Morgunblaðið - 03.11.1991, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.11.1991, Blaðsíða 3
Kaup á miða í símahappdrættinu styðja framkvæmdir félagsins í þágu fatlaðra barna twr ír^m/rívöv: s sriiöAcmMviu?, ctKiA.mvuoflorv J - MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NOVEMBER 1991 C 3 í einkalífinu kemur oft gleðin fró landslagi eða litum. frá slíku af ótta við að gera sig lít- inn. Ég varð mjög hrifin.” Völker Schlöndorf, kvikmynda- leikstjórinn frægi, var eiginmaður von Trotta í tuttugu ár. I viðtali í þýsku tímariti síðastliðið vor segir hann að Margarethe von Trotta sé eina konan sem hann hafi elskað um ævina. Ég spyr hana nú ekki hvað henni finnist um það, heldur hvernig það hafi verið fyrir frægan leikstjóra að vera gift frægum leik- stjóra? Hvort það hafi ekki verið hörð samkeppni milli þeirra? „Nei, nei,” segir hún með mestu hægð. „Ég kynntist honum þegar ég var leikkona. Svo skrifaði ég nokkur handrit með Honum, var aðstoðarleikstjóri hans og að lokum varð ég leikstjóri sjálf. Ég ætlaði alltaf að verða leik- stjóri. Frá því ég var átján ára göm- ul var það fastur ásetningur minn. Ástæðan fyrir því að ég fór að leika var sú, að það þekktist hreinlega ekki þá að konur væru að leikstýra. Auðvitað urðu oft árekstrar milli okkar Völkers og hann var ekki hrifinn þegar ég gerðist leikstjóri. Varð óöruggur gagnvart mér, en á hinn bóginn hjálpaði hann mér líka, sá ekki eingöngu andstæðinginn í mér. Þetta var í lagi framan af, en þegar ég varð þekkt á alþjóðlegum vettvangi fyrir mynd mína „Die blei- erne Zeit” og hlaut mörg verðlaun fyrir, þá fór ástandið að versna heima fyrir. Það var ekki aðeins að hann hafði fengið samkeppni frá konunni sinni, heldur fékk hann ekki lengur þær hugmyndir sem ég hafði oft gefíð honum, því nú hélt ég þeim fyrir sjálfa mig. Ég segi fyrir mig, ég hefði ekki þolað það heldur. Ég hætti líka að vera til staðar sem eiginkona, hafði aldrei tíma.” Leikkonur „Ég varð að gera kvikmyndir,” segir hún. „Það var eitthvað þarna innra með mér sem varð að fá út- rás. Það var ekki aðeins eiginmað- urinn sem veitti mér harða sam- keppni, þeir voru þama allir hinir leikstjórarnir og þeir vildu ógjarnan hafa mig við hlið sér. Þess vegna varð ég að þessari róttæku konu, varð að berjast með kjafti og klóm. Og kollegar mínir sögðu: Drottinn minn, sú er metnaðargjörn! Þeim hefði ekki dottiA í hug að segja þetta hefði lfstamaðúrinn verið karlmaður.” Ég spyr hvort hún sé ekki þekkt- ust allra kvenkvikmyndaleikstjóra, og sé bros í augum hennar þótt hún fussi og aftaki það með öllu. Telur upp ungverska, franska og þýska leikstjóra sem hún segir að séu góð- ar. — Hefur þessi langa reynsla þín sem leikkona, handritahöfundur og aðstoðarleikstjóri gert þig góða, eða verða menn einfaldlega að hafa þetta í sér? Hún heldur langa ræðu um reynsl- una en ég endurtek spurninguna. Þá svarar hún stutt: „Menn verða að hafa þetta í sér fyrst og fremst. Þeir verða líka að hafa þessa sterku þrá, annars gefast þeir upp.” — Barbara Sukowa og Hanna Schygulla leika oft í myndum þínum. Áttu þér einhveijar uppáhaldsleik- konur? „Nei, ég get ekki sagt það. Hins vegar reyni ég að vinna með sömu leikkonunum aftur, því samstarfið gengur betur ef maður þekkir þær vel. En auðvitað verða þær að vera góðar því myndir mínar eru oftast af sálrænum toga og ég krefst óhemju mikils af þeim. Ég reyni þvi oft að fá bestu leikkonur Þýskalands í hlutverkin. Aðalleikkonumar endurspegla á vissan hátt gamla egóið mitt. Þann- ig var það einnig með Fassbinder og karlleikara hans, þeir samsvöruðu egói hans. Maður reynir ósjálfrátt að fá leikara sem endurspegla mann sjálfan, það sem maður er og það sem maður trúir á. Og þegar leikar- inn kemur líka með sinn hlut fer þetta að verða spennandi persóna. En mér fínnst gott þegar leikkonur mínar eru mér ekki sammála, þá skapast oft góðar umræður. — Er gott að vinna með þér? „Ég held það. Já. Ég vil ekki ljúga að þér og segja nei. Eg veit að leik- konum mínum og starfsfólki þykir vænt um mig því þau fínna hversu mikilvæg mér finnst þau öll vera. Barbara Sukowa sagði fyrir stuttu að sín vegna mætti ég gera mynd um Hans og Grétu, hún myndi leika í henni.” Tvíhyggja Nýja myndin hennar Margarethe von Trotta fjallar um konur sem sættast og það að fyrirgefa öðrum. „Myndin á að segja okkur það að við getum ekki dæmt fólk ef við höfum sjálf aldrei þurft að standa í sporum þess. Ég reyni nú að vera umburðar- lyndari. Líf mitt einkenndist af óró- leika og truflun sem hafði í sér eyðingarmátt. Mér finnst heimurinn vera nógu truflaður þótt ég sé ekki að koma því á framfæri líka. Reyni heldur að ijalla um skilninginn.” — Þetta er róttæk breyting á Margarethe von Trotta? „Jú, jú, rétt er það, og kannski á þetta eftir að breytast allt saman aftur. En líf mitt er núna á þessum nótum. — Breyttust viðhorf þín á að nota tvær til þijár persónur í myndum mínum til að túlka tilfínn- ingar einnar persónu.” Rætur Suma daga er allt í fullum gangi og Margarethe von Trotta umsetin fólki. Aðrir dagar líða án þess að hún aðhafíst nokkurn skapaðan hlut. „Ég reyni að safna kröftum í ein- verunni. Ánnaðhvort heima eða ein- hvers staðar í burtu. Það er mest um vert að gera eitthvað sem hefur ekkert með kvikmyndir að gera.” — Hvenær er von Trotta ánægð- ust? „Þegar eitthvað gerist' sem ég átti ekki von á. Óvæntur leikur eða sérkennileg birta þegar tökur standa yfír. I einkalífínu kemur gleðin oft frá landslagi og litum. En þetta er ekki stöðugt ástand, aðeins augna- blik.” Ég spyr hana hvernig hugmynd- irnar að myndum hennar verði til og hún segist oft sitja með hvítan pappír fyrir framan sig án þess að vita hvað hún ætli að gera. „Það er eins og að opna dyr án þess að vita hvað er handan þeirra. Stundum bregður fyrir mynd sem verður kveikja að hugmynd. Auðvit- að kemur hugmyndin ekki af himn- um ofan, maður hefur jú þekkingu, reynslu og ákveðna heimsmynd. Þegar ég hef fundið helstu persón- urnar fara hlutirnir að þróast hratt. Oft hef ég samið endinn án þess að hafa byijunina. Ég trúi á hið ómeð- vitaða, þeim þætti á maður að gefa gaum, þar verður sköpunargáfan til.” Hún segist stundum hafa fengið hugmynd í draumi og notfært sér hana, einnig minningu úr bemsku. Henni fannst fallegt atriðið í mynd Friðriks Þórs þegar konan rifjaði upp bernsku sína. „Það snart mig djúpt. Einnig það að hún varð að fara til baka, varð að tengja bernsku sína við aldurinn til að geta dáið.” — Þá verður þú líka að fara til Berlínar í lokin, segi ég. „Ég veit það ekki. Ég veit ekki hvort rætur mínar eru í Berlín, eða hvovt þær eru tengdar nokkrum ákveðnum stað.” — Ef þær eru ekki tengdar stað, hveiju þá? Hún brosir vandræðalega: „Það vildi ég gjarnan vita, ég veit það ekki enn.” Von Trotta hefur ekkert skipulagt framtíðina, hvar hún ætli að búa, hvað hún ætli að gera. „Ég vil að hlutirnir gerist af sjálfu sér. Að sjálf- sögðu skipulegg ég tökur á myndum mínum, en það skelfír mig þegar fólk hefur ákveðið eitthvað með mig langt fram í tímann.” — Þú ert ekki mjög þýsk í hugs- unarhætti. „Ég þoli ekki þýskt skipulag, ná- kvæmni, hreinlæti, hef ofnaemi fyrir þessari sótthreinsun allri. Ástæðan fyrir því að mér gengur vel á Ítalíu er sú, að þar ríkir eilíft öngþveiti.” Freknurnar stórar og smáar dansa á handarbaki leikstjórans og ég sé að hún er farin að hugsa sér til hreyfíngs. Ég þakka því fyrir kynnin og kveð. Menn vita aldrei hvar þeir gætu endað með Margar- ethe von Trotta. iffft þinn happanúmer? Símanúmer þitt er númer happdrættismiðans Nú byggjum vib nýja sundlaug fyrír börnin okkar. Friðriksson og Margarethe von Trotta. ■ Leikstjórarnir Friðrik Þór Friðrikssc skömmum tíma? „Nei, nei, þetta er langur ferill. Maður vaknar ekki einn daginn sem gjörbreytt manneskja.” — Er það rétt að menn verði að fara langt niður til að geta risið upp aftur með breytta lífssýn? „Þeir verða í það minnsta að þekkja þjáninguna og viðurkenna hana. Ef hún er ekki viðurkennd hverfur hún aldrei, hluti hennar verður ætíð eftir. Það sem menn upplifa í ástinni hefur líka sitt að segja, en það er þó ekki aðalatriðið er til lengdar lætur. Manneskjan hefur margar hliðar, er oft margar persónur í senn. Ég upplifi oft tvíhyggju í sjálfri mér, þessar frumandstæður Ijós og myrk- ur, gott og illt. Því verð ég stundum STYRKTARFELAC LAMAÐRAOG FATLAÐRA Háaleitisbraut 11-13 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.