Morgunblaðið - 03.11.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.11.1991, Blaðsíða 18
18 C________ ______MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDÁGUR 3. Umbylting í bresk- um sjónvarpsmálum MESTA umbylting í 36 ára sögu óháðra sjónvarpsstöðva í Bretlandi er í uppsiglingu vegna ákvarðana óháðu sjónvarpsnefndarinnar ITC um veitingu nýrra rekstrarleyfa til næstu 10 ára frá og með næstu ára- mótum. Fyrirtækin, sem buðu í leyfin, urðu að sýna að þau hefðu bolmagn til þess bæði fjárhagslega og tæknilega séð að flytja vandað efni áður en ITC-nefndin tók afstöðu til tiiboða þeirra. Fjögur óháð fyrirtæki ITV-sam- steypunnar missa rekstrarleyfi Eitt þeirra er morgunsjónvarpið TV- am og komið hefur á óvart að Marg- aret Thatcher fyrrum forsætisráð- herra hefur sagt að hún taki á sig hluta ábyrgðarinnar á því. Hún kvaðst harma að morgunsjónvarpið hefði orðið fyrir barðinu á kerfi upp- boða á sjónvarpsleyfum sem hún sjálf hefði innleitt. Afskipti hennar af málinu munu auka líkur á því að fyrirtæki sem missa leyfi fari í mál. Uthiutun leyfanna kom yfirleitt á óvart. Aðalsigurvegaramir voru helgarsjónvarpið London Weekend Television, sem bauð aðeins 7,59 milljónir punda, og Granada á Norð- vestur-Englandi, sem bauð aðeins 9 milljónir. Keppinautamir (Northwest Television og London Independent Broadcasting) uppfylltu ekki gæða- kröfur. Thames Television, stærsta fyrir- tæki ITV, beið lægri hlut á Lundúna- svæðinu fyrir brezk-bandarísku sam- steypunni Carlton Communications, sem á Technicolor og fær nú það verkefni að sjá höfuðborgarbúum fyrir sjónvarpsefni virka daga vik- unnar. Thames bauð 32,7 milljónir punda, en Cárlton 42,3 milljónir. Fyrirtæki sjónvarpsstjörnunnar Davids Frosts o.fl., CPT-TV, bauð hærra en Carlton, en uppfyllti ekki gæðakröfur. Um 1.000 starfsmönnum Thames Television verður sagt upp á næsta ári og um 400 kann að verða sagt upp hjá morgunsjónvarpinu TV-am, sem bauð lægra en samsteypan Sunrise. Að Sunrise standa meðal annarra Walt Disney, blaðið Guardi- an og tvö bresk sjónvarpsfyrirtæki, sem halda sínum leyfum — London Weekend og Scottish Television í Skotlandi. Central á Mið-Englandi og Scottish halda leyfum sínum, þótt tilboð þeirra hljóðuðu upp á aðeins 2.000 pund á ári, vegna þess að engin önnur tilboð bárast. Leslie Hill, framkvæmdastjóri Central, var að vonum kampakátur. Hann sagði að fyrirtækið vildi eign- ast 25% óháðra sjónvarpsstöðva í Bretlandi, en kvað ríkjandi höft koma í veg fyrir frekari útþenslu. Harrn vill einnig aukin umsvif Breta í sjón- varpsmálum á meginlandinu, en ótt- ast að evrópsk lög verði þeim Þránd- ur í Götu. TVS á Suður-Englandi missti leyf- ið þrátt fyrir tilboð upp á 60 milljón- ir punda, þar sem ekki þótti víst að fyrirtækið gæti flutt nógu vandað efni. Fyrirtæki á Suðvestur-Englandi fékk ekki leyfi af sömu ástæðu og beið lægri hlut fyrir fyrirtæki með helmingi lægra tilboð, um 8 millj. punda. Margir hafa gagnýnt ákvarðanir ITC-nefndarinnar um leyfisveiting- arnar og kallað þær „ósigur vandaðs efnis fyrir peningum,” „stórslys í sjónvarpsmáíum” og „skrípaleik”. Aðrir telja að gæðamat ITC hafi verið rétt og nefndinni kunni að hafa tekist að koma á nothæfu kerfi. Átta leyfi af 16 vora ekki veitt hæstbjóðendum. Formaður ITC, Ge- orge Russell, telur að tekjur ríkis- sjóðs af ITV muni aukast um 40 milljónir punda á ári, minna en búist var við. Að sögn ITC munu árs- greiðslur allra þeirra fyrirtækja sem fengu leyfi nema 350 milljónum punda að meðaltali. Framtíð sumra þeirra fyrirtækja sem fengu leyfi er ekki talin trygg og ef til lengri tíma er litið kunna aðeins stór sjónvarpsfyrirtæki að halda velli að sögn Sunday Times. Þar sem Central, Scottish, LWT og Granada fengu leyfi þrátt fyrir lág tilboð er þeim spáð velgengni. Yorks- hire og Carlton standa sæmilega að vígi þrátt fyrir há tilboð. Hin fyrir- tækin geta talist heppin ef þau halda velli, að sögn blaðsins, enda renna 25-52% af auglýsingatekjum þeirra í ríkissjóð. Jafnframt óttast bresk sjónvarps- fyrirtæki harðnandi samkeppni al- þjóðlegra fjölmiðarisa. Auk þess era kapal- og gervihnattasjónvarp í örum vexti og munu valda gerbreytingu í breskum sjónvarpsiðnaði að sögn Sunday Times. Breskum fyrirtækjum er að mestu gert ókleift að starfa í Evrópu, en evrópsk fyrirtæki geta tekið við rekstri breskra fyrirtækja eftir 1994. Fyrirtæki eins og Carlton hyggjast fela sjálfstæðum aðilum mestalla dagskrárgerð til að komast af með færra starfsfólk. Önnur fyrirtæki kunna að fara að dæmi Yorkshire- sjónvarpsins, þar sem aðskilin dag- skrárdeild er rekin með hagnaði. Nú verður Thames-fyrirtækið öflugasti sjálfstæði aðilinn sem framleiðir dag- skrárefni. Starfsmenn þess eru 1.300, en starfsmenn Carltons 360. Granada og fleiri stöðvar á Norð- ur-Englandi óttast að fyrirtæki á Suður-Englandi verði allsráðandi. Samrani sjónvarpsfyrirtækja er tal- inn hugsanlegur þrátt fyrir hömlur gegn slíku. Fyrirtæki ITV keppast um að draga úr kostnaði og hyggj- ast taka upp aukna samvinnu, meðal annars með sölu á efni til útlanda og á auglýsingum. Gervihnatta- og kapalsjónvarp nær til 2,7 milljóna breskra heimila eða þrettán af hundraði og tekur æ meira af auglýsingum frá ITV. Erfið samkeppnisstaða breskra sjónvarps- fyrirtækja í Evrópu mun ekki batna nema þau stækki. Um leið hefur áhugi erlendra fjölmiðlafyrirtækja á ítökum í Bretlandi aukist og sum þeirra tóku þátt í uppboðinu á dögun- um. Gagnstætt fyrirtækjum í Evrópu mega bandarísk fyrirtæki ekki eiga meira en 20% hlut í breskum ljósvak- afjölmiðlum. NÓVEMBER 1991 BJÓÐENDURNIR UMDÆMI Heimili með sjónvarp (millj.) FYRIRTÆKI TILBOÐ steri. pund Oæða- þröskutdur Morgun- 21,4 Sunrise 34,61 m 0 sjónvarp TV-am 14,13m 0 Daybreak 33,30m 0 London, 5,0 | Carlton TV 43,17m 0 virka daga Thames 32,70m 0 CPV-TV 45,32m 1 London, 5,0 London Weekend 7,58m 0 helgar London Independent 35,41 m 12 Brodcasting Miðlönd 4,0 | Central 2.000 0 Norðvesturhluti 2,8 | Granada 9,00m 0 North West TV 35,30m 2 Yorkshire 2J5 Yorkshire TV 37,70m 0 White Rose TV 17,40m 0 Viking TV 30,12m 2 Suður og suð- 2,3 l Meridian Broadcasting 36,52m 0 austurhluti TVS 59,76m 0 Carlton TV 18,08m 0 CPV-TV 22,11m 2 Wales og 2,0 ! HTV 20,53m 0 vesturhluti Merlin 19,37tn 2 Channel 3 Wales & West 18,29m 2 C3W mmm 17,76m 0 Austurhluti 1,9 HKSBHi 17,80m 0 Three East 14,08m 0 CPV-TV 10,13m 2 Norðausturhluti 1,2 | Tyne Tees 15,06m 0 North East TV 5,01 m - 0 Mið-Skotland 1,4 Scottish TV 2.000 0 Suðvesturhluti 0,7 Westcountry TV 7,82m 0 TSW 16,12m 0 Telewest 7,27m 2 Norður-írland 0,5 Ulster | 1,03m 0 LaganTV 2,71 m 2 TVNi 3,10m 0 Norður-Skotland 0,5 Grampian 0,72m 0 C3 Caledonia 1,13m 2 North of Scotland TV 2,71m 2 Landamæri 0,3 Border TV 52.000 0 Ermasundseyjar 0,04 Channel TV 1.000 ' 0 C13 102.000 2 Menn eins og Hill, forstjóri Centr- al, vilja gera ITV að samsteyþu íjög- urra eða fimm öflugra fyrirtækja til að mæta erlendri samkeppni í Bret- landi og keppa við fyrirtæki á meg- inlandinu. Ekki er víst að af því geti orðið af pólitískum ástæðum. Meðal annars er óttast að dagskrárgerð svæðastöðva kæmist í hættu. Mirror miðpimktur ásakana um njósnir Einn fréttastjóri blaðsins sagður hafa unnið fyrir ísraelsku leyniþjónustuna BRESKA dagblaðið Daily Mirror tilkynnti um miðja vikuna að það hefði vikið fréttasljóra erlendra frétta blaðsins, Nicholas Davies úr starfi, en hann hefur óvænt orðið miðpunktur ásakana um njósnir fyrir ísrael. Útgáfufyrirtæki Daily Mirror sagði í frétt- atilkynningu að Richard Stott, ritstjóri blaðsins hefði sagt Davies upp störfum eftir að ljóst varð algjör neituri Davies á því að hafa heimsótt Ohio í Bandaríkjunum á tilteknum tíma reyndist ekki rétt. í tilkynningunni sagði hins vegar að blaðið teldi hins vegar að allar ásakanir um að Davies hefði njósnað fyrir ísrael úr lausi lofti gripnar. Davies vissi af þeirri vöm sem blaðið var að hefja fyrir hans hönd. Því miður reyndist algjör neitun hans á Ohio-þætti málsins, sem blaðið treysti á, ekki rétt,” sagði í tilkynningunni. „Stott átti því engan annan kost en að víkja honum frá störfum í samræmi við reglur fyrirtækisins.” Davies hefur rétt til að áfrýja þessari ákvörðun til útgefanda ■ Mirror, Robert Maxwell, sem hefur stefnt bandaríska blaðamanninum og rithöfundinum Seymour Hersh fyrir meiðyrði vegna ásakana sem fram koma í bók Hersh, The Sam- son Option, Israel, America and the Bomb. Davies hefur neitað ölium ásök- unum sem fram koma í bókinni, 'þótt hann hafi síðar játað að hafa verið í Ohio í efnisöflum hjá Am- ish-trúflokkinum. í bókinni er því haldið fram að tengsl hafi verið milli Daily Mirror og leyniþjónustu ísraei, Mossad. Heldur Hersh, sem er m.a. Pulitzer-verðlaunahafi fyr- ir blaðamennsku, því fram Davies hafí átt hlut að máli íjsrelskrum vopnasölusamningi til íran og að- stoðað mannræningja Mossad til að hafa upp á íraelska kjarnorku- fræðingnum, Mordechai Vanunu, sem kærður var fyrir landráð 1988. Hersh var í London á dögun- um til að veija þær ásakanir sem fram koma í bók hans og sat þá m.a. fyrir svörum á fréttamanna- fundi, en Maxwell, Davies og Mirr- or-útgáfan notuðu þá tækifærið til að birta honum stefnu fyrir meint meiðyrði. Málið hefur vakið mikila at- hygli í Bretlandi og m.a. verið tek- ið upp í breska.þinginu. Ellert B. Schram og Jónas Krislj- ánsson BáðirDY - ritstjórar með bæknr BÁÐIR ritstjórar DV munu gefa út bækur nú fyrir jólin. Jónas Kristjánsson gefur út tvær bæk- ur, þær 10. og 11. í röðinni. Ell- ert B. Schram gefur hins vegar út sína fyrstu bók. Ranghermt var síðasta sunnudag að bók Jónasar, Madrid og merkisborgir Spánar væri þýdd. Hún er áttunda bókin í bókaflokki hans um merkar ferðamannaborgir, þar af tvær endurútgefnar. Fjölvi gefur bókina út. Þá sendir Jónas frá sér þriðju bókina um hesta, sem hann gefur sjálfur út. Nefnist hún Heiðurs- hross og er á fjórða hundrað síður í stærsta broti. Talin eru upp stóð- hestar og hryssur sýnd árin 1990- 1991, en auk þess era litaskrár, númeraskrár, ættargröf og myndir. Fyrsta bók Ellerts kemur út fyrir jólin og nefnist Eins og fólk er flest. Eru það stakar greinar og hugleiðingar um mannlífið, áður birt og óbirt efni. Fijáls flölmiðlum mun gefa bókina út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.