Morgunblaðið - 03.11.1991, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 03.11.1991, Qupperneq 7
slögum. Auk þess gegnir hún veigamiklu hlutverki í vökvajafn- vægi líkamans því að án hennar væri húðin hriplek. Ystu frumurnar losna og tínast burtu jafnt og þétt eins og haustlauf af tijánum en þær næstu taka við og sjá til þess að ekki komi skarð í hornmúrinn. Þar fyrir innan eru lifandi frumur að deyja og þorna upp og ekki líð- ur á löngu áður en þær eru orðnar framvarðasveit og þannig koll af kolli. Húðþekjan er því í reynd tvö lög, annað dautt en hitt lifandi og mun það einsdæmi í líkama manns að frumur þurfi að láta lífið til þess að geta sinnt ætlunarverki sínu. Fyrir neðan þekjuna tekur við sjálft leðrið, innri og þykkari hluti húðarinnar (neðri mynd). Hann er að mestu bandvefur sem í eru bæði fitu- og svitakirtlar og um hann kvíslast háræðar og tauga- greinar eins og flesta aðra líkams- parta og þar eiga hárin upptök sín í slíðrum. - Undir húðinni liggur svo fitupúði, þykkur eða þunnur eftir atvikum, og nefnist húðbeður eða undirhúðarfita. En víkjum nú aftur að ræktunar- málum. Ef tekin er heilbrigð húð- þekjupjatla á stærð við fingurgóm og tengsl frumnanna leyst upp með efnakljúfnum trýpsíni sem hvers- dagslega sundrar eggjahvítuefnum fæðunnar niðri í skeifugörn, þá getur svo farið að það sem sáð var beri fimmþúsundfaldan ávöxt eða vel það eftir 3-4 vikur, með öðrum orðum næga húðþekju til að klæða því sem næst allt yfirborð fullorðins mannslíkama eða 1,7 fermetra. Rösklega 500 manns með sár af ýmsu tagi, oftast vegna bruna, hafa þegar notið góðs af ræktaðri húð. Þetta voru sjúklingar víðs veg- ar um heiminn, austan Atlantshafs og vestan: í Svíþjóð, Hollandi, ítal- íu og Mexíkó auk Bandaríkjanna og Kanada. Miklu færri hafa feng- ið en vildu og þyrftu slíka hjálp en húðþekjuræktun er umfangsmikil, mannfrek og kostnaðarsöm starf- semi og sanni næst að allt sé þetta enn á frumstigi - en vel af stað farið eigi að síður. Af þeim á að giska 200 frumu- gerðum sem fyrirfinnast í líkaman- um eru einungis fáar sem tekist hefur að rækta enn sem komið er. Menn hafa reynt við briseyja- og lifrarfrumur, svo að dæmi séu nefnd, en ekki orðið að ráði ágengt. Hver veit þó nema vefjaræktun kunni von bráðar að létta undir með þeim sem eiga í vök að veij- ast sökum lifrarbilunar eða sykur- sýki? sitt? Hvað var það, sem svipti hina miklu sorg völdum? Og nú er ástin komin eins og lækjarsytra, og gleðin seytlar á nýjan leik. Hjálpin barst og við náðum fótfestu. Hvað var það? Það var vonin sem lá við akkeri í hjart- anu, það var trúin sem kom frá útréttum vinahöndum, og það var kærleikurinn sem breiddi út væng- ina eins og pelíkani þegar hann veitir ungum sínum skjól. Huggun er trú, von og kærleik- ur. Það vorum við, það voru aðrir, og það var Guð. Það var trú, von og kærleikur, sem brá sorginni við og sýndi okkur hina hliðina. Því sorgin á sér, eins og allt annað, bæði bjarta hlið og dimma. Sorg og huggun Og sorgin er nú djúp minning, sem aldrei hverfur, og er góð. Við myndum ekki vilja láta hana af hendi. Hún er hluti af okkur, því hún, ásamt hugguninni, fylla skarð þess sem við misstum. Nú vekja angurvær ljóð ástina sem deyr ekki, og andvarinn er blíður af sorg. Sorgin og huggunin eru orðnar eitt. Þær eru samvaldar systur, sem horfast óhræddar í augu, og spegl- ast. Og, ef tárin taka að streyma, kemur sólin á bláum himni og býr til regnboga. giGAJaWU3»0M SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1991 ö d C 7 UMHVERFISIVIÁL //; ,v er munurinn á línulaga og hringlaga ferli vid nýtingu náttúruaublinda? HIÐAUGUÓSA MIKIÐ HEFUR verið rætt og ritað um nauðsyn sjálfbærrar þróunar í athöfnum manna, þegar rányrkja og ofnýting auðlinda er loks orðin opinber- Iega viðurkennd staðreynd. Margir leggja áherslu á að gera þessa staðreynd augljósa sem flestum með einföldum skýr- ingum, sem þó fela í sér flókið mál. Nútímafólki finnst oft auð- veldara að tileinka sér stað- reyndir myndrænt. Vísinda- maður við tæknistofnun Chal- mers í Svíþjóð hefur teiknað glögga mynd af því hvað átt er við með línulaga og hring- laga ferli í nýtingu náttúruauð- linda. Textinn sem fylgdi teikn- ingum hans birtist hér í laus- legri þýðingu: Lífkerfi jarðar er lokuð hring- rás með ákveðnu inntaki sem hvorki eykst né minnkar að magni. Inntakið. birtist í ótal myndum og er stöðugum breyt- ingum háð. Ork- ugjafi lífkerfis- ins er sólin. Jörðin er umluk- in svokölluðu líf- hvolfi, þ.e. steinhvolfi, vatnshvolfí og gufuhvolfi. Þetta hvolf, þótt þunnt sé, er undirstaða lífsins. Orkulindir jarðar verða til fyr- ir áhrif sólargeisla. Þær eru stundum sýnilegar og endurnýj- ast með tiltölulega skjótum hætti samkvæmt ákveðnum náttúru- lögmálum (A). Til þessara orku- linda telst allt jurta- og dýralíf. Afrakstur þeirra nýtir maðurinn í landbúnaði, skógrækt, kvikfjár- rækt, fiskveiðum og til vatns- orkuöflunar. Aðrir þættir orku- gjafarinnar frá sólu safnast í jarðlög (B). Myndun þeirrar orku tekur svo langan tíma að hann nær langt út fyrir tímaskyn mannsins og verður vart end- umýjaður. Af þessari orku er þó eytt ótæpilega og til þess beitt nýtísku tækni. Orkuforðinn sem hér um ræðir er fólginn í jarð- efnaeldsneyti, kolum, olíu, jarðg- asi, úraníum, iðnmálmum og fos- fötum. Framtíð fnannsins á jörðinni ræðst af því hvort tekst að varð- veita hinar náttúrulegu auðlindir eða hvort haldið verður áfram ofnýtingunni sem nú viðgengst. Auðlindirnar breytast með ofnýt- ingunni í ónýtanlegan úrgang sem hleðst upp bæði í föstu formi og í andrúmsloftinu. Ef varðveita á auð- lindimar til fram- tíðarinn- ar era það frum- skilyrði að nýt- ingin verði sam- ræmd hringrás lífkerf- isins sem hæfir skilyrð- um minnstu eining- arinnar, nefni- lega frum- unnar. Með þeim hætti verður borgið eðli- legri framvindu lífkerfísins á jörðinni. Hagkerfi nútímans byggja ekki á hringrás sjálfbærrar þró- unar. Hagkerfi nútímans byggir á línulegri þróun (1). Við nýtum af takmörkuðum orkubirgðum bæði af þeim óendurnýjanlegu -t (2) og hinum endurnýjanlegu (3) . Með ofnýtingu á hinni tak- mörkuðu, óendurnýjanlegu orku eyða nútímasamfélög miklum hluta orkunnar sem safnast hef- ur saman frá örófi alda fýrir til- stilli sólar. Sé hin línulega þróun viðhöfð til frambúðar, breytist þessi orka í ónýtanlegan og hættulegan úrgang (4) eða eitr- aðar lofttegundir (5). Línulega þróunin gerir ekki ráð fyrir end- urnýjun. Hinn náttúrulegi auð- lindasjóður rýrnar stöðugt og við erum þegar farin að eyða af höfuðstólnum. Verði ekki brugð- ið við til betri vegar mun maður- inn að lokum sitja eftir á úr- gangshaugnum þar sem honum verða allar bjargir bannaðar. Því er augljóst að endurskoða þarf gildandi hagkerfi og þróa á ný á forsendum lífkerfisins (C). Það verður að vera sjálfbært og falla að hringrásinni (A). Úr- gangur af endumýjanlegu ork- unni (a) og því litla sem tekið er af hinum óendurnýjanlegu (b), ogtakmörkuðu birgðum (B), fellur inn í hringrásina, sem eins og fyrr fær stöðugt orku frá geislum sólar (vatnsorku, vind- og sjávarfallaorku, orku frá efn- askiptum lífræns úrgangs, beinni virkjun sólarorku o.fl.) Takmark- aðar birgðir óendumýjanlegu orkunnar geta enst lengur ef nútímalegri tæknikunnáttu og vísindum er beitt til hins ýtrasta og ef framleiðsla miðast fyrst og fremst við varanlega endingu framleiðsluvörannar. Þá minnk- ar úrgangurinn. Takmarkað efn- ismagn sem „sleppur” úr hrin- grásinni (c) má bijóta niður og breyta í orkugjafa með því að samsama það hringrásinni sam- kvæmt náttúrulögmálunum. Á nokkrum hundruðum ára hverfur viss hluti (d) í takmarkaða auð- lindaforðann. Heildarmagn hinna náttúralegu auðlinda skerðist þá ekki og við getum lifað á vöxtunum. eftir Huldu Valtýsdóttur Stœröir: 13xl8cm. 18 x 24 cm. 24 x 30 cm. Myndir sem birtast í Morgunblaðinu, teknar af Ijósmyndurum blaðsins fdst keyptar, hvort sem er til einkanota eða birtingar. UÓSMYNDADEILD „SALA MYNDA“ Aðalstrœti 6, sími 691150 „ 1Q1 Reykjavík . RÁÐGJAFI — e.t.v. hlutastarf óskast ó einkastofu fyrir hárígræðslu. Við óskum eftir einstaklingi sem tekur starfió alvarlega, er ábyrgÓarfullur og er dönsku- mælandi. Æskilegur aldur umsækjenda er 28-45 ára. Einnig er æskilegt aó umsækjandi hafi eigin bíl og sé í hárskera- eða hárgreióslustétt. Þetta áhugaveróa og fjölbreytta starf veitir nýjum starfskrafti möguleika á gáðum launum og tækifæri á ónægjulegum og gefandi starfsframa. Vió höfum starfað lengi og haft í meðferó marga íslenska viðskiptavini. Starfsþjálfun fer fram hjá okkur. Umsáknir sendist til: 1 J ° __ Bredegade 12, 1. 6000 Kolding, flgM,/ Danmörk. Sími 75 50 89 OO Berist tíl Nina Taaning. — Yðar hár í okkar höndum Hjá ANDRÉSI Buxur í úrvali í öllum stærðum. Verð 1.000- 4.900,-. Frakkar, blússur, úlpur og peysur í miklu úr- vali. Verð 3.750-10.500. Andrés, Skólavörðustíg 22a, sími 18250. Vandaður sport- og vinnufatnaður í úrvali á góðu verði. Buxur í úrvali á 1.000-3.700,-. Andrés-Fataval, (opið frá kl. 13.00-17.30 mánudaga til föstudaga), Höfðabakka 9c, sími 673755.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.