Morgunblaðið - 03.11.1991, Page 29
1 ‘aoitót^BiLÁÐiÐ;VELVAKAfÖHDI : MövkíviBkK Yím
’t 29
Kathrin og Björn Kristinsson. Myndin er tekin á Íslendingahátíð við
Lake Taupo 16. mars 1991.
kjötvinnslufyrirtækinu AFFCO,
við úrbeiningu og kjötsögun og
gengið vel.”
„Landið er mjög fallegt,” segir
Bjössi, „gott til útivistar og einnig
er margt að skoða. Ég fer mikið
á fuglaskytterí og veiði þá aðallega
endur og gæsir. Síðan fer ég einn-
ig á silungsveiðar og villisvínaveið-
ar sem getur verið æði skemmti-
legt. Þau halda sig til í skóginum
og eru hundar látnir elta þau uppi.
Þeir snúa svínin niður á eyrunum
eða hálsinum og síðan koma veiði-
mennirnir og stinga þau.
Veiðitímabilið er frá mars og
fram í október og eru apríl og
maí bestu mánuðirnir því þá eru
svínin spökust. Svínin eru aðeins
skotin ef þau eru á opnu svæði.
„Kiwi”, en það kalla þeir inn-
fæddu sig eru afturhaldssamir en
samt vinalegt og gott fólk yfir
höfuð, en þrátt fyrir allt er ég
kominn til að vera en stefni að
því að komast í langt frí til ís-
lands á næstu árum,” segir Björn
að lokum.
Sigríður og Olaf Bayer hafa
búið í 15 ár í Nýja-Sjálandi og
allan þann tíma í Auckland.
„Við komum til Nýja-Sjálands
frá Danmörku'árið 1976. Við höfð-
um búið í Kaupmannahöfn í 7 ár
en vorum eirðarlaus og okkur
langaði að ferðast. Okkur fannst
við ekki geta fest rætur í Dan-
mörku. Ég var jú íslensk og Olaf
var fæddur og uppalinn í Afríku
en foreldrar hans bjuggu þar í 30
ár. Okkur kom saman um að finna
„þriðja landið” og þá helst ensku-
mælandi. Þá komu _ til greina
Bandaríkin, Kanada, Ástralía eða
Nýja-Sjáland. Eftir að hafa leitað
upplýsinga um öll þessi lönd var
Nýja-Sjáland það land sem okkkur
leist best á.”
Sigríður er fædd og uppalin í
Reykjavík og bjó þar til 1968. „Ég
vann mest við skrifstofustörf og
ferðaðist erlendis inni á milli. Vann
lengstum hjá tryggingafélagi í
Reykjavík og hjá símanum á tal-
sambandi við útlönd, þegar ég kom
til Danmerkur gerðist ég sjúkraliði
og starfaði við það í 7 ár. Hér hef
ég alltaf unnið við skrifstofustörf
part úr degi þangað til fyrir 2%
ári síðan en þá byijaði ég að vinna
fyrir N.Z. Post.
Olaf og ég hittumst á íslandi
þegar hann byrjaði að vinna hjá
þýska fyrirtækinu Krupp við að
byggja Búrfellsvirkjun.
Við komum til Nýja-Sjálands
um miðjan vetur, í júnímánuði og
á þeim tíma voru öll appelsínutrén
í blóma. Við hugsuðum með okkur
að ef þetta væri vetur hvernig
vaeri þá sumarið.
Loftslag og náttúrufegurð er
aðallega það sem hefur haldið í
okkur, jú við höfum allt hérna sem
við þörfnumst til að líða vel.
Við höfum ferðast víða um
Nýja-Sjáland og gætum hugsað
okkur að skoða okkur um á Suðu-
reyjunni. Bömin em þó ákveðin í
að búa í Auckland svo þetta verð-
ur að bíða þangað til þau era
bæði fullorðin.
Það er þegjandi samþykki í ijöl-
skyldunni að búa héma áfram,
börnin era meira ný-sjálensk en
neitt annað en vonandi komumst
við heim einhverntíma en þá bara
í frí.”
Sjálfseyð-
ingarhvöt
landans
að er með ólíkindum að fylgj-
ast með þjóðmálum hér á
íslandi. Þessi þjóð sem á að vera
svo vel lesin, menntuð og alþjóð-
lega þenkjandi, enda gerir landinn
víðreist á hveiju ári. Lára Halla
Maack, réttargeðlæknir með mikla
reynslu, er gerð næsta hlægileg í
fjölmiðium fyrir ábendingar sínar,
- heifbrigðisráðherra tókst að
vinna að því áliti landans, en hann
hefur jú svo mikla reynslu og
þekkingu á þessum málaflokki og
meðferð þeirra sem þurfa á að
halda eftir nokkurra mánaða vera
í ráðuneytinu.
Eini stjómmálamaðurinn á Is-
landi, sem stenst sarnanburð við
bestu stjórnmálamenn þeirra þjóða
sem við viljum bera okkur saman
við, Þorsteinn Pálsson, nýtur minni
lýðhylli en menn sem tala út og
suður, s.s. Davíð Oddsson og
Steingrímur Hermannsson. Mað-
urinn er líklega það vel gefinn og
pottþéttur að landinn finnur ekki
samsvörun í honum.
Þorsteinn benti á nauðsyn tví-
hliða viðræðna við Evrópuband-
alagið fyrir margt löngu. Það var
ekki fyrr en Mitterand benti land-
anum á að tvíhliða viðræður væra
nauðsynlegar að utanríkisráðherra
tók undir það sjónarmið, en þá var
það einfaldlega orðið um seinan.
Þorsteinn Pálsson er maður með
viti, sem stendur við sínar skoðan-
ir, en hann er eini ráðherrann í
núverandi ríkisstjórn sem er strax
að vinna að málum bæði í dóms-
málaráðuneytinu og sjávarútvegs-
ráðuneytinu.
Fari landinn ekki að átta sig,
þá verður þetta þjóðarbú okkar
áfram rekið af miðlungsmönnum
á sama hátt og ríki þriðja heims-
ins.
Sjálfstæðismaður.
I
Heiðursmanna-samkomulag
Það mátti auðvitað búast við
ýmsu, eftir það sjónarspil, er
sett var upp á vordögum, þegar
núverandi ríkisstjórn var mynduð.
Leiksýningin byijaði í Viðey, við
borð, er fengið var að láni úr Árbæj-
arsafni. Kannski hefir Viðeyjark-
lerkur blessað borðið, áður en leik-
sýningin hófst hjá þeim Davíð og
Jóni Baldvini. En þrátt fýrir þetta
upphaf dettur mér stundum í hug,
að ríkisstjórnin hafi verið mynduð
með þeirri úrtaksaðferð, er börn
notuðu í leikjum sínum: „Eitt — tvö
— þijú og það varst þú.”
Nú virðist þessi ríkisstjórn hafa
sérstakan áhuga á sparnaði vai-ð-
andi sjúkrahús og menntastofnanir.
Það líður varla sá fréttatími í sjón-
varpi að ekki séu sýndar myndir
af sjúkrahúsum, og svo birtist Sig-
hvatur ráðherra með línurit og prik.
Ég tek fram, að ég er ekki á
móti því, að reynt sé að spara i
hvívetna, en á sparnaðurinn að
bitna á þeim er af ýmsum ástæðum
þurfa að leita tii lækna og sjúkra-
stofnana? Ég reikna með, að dag-
gjaldið verði það sama hjá ráðherra
og verkamanni hjá Reykjavíkur-
borg.
Jafnframt þessu má minna á
skattamálin. Ér réttlæti í því að
borga jafnhátt hlutfall af 70-80
þúsundum og 500 þúsundum? Sú
stjóm sem nú er við völd leggur
blessun sína yfir þetta. Þess vegna
erum við á lágu laununum að borga
fyrir þá er aurana eiga; þeir kaupa
bara n'kisskuldabréf og önnur bréf
og þurfa síðan lítið að borga í
skatta. Sem sagt, þeir ríku verða
ríkari og þeir fátæku fátækari.
Æskilegt væri, að núverandi
ríkisstjórn tæki tillit til ábendinga
um íjölgun skattþrepa og féllist á
álagningu stóreignaskatts.
Að lokum vil ég skora á þessa
stjórn, að sýna sparnað í eigin at-
höfnum. Vonandi hefir það ekki
gleymst í heiðursmannasamkomu-
laginu.
Sigríður Eymundsdóttir
V erkamannaíbúðir
Sigurður T. Sigurðsson ritar
grein í Morgunblaðið 10. sept-
ember 1991 og ræðir þar um að
um 350 fjölskyldur bíði eftir félags-
legum íbúðum í Hafnarfirði. Tii
þess eru sjálfsagt margar ástæður.
Ein þeirra er sú, að það er algengt
að láta félagslegar íbúðir standa
auðar í þijá til fjóra mánuði við
íbúaskipti. Hvers vegna? Er það
veijandi, þegar svo margir þarfnast
húsnæðis? Jafnvel þótt fólk fari úr
einni íbúð í aðra innan Verka-
mannabústaða, þá er önnur eða
báðar íbúðirnar látnar standa auðar
í allt að fjóra mánuði. Hver borgar
fasteignagjöld og hússjóð þennan
tíma?
Fyrir nokkrum árum tók stjórn
verkamannabústaða upp á því að
selja íbúðir innan .þess kerfis á
fijálsum markaði á þeim forsend-
um, að þær væru orðnar tíu ára
og þá giltu ekki lengur lög um fast
verð. Þegar kaupin höfðu verið gerð
kom annað í ljós, þetta voru mis-
tök, það átti ekki að selja á fijálsu.
Það er alveg rétt, sem Páll Árna-
son segir í Vegamót febrúar-mars
1990: „Það þjónar engum tilgangi
að veita láglaunafólki lán upp á 5-6
milljónir, það réði ekki við það.”
Hvað á það að þýða að byggja
tveggja herbergja íbúðir hátt í 100
m2 að stærð, auk heldur svo dýrar
i byggingu að það nær engri átt.
Væri þá ekki nær að byggja tvær
50 m2 íbúðir. Fólk hefði þá frekar
efni á að borga þær og fleiri fengju
inni.
Stjórn verkamannabústaða í
Hafnarfirði ætti að líta sér nær og
að minnsta kosti reyna að vita hvað
þeir eru að gera.
Sigrún Bergþórsdóttir
TONLISTARVIÐBURÐUR 7,8.
OG9.NÓV.:
BLUSTÓNLEIKAR:
PINETOP PERKINS, CHICAGO
BEAU & VINIR DORA
miöstöð menningartersgsla!
VZ terkur og
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Taktu allt inn
í myndina
Nasst þegar þú velur þér
ljósritunarvél skaltu hafa í huga
eftirfarandi: Ódýr rekstur, góð
þjónusta og gott vcrð.
Það er það sem við leggjum
áherslu á hjá SHARP. Bjóðum
mikið úrval ljósritunarvéla.
Verið vclkomin cða hafið
samband við sölumenn okkar
0 l SKRIF BÆR 'X
'0
HVERFISGATA 103,
SÍMI 627250.
VITASTIG 3
ISIMI 623137 .
Sunnud. 4. nóv. opið kl. 18-01
JASSKVÖLD
SIGURÐUR FLOSASON, SAX
EÐVARD LARUSSON, GiTAR
EINAR V. SCHEVING, TROMMUR
TÓIVIAS R. EINARSSON, BASSl
SÉRSTAKUR GESTUR:
FRIÐRIK THEODÓRSSON.
HVERNIG VÆRI NÚ AÐ SLÁ
TVÆR FLUGUR i EINU HÖGGI -
BJÓÐA ELSKUNNI ÚT AÐ BORÐA
OG HLUSTA Á GÆÐA JASS ÞAÐ
SEM EFTIR LIFIR KVÖLDSINS!
MATREIÐSLUMAÐUR:
ÓLAFUR LÚÐVÍKSSON
PÚLSINN
- staðurfyrirþig!
Mánud. 4. nóv. opið kl. 20-01
GRÆNLENSKT KVÖLD
ROKKHLJOMSVLIT
OLt KRISTIANSEN
(BUBBIM0RTHENS GRÆNLENDINGAI
HANN ER MEIRI HÁTT AR!
E S T E E LAUDER
Bónuskynning veröur haldin á
ESTEE LA UDER snyrtivörum
vikuna 4. -9. nóvember.
Snyrtistofan Hrund,
Grænatúni 1, Kópavogi.
TILBOÐ ÓSKAST
í Nissan Pathfinder XE V-6 4x4, árgerð ’88 (ek-
inn 47 þús. mílur), Dodger Power Ram 50 P/U
4x4, árgerð ’88, (ekinn 35 þús. mílur), Jeep
Cherokee Pioneer4x4, árgerð '86, MMC L-300
Mini Bus 4 W/D, árgerð ’86 og aðrar bifreiðar,
er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn
5. nóvember kl. 12-15.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.
SALA VARNARLIÐSEIGNA