Morgunblaðið - 03.11.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.11.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MINNIWGAR:s!íí?MtóX6Mí1l.fff61^M;R 1991 Kmi Hans Björns- son - Minning Fæddur 16. júlí 1929 Dáinn 28. október 1991 „Þar sem góðri menn fara, eru Guðs vegir.” Bróðir minn elskulegur, hann Kalli, er látinn eftir langvarandi og erfið veikindi. Er ég minnist hans í örfáum orðum, kemur mér fyrst í hug sá sólbjarti sumarmorgunn', er hann kom í heiminn, yngsta barn foreldra sinna, Soffíu Lilliendahl og Björns Grímssonar á Akureyri. Hann óx og dafnaði og öll elskuðum við þennan fallega dreng, með síða, ljósa lokkana og ég minnist líka þess svo glöggt, hvernig ljúflyndi hans kom strax í ljós á bernsku- árum hans heima. Kari kauk próf frá Gagnfræða- skóla Akureyrar á tilskildum tíma en hvarf frá frekara bóknámi að sinni og lagði leið sína hingað til Reykjavíkur óráðinn, leitandi. Hann tók próf úr Loftskeytaskólanum og lærði rennismíði. Um skeið stundaði hann sjó sem vélstjóri og lenti þá eitt sinn í lífsháska er skipið fórst við Reykjanes í mars 1955. Meist- arapróf fékk hann í iðn sini 1950. En hann var enn leitandi, fann ekki lífsfyllingu í starfi sínu. Um þessar mundir var kennaraskortur víða og bauðst honum þá kennarastarf við unglingaskóla úti á landi. Þar var hann „á réttri hillu”. Hann varð vinsæll og laginn kennari, þarna nutu sín hæfileikar hans og hann naut starfsins. Jafnframt sótti hann námskeið á vegum Kennaraskólans og síðar Kennaraháskólans í tungumálum og uppeldis- og sálarfræði. Lengst- an tíma kenndi hann við unglinga- skólann í Grundarfirði, síðar Grunn- skóla Eyrarsveitar, frá 1967-78. Á þessum árum gegndi hann einnig ýmsum trúnaðar- og fulltrúastörf- um fyrir Landssamband framhalds- skólakennara. Eitt ár, 1978-79, las hann bókmenntir, þjóðfélagsfræði og uppeldis- og sálarfræði við Kennaraháskóla Kaupmannahafn- ar. Eftir heimkomuna tók hann upp kennslu á ný, þá í Kópavogi en varð að hætta tveim árum seinna vegna hjartaáfalls. Þá stofnaði hann umboðs- og heildverslunina Karl H. Björnsson, sem hann rak til dauðadags. í fyrstu var fyrirtæk- ið smátt í sniðum en óx jafnt og þétt. Þetta er í stuttu máli starfs- saga bróður míns. En hann á líka aðra sögu. Hann naut hamingju í einkalífi sínu. Þann 11. ágúst 1951 kvæntist hann Huldu Bjarnadóttur, ættaðri frá ísafirði. Þá eignaðist hann ástríka eiginkonu, mann- kostakonu, sem hefur staðið við hlið hans í blíðu og stríðu, traust og sterk. Börn þeirra eru fimm, öll vel gefm og hafa erft heiðarleika og góðmennsku foreldra sinna. Þau hafa öll stofnað heimili. Elst er Ásta hj úk run arf ræðingur, gift Þórði Erni Guðmundssyni sölu- manni. Þá Emil Bjarni, blaðafulltrúi hjá Iðntækistofnun , kvæntur Hall- veigu Thordarson jarðfræðingi. Harpa hjúkrunarfræðingur, maður hennar er Lárus Róbertsson sölu- maður. Björn, setjari í Prentsmiðj- unni Odda, kvæntur Höllu Ólafs- dóttur, nema í Kennaraháskólan- um, og yngst er Vilborg Soffía stúd- ent, maður hennar er Gunnar Árna- Leiðrétting í minningargrein um Krist- björgu Pálsdóttur frá Húsavík, sem birtist sunnudaginn 27. október sl., slæddist inn villa þar sem minnst var á föður hennar Pál Kristjáns- son. Setningin átti að vera svona: Hann þótti afbragðs smiður og eru til eftir hann frábærlega vandaðir og fagrir hlutir, en frægastur er hann fyrir að standa fyrir byggingu hinnar fallegu kirkju á Húsavík, en einnig var hann yfirsmiður við byggingu gamla skólahússins og vatnsveitunnar. son heimspekingur. Barnabörnin eru 11. Heimilislíf Karls og Huldu var með ágætum og er samheldni fjöl- skyldunnar fágæt. Karl var manna jafnlyndastur, léttur og hafði fínt skopskyn. Hann var barngóður og hændust börn mjög að honum. Þau hjónin bjuggu eitt ár hjá undirrit- aðri með tvö elstu börn sín ung og var unun að sjá Kalla leika við börn- in og hve vel þau nutu þess. Þó að sorgin nísti og söknuður sé nær óbærilegur þegar ástvinir hverfa okkur sjónum, vakir minning þeirra hlý og fögur í huga okkar og hjarta meðan líf endist. Elsku Hulda mágkona, ég og fjölskylda mín vottum þér og fjölskyldunni innilega samúð og þökkum Kalla samfylgdina af heilum huga. Bless- uð veri minning hans. Ásta Stutt kveðja til afa okkar sem dó 28. október sl. Það er erfitt að hugsa sér að eiga ekki eftir að sjá hann aftur. Hlusta á sögurnar hans frá því hann var strákur og þegar hann var kennari. Það var alltaf notalegt að vera hjá afa, svo hlýr og kátur, enda hændust flestir að honum bæði börn og fullorðnir. JafnVel sumir vinir okkar kölluðu hann Kalla afa. Heiðarleiki og um- hyggjusemi voru vörumerki hans, alltaf tilbúinn að hlusta og gefa góð ráð. Hældi okkur á hvert reipi ef við stóðum okkur vel í skólanum eða í öðru. Það var honum mikið kappsmál að við stæðum okkur vel í náminu. Alltaf tilbúinn að kenna okkur og aðstoða með Iærdóminn. Mikið veikur og máttfarinn þremur dögum áður en hann dó var hann að hjálpa einu okkar með stærð- fræðina. Afi var alltaf tilbúinn að grínast og ekki síst að sjálfum sér. Hann tók upp á ýmsu, söng og lék ýmsar kúnstir með, sýndi okkur töfra- brögð, sagði okkur fyndnar skrök- sögur svo við veltumst um af hlátri. Já, hjá afa leiddist okkur ekki, hann var næmur á ef okkur leið illa, þá var gott að sitja í hlýja fanginu hans. Þó afí hafi verið heilsulítill í mörg ár, vildi hann alltaf hafa okk- ur í kringum sig og þá helst öll, oft var mikill gauragangur svo öðr- um varð um og ó en aldrei afa. Hluti af okkur barnabörnunum varð þeirrar ánægju aðnjótandi að fara í ferðalag með afa og ömmu norður á Akureyri á æskuslóðir hans sl. sumar. Þar naut hann sín og gat sagt okkur af sjálfum sér ungum og öðru markverðu. Með þessum orðum viljum við kveðja elsku hjart- ans afa okkar, og munum ávallt búa að því að hafa átt hann, og við eldri munum miðla kynnum okkar af honum til þeirra yngri og ófæddu. Elsku amma, þið sem voruð sam- an öllum stundum, Guð styrki þig á þessum erfiða tíma, sömuleiðis okkur og foreldra okkar. Þó afi hafi verið tekinn svo fljótt frá okk- ur, getur enginn tekið minningarn- ar, þær eigum við og geymum í okkur. Við þökkum elsku afa fyrir allt. Barnabörnin Elsku Kalli bróðir minn er látinn. Hann fæddist í Aðalstræti 17 á Akureyri, 16. júlí 1929, sonur hjón- anna Soffíu Lilliendahl og Björns Grímssonar. Hann var yngstur af okkur átta systkinum. Hann var yndislegur drengur og lenti það oft á okkur Hörpu systur, sem er látin, að passa hann til skiptis. Þegar hann var spurður hver ætti hann þá sagði hann alltaf, Habba og Dedda. Kalli kvæntist Huldu Bjarriadótt- ur, yndislegri konu og eignuðust þau fimm börn, Ástu, Emil, Hörpu, Björn og Soffíu, sem öll eru gift og farin að heiman, öll sérstaklega elskuleg börn. Kalli var einstaklega góður heim- ilisfaðir, alltaf hress og kátur og hafði mjög létta lund enda hændust barnabörnin að afa sínum. Ég held að ég hafi aldrei þekkt samheldnari fjölskyldu, það var gott að koma heim til þeirra því þau voru ákaf- lega gestrisin. Ég votta Huldu mágkonu, sem hefur misst svo mikið, börnum, tengdabömum og barnabörnum innilega samúð. Ég kveð elsku Kalla minn með sárum söknuði. Gerður systir •Karl Björnsson, tengdafaðir minn, er látinn eftir þunga en skammvinna sjúkdómslegu. Ollum, sem til hans þekktu, var það mikil harmafregn, endá var hann ekki nema rétt liðlega sextugur, lífsglað- ur og atorkusamur í daglegu starfi. Það er ekki svo ýkja langt síðan að ég kynntist Karli og mér er það því sérstaklega miður að hafa ekki auðnast að eiga með honum fleiri góðar stundir. Strax og ég kom í ijölskylduhóp hans fann ég að hann tók mér opnum örmum og glaður í bragði. Það hefur alltaf verið gott að sækja hann heim, bæði var hann vingjarnlegur í fasi og hafði gaman af því að ræða málin og gantast. Állir, sem hafa kynnst ijölskyldu Karls, vita hvað hún er einstaklega náin og samheldin. Hvergi undi hann sér betur en innan um barna- börnin, enda voru þau daglegir gestir og sóttu oft fast eftir því sjálf að fá að vera hjá afa og ömmu í Engihjalla. Nú á þessari erfiðu stundu er öllum lifandi ljóst hvað hann var mikill þungamiðja í lífi fjölskyldunnar. Karl fékkst við margt um dag- ana, nú síðast heildsölu, sem hann annaðist af samviskusemi fram undir það síðasta. En ekki skyldi gleyma því ævistarfi sem fólst í umhyggju hans fyrir börnunum. Sú fölskvalausa ástúð og það ósér- hlífna örlæti sem hann sýndi afkom- endum sínum mun varðveitast í minningunni og verða þeim fyrir- mynd sem eftir lifa. Slíkt ævistarf er ekki vanalega skráð í annála, en er þó áreiðanlega það starf sem skilar sér best af öllum. Ég þykist viss um að allir þeir sem þekktu Karl og syrgja hann, finna nú sárt til með Huldu Bjarna- dóttur, konu hans. Frá unga aldri deildu þau með sér öllu sínu og líf þeirra var svo samofið að það er erfitt að ímynda sér eitt án hins. Ég óska þess að hún finni styrk til þess að standast þessa erfiðu raun. Ég þekki hana nógu vel til að geta sagt að hennar mesta huggun verð- ur sú að annast og vemda þá fjöl- skyldu sem var Karli svo kær og uppspretta lífshamingju hans og gleði. Gunnar J. Árnason Núna einmitt þegar dagar sum- arsins eru að renna út og vetur að ganga í garð kvaddi lífið hann Kalli okkar góði vinur. Þar er nú þannig að þó svo að maður viti af dauðanum í nálægð er maður aldrei tilbúinn að taka umskiptunum. Okkur verður orða vant, fyllumst söknuði og trega. Syrgjum ljúfan fjölskylduvin sem fór alltof fljótt. Þessi maður sem hafði svo mikinn lífsvilja og óbil- andi áhuga og kjark til að takast á við verkefni daglegs lífs, þó að um árabi' hafi starfsþrek hans ver- ið lamað sökum heilsubrests. Hann lá hvað eftir annað við dauðans dyr síðasta áratug en reis á ný upp aftur til starfa hvað eftir annað. Hann hafði eldheitar hugsjónir og lét skoðanir sínar á þeim óspart í ljós, loguðu þá augu hans líkt sem stjörnur sindra. Hann var sjálfum sér samkvæmur, drengur góður. En frá því í vor hefur’ engum dulist að honum var brugðið. Enn á ný var hann orðinn veikur. Lengi vel vonuðu allir að hann næði heilsú en sú von brást, nú var stundin komin, ferðin mikla ákveðin. Kalli okkar vissi hvert stefndi. Hann ræddi málin og hughreysti fólkið sitt. Hann lést í svefni á heimili sínu þann 28. október, eftir langar og strangar vikur. Ungur að árum steig hann stórt Þýskalandi þar sem við dvöldum í sumarhúsi, við fjögur og dóttir okk- ar. Þar snerist hver dagur upp í ævintýri, sannkallaðir dýrðardagar sem liðu alltof fljótt. Einnig munum við marga ánægjulega samfundi þar sem slegið var á létta strengi og söngvar ómuðu. Dans var stiginn þar til nótt nam við dag. Þar var Kalli hrókur alls fagnaðar. Allt þetta verður stórkostlegt í minning- unni. Hulda, ásamt börnum þeirra, stóð heilum huga við hlið hans í veikindum, hvort sem var heima eða á sjúkrahúsum. Hér ljúkum við þessum fátæk- legu minningabrotum um vin okk- ar. Þökkum honum samfylgdina, viss um endurfundi. Minningin um góðan dreng lifir að eilífu. Vottum Huldu, börnunum og fjölskyldunni allri dýpstu samúð. Helga og Valdi gæfuspor er hann gekk að eiga yndislega konu, Huldu Bjarnadótt- ur, sem lifir mann sinn. Saman eiga þau fimm vel menntuð og góð börn sem öll hafa stofnað eigin heimili. Barnabörnin þeirra eru tólf sem voru honum öll jafn hjartfólgin. Kalli lagði afar mikið upp úr mennt- un barnanna enda sjálfur vel að sér og hafði leitað sér þekkingar á ýmsum sviðum. Lengi stundaði hann kennslu sem honum fórst mjög vel úr hendi. Hann trúði á æskumanninn og vildi honum allt hið besta. Afabörnin hændust mjög að hon- um og þau sem komin eru á skóla- aldur hafa ekki farið varhluta af visku hans og þekkingu. Hann hafði sérstakan frásagnarhæfileika, var hnyttinn, orðhagur og spaugsamur fram á síðustu stund. Hann var mikill fjölskyldumaður, heimilið var honum helgur friðarreitur, þar sem Hulda hans, ásamt honum, stóð vörð um stóra hópinn sinn. Þau hafa staðið saman í blíðu og stríðu í fjörutíu ár. Okkar kynni hófust er við Hulda konan hans fórum að vinna saman hjá Kópavogsbæ. Hófst þá á milli okkar hjóna og þeirra vinátta sem hefur varað síðan án nokkurs skugga. Fjölskylduvinir verður allt- af nákominn, hann á stað í hjarta manns og tilveru. Kalli, eins og okkur er tamast að nefna hann, var einstakur maður, fullur heiðarleika og manngæsku. Hann var mikið lesinn og óspar að miðla manni af fróðleik þeim er hann bjó yfir. Hann átti einstaklega gott með að um- gangast fólk, ekki hvað síst börn og unglinga. Okkur verða minnisstæðar utan- landsferðir er við fórum saman. Sérstaklega 3ja vikna vera okkar í ERFISDRYKKJUR í þægilegum og rúmgóöum salar- kynnum okkar. DiitliSlfi Álfheimum 74, sími 686220 Minning Semjum minningargreinar, afmælisgreinar, tækifærisgreinar. Önnumst milligöngu við útfararstofnanir. Sími 91-677585. Fax 91-677586. Mig langar í fáum orðum að minnast vinar míns, Karls Björns- sonar, sem lést þann 28. okt. eftir erfið veikindi. Á slíkri stundu koma minningarnar fram frá liðnum dög- um. Ég minnist þess þegar ég hitti hann fyrst. Þá var ég lítil stelpa að sniglast í kringum mömmu mína og Huldu, konuna hans Kalla, í vinnunni. Og þá strax bundumst við miklum vináttuböndum sem áttu eftir að leiða af sér ótal góðar stund- ir. Þar er mér efst í huga ferðalag okkar til Þýskalands sumarið 1988. Var ég þá nýfermd og kannski með snert af unglingaveikinni. Þar kynntist ég best hans mannkostum,- hvað hann skildi mig vel og ég gat alltaf rætt við hann um mín ímynd- uðu vandamál sem hann greiddi úr eins og honum var lagið. Það getur verið erfitt fyrir stelpu sem hvorki er krakki né fullörðin að verða að trúa því að sjá hann ekki aftur í lifanda lífi, fá aldrei að knúsa hann eða sjá blíða svipinn og bjarta bros- ið sem hann var svo óspar á. „Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur í leit að friði. Þegar vinur þinn talar, þá andmælir þú honum óttalaust eða ert honum samþykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan.” Úr Spámanninum. Nú ætla ég að biðja góðan guð að varðveita hann í guðsríki, styðja og styrkja Huldu mína og alla krakkana í þeirra miklu sorg. En við skulum trúa því að við öll eigum eftir að hittast í eilífðarlandinu og veit ég að þá mun hann taka okkur opnum örmum sem.fyrr. Ástarkveðja, Solla. Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Slmi 31099 tll kl. 22,- einnig um helgar. Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um II S.HELGAS0N HF I STESiSHfUI ■ SKÐUMUVEGI 48 SÍMI 76677 .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.