Morgunblaðið - 03.11.1991, Blaðsíða 5
!MÖRé;tJM&LÁ:l>n> StíMtíMóÖR'S. ^ÓVÉMBÉR lðél
t h
Skot reið of og óóur en vorði vor
þessi stóri hópur kominn ó hreyfingu;
20.000 hjörtu kipptust við og f óru í akkorðsvinnu
og helmingi fleiri lungu gripu Berlínarandann ó lofti.
Þreyttir fætur þramma á svömpum.
kaups austur-þýska og rússneska
einkennisbúninga og húfur. Þjóð-
fánar og bílamerki alþýðulýðveldis-
ins voru alls staðar til sölu fyrir
forntna ferðamenn eins og minjar
um útdána risaeðlu. „Datt þér þetta
í hug, Honecker minn,” hugsaði ég,
„á 40 ára afmæli ríkisins að innan
árs væri allt sem minnti á landið
þitt til sölu?” Feitur, rauðbirkinn
og hávær amerískur túristi á stutt-
buxum og litskrúðugri Hawaiskyrtu
sveiflaði lítilli, nýkeyptri styttu af
Lenín. Byltingarforinginn horfði
afsakandi á Ameríkanann, sölu-
mennina og mig.
HLAUPIÐUM
AUSTUR-BERLÍN
Áfram var haldið gegnum hliðið
og inn á götuna frægu Unter den
Linden. Gamlar byggingar standa
við götuna ásamt nútímalegri hús-
um sem byggð voru undir sendiráð
erlendra ríkja. Á besta stað við
götuna hefur rússneska flugfélagið
Aeroflot aðalskrifstofur sínar. Feit-
lagin flugfreyja með mjallhvítar
tennur brosir útúr gulnuðu plakati
í glugganum. „Verið velkomin til
Sovétríkjanna,” sagði hún. En eng-
an nema Honecker virðist langa til
Sovétríkjanna lengur enda er hann
sestur þar að. „Bráðum kaupir ein-
hver bissnessjöfurinn Aeroflot út
úr þessu húsi, setur upp MacDon-
aldsveitingastað og selur plakatið í
hliðinu,” hugsaði ég. Það er aug-
ljóst að vestrið hefur hafíð innreið
sína. Alls staðar blasa við sjónum
auglýsingaskilti og spjöld sem
kynna myndavélar, bíla og svala-
drykki. Á hlaupaleiðinni voru fáir
óbreyttir borgarar á ferli. Lúðra-
sveit í mosagrænum einkennisbún-
ingum hersins sem búið var að taka
af merki Austur-Þýskalands sat og
spilaði fjöruga marsa undir stytt-
unni af Friðrik mikla. Sú stytta
hefur víða þvælst um Austur-
Þýskaland á liðnum árum en er nú
afturkomin í sinn gamla stað. Kall-
inn þótti minna um of á þýska þjóð-
ernisstefnu og stærileika svo að
honum var komið fyrir hjá einhveij-
um brjóstgóðum styttugæslumönn-
um. „Farðu varlega,” sagði ég við
styttuna, „þú verður kannski fjar-
lægð héðan eina ferðina enn; með
nýjum herrum koma nýjar styttur
og þá er undir hælinn lagt hveijir
fá að standa áfram á steinsökklum
sínum.” „Já,” sagði styttan. „Ég
horfi með skelfingu á allar Lenín-
stytturnar sem búið er að rífa niður
síðustu daga.” Áfram var hlaupið;
yfir fallega brú í hjarta borgarinnar
sem eitt sinn kallaðist Schlossbrúin
en fyrrum valdhafar alþýðulýðveld-
isins kusu að kalla Marx-Engels-
brúna. Nú á enn að skipta um nafn
og brúin fær gamla heiti sitt. Sama
er að gerast í Svíþjóð; nokkur torg
sem nefnd voru í höfuðið á Olof
Palme eftir andlát hans hafa nú
verið skýrð upp á nýjan leik. Ennþá
var fátt fólk á ferli. „Kannski koma
engir útá göturnar nema stjórnvöld
segi þeim að gera það. Situr allt
fólkið inni í stofu og bíður fyrir-
mæla sem aldrei korria?” hugsaði
ég með mér.
KARL UEBKNECHT OG FLEIRI
Á Karl Liebknechts strasse í
gömlu Austur-Berlín varð mér
hugsað til Karls þessa Liebknechts,
sem var leiðtogi þýskra sósíaldemó-
krata á baráttuárunum mikiu á
fyrstu áratugum aldarinnar. Sagt
var að fasistar hafi drepið hann
árið 1919. I stúdentabyltingunni
árið 1968 komst hann aftur í tísku
ásamt Rósu nokkurri Lúxemborg
sem var þekktur kommúnisti frá
sama tíma. Gata og brautarstöð í
gömlu Austur-Berlín bera ennþá
nöfn þeirra en sennilega verður
þess ekki langt að bíða að skipt
verði um heiti á nýjan leik. „En
svona er nú lífið, Kalli minn,” sagði
ég. „Þú ert marggleymdur og bráð-
um verður gatan þín skýrð upp á
nýtt og kölluð Franz Beckenbauer-
strasse. Gamlar hetjur verða að
víkja fyrir nýjum, þannig er lífsins
gangur.” Á báðar hendur blasa við
fornar byggingar í allri sinni mekt,
Berlínardómkirkjan, söfn og súlur.
Við dómkirkjuna er Lýðveldishöllin
(Palats der Republik) sem austur-
þýskir kommúnistar byggðu undir
þingið sitt. Þessi þingbygging
stendur tóm og auð og búið er að
fjarlægja skjaldarmerki alþýðulýð-
veldisins af húsgaflinum með loft-
pressum. Bráðum verður húsið
sjálft rifíð til grunna. Það var byggt
úr asbesti og þykir nú hættulegt
heilsu fólks. Saga þessarar bygg-
ingar verður því jafn endaslepp og
örlög þeirra ákvarðana sem teknar
voru innan veggja. Áfram er haldið
í átt til Alexanderstorgs. Rainer
Maria Fassbinder gerði stórfeng-
lega kvikmynd um mannlíf þessa
torgs á árunum milli heimsstyij-
alda. Vasaþjófar, smákrimmar,
vændiskonur og viðskiptamenn
þeirra settu þá svip sitt á mannlífið
í foxtrott ömurleika og gleði. Á
þessum sunnudagsmorgni var fátt
um manninn á torginu og ekkert
sem minnti á forna frægð. Yfir
þessu svæði gnæfir 207 metra hár
sjónvarpsturn sem rís til himins eins
og risavaxin spíra í engum bygging-
arlegum tengslum við umhverfi sitt.
Hann minnti mig á Hallgrímskirkju
við hlið allra lágreistu húsanna í
Þingholtunum. „Vertu ekki of hrok-
afullur, longintes,” sagði ég við
tuminn. „Kannski verður þú rifinn
líka.” Turninn svaraði að bragði:
„Summa turna er konstant og mun
ég risa upp annars staðar.” Þaðan
er hlaupið inn á Karl Marx-stræti.
Þessi gata var einu sinni stolt alþýð-
ulýðveldisins; breiðgata með stór-
um, ljótum blokkarbyggingum á
báðar hendur. Á þökum húsanna
eru enn dapurlegar augiýsingar frá
illa þokkuðum tékkneskum og
rússneskum bifreiðaframleiðendum
innan um risavaxin, ný og glamp-
andi kókakóla-skilti. Einu sinni hét
þessi ljóta gata Stalínstræti. Síðan
féll hann í ónáð og var fluttur að
næturþeli úr grafhýsinu í Kreml á
óþekktan stað. Allt sem minnti á
Stalín var þurrkað út. Sennilega
verður skipt aftur um nafn á göt-
unni; Karl Marx-borg heitir núna
Chemnitz.
AFTURÍ VESTRINU
Hlaupið er inn í vesturhluta borg-
arinnar á nýjan leik við varðstöð
Charlies (Checkpoint Charlie) rétt
hjá Postdamertorgi. Þar voru áður
mestu umferðarmót Evrópu en eftir
stríð lenti þetta torg milli borgar-
hlutanna tveggja á einskis manns
landi. Einhvers staðar á þessum
tómlegu fyrrum landamærum blasir
við sjónum lítill hóll sem markar
staðinn þar sem neðanjarðarbyrgi
Adolfs heitins stóð. Þar lifði hann
síðstu ævimánuði sína og þar dó
hann saddur lífdaga en nýkvæntur.
Nokkrir túristar frá nýfijálsu Afr-
íkulýðveldi standa uppi á hæðinni
og láta mynda sig. Feitur blökku-
maður með gult slipsi kallar eitt-
hvað tii mín á óskiljanlegu tungu-
máli. „Allt er í heiminum hverfult,”
tautaði ég og rifjaði upp viðbrögð
foringjans á Olympíuleikunum 1936
þegar svertinginn Jessie Owens
sigraði í hverri greininni á fætur
annarri. Adolf lét vanþóknun sína
í ljós og fór heim. „Ekki datt þér
í hug á hátindi valdaferils þíns að
einhvern tíma ættu hörundsdökkir
menn eftir að standa uppi á rústun-
um af neðanjarðarbyrginu þínu, fá
sér súkkulaði og láta taka af sér
myndir,” hugsaði ég með mér.
„Hvaða máli skipta nokkrir blá-
menn?” sagði foringinn, „er ekki
öllum mínum markmiðum náð?”
Borgin skiptir um svip þegar komið
er aftur vestur fyrir. Gifurlegur
fólksfjöldi er nú á götunum sem
æpir og kallar og hvetur hlauparana
til dáða. Fólkið vestanmegin virðist
af einhveijum ástæðum hafa meira
gaman af þessu hlaupi en þeir sem
búa hinum megin. Ég hélt áfram
eins og í leiðslu. Byggingar komu
og fóru, kirkjur, ráðhús og skólar.
Annars hugar las ég á götuskiltin;
Gneisenaustrasse, Martin-Lúth-
ersstrasse, fáið þið að standa eða
veit nokkur hveijir þið voruð?
Hljómsveitir léku marsa eða fjörug
göngulög. Á fimm kílómetra fresti
stóð fjöldi manna og gaf hlaupurun-
um vatn og næringu.
TEKINNAÐ ÞREYTAST
Ég var orðin þreyttur enda tekið
að síga á þetta hlaup. Mig verkjaði
í bæði hnén og ég minntist orða
læknanna minna sem höfðu ráðlagt
mér að hlaupa aldrei framar svona
langa vegalengd. Gömul vísa úr
kvæðasamkeppni um íslenskt ætt-
jarðarljóð eftir óþekktan höfund
rifjaðist upp:
Islendingur er og verðu
eins og hann var forðum gerður,
hann mun aldrei haltur ganga,
hafi’ hann fætur tvo jafnlanga.
„Þjóðremban er ávallt söm við
sig hvort sem hún er íslensk eða
þýsk,” hugsaði ég. „En, enginn man
lengur þetta skáld sem Iagði sál
sína í þessa vísu í verðlaunasam-
keppni sem enginn vann. Fæstir
þekkja heldur söguna um Gunnlaug
ormstungu nema sérvitringar og
einstaka leirskáld sem yrkja lof-
söngva til íslenskrar hreysti.” Ég
beit á jaxlinn og bölvaði verkjunum
í hnjám og lærum og hélt áfram.
Það var lán í óláni að mér var jafn
illt í báðum fótum svo að mér var
ómöguiegt að haltra. „Þú mátt aldr-
ei gefast upp meðan báðir fætur
eru jafnhaltir,” sagði Gunnlaugur
ormstunga. „Við Hrafn hefðum átt
að képpa um hylli Helgu á hlaupa-
brautinni, það hefði sparað bæði
áhyggjur, vandræði og jarðarfarar-
kostnað.”
LOKASPRETTUR
Hlaupinu var að ljúka. Það
glampaði á stóru Mercedes Benz-
stjömuna í miðbæ vesturhlutans
þar sem lokatakmarkið var. Heim-
spekilegar vangaveltur um forgeng-
ileika frægðar og frama höfðu stytt
mér stundir. Ég var löngu búinn
að gera mér grein fýrir því að þetta
hlaup mundi ég ekki vinna svo að
ég tók lífinu með ró. Ég reyndi að
gleyma verkjunum í hnjánum. „Til
hvers að keppa að sigri? Sigurveg-
arinn verður gleymdur á morgun í
þessari veröld hverfulleikans,”
sagði ég við sjálfan mig. Á drykkj-
arstöðvunum fékk ég mér næringu
og virti fyrir mér fólkið og velti því
fyrir mér, hvernig yrði umhorfs á
þessum slóðum eftir 50 ár. Tíminn
leið, ég fór framúr þreyttu fólki sem
fór aftur fram úr mér nokkru síð-
ar. „Allt er í heiminum hverfult,”
hugsaði ég þegar ég loksins kom í
mark eftir liðlega fjögurra klukku-
stunda hlaup. „Einu sinni hljópstu
maraþon á 3 klst. og 43 mín.,”
sagði ég við sjálfan mig. „Já, en
það var meðan þú varst og hést.
Þú ert að verða eins og austur-
þýska alþýðulýðveldið, bráðum
verður þú lagður niður sem mara-
þonhlaupari og nýir menn taka við.”
Ég tók við litlum verðlaunapeningi
í gul-rauð-svörtum borða, hengdi
hann um hálsinn og lofaði sjálfum
mér því að þetta yrði mitt síðasta
maraþonhlaup. Síðan fékk ég mér
súpuspón og tautaði fyrir munni
mér gamla vísu eftir Guðmund
Böðvarsson skáld:
Haltur og sár sem húðarklár
hleyp ég blár af mæði,
fjölgar árum, fækka hár
felli ég tár af bræði.
Höfundur er læknir í Reykja vík.