Morgunblaðið - 03.11.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.11.1991, Blaðsíða 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMÁR soníIudágúr 3. n'óvember 1991 ELDFUGLAR KARL Örvarsson hefur sólóferil sinn með breiðskífunni Eldfugl og kemur út eftir helgi. Plötuna hyggst Karl kynna með aðstoð sveitarinnar Eldfugl, sem í eru auk hans Grétar Örvarsson, bróðir hans, Sigurgeir Sigmundsson, Þórður Guðmundsson og Hafþór Guðmundsson. Eldfuglinn er annað og meira en Karl Örvars- son og Co., og sveitin hefur verið iðin við spilirí og þá leikið í bland lög Karls, ein- hver lög Grétars og svo lög eftir aðra. Sveitarmenn leggja og áherslu á að Eld- fuglinn sé fyrst og fremst hljómsveit, þó vitanlega verði mikið lagt í að kynna breið- skífu Karls. Ekki sögðu þeir lögin af plötunni hafa takið miklum breytingum í meðförum sveitarinnar, nema þá að þau hafi orðið rokkaðri. Karl: „Það var mín tilfinning þegar farið var af stað að þar sem við værum að kynna plötu væri rétt að fara eins nærri lögunum og þau eru á plöt- unni og unnt væri; láta tón- leikablæinn nægja.” Ekki segjast þeir félagar hafa haft tíma til að sinna laga- smíðum í sameiningu, enda nóg að gera í danspró- grammi og plötukynningu og við það allt bættist að sveitin stendur að lagi í Landslags- keppninni. Eldfuglinn hefur bókað sig til spilamennsku út þetta ár og keyrir þá mikið á ballpró- grammi. Fram að því að plat- an kemur út hafa sveitar- menn látið nægja að flétta inn í dagskrána fjórum lög- um af plötunni, en þegar hún er komin út hyggjast þeir haga málum þannig að bytja spiliríið á að kynna plötuna í samfelldri dagskrá, en síð- an verður keyrt í ballið. íslensk plötuvertíð stend- ur fram á annan í jólum, en sveitarmenn segjast ekki ætla að leggja upp laupana þegar eftir jól, „þá erum við rétt að bytja”. Það sé búið að eyða það miklum tíma í sveitina; æfingar og undir- búning, að sé ekki vert ann- að en halda áfram. „Deluxe” Nýdönsk NÝDONSK hefur stöðugt unnið á síðan sveitin sendi frá sér sfna fyrstu breiðskífu fyrir þremur árum. Góður stíg- andi hefur verið í plötusölu sveitarinnar og spilamennsku og innan skamms kemur út með Nýdönskum fjórða breið- skífan (eða breiðskffa 3Vi), sem ber heitið Deluxe. Það fyrsta sem menn taka eftir þegar rennt er yfir plötuna er hve yfirbragð tón- listarinnar er „gamaldags”. Að sögn Bjöms Jömndar Friðbjömssonar, bassaleikara sveitarinnar með meiru, er það líklega vegna þess að á plötunni em menn að heyra í hljóðfæmnum eins og þau hljóma í raun og vem. „Við vomm að leita að hinum hreina tóni og hann hljómar einfaldlega svona. Við tókum plötuna upp á sex dögum og hljóðblönduðum á þremur, þannig að við notuðum okkur ekki tæknina nema að mjög litlu leyti; við notuðum engin stafræn tól til að breyta hljóm hljóðfæranna, eins ogýfirleitt er gert í dag. Við náðum sem bestum hljóm í upphafí í sam- starfi við Sigurð Bjólu með því að velja rétta hljóðnema og staðsetja þá rétt og létum það standa án þess að vera með eitthvað fikt. Það hvað við unnum þetta á skömmum tíma hafði svo þau áhrif að þó lögin séu afskaplega ólík þá er sami blærinn yfír allri plötunni, það svífur sami andi yfir allri plötunni,' andi Ný- danskrar í hnotskum. Hljóm- sveitin er nákvæmlega svona og það er það sem er skemmtilegast við plötuna.” TsIvHrtnstV nvpniu vnl sveitinni eru fjórir lagasmiðir, sem allir hafa sannað sig sem slíkir. Bjöm segir að þrátt fyrir mergð lagasmiða verði engir árekstrar, menn velji það besta hver fyrir sig, sem svo er lagt í sameiginlegt púkk. „Þetta tryggir að við erum ekki að senda frá okk- ur lög, hver fyrir sig, nema við séum fullkomlega ánægðir með þau.” Bjöm sagði flest laganna ný af- nálinni, „allt frá dagsgömul til ársgömul þegar tekið var upp”, og það væri afskaplega gaman að spila þau. Það fá gestir og gang- andi að sannreyna næstkom- andi miðvikudag, þegar sveit- in heldur „generalprafu” fyrir þá sem vilja í Hótel Borg, þar sem platan verður kynnt auk eldri laga í bland. sæknurn sýrublús og þungu poppi og platan vakti geysi- athygli; var meðal annars valin plata ársins 1970. Þessi plata var svanasöngur Óðmanna, því sveitin lagði upp laupana stuttu síðar. Jóhann G. Jóhannsson sagði að Óðmenn hefðu ver- ið fullir metnaðar að gera sem besta plötu þegar farið var i hljóðver 1970, „við ætluðum okkur að gera tímamótaplötu, því við höfð- um mikla tru á því sem við vorum að gera. Við lögðum mikið á okkur við gerð plöt- unnar; það mikið að það hrikti i samstarfinu og má Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Allt búið GCD í Kaplakrika. B Segja má að sumarsveitin í ár hafi verið GCD, enda hefur sveitin sett aðsóknar- met hvarvetna sem hún hef- ur spilað. Nú er því lokið, því síðasta fimmtudag hélt sveitin kveðjutónleika í Hót- elBorg. Bubbi Morthens segir að lífi sveitarinnar sé þar með lokið fyrir fullt og allt, enda hafi hann um ann- að að hugsa; m.a. nýútkomin með honum sólóskífa, sem hann þurfi að kynna. Oðmenn voru ein metn- aðarmesta rokksveit sjöunda áratugarins og fram á þann áttunda. Jó- hann G. Jóhannsson var fremstur meðal jafningja í sveitinni, en hann stofnaði Óðmenn í Keflavík 1965. Eftir ýmsar mannabreyt- ingar var sveitin skipuð þeim Jóhanni, Finn Torfa Stefánsson gítarleikara og Reyni Harðai-son á haust- dögum 1970. Þá sendi sveit- in frá sér tvöfalda breið- skífu, sem bar nafn hennar, fyrstu tvöföldu breiðskífuna í íslenskri rokksögu. Tón- listin var blanda af fram- Forskot á sæSuna ÁSGEIR Sæmundsson, sem flestir þekkja einfaldlega sem Geira Sæm, hefur ekki látið frá sér heyra að ráði síðan breiðskifan Er ást í tunglinu? kom út 1988. Hann hefur þó ekki setið auðum höndum, því hann hefur unnið að því að hasla sér völl ytra. Það situr á hakanum að sinni því framundan er mikil vinna við að kynna nýja breiðskífu sem kemur út í næstu viku og heitir Jörð. Geiri segist í raun hafa ætlað sér lengri tíma til að vinna að því að koma sér áfram ytra, en lagasafnið hafi verið orðið mikið að vöxtum og beinlínis kallað á að vera gefið út. Á Jörð er tónlistin ijöl- breyttari en oft áður, enda segir Geiri skemmtilegast við poppið að það sé galopið og menn geti leyft sér nánast hvað sem er. „Áður hef ég reynt að elta ákveðna stefnu, en það sem ég er að gera núna er að leika mér með stíla, held þeim þó í sam- hengi. Það vakti fyrir mér að ná fram hljóðheim, þar sem ólíkir þættir mynda heild um leið og þeir koma á óvart; að hafa fjölbreytni sem gerir plötuna áheyrilegri, þó með sterkan heildarsvip.” Ekki vildi Geiri meina að hin ólíku stílbrigði þýddu að hann væri að leita, „ég er með mína rödd á hreinu”. Hann sagði að platan speglaði tónlistar- persónuleika sinn betur en þær plötur sem á undan hafa komið. Geiri segist hafa sett sam- an sveit sem ætli að spila til að kynna þessa plötu, en ekki er ákveðið hvað verður í framtíðinni. „Það sem sam- einar okkur er spilagleði; sameiginlegur áhugi okkar á því að spila góða tónlist.” JÓLAÚTGÁFAN er að komast á skrið og á næstu vikum kemur út iunginn af íslensk- um plötum þetta árið, og líklega aldrei fleiri, Umsvifamesti útgef- andi að þessu sinni er Steinar hf., en fyrir- tækið tekur forskot á sæiuna með safnplötu sem kom út fyrir skemmstu. A AForskoti á sæluna er að finna sýnis- hom af öllu því helsta sem Steinamenn og P.S.: Músík gefa út fyr- ir þessi jól auk eldri laga í bland; lög með Todmo- bile, Bubba Morthens, Sálinni, Nýdönskum, Gaiu, Geirmundi Val- týssyni, Mezzoforte, V aldimar Flygenring og Hendes Verden, Sigríði Beinteinsdóttur, K.K., Stjóminni, Ejjólfi Kristjánssyni, Páli Ösk- ari Hjálmtýssyni, GCD og Karli Örvarssyni. Kjartan Guðbergsson hjá Steinum sagði út- gáfuna upphaflega ver- ið hugsaða í sambandi við niðurfellingu á virðisaukaskatti af ís- lenskum plötum. „Það varð ekkert úr því rétt- lætismáli, en okkur fannst hugmyndin of góð til að láta hana falla niður.” Kjartan gerði lítið úr því að platan yrði til að fólk léti sér nægja að eiga hana og kaupi því ekki þær plöt- ur sem hún kynnir, „þvert á móti. Það er valið á plötuna til að vekja áhuga og hung- ur." Spilagleði Geiri Sæm Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir JÖRÐ GEIRA SÆM ÓÐMENN SNÚA AFTUR Geisladiskavæðingin hefur haft sitthvað í för með sér og ekki síst það að hver merkisskifan af annarri úr poppsögu Islands sér nú dagsins Ijós á ný; margar eftir að hafa verið ófáanlegar í áratugi. I næstu viku endurútgefur Skifan eina af þeim merkari, tvöfalda samnefnda breiðskífu Óðmanna frá 1970.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.