Morgunblaðið - 03.11.1991, Page 25

Morgunblaðið - 03.11.1991, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUD/HíUR- 8: NÓVEMBER 1991 C 25 Minning: Ingimar Finnbjöms- son, Hnífsdal Ingimar Finnbjömsson útgerðar- maður var fæddur 4. janúar 1897 að Görðum í Aðalvík. Foreldrar hans voru Finnbjörn Elíasson og Halldóra Halldórsdóttir. Ingimar var sjötti í röðinni af ellefu börnum þeirra hjóna. Foreldrar hans fluttu til Hnífsdals er hann var á barns- aldri. Hnífsdalur varð síðan heimili hans alla tíð og þar fékk hann út- rás til athafna. Frá Hnífsdal hefir verið sóttur sjór um langa hríð. Þar hafa ávallt verið dugandi menn í forsvari svo eftir var tekið. Þegar Þoi'valdur Thoroddsen ferðaðist um Vestfirði árið 1887, skrifar hann í ferðabók sína: „Hinn 25. júlí fór ég frá ísafirði út í Bolungarvík til þess að skoða surtarbrandmn í Stigahlíð. Skammt utan við ísafjörð er dal- verpið Hnífsdalur. Þar er útræði mikið og snoturt fiskiþorp, eitt hið laglegasta á íslandi. í Hnífsdal eru efnaðir menn og duglegir.” Ingimar ólst upp hjá foreldrum sínum og stundaði nám við barnaskólann í Hnífsdal. Strax að loknu barna- skólanámi fór hann að stunda róðra með föður sínum á árabáti, fjórtán ára gamall. Sextán ára fór hann að heiman og til sjós, er hann réð sig í skiprúm á kútter Nordkaperen sem gerður var út á veiðar með handfærum. Þar kynntist Ingimar þeim vettvangi sem hann síðar helg- aði starfskrafta sína. Skútulífið átti ekki við Ingimar og hugurinn hvarflaði heim í dalverpið þar sem hann sleit barnsskónum. í Hnífsdal hóf hann það ævistarf sem átti eftir að verða honum og þorpinu örlagaríkt. Ingimar byrjaði ungur formennsku á bát er hét Dan og var í eigu Hálfdáns Hálfdánar- sonar útvegsbónda í Búð í Hnífsd- al. Á þeim útvegi var hann í nokk- ur ár. Ingimar hafði margar sögur að segja frá viðskiptum þeirra Hálf- dáns. Hann var þá ungur og óreynd- ur sem formaður, en fullur kapps um að standa sig og verða ekki eftirbátur annarra, þó að fleytan væri ekki stór. Hálfdán kunni vel að meta dugnað og útsjónarsemi Ingimars og fór ávallt vel á með þeim meðan þeir störfuðu saman. Þó að á stundum yrði meiningar- munur jafnaðist sá ágeiningur er báðir höfðu hugsað málin til enda. Ingimar sætti sig ekki við það að vera til lengdar í annarra þjónustu og tók þá ákvörðun að stofna til eigin útgerðar. Varð sá draumur að veruleika er hann eignaðist sex rúmlesta bát sem hét Elliði. Útgerð- in hjá Ingimar gekk ekki verr en hjá öðrum og hugði hann fljótt að kaupum á öðrum bát. Sá hét Njáll og var svolítið stærri en Elliði. Og enn hugði hann á stækkun er hann keypti Sæborgu. Það var svo árið 1938 sem hann réðst í verulega stækkun á skipakostinum. Marzell- íus Bernharðsson hafði þá hafið skipasmíði fyrir nokkru og átti full- smíðaðan átján rúmlesta bát sem var til sölu, en enginn hafði haft efni á að kaupa, fyrr en Ingimar lagði í fyrirtækið. .Ingimar var stór- huga þá eins og oft síðar er hann tók ákvörðun um að kaupa bátinn af Marzellíusi. Eitthvað hafði hann aurað saman með ráðdeild sinni, en svo varð hann fyrir þeirri heppni að fá álitlega fjárhæð í vinning í Happdrætti Háskólans. Auðveldaði það honum að fjármagna kaupin. Þessi bátur hlaut nafnið Mímir ÍS 30 og reyndist Ingimar mikil happa- fleyta. Síðar áttu hann og félagar hans eftir að eiga þrjá báta er allir báru saman nafn. Þetta var fyrsti báturinn sem Marzellíus byggði og var sérlega vel vandað til hans að öllu leyti sem og annarra skipa er hann byggði síðar. Allir viðir í Mími voru mun sverari en reglur sögðu til um að vera ætti í bátum af þess- ari stærð. Oft minntist Ingimar á hve gott hefði verið að leita til Elías- ar Halldórssonar er þá var forstjóri Fiskveiðasjóðs íslands. Þaðan fór hann aldrei bónleiður til búðar. Ingi- mar var skipstjóri á Mími til ársins 1942 er hann hætti og lét yngri mann taka við. Var það Karl Sig- urðsson er lengi var skipstjóri hjá Ingimar. Árið 1953 réðst Ingimar í það að kaupa stærri bát og stofn- aði hann þá, ásamt fleirum, fyrir- tækið Mími hf,- Ingimar vár fram- kvæmdastjóri þess þar til því var slitið 1974. Þar með lauk farsælum ferli Ingimars við stjórnun útgerð- ar. Þá voru komin yfir fimmtíu ár frá því hann fyrst hófst handa. Með útsjónarsemi og dugnaði hafði hon- um auðnast að stjórna fyrirtæki sínu áfallalaust hvort sem hann var á sjó eða í landi. Árið 1966 fengu Hnífsdælingar nýtt skip, 236 rúm- lestir. Það var smíðað í A-Þýska- landi og bar nafnið Guðrún Guð- laugsdóttir. Jóakim Pálmason var skipstjóri á þessu skipi og hafði hann ásamt Ingimar og fleirum stofnað fyrirtækið Miðfell hf. Ingi- mar var framkvæmdastjóri þess fyrstu tvö árin. Miðfell er nú eig- andi að skuttogaranum Páli Páls- syni ÍS 101. Ingimar fór vel úr hendi stjóm útgerðar. Hann hafði auga með öllu og sparaði hvorki fé né fyrirhöfn til þess að allt væri í góðu lagi. Staðið var við allar skuld- bindingar við lánastofnanir, enda þess ávallt gætt að stofna ekki til skulda umfram efni. Á stríðsárunum var fundið upp tæki sem gerði mögulegt að leita uppi kafbáta er þeir vora neðansjáv- ar. Þetta tæki hafði norska fyrir- tækið Simrad þróað til notkunar við síldveiðar. Þannig var hægt að sjá síldartorfur neðansjávar, og því voru möguleikar á því að veiða hana án þess að hún kæmi upp á yfirborðið í vaðandi torfum sem til þessa hafði verið talið nauðsynlegt. Þetta tæki lét Ingimar setja í Mími, fyrst íslenskra skipa. Nú era síldar- og loðnuveiðar án þessa tækis, sem hefur tekið gífurlegum framföram, óhugsandi. Árið 1941 var Hrað- frystihúsið í Hnífsdal hf. stofnað. Það voru Hnífsdælingar heima og burtfluttir sem stofnuðu þetta fyrir- tæki og var Ingimar þeirra á með- al. Þeir tímar höfðu þá farið í hönd að hin hefðbundna saltfiskverkun fór minnkandi en tekin var upp hraðfrysting sjávarafurða. Er Ingi- mar hætti skipstjórn tók hann upp störf hjá Hraðfrystihúsinu. Fyrst sem vélstjóri en síðar varð hann verkstjóri og gegndi því starfi fram til ársins 1960. Verkstjórastarfið var í góðum höndum hjá Ingimar og lét hann sér ávallt mjög annt um fyrirtækið. Hann var ijúfur í umgengni og kom vel að sér starfs- fólki. Hraðfrystihús Hnífsdælinga hf. hefur ávallt verið með traust- ustu fyrirtækjum á þvi sviði. Það hefur aldrei þurft að rétta við hag þess sem aðstoð frá opinberam sjóð- um. Fyrsti framkvæmdastjóri fyrir- tækisins var Elías Ingimarsson. Síð- ar tók Einar Steindórsson við því starfi. Einar var einstæður persónu- leiki. Heiðarlegur og traustur í öll- um viðskiptum. Þegar Einar varð áttgtíu ára, lét hann af fram- kvæmdastjórninni, eftir þrjátíu ára starf. Þeim Einari og Ingimar lét vel að starfa saman og var fyrirtæk- inu vel borgið í höndum þeirra, enda var afkoman oftast góð. Skömmu eftir að Ingimar hóf störf hjá Hraðfrystihúsinu gerðist það, að það varð sprenging í her- bergi, er hann og fleiri voru stadd- ir í. Állir sem voru inni slösuðust, sumir mjög alvarlega. Ingimar varð aldrei jafngóður til heilsunnar eftir þetta slys. Ingimar hafði afskipti af fleiru en útgerðarmálum. Hann var mjög féiágssinnaður og tók virkan þátt í félagsstarfi í Hnífsdal. Hann var langt á þriðja áratug í hreppsnefnd Eyrarhrepps og starfaði í ýmsum nefndum á vegum hreppsins. Hann lét málefni Slysavarnafélagsins. .ir ..i.r . ..r-1. r .... i .n. . ...... .. " — 1 "... ' " ekki fara fram hjá sér og var einn af stofnendum slysavarnasveitar í Hnífsdal og formaður hennar í rúm tuttugu ár og formaður Ungmenna- félagsins í nokkur ár. Hann var einn af stofnendum fiskideildarinn- ar Tilraunar og formaður hennar um tíma. Ingimar var kosinn full- trúi á fiskiþing og sat hann á nokkr- um þingum. Hann átti margar minningar frá þeim samkomum sem hann hafði gaman af að rifja upp á seinni áram. Ingimar hafði mikinn áhuga á því að aðstaða til félagslífs yrði bætt í Hnífsdal. Þar var gamalt hús, Ungmennafélagshúsið, á sín- um tímá byggt upp úr smíðaverk- stæði, notað til félagsstarfa. Öll starfandi félög í Hnífsdal lögðu mikið á sig til þess að byggt yrði nýtt félagsheimili og Ingimar lét ekki sitt eftir liggja. Húsið var byggt af miklum stórhug og ber gott vitni dugnaði þeirra Hnífsdæl- inga. Ingimar var alinn upp í guðstrú og góðum siðum. Hann tileinkaði sér þá hugsun að Guð hjálpaði þeim sem hjálpaði sér sjálfur. Hann gerði ávallt mestar kröfur til sjálfs sín og lagði allt í sölurnar til þess að hann gæti staðið á eigin fótum og þyrfti ekki að leita á náðir annarra. Árið 1934 fékk hann Ólaf Andrés- son byggingameistara í Hnífsdal til þess að byggja fýrir sig íbúðarhús. Þetta var mjög reisulegt hús á þeim tíma og bjó hann fjölskyldu sinni gott heimili er flutt var í húsið. Ingimar gaf húsinu nafnið Spýtu- húsið og gekk það oftast undir því nafni. Ingimar kvæntist 23. des- ember 1927 Sigríði Elísabetu Guð- mundsdóttur, Jónssonar frá Fossum í Engidal. Sigríður var glæsileg kona svo að eftir henni var tekið. Hún bjó manni sínum og fjölskyldu gott heimili og stóð þar fyrir öllu með reisn. Sjómannskonan þarf oft að gegna hlutverki húsbóndans við uppeldi bamanna og umsjá heimilis- ins í fjarveru hans. Það hlutverk fórst Sigríði vel úr hendi. Það var söknuður kveðinn að Ingimar og fjölskyldu þegar Sigríður lést 26. maí 1985. Þau hjón eignuðust sex böm. Halldóra Inga, fædd 12. júní 1924, dáin 1981. Giftist Halldóri Pálssyni. Guðmundur, fæddur 11. desember 1926, dáinn 1928. Guð- mundur Sturla, fæddur 24. júlí 1928, dáinn 1988. Kvæntur Arn- þrúði Guðmundsdóttur. Hrefna, fædd 30. ágúst 1931. Gift Inga Þór Stefánssyni. Hann er látinn. Bjöm Elías, fæddur 12. apríl 1936. Kvæntur Theodóru Kristjánsdóttur. Margrét, fædd 29. apríl 1941. Gift Ólafi Gunnlaugssyni. Barnabörnin era nú orðin sextán og barnabarna- börnin tuttugu og þrjú. Ingimar andaðist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á ísafirði laugardag- inn 26. október sl. Um allmörg ár var Ingimar farinn að heilsu, hann var lengi vel í heimahúsum í umsjá eiginkonu og barna, én varð þó er aldurinn færðist yfir að leita á náð- ir annarra og var hann lengst af á Elliheimili ísafjarðar, eða í sjúkra- húsinu ef svo bar til að hann þyrfti á frekari aðhlynningu að halda. Þó að Ingimar ætti oft í erfiðleik- um vegna sjúkdóms, var hann ávallt léttur í lund fram til þess síðasta. Á síðustu áratugum nítjándu ald- ar gengu harðindin yfir ísland með þeim afleiðingum að margir gripu til þess að leita sér að lífsbrauði í íjarlægri heimsálfu. Undir lok ald- arinnar fóru vonir manna að vakna um betri tíma. Það fór svo að þessi von varð að veraleika. Ingimar varð einn af vormönnum fslands, sem áttu sinn þátt í því að leggja stein í þá þjóðfélagsbyggingu, sem risið hefir á íslandi frá því að vélvæðing fiskiskipa hófst þá er sett var fyrst vél í fiskibát á árinu 1902. Að lokum skal Ingimar þökkuð samfylgdin. Það var lærdómsríkt að hlusta á hann rifja upp minning- ar frá langri ævi. Ingimar féll frá sáttur við þetta líf með þá vitund í huga að ævistarfið hafði skilað miklum arði til næstu kynslóðar. Ég votta aðstandendum hans ein- læga samúð. Blessuð sé minning Ingimars Finnbjörnssonar. Guðmundur Guðmundssou í dag fer fram útför Ingimars Finnbjörnssonar frá Hnífsdal, sem lést sl. laugardag í sjúkrahúsinu á ísafirði 94 ára gamall. Með Ingimar er genginn mikill heiðursmaður, sem með verkum sínum skilur eftir sig mikil spor, en verður einnig minnst fyrir glaðlyndi sitt og gott viðmót. Þegar ég flutti vestur til Bol- ungarvíkur árið 1955 var ég svo heppin að eiga þess kost að kynn- ast þeim heiðurshjónum í Hnífsdal, Ingimar Finnbjörnssyni og Sigríði Guðmundsdóttur. Kom þar hvora tveggja til; frændsemi Ingimars við 'eiginmann minn, Guðfinn Einars- son, en einnig kynni mín af Hrefnu dóttur hans. Þessi kynni mín af Ingimar verða mér ætíð ógleymanleg. Hann hafði til að bera sérstaklega létta lund. Hann var skjótur 'til svars og var þá jafnan með gamanyrði ávörum. Það var því ætíð gaman að koma í „Spýtuhúsið”, en svo kallaði Ingi- mar hús sitt í Hnífsdal. Nú seinni árin sérstaklega, hringdi hann oft í okkur Guðfinn og ræddi þá um alla heima og geima. Þá skipti ekki máli hvort talað var um aflabrögð vestfirskra togara, eða stjómmál. Það var aldrei komið að tómum kofunum. Ingimar var athafnamaður af lífi og sál. Annálaður og frækinn skip- stjóri, en síðar útgerðarmaður og fískverkandi. Alls staðar var hann hamhleypa til verka, duglegur og ákafur og ekki kæmi mér á óvart að hressilegt lundarfar hans hafi átt ríkan þátt í að örva fólk til sam- starfs með honum. Ingimar Finnbjörnsson setti mik- inn svip á Hnífsdal á sinni tíð. Þar voru líka eftirminnilegir menn á þeim tíma svo sem Páll Pálsson og Einar Steindórsson. Saman mynd- uðu þessir menn ásamt fleiram eft- irtektarvert samfélag sem aldrei gleymist. Samhliða umsvifamiklum at- vinnurekstri var Ingimar ötull fé- lagsmálamaður. Hann var um 40 ár í hreppsnefnd Eyrarhrepps, hafði foiystu í slysavarnamálum og vann að margvíslegum félagsmálum fyrir hönd sjávarútvegsins um langt ára- bil. Árið 1923 kvæntist hann eigin- konu sinni Sigríði Guðmundsdóttur, en hún lést fyrir nokkram áram. Þau eignuðust 6 börn og komust 5 til fullorðinsára. Allt til hinstu stundar var Ingi- mar ótrúlega ern. Hann fylgdist vel með atburðum líðandi stundar. Hafði einarðar skoðanir á flestum málum og setti þær ófeiminn fram. Síðustu árin eftir að hann hafði misst konu sína og heilsan bilaði var hann á elliheimilinu á ísafirði og nú upp á síðkastið á sjúkrahús- inu þar. Þangað fékk hann heim- sóknir ættingja, afkomenda og vina, sem nutu þess að hitta þennan einstæða öldung. Mér verða kynnin við Ingimar Finnbjörnsson ógleymanleg og fyrir þau vil ég þakka og bið honum og ættingjum hans allrar Guðs bless- unar. María Haraldsdóttir Fleiri greinar um Ingimar Finnbjörnsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reylqavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki era tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í Ijóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð" og með góðu línubili. t SIGURGEIR E. ÁGÚSTSSON, Lyngholti 16, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar þann 29. október. Auður Eyþórsdóttir, Þórir Sigurgeirsson, Ósk Geirsdóttir, Rakel Sigurgeirsdóttir, Sturla Sigurgeirsson, Konráð Sigurgeirsson og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UIMNUR TRYGGVADÓTTIR, verður jarðsett frá Kópavogskirkju mánudaginn 4. nóvember kl. 13.30. Lillý Jónsdóttir, Erlendur Guðmundsson, Margrét Björnsdóttir, Kristján Leífsson, Sigríður Björnsdóttir, Reynir Pálsson, Hanna Björnsdóttir, Sighvatur Elefsen, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.