Morgunblaðið - 03.11.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1991
C 17
Þetta er þó ekki tilraún til sagnfræð-
istúdíu í sígildum skilningi eða forn-
leifarannsókna, heldur ræður hug-
myndaflug ferðinni. Þegar við reist-
um hof Óðins rífum við upp feikna-
stór tré með rótum og stungum
þeim öfugum niður aftur, svo ræ-
turnar mynda þakið í hinu hringlaga
hofi Óðins. Þannig sóttum við inn-
blásturinn, í umhverfið og jörðina.
Krossinn er tákn kristni, en hringur-
inn tákn ásatrúarinnar. í kristni er
hvíta dúfan kraftbirting heilags
anda, en í ásatrú eru hrafnar Óðins
fuglar viskunnar. Helvíti kristninnar
er eldur og hiti, en helvíti ásatrúar-
manna helkalt, Hel. Litur dauðans
er blár, en í kristni rauður. Norður-
landabúum hefur alltaf verið kalt
svo það helvíti sem þeir reyndu í
eigin lífi var kuldi. Okkur hefur allt-
af dreymt um hita og eld hér í norðr-
inu. Sá draumur birtist raunar í
hugmyndum ásatrúarmanna um
Paradís, í Valhöll brann eilífur eld-
ur. En trúarbrögð sem fædd eru í
sólbrenndri eyðimörk Palestínu,
þekkja hitann sem helvíti. Vanda-
málið er einfalt og praktískt og
hefur verið til á öllum tímum. Litir
og tákn eru afgerandi í sýn allra
trúarbragða. Hvernig ætlarðu t.d.
að sannfæra svertingja um að hvitt
sé gott, en svart tákn hins illa. ís-
lendingar leystu þennan vanda með
heitt helvíti á praktískan hátt með
":kmynd Hrafns Gunnlaugsson-
'Hvfti víkingurinn”, var frum-
í Háskólabioi sfðastliðinn
g. Hér ræðir Hrafn um
myndina, ferilinn og framtfðina
■ Askur og Embla eru peð í valdatafli konungs. Maria Bonnevie og Gottskálk
Dagur Sigurðarson í hlutverkum sínum.
*'V
því að flytja það inn í glóandi hraun
Heklu. Paradísarhugmyndirnar eru
ekki síður ólíkar, en látum slíka
spekúlasjón bíða — eins og ég sagði,
er „Hvíti víkingurinn” skáldskapur.
— Dregur myndin taum ásatrúar-
manna?
„Sögur eiga ekki að taka afstöðu,
þá eru þær ekki sögur heldur predik-
anir. „Hvíti víkingurinn” er saga
sem mönnum er fijálst að leggja
út af eins og þeim sýnist. Ég er
ekki predikari, ég skoða og reyni
að sviðsetja og sýna það sem ég sé
og ímynda mér.”
— Hvernig gekk vinnan?
„Ég var heppinn með samstarfs-
fólk, svo þetta tókst vel, þótt stórt
væri í sniðum.”
— Ætlarðu að halda áfram að gera
myndir frá víkingatímanum?
„Ég á ekki von á því. Ég hef
sagt það sem ég hef að segja um
þennan tíma að sinni. Ég steig
skrefið til fulls í „Hvíta víkingnum”
og býst ekki við að hafa svo miklu
við að bæta þótt mér yrði boðið að
gera nýtt verk frá þessum tíma, og
þá er skynsamlegast að snúa sér
að öðru.”
— Hefurðu fengið tilboð frá öðr-
um löndum en Norðurlöndum?
„Mér berast alltaf við og við
handrit og hugmyndir frá fólki sem
séð hefur myndir mínar í Ameríku,
Japan eða annars staðar. En ég er
sögumaður sem vill segja mínar eig-
in sögur og hef engan áhuga á ein-
hveijum leikstjóraframa þar sem
stór hluti vinnunnar gengur út á
að gera framleiðendum og peninga-
fólk til geðs, þótt það geti verið
ágætis fólk. Ég fór ekki út í kvik-
myndir til þess, svo ég á síður von
á að ég falli fyrir slíkum gylliboðum
svo lengi sem ég fæ einhvern hljóm-
grunn hér heima og á Norðurlönd-
unum.”
— Ég sá nýlega mikla úttekt á
verkum þínum í kvikmyndafræðiríti
Svía, Filmheftet, sem Olle Sjögen
við háskólann í Stokkhólmi hafði
gert. Hvernig kemur þér úttekt sem
þessi fyrir sjónir, þar sem verk þín
eru riánast hafin til skýjanna?
„Ég býst við að flestum þyki lof-
ið gott. Mér hafa borist nokkrar rit-
gerðir frá háskólafólki í Evrópu sem
fjalla um þessar myndir. Fyrir mig
er þetta oftast skemmtilestur, því
iðulega kemur þetta fólk auga á
ýmislegt í myndunum sem ég hef
ekki tekið eftir.”
— Hefur verið fjallað um myndir
þínar við Háskóla íslands?
„Ég veit ekki til þess að Háskóii
íslands hafi frétt af því að gerðar
séu kvikmyndir á íslandi.”
— Hvað um framtíðina?
„Ég hef verið að vinna að tveim
ólíkum handritum síðustu árin. Ann-
að gerist á okkar tímum, byggir á
atburðum úr æsku minni þegar ég
dvaldi í sveit í Skáleyjum á Breiða-
firði, en hitt sækir innblástur í „Písl-
argöngu séra Jóns Magnússonar”
en sú saga gerist á svipuðum tíma
og kvikmynd mín „Böðullinn og
skækjan” sem ég gerði í Svíþjóð. í
„Píslarsögunni” er það hins vegar
Island sextándu aldar sem fjallað
er um en ekki Svíþjóð. Síðustu
myndir sem ég hef gert, allt frá
„Hrafninn flýgur”, eru íjármagnað-
ar og í eigu útlendinga, en nú von-
ast ég til að Kvikmyndasjóður komi
til skjalanna og báðar þessar mynd-
ir verði sem mest íslenskar.”
— Verðurðu þá heima á næst-
unni?
„Nei, fram að jólum verð ég mest
í Róm og síðan Tókíó, en það ef
alltaf hægt að skjótast heim ef mik-
ið liggur við. Hér á ég heima.”
— Attu einhveija ósk til handa
íslenskri kvikmyndaframleiðslu?
„Ég á mér tvær óskir, og sú fyrri
snýr ekki einungis að kvikmyndum
heldur íslensku atvinnulífi. Hún er
sú að erlendum bönkum verði leyft
að starfa fijálst á íslandi, til að
aflétta því bingói sem ríkir í vaxta-
málum, slíkt myndi líka draga úr
geðþóttaákvörðunum í fjárfesting-
armálum. Og svo að sjálfsögðu á
ég þá ósk fyrst og síðast að nýtt«
lagafrumvarp sem er nú í smíðum
um kvikmyndamál nái að verða að
lögum og að við eignumst stjórnmál-
amenn með sýn, sem skilja að með
íslenskri kvikmyndagerð hófst ritun
Islendingasagna hinna síðari og með
því að efla íslenskar kvikmyndir
fylgjum við best fordæmi Fjölnis-
manna.”