Morgunblaðið - 03.11.1991, Page 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NOVEMBER 1991
Myndlistarmaður-
inn og Ijóðskáldið
Kristján Frímann
Kristjánsson er
mikill áhugamað-
ur um drauma.
Hann hefurviðað
að sérfróðleik um
flest þaðerteng-
istdraumum og
þeireru jafnframt
uppspretta
mynda hans og
Ijóða.
LISTAMAÐURINN og ljóðskáldið eru einn og
sami maðurinn þó þeir kalli sig ekki sama
nafni. Leið þeirra liggur þó saman í bók, sem
kemur út á næstunni og fjallar um drauma. I
draumum listamannsins er jafnframt að finna
hugmyndina að myndunum og Ijóðunum.
Krislján Kristjánsson myndskreytir bókina
sem Kristján Frímann semur. Á móti mér sit-
ur Kristján Frímann Krisljánsson. Flókið og
einfalt í senn.
|ristján Frímann hefur haft áhuga
■ á draumum í 25 ár. Hann hefur
lesið sér til, velt eigin draumum
og annarra fyrir sér og hefur
■ nú fest hluta þess niður á
■ blað. Það er freistandi að
spyija hann hvers vegna hann hafi
þennan mikla áhuga á draumum.
„Draumar eru bara svo spennandi,”
svarar hann. „í gegnum drauma
getum við fengið svör við mörgum
grundvallarspurningum um tilvist
okkar. Okkur dreymir einnig fyrir
óprðnum atburðum en getum ekki
túlkað draumana fyllilega fyrr en
þeir rætast. Við getum jafnvel kom-
istyhjá ýmsum þeim skakkaföllum
sem eiga éftir að dynja á okkur ef
við skiljum drauma okkar.”
- Er í lagi að reyna að hafa áhrif
á sjálf örlögin?
„Það er í lagi að/ gera tilraun til
að draga úr hremmingunum. Við
skiljum ekki allt sem fyrir okkur ligg-
ur og öðru er hreinlega ekki hægt
að komast hjá.”
Hann segir hvem og einn hafa
sitt eigið táknmál í draumum, síðan
eigum við okkur sameiginlegt tákn-
mál, svokallaðar frummyndir. Þessi
tvö blandist saman í draumum. „Sá
sem ræður í þá, verður síðan að
greina táknmálin tvö í sundur. Sem
dæmi um sameiginleg tákn get ég
nefnt hús, sem virðist hjá öllum þjóð-
um tákna okkur sjálf. Vatn er tákn
sálarinnar og segir til um sálará-
standið, allt frá því að vera tært til
þess að vera gruggugt og dökkt.
Litir tengjast oft stóru spumingun-
um um líf og dauða. Rauður litur
er t.d. oft álitinn neikvæður en hann
er tákn frumkraftsins, orkunnar og
lífsins. Ég hef lesið mér til um tákn-
mál og með árunum kallað það fram
í mér sem við köllum innsæi. Það
er gott hjálpartæki til að spá í annað
fólk, drauma þess, sem og mann
sjálfan og innsta eðlið.” '
- Flestum ber saman um að þá
hafi einhvern tíma dreymt að þeir
væm naktir, yfírleitt þar sem allir
aðrir eru alklæddir. Er þetta hluti
af hinu sameiginlega táknmáli?
„Þessi draumur segir oft mjög
skýrt til um hvernig manngerð
dreymandinn er, hvort hann sé opinn
Lbí áœlSssáEæaSiíHl
I Örlaganornir tímans, þær fortíð, nútíð og framtíð. „Draumarnir segja okkur allt sem var, er og verður. Við viljum aðallega vita hvað verður en ættum
að líta meira ó það sem er, til að öðlast skilning ó tilganginum með tilvist okkar.”
^trtwjwnyrymTfimnyyBiiinfiTirimiiniiim i ii 'iiimnmiimmiiiiimiiniiimiiihiiiiiiimimihhii