Morgunblaðið - 03.11.1991, Page 24
mumarn mmamMMSmM mtíMm
24 ð
Unnur Tryggva-
dóttír — Minning
Fædd 18. júní 1921
Dáin 26. október 1991
Fyrir um 25 árum hittist, fyrir
atbeina foringja og félagsforingja
í Skátafélaginu Kópum, höpur
mæðra sem áttu það eitt sameigin-
legt að börn þeirra voru og eru enn
í dag félagar. Þessi hópur stofnaði
kvennadeildina Urtur sem er stuðn-
ingshópur félagsins. í öll þessi ár
starfaði Unnur ötul og baráttuglöð.
Stóð fyrir sínu á hveiju sem gekk.
Störfín voru margvísleg og í mörg
hom að líta en við uppskárum
ómældar ánægjustundir og hafa
þær myndað óijúfanleg vináttu- og
tryggðarbönd okkar á milli. Unnur
er sú fyrsta sem kveður í þessum
hópi. Hið skyndilega fráfall hennar
var á vissan hátt líkt skapgerð
hennar, því að hún var bæði snögg
og ákveðin þegar því var að skipta.
Hún var tíguleg kona, glaðsinna
við störf og leik og mátti ekki vamm
sitt vita.
Hláturinn sem svo stutt var í er
þagnaður. Við þökkum þessi góðu
kynni og söknum vinar í stað. Það
er trú okkar að hún hafí verið sátt
við allt og alla. Urturnar votta börn-
um hennar og allri fjölskyldunni
einlæga samúð sína.
Fyrir hönd kvennadeildarinnar
Urtur,
Dóra Hannesdóttir
Þú andi lífsins, alheims mikla sál
orku mér- gef að flytja hjartans mál
leiðsögn mér veittu, helga sólar sýn
sannleiks að finni veginn upp til þín.
(Valdimar Jónsson frá Hemru)
Söngfélagi okkar og vinur, Unn-
ur Tryggvadóttir, er látin. Nú kem-
ur hún ekki lengur á æfíngar né í
ferðalög með okkur í þessum heimi.
Við vissum sum hver að hún hafði
fengið „hjartaaðvörun” en að hún
yrði svo brátt kölluð frá okkur óraði
okkur ekki fyrir, hún sem var svo
kát og hress fyrir stuttu síðan.
Nú er stórt skarð í altröddinni
og það skarð verður vandfyllt því
Unnur var einn af þeim félögum
sem mynduðu þann sterka kjarna
er hefur haldið Söngfélagi Skaft-
fellinga starfandi í nærri 20 ár.
Unnur var Önfírðingur, en hún var
gift öðlingnum Birni Sigurðssyni
frá Hvammi í Skaftártungu. Björn
lést fyrir rúmum 5 árum. Bjöm
söng einnig með Söngfélaginu í
mörg ár og var meðal annars for-
maður þess á þeim tíma er félagið
gaf út plötuna „Mín sveitin kær”.
Að vera formaður á þeim tíma er
plötuútgáfa stendur yfír er tíma-
frekt starf. Það leysti Björn af hendi
með einstakri prýði, og víst er að
heimili þeirra hjóna var um langan
tíma undiriagt af því sem fylgir
plötuútgáfu og allt fram á síðasta
ár geymdi Unnur plötur fyrir kór-
inn.
Sá brennandi áhugi sem þau
Björn og Unnur höfu á starfí Söng-
félagsins smitaði dætur þeirra og
hafa þær sett svip sinn á starf kórs-
ins nú hin síðustu ár og starfað þar
af sama krafti og samviskusemi og
foreldrar þeirra.
Unnur var ákveðin kona og hafði
sína meiningu á hlutunum. Afstaða
hennar var alltaf hrein og bein.
Með slíku fólki er gott að starfa.
Þá var samviskusemi hennar ein-
stök, t.d. hélt hún alla tíð mætinga-
skrá yfír altröddina.
Við félagar hennar í Söngfélag-
inu þökkum henni fyrir samfylgdina
og samstarfíð í gegnum árin. Henn-
ar verður sárt saknað.
t
Ástkær fóstra okkar og systir,
SALVÖR JÓNSDÓTTIR,
áður Hvoli, Ölfusi,
Skúlaskeiði 36,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Víöistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 5.
nóvember kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á
líknarstofnanir.
Ingi Guðjónsson, Ása Guðjónsdóttir,
t Gottskálk Guðjónsson,
Þurfður Jónsdóttir, Gróa Jónsdóttir.
t
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GUÐJÓNS GÍSLASONAR,
Vesturvegi 15b,
Vestmannaeyjum.
Guðrún Guðjónsdóttir, Helgi Sigmarsson,
Ágúst Guðjónsson,
Gunnlaugur Guðjónsson, Ágústa Ágústsdóttir,
Gísli Guðjónsson, Guðrún Alexandersdóttir,
Reynir Guðjónsson,
Dagbjört Erna Guðjónsdóttir,
Stefán Sævar Guðjónsson, Sif Svavarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eigin-
manns mins, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
KOLBEINS ÖGMUNDSSONAR,
Reykjavíkurvegi 50,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks hjartadeildar Landspítalans
fyrir frábæra umönnun.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir,
Ásdís Þ. Kolbeinsdóttir, Guðmundur K. Jónmundsson,
Gísli G. Kolbeinsson,
Kolbrún Kolbeinsdóttir, Eðvarð R. Guðbjörnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Við vottum Möggu, Sigríði,
Hönnu og fjölskyldum þeirra, Onnu
systur og öðrum ættingjum, okkar
innilegustu samúð.
Guð styrki ykkur i sorg ykkar.
Þér fijálst er að sjá hve ég bólið mér bjó
ef bömin mín smáu þú lætur í ró.
Þú manst að þau eiga sér móður.
Og ef að þau lifa þau syngja þér söng
um sumarið blíða og vorkvöldin löng,
þú gerir það vinur minn góður.
(Þorsteinn Erlingsson)
Félagar í Söngfélagi Skaftfell-
inga.
Laugardaginn 26. október lést á
Borgarspítalanum Unnur Tryggva-
dóttir frá Flateyri. Foreldrar hennar
voru sæmdarhjónin Tryggvi Jóns-
son frá Dýrafírði og kona hans,
Margrét Eggertsdóttir frá Bolung-
arvík.
Unnur var þriðja í röðinni af 5
systrum. Hún vandist fljótt á að
hjálpa til heima enda var hún dug-
leg, vel verki farin að hveiju sem
hún gekk enda skylduræknin og
vandvirknin henni í blóð borin.
Ung stúlka fór hún til Reykjavík-
ur og vann þar við saumaskap. Þar
kynntist hún Birni Sigurðssyni,
húsasmíðameistara, hinum ágæt-
asta manni ættuðum frá Hvammi
í Skaftártungu. Þau gengu í hjóna-
band 16. júní 1954. Fljótlega réð-
ust J)au í að byggja sér húsnæði
að Alfhólsvegi 10, Kópavogi. Efni
voru lítil en hugur og kjarkur mik-
ill. Með þrautseigju og dug tókst
þeim það enda samtaka vel. Bjöm
var hörkuduglegur, traustur, ósér-
hlífinn og hjálpsamur, ákveðinn en
hafði létta lund. Ávallt var gott að
vera í návist hans. Unnur var mik-
il húsmóðir, dugleg, ráðdeildarsöm
og allt lék í höndum hennar. Heim-
ili og fjölskylda var henni allt og
yfír því var hún vakin og sofín. Þau
hjón kunnu að njóta lífsins saman,
þau ferðuðust mikið um landið, fóru
í útilegur, gönguferðir og alltaf var
myndavélin með í hafurtaskinu.
Bæði voru þau söngelsk og sungu
í kórum. Og mikið lifandi ósköp
dönsuðu þau fallega saman.
Einhvern veginn var það svo að
þau hjón voru nánast alltaf nefnd
í sömu setningu, svo samrýnd voru
þau. Heimilið var þeirra aðalvett-
vangur. Það var ávallt opið vinum
og vandamönnum enda var þar
mjög gestkvæmt. Þángað var gott
að koma. Björn lést fyrir 5 árum,
og var missir Unnar mikill.
Unnur og Björn eignuðust þrjár
dætur, þ.e. Margréti, gift Kristjáni
Leifssyni, Sigríði, gift Reyni Páls-
syni, og Hönnu, gift Sighvati Guð-
mundssyni. Ólst hún upp hjá móður-
foreldrum sínum. Bamabörnin eru
tólf.
Allt er þetta mannvænleg og fal-
legt fólk. Unnur og Björn áttu
vissulega bamaláni að fagna.
Kveð ég nú mæta frænku og
vinkonu með þakklæti fyrir sam-
fylgdina, minningarnar sem ég á
um hana em ljúfar. Vona ég að hún
fái góðan byr í sólarátt til æðstu
heima.
Dætrum og ástvinum öllum sendi
ég samúðarkveðjur, blessuð sé
minning Unnar Tryggvadóttur.
Guðrún Gunnarsson
Á morgun, mánudaginn 4. nóv-
ember, verður tengdamóðir mín,
Unnur Tryggvadóttir, jarðsett frá
Kópavogskirkju. Unnur andaðist á
Borgarspítalanum 26. október, en
hún gekk ekki heil til skógar, hafði
raunar fengið óákveðinn frest hjá
læknum vegna sjúkdóms, sem ekki
var hægt að ná tökum á. Undanfar-
in misseri gerði Unnur sér fulla
grein fyrir hvert stefndi, og tók því
með mikilli ró 'og skynsemi og naut
þess að lifa. Fyrir þremur mánuðum
flutti hún inn í nýja íbúð í Fann-
borg 8, Kópavogi, þar sem Sunnu-
hlíðarsamtökin reistu verndaðar
þjónustuíbúðir aldraðra. Þar hugð-
ist hún eyða ævikvöldinu, sem ekki
varð þó lengra.
Þó svo að Unnur væri fædd fyrir
vestan og teldi sig „Flateyring”
vegna búsetu þar á uppvaxtarárun-
um, var hún í raun Kópavogsbúi.
Hún flutti ásamt eiginmanni sínum,
Birni heitnum Sigurðssyni, að Álf-
hólsvegi 10A í Kópavogi árið 1957
og þar ólu þau upp dæturnar, og
þar störfuðu þau og tóku þátt í
félagslífí.
Það var félagsstarf og samskipti
við fólk sem gaf henni mikla fyll-
ingu í lífíð. Unnur var skáti frá
fyrstu tíð, og starfaði í „Urtunum”,
sem er mömmudeild skátanna í
Kópavogi, í mörg ár og fram til
dauðadags.
Söngurinn var mikið áhugamál
hennar, hún hafði mjög góða söng-
rödd og naut þess að syngja í Söng-
félagi Skaftfellinga frá stofnun þess
fyrir um 20 árum. Þar söng hún
með Birni sínum og dætrunum,
þannig að kórinn var fjölskyldu-
mál. Þær eru ógleymanlegar sam-
verustundirnar á æfingum, á kon-
sertum og í ferðalögum með kórn-
um. Nú síðast um miðjan október
vorum við að hrista okkur saman
í helgarferð austur á Flúðum, þar
sem fólk söng og dansaði og þar
fékk hún Unnur útrás fyrir kímnig-
áfuna og sprellið. Já, hún naut þess
að ferðast um landið. Með fjölskyldu
og ættingjum hafði hún flækst um
flest fjöll og firði.
Vel kynntist ég henni, er hún
ferðaðist með fjölskyldu okkar um
Evrópu í heilan mánuð, sumarið
1987. Það kom á óvart hversu vel
hún þekkti sig, hvar sem við fórum,
en hún hafði undirbúið sig vel með
lestri fyrir ferðina. Það er gaman
í dag að eiga greinargóða ferðalýs-
ingu frá degi til dags, sem hún
skráði af kostgæfni í þeirri ferð.
Með þessum stuttu kveðjuorðum
þakka ég Unni fyrir yndisleg kynni,
og bið um styrk til fjölskyldu og
ættmenna, sem sjá á eftir mætri
konu.
Kristján Leifsson
BLÓM
SEGJA ALLT
Mikið úrval
blómaskreytinga
fyrir öll tækifæri.
Opið alla daga frá kl. 9-22.
Sími 689070.
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmæl-
is- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins i Hafnarstræti
85, Akureyri.
+
Ástkær sonur okkar, faðir og bróðir,
ARI KR. GUNNARSSON,
lést af slysförum 9. október sl.
Minningarathöfn um hinn látna ferfram frá Akureyrarkirkju þriðju-
daginn 5. nóvember kl. 14.00.
Álfhildur Gestsdóttir, Gunnar Arason,
Gunnar Björgvin Arason, Gestur Örn Arason,
Linda Gunnarsdóttir, Víkingur Gunnarsson.
Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
GÍSLÍNU BJARNEYJAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Dalbraut 10,
Bíldudal.
Börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, stjúpföður,
tengdaföður, afa og langafa,
EINARS Þ. JÓNSSONAR,
fv. vélgæslumanns,
Furugerði 1.
Sólborg Sveinsdóttir,
Guðrún Jónina Einarsdóttir, Loftur E. Pálsson,
Lisabet Sólhildur Einarsdóttir, Sigurður A. Einarsson,
Ingólfur D. Gíslason, Jóhanna Jónsdóttir,
Axel H. Gíslason, Jódís Jóhannesdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — sími 681960