússneskum ríkisborgararétti sínum. Hún giftist aldrei og því hélt ég nafni hennar. Ætíð þegar ég var spurð hvaðan ég kæmi, í skóla og annars staðar, sagðist ég vera ríkislaus. Það jafn- gilti því næstum að eiga hvergi heima. Móðir mín var mjög rík í æsku, var barónessa, en missti allt í bylt- ingunni. Við vorum því hræðilega fátækar. Bjuggum í einu herbergi, með húsgögn sem aðrir áttu. Mamma talaði mikið um Rússland, allt var betra þar, enda voru eftir- stríðsárin í Þýskalandi erfíð fyrir alla. Ég festi aldrei rætur í Þýska- landi, enda þótt ég hagaði mér í öllu sem Þjóðveiji. Menn hafa talað um að ég sé róttæk og herská, kannski má rekja það til vonbrigð- anna yfir því að finna aldrei drauma- landið. Þetta er eins með börnin ef þau fá ekki ást, sum verða árásar- gjörn, önnur skríða inn í skel sína. Ég fékk mikla ást frá móður minni í æsku. Þótt eignir og pening- ar væru engir og matur af skomum skammti, fékk ég alla þá ástúð sem böm geta fengið. Ég var að vísu oft ein á daginn sem barn, en móð- ir mín hvatti mig til að gera flest það sem mér datt í hug. Hversu barnalegt sem það var. Sagði að ég væri góð, gæti þetta allt saman. Fínt hjá þér, gott hjá þér, haltu áfram, sagði hún.” Hún teygir sig og strýkur hárið sem er nokkuð úfíð eftir heimsókn í Bláa lónið um morguninn: „Faðir minn, ja hann var 62ja ára þegar ég fæddist, tuttugu árum eldri en móðir mín. Hann var málari og heimsótti okkur af og til. Ég var fjörmikið barn og ég held að það hafi farið í taugarnar á honum. Hann vildi að ég málaði og kynni allt eins og hann, sem var ekki nokk- ur leið því maður var nú bara fjögurra ára. Það má því segja að karlmenn hafi í byijun Iatt mig en kvenmenn hvatt mig. Og kannski er það þess vegna sem ég hef oft verið tortrygg- in í garð karlmanna, einkum ef þeir álíta að ég geti ekki staðið jafnfætis þeim.” Samkeppni „Það hefur lítið breyst í málefnum kvenna, við höfum litlu áorkað,” segir hún. „Mér fannst vera meiri kraftur í okkur fyrir tíu árum eða svo. Auðvitað eru margar konur sem segjast vera búnar að beijast svo lengi að þær geti ekki hætt því núna, en einnig held ég margar ótt- ist það að einangrast. Fólk er orðið þreytt á okkur, við erum búriar að segja sama hlutinn þúsund sinnum, segja þær. En ég segi, ef við höfum sagt hlutinn þúsund sinnum og ekk- ert breytist, þá segjum við hann þúsund og einu sinni. Kannski verðum við að ýta kynja- baráttunni aðeins til hliðar, því það eru alvarlegri vandamál sem krefj- ast nú úrlausnar. Við þurfum að beijast fyrir friði og umhverfísvemd svo hægt sé að lifa í þessari veröld.” Margarethe von Trotta fínnst jafnréttisbaráttan vera komin lengra á Islandi en annars staðar. „Ég sé ekki betur en að þetta grund- vallaratriði, eins og það, hver gæti barnanna og hver geri húsverkin sé úr sögunni. Hér um kvöldið þegar myndin mín var sýnd voru nokkrir karlmenn sem komust ekki, því þeir voru að gæta barnanna svo konur þeirra kæmust á myndina! Karlmað- ur í Þýskalandi mundi aldrei segja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.