Morgunblaðið - 03.11.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.11.1991, Blaðsíða 28
,38 '£ , .MORGUNBLAííIÐ.VELVAKAiUDIíJl^íllWAlMkls, NÓ-VEMBER' 1991 Á FÖRNUM VEGI MBg qef þér (&&b&nirycir. Atctci bos&~ a/c/rei yfir SbokJr-hnabcL ■" Hann spyr hvort það sé of Nú, gleðskapur byrjaður uppi...! snemmt að koma í fyrramál- ið? HÖGNI HREKKVÍSI Islendingar á Nýja-Sjálandi Fyrsta árið mjög erfitt * Rætt við Islendinga um lífið og tilveruna hinum megin á hnettinum Björn Kristinsson frá Stöðvar- firði hefur verið búsettur, ásamt konu sinni Kathrin, á Nýja-Sjálandi síðan í október 1987. Þar býr líka Sigríður Bay- er, ásamt manni sínum Olaf og dótturinni Þóru, en þau hjón hafa dvalið þar síðan 1976. Hér segir lítillega af högum þessa fólks hinum megin á hnettinum. Björn Kristinsson kom til Nýja- Sjálands í október 1987 og hefur búið allan þann tíma í bæn- um Wanganui ásamt konu sinni Kathrinu Kristinsson. Björn er 32 ára, ættaður frá Stöðvarfirði og starfaði sem véla- maður í fiystihúsinu þar. Hann er sonur hjónanna Kristins Sigurðssonar og Ingu Björnsdótt- ur sem eru búsett þar. Um ástæðuna fyrir ferð hans þangað segir Kathrin: „Ég var búin að vera 3 mánuði á ferðalagi um Evrópu og sá auglýsingu í blaði í London að ef þú vildir þéna mikla peninga J)á skyldir þú koma til vinnu á Islandi. Ég sló til og var fyrstu 6 mánuðina á Breiðdalsvík. Við vorum 15 saman í hóp og viss- um í raun og veru ekkert hvar við myndum enda, því okkur var skipt niður á staðina vegna þess ýmis frystihús vantaði vinnuafl og var það þá sem ég kynntist Bimi. Eftir þessa 6 mánuði fór ég í þriggja mánaða frí til Evrópu og kom síðan aftur og þá til vinnu hjá Hraðfrystihúsi Stöðfirðinga.” „Fyrsta árið hér í Nýja-Sjálandi var mjög erfitt,” segir Bjöm. „Þá var ég atvinnulaus og hafði ekkert við að vera. Síðan þá hefur mér vegnað vel og ég hef unnið hjá Björn Kristinsson á villisvínaveiðum árið 1991. Víkveiji skrifar Hver einstaklingur og hver fjöl- skylda í landinu vera að halda útgjöldum sínum innan ramma eig- in tekna. Fjölskyldan getur að vísu syndgað dulítið og tímabundið upp á náðina með krítarkortum. En það kemur að skuldadögum. Sá sem eyðir um efni fram til langframa sekkur í skuldafenið. Og það er dýrt að skulda í hávaxtalandi, þar sem opinbert lánsfjárhugur heldur vöxtum hærri en góðu hófi gegnir. Skuldari, sem ekki gætir hófs, er eins og snjóbolti sem hleður sí- fellt utan á sig meiri og meiri snjó, eftir því sem hann veltur neðar í skuldabrekkuna. Og því miður eru leikslokin oft í gjalþrotsgjánni. xxx Víkvetji dagsins hugsaði, svo sem hér að ofan segir, þegar hann las frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 1991, sem lagt var fram á Alþingi fyrr í þessum mánuði. Guði sé lof, hugsaði hann ennfrem- ur að máltækið „eftir höfðinu dansa limirnir” gildir ekki um alla íslend- inga. Þorri þjóðarinnar væri beinlín- is á vergangi í dag hefði hann dans- að eftir því fjármálahöfði, sem velt hefur vöngum í ijármálaráðuneyt- inu nokkur síðastliðin ár. í þessu frumvarpi til fjárauka- laga fyrir árið, sem senn kveður, segir m.a.: „Rekstrarhalli ríkissjóðs er áætl- aður 8.900 milljónir króna saman- borið við 4.100 milljónir króna í fjárlögum [ársins]. Skýrist það að stærstum hluta af auknum útgjöld- um, sem ætlað er að hækki um 5.100 milljónir króna ... Hrein láns- ijárþörf ríkissjóðs [það er lánsfjár- þörf umfram afborganir og vexti af eldri lánum] er nú áætluð 12.100 milljónir króna en var í fjárlögum áætluð 5.900 milljónir króna.” Það er nú svo og svo er nú það með fjármálahöfuðið á ríkisbú- skapnum síðustu misserin. XXX En það er meira blóð í fjármála- kúnni í höfuðstöðvum hins opinbera. í fjáraukalagafrumvarpi í'yrir árið 1991 segir: „Nú er fyrirséð að innlendur láns- fjármarkaður [sparnaður fólksins í landinu] er þess ekki megnugur að fjármagna ríkissjóð að því marki sem vonir stóðu til. Sparnaðurinn hefur orðið minni en spár höfðu gefið tilefni til og mikið framboð húsbréfa hefur þrengt stöðu ríkis- sjóðs á innlendum markaði ...” Ef innlendur sparnaður dugar ekki til þess að mæta eyðslu í ríkis- búskapnum, umfram alla skatt- heimtuna, hverjir eru þá lánsfjár- möguleikar atvinnuveganna í land- inu? hugsaði Víkveiji dagsins. Það er máske „bót í máli” að þeir eru flestir á vonarvöl og ekki líklegir til mikilla umsvifa eftir allt sem á hefur gengið síðustu ár? Og hver er þá niðurstaðan í þessu fjáraukalagaplaggi líðandi árs. Þar segir hreint út: „Til að brúa ljármögnun ríkis- sjóðs er því nauðsynlegt að leita heimildar til erlendrar lántöku að fjárhæð 13.600 milljónir króna.” Þó er ekki á hina erlendu skulda- hít bætandi. XXX að er máske huggun harmi gegn að samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir komandi ár, 1992, fara „aðeins” 9.900 milljónir króna af skattpeningum fólks^ í vaxta- greiðslur af skuldum, sem hrúgast hafa upp, m.a. vegna samansafnaðs ríkissjóðshalla, auk afborgana að sjálfsögðu, sem ekki verða tíundað- ar hér að sinni. Skuldabolti „Ijárlagahöfuðsins” heldur áfram að velta utan á sig og þyngist og þyngist. Vonandi dansa hinir óbreyttu limir, sem greiða þurfa alla skattana, ekki eftir höfðinu því. Þá væri sumsé hætt við að skattheimtan og gjald- heimturnar ættu vonlítið verk fyrir höndum. Og vonandi reynast hin nýju höf- uð í stjórnarráðinu a.m.k. illskárri ósköpunum, sem þar dönsuðu sinn hrunadans síðustu misserin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.