Morgunblaðið - 03.11.1991, Page 4

Morgunblaðið - 03.11.1991, Page 4
4 'C MORGUNBLABH)'SUNNU®AGUR 3. NÓVBMBER- 1991 eftir Óttar Guðmundsson Höfundur að loknu hlaupinu. Haustið 1989 tók ég þátt í maraþonhlaupi gegnum Berlínar- borg. Vindar aukins frjálsræðis léku þá um lönd Austur- Evrópu og ógnartök rússneska bjarnarins á þessum heims- hluta voru tekin að linast. Míkhaíl Gorbatsjov ferðaðist um heiminn í snyrtilegum jakkafötum og Lloyd-skóm og virt- ist boðberi nýrrar stefnu sovéskra stjórnvalda. En í Austur- Þýskalandi gætti breytinga lítið þetta haust. Menn voru í óðaönn að undirbúa 40 ára afmæli alþýðulýðveldisins sem haldið var upp á með blysför, hersýningu, ræðuhöldum og flugeldum. eiðtogi ríkisins, Erik LHonecker, lék á als oddi og lagði í langri ræðú þunga áherslu á mikil- vægi kommúnisma fyrir langhrjáþa þýska þjóð. Óvinurinn í vestri sat á svikráðum við þýska verkamenn og bændur en allir áttu að gera sitt besta til að viðhalda hreinleika sósíalísks hjarta. Herinn gekk gæsagang og lét blika á brugðna byssustingi svo að óvinir ríkisins fylltust beyg og ótta. Austur-þýsk alþýða var fjöl- menn á götum úti, fór i blysför og veifaði bláum klútum og rauðum fánum,. hrópaði slagorð og sór rík- inu trúnaðareiða. „Við höfum verið við völd í 40 ár,” sagði Hoecker, „en erum rétt að byrja!” Og fólkið klappaði og æpti í kór. Vestur-Berl- ín var þá einangruð eyja í kommún- ískum veruleika Austur-Evrópu. Þangað fór ég ásamt nokkur þús- und öðrum hlaupurum til að hlaupa maraþon í skugga múrs sem reistur hafði verið milli tveggja þjóðfélags- kerfa sem sama þjóð bjó við. Árið 1989 hófst hlaupið við múrinn hjá Brandenburgarhliðinu og hlaupið var um stræti Vestur-Berlínar. Á nokkrum stöðum blasti múrinn ill- ræmdi við sjónum, traustur og mik- ilúðlegur enda ætlað að standa um aldir. ALLTER í HEIMINUM HVERFULT „En allt er í heiminum hverfult,” sagði Jónas Hallgrímsson forðum. Fáir hafa fengið að reyna það betur en Þjóðverjar. Þeir sigldu inn í öld- ina sem kraftmikið keisaraveldi; á árunum 1914-18 háðu þeir heims- styijöld undir leiðsögn Vilhjálms keisara síns en töpuðu. Keisaraætt- in sem ætlaði að ríkja um aldur hrökk á flótta og Vilhjáimur sjálfur hvarf af blöðum sögunnar sem Iúinn og beiskur ellilífeyrisþegi í Hol- landi. Á þeim umbrotatímum sem eftir fylgdu hófst til valda umkomu- lítill austurrískur málari með yfir- skegg að nafni Adolf Hitler. Hann setti á stofn 1000 ára ríki þýskrar þjóðernisstefnu og veraldlegra yfir- ráða. Þjóðveijar fóru aftur út í styij- öld árið 1939 fyrir þessa draumsýn og tókst að leggja að fótum sér stóra hluta Evrópu. En draumur varð að martröð; eftir nokkurra ára stríð var landið í rústum, málarinn liðið lík, yfirskeggið sviðið og sigur- vegaramir skiptu landinu bróður- lega á milli sín. Herraþjóð Evrópu gerðist þjónustufólk annarra ríkja. Þjóðernisstefnu málarans var kast- að á öskuhauga sögunnar og enginn viðurkenndi að hafa aðhyllst hana. Tvö þýsk ríki urðu til á rústum draumsins og þróuðust samhliða í liðlega 40 ár með múr á milli sín. Þau virtust bæði komin til að vera ænda grunaði engan þessa haust- daga 1989 að dagar alþýðulýðveld- isins væru brátt taldir. Nokkrum mánuðum síðar var Honecker kom- inn í stofufangelsi og herinn sem hafði marserað svo snöfurmannlega var ekki lengur til. Annað þúsund ára ríki var liðið undir lok, austur- þýska alþýðulýðveldið hafði verið lagt niður og enn einu sinni þurfti fólk að stokka upp spilin sín og aðlagast nýjum veruleika, öðrum herrum og breyttum siðum. Sann- leikur gærdagsins var lygi í dag, öll söguskoðun gjörbreyttist og það sem eitt sinn var bannað varð leyfi- legt. ÞÝSKUR KOLLHNÍS Á skólaárum mínum þótti ég lél- egur leikfimimaður og gekk illa að taka öll þau höfuð- og heljarstökk sem íþróttakennarar hafa dálæti á. Fullur aðdáunar horfði ég á skólabræður mína svífa létt gegn- um loftið og koma niður á báða fætur. Sjálfur skall ég beint á rass- inn svo glumdi í trégólfum leikfimi- salanna. Þessi vanmáttur gerði mig að áhugamanni um djarfleg stökk og þess vegna hafa þýskar koll- steypur ávallt heiilað mig. Ég ákvað því að fara aftur til Berlínar árið 1991 til að hlaupa maraþon og kynnast nú sameinaðri borg í nýju umbyltu Þýskalandi með augum, eyrum og fótum hlauparans. I þetta sinn ókum við sem leið lá.frá Ham- í Brandenborgarhliðinu. borg til Berlínar. Búið er að rífa allar landamæragirðingar en enn standa byggingar varðmanna, turn- ar og skýli við þjóðveginn þar sem mörk ríkjanna voru. Einhveijir höfðu brotið rúður í byggingunum og enginn hafði hirt um að kalla í rúðuviðgerðarmenn eins og kaup- menn gera á hveijum sunnudags- morgni í miðbæ Reykjavíkur. í tumi þar sem athugulir hermenn fylgd- ust áður með óvinaferðum sátu 3 krákur og biðu vetrar. Ferðalagið var heldur viðburðasnautt í kalsa- veðri og rigningarsudda. Víðast meðfram veginum stóðu bilaðir Trabantar og uppgefnir, votir fjöl- skyldufeður störðu ráðþrota ofan í vélarhúddið. Við skeyttum þessu engu og æddum áfram í austurátt eins og þýski herinn í júnílok 1941; ókum inn í Austur-Berlín og þrædd- um götur innan um Trabanta og Wartburga, spurðum til vegar og komumst loks á áfangastað. LAGT UPPÍHLAUP Sunnudaginn 29. september var lagt upp í hlaupið. Árið 1989 var hlaupið frá múrnum úr austri til vesturs en nú farið í öfuga átt. Hlaupararnir voru um 20.000, klæddir í alla regnbogans liti í alls konar skófatnaði. Ég stóð við rás- markið í morgunkulinu með íslensk- an fána á brjósti, heillapening í vasa og kross um háls. „Nú ríður á að standa sig,” sagði ég við sjálf- an mig, hét á Strandakirkju og beið þess sem verða vildi. Þyrlur sveimuðu yfir og mynduðu mann- fjöldann, skot reið af og áður en varði var þessi stóri hópur kominn á hreyfingu; 20.000 hjörtu kipptust við og fóru í akkorðsvinnu og helm- ingi fleiri lungu gripu Berlínarand- ann á lofti. Vöðvar í ótal fótleggjum hnykkluðust eins og ánamaðkar í dauðateygjum og hlaupið var hafið fyrir alvöru í átt að Brandenburgar- hliðinu. Þessi sögufræga bygging sem áður hafði staðið á mörkum ríkjanna tveggja umvafin gaddavír birtist við sjóndeildarhringinn. Hlauparahópurinn nálgaðist hana eins og seigfljótandi, litskrúðug hraunelfur með ótal höfðum og höndum. Mikill fjöldi áhorfenda, ljósfflyndara og fréttamanna stóð á gangstéttunum og fagnaði. Allt í einu var ég kominn í hliðið og þar fór um mig sæluhrollur. „Allt fram streymir endalaust” tautaði ég fyrir munni mér, „hér ertu staddir, ís- lendingur, í hliðinu miðju eins og Aldolf húsamálari, Vilhjálmur keis- ari og allir hinir”. Saga undangeng- inna 50 ára rann framhjá mér eins og bíómynd í gegnum súlurnar sex. Hér skóku herir vopn sín undir blaktandi hakakrossum og fóru í stríð. Sigursælir herforingjar voru hylltir við hliðið eftir orrustur. Nokkrum árum síðar stóðu sigur- vegarar yfir höfuðsvörðum þessara sömu manna og drógu rauðan fána að hún í hliðinu og spýttu á haka- krossflöggin sem lágu samankuðluð í drasli á rústum þriðja ríkisins. Á umbyltingartímum síðustu tveggja ára höfðu enn skipast veður í lofti og nú seldu óprúttnir kaupahéðnar rauðu fánana fyrir lítinn pening í hliðinu undir blaktandi þýskum erni. Sigurgyðjan uppi á hliðinu brosti og sagði: „Fagnaðu engum sigri jafnvel þó að hann sé í höfn. Ég hef séð sigurvegara bíða ósigur og þann sigraða rísa úr öskustó. Farðu þér hægt, ,junger mensch”, og áttaðu þig á forgengileika frægðar og valds. Gefstu aldrei upp því að enginn ósigur er endanlegur nema dauðinn einn!” Nokkrir menn stóðu afsíðis við hliðið og buðu til

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.