Morgunblaðið - 08.01.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.01.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1992 13 Birgir Þ. Kjartansson „Fangelsi á að vera endurhæfingarstofnun þar sem það sjónarmið er kennt og iðkað að andleg og líkamleg virkni og vinna sé ör- uggasta aðferðin til að ná til fanga og örva hjá honum þá löngun að breyta lífi sínu til hins betra.“ an fangelsa, starfar horf hans, mjög gott tækifæri til að meta styrkleika hans og veikleika, með því að styðja fangann á allan hátt svo að endur- koma hans út í samfélagið verði með tilhlökkun, en ekki kvíða, svefnleysi eða þunglyndi. Umbun og laun Laun í formi peninga er öflugur hvati fyrir fanga til að vinna eins og flestir munu kannast við sem vinna launuð störf. Æskilegt er að hægt sé að hækka launin frá því sem nú er fyrir vinnu í fangelsum og að þau séu í samræmi við það sem ger- ist á hinum almenna vinnumarkaði í samfélaginu. Virðing Fangi á erfitt með að bera virð- ingu fyrir vinnu sem er í eðli sínu gagnslaus og tilgangslaus. Sama gildir um vinnu þar sem enginn hirð- ir um hvort sé vel eða illa unnin, og í þokkabót fyrir léleg laun. Endurhæfing Fangelsi á að vera endurhæfingar- stofnun þar sem það sjónarmið er kennt og iðkað að andleg og líkam- leg virkni og vinna sé öruggasta aðferðin til að ná til fanga og örva hjá honum þá löngun að breyta lífi sínu til hins betra. Afplánun Allar líkur eru á því að ungur maður sem dæmdur er til fangelsis- vistar á íslandi komi ekki til með að taka út sinn dóm í umhverfi og aðstæðum er laði það góða fram í honum, og auki þannig líkurnar á að hann skili sér til samfélagsins betri maður. Höfundur er formaður Fangalýálparinnar Verndar. „Blessuð, djöf- uls börnin“ eftir Óhií' Höskuldsson Kennari minn gamall og góður vinur tók einatt svo til orða er hann nefndi börn sin. Aldrei spurði ég hann og veit því ekki hveiju þetta sætti en síðar hefur mér þótt þessi undarlegi siður hans harla tákn- rænn fyrir þann tvíbenta hug er margur ber til barna. Orðagjálfur Á hátíðarstundum tölum við há- stemmt um blessuð börnin og æsk- una sem landið muni erfa. Þá eru þau gersemi, fjöregg þjóðarinnar og auðlind - allt gott ber þeim gjöra - ekkert er þeim of gott. Jafnan eru þessi faguryrði þó aðeins gjálf- ur eitt eða óskhyggja þá best læt- ur. Fylgi ekki hugur máli og athafn- ir orðum er hjalið lítils virði. Venju- leg heilbrigð börn virðast ekki eiga sér marga formælendur og fáa skörulega. Sjálf hafa þau hvorki atkvæðisrétt né burði til þrýstings og verða því víða afskipt. Lítilsvirðing Við samanburð á viðurlögum við kynferðislegri misnotkun barna og viðlögum við fjárglæfrum virðist að heill barna sé harla léttvæg fyrir lögunum miðað við gullið. Laun kennara eru annað dæmi um lítils- virðingu á högum barna. Engin starfsstétt er uppeldi og velferð barna jafn mikilvæg og kennarar. Oðrum stéttum fremur er í þeirra höndum fólgin framtíð hverrar þjóðar. Mikill atgervisflótti hefur verið úr röðum kennara vegna óvið- unandi kjara þeirra. Engu er líkara en markvisst hafi verið unnið gegn högum þessarar starfsgreinar á síð- ari áratugum og virðist ekkert lát vera þar á. Skilningsleysi Á undanförnum árum hef ég all- oft setið samningafundi Trygginga- stofnunar ríkisins og Tannlæknafé- lags íslands. Á þeim fundum er m.a. samið um hvaða tannlæknisað- gerðir barna TR skuli endurgreiða og að hvaða marki. Á mörgum þeirra funda er ég sat kom fram sú kynlega skoðun að þarflaust væri að kosta til jafnmiklu við tann- lækningar barna og við tannlækn- ingar fyrir fullorðna. Þótt undarlegt megi virðast varð þessi skoðun stundum ofan á. í gjaldskrá TR fyrir tannlækningar barna er því ekki að finna eitt og annað sem þó telst vera vel við hæfí fyrir full- orðna. Hins vegar er raunin sú að hafi mannskepnan einhvern tíma brýna þörf fyrir heilbrigðar tennur og fyrsta flokks þjónustu tann- lækna þá er það á barnsaldri. Liðlegheit á kostnað barna Fyrir allmörgum árum komu hingað til lands nokkrir flóttamenn að austan. í þeirra hópi var kona ein tannlæknir að sögn. Umsvifalít- Ólafur Höskuldsson „Kom fram sú kynlega skoðun að þarflaust væri að kosta til jafnm- iklu við tannlækningar barna og við tannlækn- ingar fyrir fullorðna.“ ið og áður en gögn hennar væru fullkönnuð var konunni fengið starf við tannlækningar skólabarna. Ekki er þó grunlaust um að henni hefði reynst lítið eitt auðveldara að eiga orðastað við fullorðna! Síðar kom í ljós að tannlæknir var konan ekki, a.m.k. ekki í þeim skilningi sem við leggjum í það starfsheiti. Hefði konunni nú verið ætlað að stunda fullorðið fólk er vísast að rækilega hefði verið gengið úr skugga um hæfni hennar áður en hún hæfí störf. Blinda Fyrir skömmu greindi efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis stjórn Tannlæknafélags íslands frá fyrir- huguðum breytingum á tannlækna- þjónustu barna. Ein þeirra felur í sér að þjónustuna skuli „bjóða út“! Ekki virtust nefndarmenn hafa miklar áhyggjur af því að fara þannig með tannheilsu íslenskra barna sem vegagerð væri og taka síðan ,;besta“ tilboði. Þegar formað- ur TFI dró í efa að nokkur íslensk- ur tannlæknir léti hafa sig í þennan ljóta leik með tannheilsu íslenskra barna og „bjóða í verkið“ hótaði einn þingnefndarmanna að leitað yrði tilboða ineðal erlendra tann- lækna! Ekki virtist örla á að hann eygði fásinnu þess að fela börnin tannlæknum sem hvorki skildu né töluðu íslensku. Fyrir nokkrum árum hafði erlendur dýralæknir hug á að koma hingað til starfa. Mennt- un hans var í engu áfátt en um starfsleyfí hér var honum synjað vegna ófullnægjandi kunnáttu í ís- lensku! Höfundur er lektor í barnatannlækningum. SKOVERSLUN RRYKJAYIKIIR LAUGAVEGI95 Síml. 91-62 45 90 BRÉFA- BINDIN frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. Múlalundur fljSÍMI: 62 84 50 í? 3 □ 2 I 3 z BREFABINDI OG MOPPUR Mál ■ og menning Laugavegi 18, sími: 24240. Síðumúla 7-9, sími 688577.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.