Morgunblaðið - 03.11.1991, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1991
C 15
ási og bömum þeirra í byltingunni
í Rússlandi árið 1917. En þegar
Alexandra skrifaði umrætt bréf
árið 1913 óraði hana ekki fyrir
eigin hörmungum heldur er hún
að segja frá láti hins fræga flug-
manns Ulrich Birch, en hann fórst
árið 1913. Hann var flugkennari
Axels bróðursonar Alexöndru. Það
kemur i hlut annarra að skrifa á
bréfspjöld með svörtum röndúm
eftir andlát Alexöndru. í sömu
möppu er eitt slíkt bréf frá prins
Valdemar af Danmörku. Þar þakk-
ar hann auðsýndan hlýhug og
samúð vegna dauða systur sinnar
sem þá hefur nýlega verið líflátin
í Rússlandi. í möppunni er líka
bæn sem keisarafjölskyldan lét
prenta á flótta sínum í Síberíu:
Og paa tærskelen ti! vore grave
aand Din kærlighed í vore hjerter
giv Dine tjenere den oveijordiske styrke
at lide í bön for vore Qender.
Þegar kunningi minn hafði lokið
erindi sínu við Robert Sloth Peter-
sen vill sá síðarnefndi fyrir hvern
mun sýna okkur vinnuherbergi sitt
í kjallara hússins áður en víð för-
um. Eins og allra góðra safnara
er siður hefur hann troðfyllt húsa-
kynni sín af alls kyns munum,
smáum sem stórum, svo að í
vinnuherberginu er varla pláss
fyrir skrifborð hans og stól, þar
sem hann hefur aðskiljanlega
pappíra sem varða ritgerðina. um
endurskoðun. „Ég vinn ekki á
hefðbundinn hátt, heldur set fram
tilgátur og þróa þær áfram,” seg-
ir Sloth Petersen þegar ég gríp
upp blað með stærðfræðilíkani og
horfi spurnaraugum á það. „Ég
hef sömu afstöðu til safns míns
og endurskoðunarfræðanna. Ég
er stöðugt að þróa safnið en það
hefur sín takmörk þó þau séu víð.”
I hjarta mínu er ég sammála þeirri
skilgreiningu að mörkin séu rúm,
þegar Sloth Petersen stiklar á
milli ótal kassa á gólfinu í leit að
brúnni pappaöskju sem í eiga að
vera gamlar mannamyndir sem
hann vill fyrir hvern mun sýna
okkur. Allir góðir safnarar hafa
mikla ánægju af að sýna öðrum
góss sitt, þar er Sloth Petersen
engin undantekning. Loks finnst
askjan og eigandinn fer að leita
uppi einn sinn mesta dýrgrip með-
al hinna gömlu mannamynda. Það
er „orginal” mynd af H.C. Anders-
en frá árinu 1862.
Þegar við höfum skoðað mynd-
ina kemur hann henni aftur fyrir,
með umhyggjusömum handtökum,
rétt eins góð móðir viðhefur við
hvítvoðung sinn. Með tregðu lokar
Sloth Petersen hurðinni að vinnu-
herberginu þegar við höfum geng-
ið þaðan út. Það togar í hann sá
heimur sem hann hefur varið stór-
um hluta lífs síns til að skapa.
Ég þakka honum fyrir að fá tæki-
færi til að líta þangað inn. Það
er alltaf gaman að fá litla stund
að vera innvígður í heim annars
fóiks, ekki síst ef tilviljunin beinir
manni þangað á ókunnum slóðum.
ÍHEM
SAFNARANS
Danski endurskodandinn ogsafnarinn
Robert Sloth Petersen heimsóttur
eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur
í KASTALAGARÐI í Greve, rétt utan við
Kaupmannahöfn, býr maður sem heitir Robert
Sloth Petersen. Hann hefur um árabil verið lektor
í endurskoðun við Verslunarháskólann í
Kaupmannahöfn. Til okkar íslendinga hefur þekking
hans m.a. borist, hann kenndi Halldóri Ásgrímssyni
alþingismanni og fyrrum ráðherra fræði sín, er sá
síðarnefndi stundaði nám við umræddan
verslunarháskóla fyrir um 25 árum. Nú vinnur Sloth
Petersen að doktorsritgerð um endurskoðun, og
ýmsar hliðargreinar henni tengdar, sem hann
vonast til að geta varið hvað líður við
Verslunarháskólann í Kaupmannahöfn. Jafnframt
þessu starfi hefur hann verið ástríðufullur safnari
frá fimmtán ára aldri. Þegar blaðamaður
Morgunblaðsins af tilviljun kom með sameiginlegum
kunningja inn á heimili Sloths Petersens fyrir
nokkru gafst honum kostur á að skoða hina
margvíslegu muni sem rekið hefur á fjörur
Petersens undanfarna áratugi. -»
Islenska gestinum til heiðurs dreg-
ur Sloth Petersen fyrst fram það
sem hann á í safni sínu sem teng-
ist íslandi. Sannast sagna er það
ekki mikið. Minnispening um
stofnun lýðveldis á íslandi á hann
þó og minningabók sem íslenski
söngvarinn Stefán íslandi ritaði
nafn sitt í árið 1941. Rithandar-
sýnishorn hans er þar í góðum
félagsskap, á næstu blaðsíðum rit-
uðu nöfn sín Paul Reumert, einn
helsti leikari Dana, sem kvæntur
var íslensku leikkonunni Önnu
Borg, og Jósefína Baker, hin
fræga, svarta dans- og söngkona,
sem tók í fóstur fjöldamörg
munaðarlaus börn. Einnig sýnir
Sloth Petersen mér nótur að
tónverki sem tónskáldið
Frans Berdel skrifaði sérs-
taklega fyrir Louise drottn-
ingu Kristjáns níunda, þess
sem færði íslendingum
stjómarskrána 1874.
Sloth Petersen hefur
mestan áhuga fyrir munum
sem tilheyra dönsku kon-
ungsfjölskyldunni, þó hann
slái ekki hendinni á móti ýmsu
Öðru, sérstaklega því sem til-
heyrt hefur öðru konunglegu
fólki i Evrópu. í bláum möppum
geymir Petersen mikinn fjölda
af bréfum og póstkortum frá
hinu konunglega slekti. Ég blað-
aði í einni af þessum möppum og
sá þar m.a. bréf frá Alexöndru
keisaraynju Rússa, sem tekin var
af lífi ásamt manni sínum Nikul-