Morgunblaðið - 03.11.1991, Qupperneq 19
Sjónvarps-
venjur í Bret-
landi breytast
SÍFELLT færra fólk í Bretlandi
sest fyrir framan sjónvarpsskjá-
inn og þeir sem það gera taka
sífellt minna eftir því sem þar
fer fram að sögn breska fjöl-
miðlavísisins Radio Times. Marg-
ir nota tímann til að borða (76%),
iesa (46%), sofa (31%), sauma
(17%) eða elskast (8%).
>
Iár horfa 47% Breta minna á sjón-
varp en í fyrra. Tuttugu af
hundraði horfa meira og þar af eru
flestir á aldrinum 15-24 ára eða
eldri en 65 ára.
Aðeins 5% beina allri athyglinni
að skjánum. Fleiri segjast fá fréttir
úr sjónvarpi en útvarpi og dagblöð-
um, en telja blöðin veita fyllri upp-
lýsingar.
Rúmlega 40% segja gæludýr sín
hafa mikla ánægju af sjónvarps-
glápi. Áhugi gæludýra á sjónvarpi
er hvergi meiri en í Wales og þar
er líka meiri áhugi á gamansömu
sjónvarpsefni en í öðrum landshlut-
um.
Tæplega 25% halda uppi sam-
ræðum við fólk á skjánum eða grípa
inn í samræður. Af þeim sem eru
í aldursflokknum 15 til 24 ára gera
44% stundum hróp að fólki í sjón-
varpinu, en 35% ef miðað er við
j alla aldurshópa.
Tæpur þriðjungur breskra barna
fer að horfa á sjónvarp að staðaldri
áður en þau ná eins árs aldri. Rúm-
lega 70% þriggja ára barna í Bret-
landi eru fastir sjónvarpsáhorfend-
ur.
FÓLR
H HJÖRDÍS Árnadóttir hefur
sagt skilið við íþróttadeild RÚV og
haldið til Bandaríkjanna í nám í
fréttamennsku. Hjördís hefur starf-
að við íþróttadeild-
ina sl. eitt og hálft
ár, sem íþróttaf-
réttamaður og
upptökustjóri.
Hún hóf störf þar
árið 1986 og vann
í afleysingum,
milli þess sem hún
var í námi en fór
síðan yfir á Tím-
ann þar sem hún sá um íþróttasíð-
una í tvö ár. Hjördís lýkur námi á
næsta ári og segist væntanlega
snúa aftur á íþróttadeildina til að
byija með.
■ EGILL Helgason blaðamaður
vinnur nú að gerð
heimildamyndar
um mengun í
Norðurhöfum.
Upptökustjóri er
Þiðrik Th. Emils-
son en Nýja bíó
framleiðir mynd-
iná. Hún verður
sýnd í Sjónvarpinu
fyrri hluta næsta
árs.
EGILL.
moróuNbúa'ðið FJOLMIÐ
^ 81
C 19
Evrópuverðlaun sjónvarpsstöðva af-
hent í Borgarleikhúsinu á þriðjudag
að þessu sinni er norræna sjónvarp-
sóperan Vikivaki, sem byggð er á
sögu Gunnars Gunnarssonar, við
tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson.
Sjónvarpað verður beint frá
verðlaunaafhendingunni í Borgar-
leikhúsinu 5. nóvember næstkom-
andi og listamennimir sem þar
koma fram eru allir íslenskir. Full-
trúar hinna erlendu verðalauna-
veitenda verða viðstaddir verð-
launaveitinguna, auk fulltrúa borg-
arstjómar Berlínar og héraðs-
stjórnar Katalóníu á Spáni, sem
sá um verðlaunahátíðina 1990.
Hin eftirsóttu sjónvarpsverðlaun„Prix Europa”
verða afhent í fimmta sinn við hátíðlega athöfn í
Borgarleikhúsinu 5. nóvember næstkomandi. Evr-
ópuverðlaunin, sem fyrst voru afhent 1987, eru
veitt af Framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins,
Evrópuráðinu, Evrópuþinginu, Menningarmála-
stofnun Evrópu, og sjónvarpsstöðinni Sender Frei-
es í Berlín, en Reykjavíkurborg og Ríkisútvarpið
eru gestgjafar verðlaunahátiðarinnar í ár.
Tvær dómnefndir, skipaðar full-
trúum 10 sjónvarpsstöðva,
velja úr 84 sjónvarpsmyndum og
60 sjónvarpsstöðvum í 25 Evrópul-
armyndir og um 30 leiknar sjón-
varpsmyndir. Það þykir mikill heið-
ur að hljóta Prix Europa sjónvarps-
verðlaunin. Framlag Sjónvarpsins
öndum. Dómnefndirnar komu til
Reykjavíkur í vikunni til að velja
verðlaunamyndirnar. Sjónvarps-
efnið skiptist í rúmlega 50 heimild-
Teppa-bylting!
5 ár án bletta
- eða nýtt teppi
ÓKEYPIS!
Þau hafa aldeilis slegið i gegn GEMINI teppin okkar - sem þola næstum allt.
Þessi þykku gæðateppi klæða nú fjölda stigahúsa auk annarra gólfa hérlendis sem
erlendis. Núna geturðu teppalagt fleti sem hingað til var óhugsandi að hafa á teppi
vegna bletta og slitáiags.
Skoðaðu ábyrgðarskilmálana. MARQUESA er alger bylting í teppagarni og þraut-
prófað af hlutlausum rannsóknarstofum með tilliti til slitþols, fjaðurmagns og eigin-
leika til að halda áferð sinni - þetta er gæðatrygging fyrir kaupandann.
GEMINI teppin eru þétt, efnismikil, lykkjuofin gæðateppi, 880 gr af garni í hverjum
fermetra og að auki blettaþolin.
ÞAÐ MÁ JAFNVEL ÞRÍFA BLETTINA
MEÐ KLÓR.
GEMINI teppin fást með
þéttum gúmmíkanti og
sterkum „strigabotni”.
Þjfinusta okkar:
Komum með sýnishorn
Mælum, rífum gömlu
teppin af - gerum tilboð
og leggjum nýju teppin
fljótt og vel.
Gemini - teppi ofin úr
Marquesa
Einkar sterk gæðateppi með þéttum lykkjum
og góðu undirlagi. 15 ferskir litir. Framleitt
úr 100% polypropylene. Hentar á alla heimil-
isfleti, stigahús og skrifstofur.
Full ábyrgð. i
Breidd: 400 cm. Efnismagn: 880 gr. m2
TEPPABUÐIN
GÓLFEFNAMARKAÐURINN, SUÐURLANDSBRAUT 26. Sími 91-681950.