Morgunblaðið - 08.01.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.01.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1992 ÚRSLIT KORFUKNATTLEIKUR Körfuknattleikur UMFT-UMFN 108:106 Iþróttahúsið á Sauðárkróki, íslandsmótið í körfuknattleik, Japisdeildin, þriðjudaginn 7. janúar 1992. Gangur leiksins: 4:4, 13:14, 24:23, 35:36, 41:40, 51:40, 51:49, 55:54, 63:57, 74:64, 90:83, 99:85, 101:97, 108:106. Stig UMFT: Valur Ingimundarson 47, Ivan Jonas 20, Pétur Guðmundsson 19, Björn Sigtryggsson 7, Björgvin Reynisson 6, Ein- ar Einarsson 5, Ingi Þór Rúnarsson 2, Krist- inn Baldvinsson 2. Stig: UMFN: Teitur Örlygsson 41, Rondey Robinson 24, Sturla Örlygsson 15, Jóhann- es Kristbjörnsson 10, Kristinn Einarsson 6, Friðrik Ragnarsson 5, Gunnar Örlygsson 3, Astþór Ingason 2. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Jón Otti Ólafsson voru ótrúlega smámunasamir en dæmdu ágætlega. Ahorfendur: 450. Snæfell - Haukar 89:104 íþróttahúsið í Stykkishólmi, íslandsmótið f körfuknattleik, Japisdeildin, þriðjudaginn 7. janúar 1992. Gangur leiksins: 2:0, 13:14, 24:29, 32:38, 35:50, 45:58, 50:73, 61:75, 69:91, 81:99, 89:104. Stig Snæfells: Tim Harvey 27, Bárður Eyþórsson 26, Sæþór Þorbergsson 11, Karl Guðlaugsson 8, Hjörleifur Sigurþórsson 7, Jón Bjarki Jónatansson 6, Rúnar Guðjóns- son 4. Stig Hauka: John Rhodes 31, ívar Ásgríms- son 18, Jón Arnar Ingvarsson 18, Pétur Ingvarsson 14, Jón Öm Guðmundsson 13, Bragi Magnússon 6, Þorvaldur Henningsson 4. Dómarar: Víglundur Sverrisson og Sigurð- ur Valur Halldórsson voru slakir. Áhorfendur: 290. Valur Ingimundarson skoraði 47 stig. Teitur Orlygsson skoraði 41 'stig. Fyrsti sigurTindastóls á Njarðvík ífjögurár: Valur sterkari í einvígi gegn Teiti KR-IS 47:45 Hagaskóli, íslandsmótið í körfuknattleik, 1. deild kvenna, þriðjudaginn 7. janúar 1992. Stig KR: Anna Gunnarsdóttir 23, María Guðmundsdóttir 11, Helga Árnadóttir 9, Kristín Jónsdóttir 3, Guðrún Gestsdóttir 1. Stig ÍS: Díanna Gunnarsdóttir 17, Ema Jónsdótir 7, Kolbrún Leifsdótir 6, Vigdís Þórisdóttir 6, Anna B. Bjarnadóttir 5, Krist- ín Sigurðardóttir 2, Unnur Hallgrímsdóttir 2. ■ Anna Gunnarsdóttir átti sannkallaðan stórleik hjá KR og gerði út um leikinn, þegar 10 sekúndur voru eftir. KR-stúlkur höfðu nær ávallt undirtökin, en viðureignin var jöfn fram í miðjan seinni hálfleik. Þá náði KR átta stiga forystu, en IS tókst að jafna, 45:45, þegar 25 sekúndur voru til leiksloka. Díanna Gunnarsdóttir var best hjá Stúdínum. Handknattleikur Grótta - KR 13:12 Iþróttahúsið á Seltjarnarnesi, Islandsmótið í handknattleik, 1. deild kvenna, þriðjudag- inn 7. janúar 1992. Mörk Gróttu: Laufey Sigvaldadóttir 6, Þórdís Ævarsdóttir 3, Margrét Grétarsdótt- ir 2, Sara Haraldsdóttir 1, Brynhildur Þor- geirsdóttir 1. Mörk KR: Sigurlaug Benediktsdóttir 5, Laufey Kristjánsdóttir 3, Sigríður Fanney Pálsdóttir 3. Sara Smart 1. ~ ÍBV -Ármann 24:20 Vestmannaeyjar: Mörk ÍBV: Iris Sæmundsdóttir 6, Katrín Harðardóttir 5, Rana Friðriksdóttir 4, Jud- ith Estergal 4, Helga Kristjánsdóttir 3, Aara Ólafsdóttir 2. Mörk Ármanns: íris Ingvarsdóttir 6, Anna Einarsdóttir 4, Ellen Einarsdóttir 4, Beta Albertsdóttir 2, Ásta Stefánsdóttir 2, Svan- hildur Þorgilsdóttir 1, Guðný Ágústsdóttir 1. ■Markvörður Ármanns átti ekki heiman- gengt og urðu Ármannsstúlkur að grípa til þess ráðs að fá markvörð úr Eyjum, Vig- dísi Sigurðardóttur, til að leika. Stjarnan-FH 22:16 Garðabær: Mörk Stjörnunnar: Ragnheiður Stephen- sen 8, Herdís Sigurbergsdóttir 4, Sigrún Másdóttir 3, Harpa Magnúsdóttir 3, Guðný > Gunnsteinsdóttir 2, Ingibjörg Andrésdóttir 1, Sif Gunnsteinsdóttir 1. Mörk FH: Rut Baldursdóttir 5, María Sig- urðardóttir 4, Eva Baldursdóttir 2, Jolita Klimavicena 2, Hildur Harðardóttir 1, Arndís Aradóttir 1, Berglind Hreinsdóttir 1. Knattspyrna Vináttulandsleikur Kaíró, Egyptalandi: Egyptaland - Noregur..............0:0 20.000. „TINDASTOLSLIÐIÐ lék frá- bærlega vel og það getur ekk- ert lið staðist því snúninginn með Val Ingimundarson í þess- um ham,“ sagði Sturla Örlygs- son, leikmaður íslandsmeist- ara Njarðvíkur, sem máttu þola tap, 108:106, fyrir Tindastóls- mönnum í æsispennandi leik á Sauðárkróki ígærkvöldi. Leik- urinn bauð upp á allt það besta sem körfuknattleikur hefur upp á að bjóða. Leikurinn var svo sannarlea einvígi á milli Vais Ingimundarsonar, sem skoraði 47 stig fyrir heimamenn og Teits Órlygssonar, sem skor- aði 41 stig fyrir Njarðvíkinga. Leikurinn byrjaði strax með mik- illi spennu. Heimamenn léku sterka vörn og gáfu meisturunum aldrei færi á að ná Björn góðu forskoti. Björnsson Njarðvíkingar skrifar leiddu leikinn með þetta einu til tveim- ur stigum fram í miðjan fyrri hálf- leikinn. Þá náðu Tindastólsmenn góðum spretti og fór Valur á kost- um — hann skoraði átta stig, þar af tvær þriggja stiga körfur, á að- eins 40 sek. og náðu heimamenn mest ellefu stiga forskoti, en Njarð- víkingar náðu að minnka muninn í tvö stig fyrir leikhlé, 51:49. Spennan í hámarki Spennan hélt áfram í seinni hálf- leik, en þá voru Tindastólsmenn ákveðnir að gefa ekkert eftir og haida íengnum hlut. Þeir náðu mest fjórtán stiga forskoti, 99:85, þegar sjö mín. voru til leiksloka. Þá fóru villuvandræði að segja til sín og fóru fjórir heimamenn af leikvelli með fimm villur á síðustu min., en Valur náði að leika út leik- inn með fjórar villur. Björgvin Reynisson fór af leikvelli þegar átta mín. voru til leiksloka, Kristinn Baldvinsson þegar fimm mín. voru eftir, ívan Jónas þegar fjórar voru eftir og Björn Sigtryggsson þegar tvær mín. voru eftir. Þrír leikmenn Njarðvíkinga fengu fimm villur, Kristinn Einarsson þegar fimm mín. voru eftir, Rodney Robinson þegar tvær mín. voru eftir og Sturla Orl- ygsson þegar 20 sek. voru til leiks- loka. Spennan var geysileg og náði hámarki undir lokin. Njarðvíkingar söxuðu á forskot heimamanna og minnkuðu muninn í tvö stig, 108:106. Teitur Örlygsson reyndi að jafna með skoti á síðustu sek., en brást bogalistin. Heimamenn fögnuðu sigri. „Stórkostlegt" „Þetta var stórkostlegur leikur og sætur sigur. Eg er mjög ánægð- ur með ungu strákana, sem stóðu sig mjög vel,“ sagði Valur Ingi- mundarson og Pétur Guðmundsson sagði að sigurinn hefði verið sigur liðsheildarinnar. ívan Jónas þakkaði Sturlu Örlygssyni sérstaklega fyrir leikinn, en Sturla lék áður með Tindastóli - áður en hann fór til Þórs. „Þú náðir aldrei að leggja okkur að velli með Þór. Nú tókst þér það ekki heldur með Njarðvík!" Valur og Teitur voru menn leiks- ins. Þeir fóru á kostum og skoruðu báðir sex þriggja stiga körfur. Pét- ur Guðmundsson lék einnig vel með Tindastóli og þá voru þeir Björgvin Reynisson og Björn Sigtryggsson góðir. Fyrir utan Teit hjá Njarðvík, lék Rodney Robinson vel. Sturla Örlygsson og Jóhannes Kristbjörns- son hafa oft leikið betur. Þess má geta að þetta var fyrsti leikurinn í úrvalsdeildinni sem bræðurnir Teit- ir, Sturla og Gunnar léku saman með Njarðvíkurliðinu. Öruggt hjá Haukum Haukar unnu Snæfell nokkuð örugglega, 104:89, í Japis- deildinni í Stykkishólmi í gær- kvöldi. Haukar Úlafur höfðu yfirhöndina Sigurösson anan tímann og spil- skrifar uðu ágætan körfu- bolta. Boltinn gekk manna á milli og liðið átti í heild góðan dag. Það sama er ekki hægt að segja um heimamenn. Leikur þeirra var mjög köflóttur og menn oft á tíðum úti á þekju. Snæfellslið- ið þarf aldeilis að taka sig saman í andlitinu ef ekki á illa að fara, en á föstudaginn verður hörkuleikur í botnbaráttunni, þegar Hólmarar fara í Borgarnes og leika við Skalla- grím. John Rhodes í liði Hauka var atkvæðamikill, tók mörg fráköst bæði í vörn og sókn og skilaði hlut- verki sínu mjög vel. Þá áttu Jón Örn og bræðurnir Ingvarssynir mjög góða spretti. Eins og áður sagði átti Snæfells- liðið afleitan dag. Það var helst leik- ur Jóns Bjarka Jónatanssonar, sem gladdi augað. Þess má að lokum geta að Henning Henningsson lék ekki með Haukum vegna meiðsla og Rúnar Guðjónsson, fyrrum Haukaleikmaður, gat lítið leikið með Snæfelli. Hann meiddist á höfði og fór upp á heilsugæslustöð til að láta gera að meiðslunum, en kom síðan aftur. Stuttu síðar fór hann úr axlarlið og þar með var þátttöku hans lokið. < VISA VISA VISA VISA VISA VISA VISA VISA VISA VISA VISA VISA VISA VISA VISA < cn > < > C/3 > VALUR - VIKINGUR á Hlíðarenda í kvöld kl. 20 VALSMENN - MUNIÐ ÞORRABLOTIÐ 25. JANUAR! VSIA VSIA VSIA VSIA VSIA VSIA VSIA VSIA VSIA VSIA VSIA VSIA VSIA VSIA VSIA ÍÞRÚmR FOLX Frá Gunnari Valgeirssyni í Bandaríkjunum ■ DETROIT vann Dallas 38:6 1 átta liða úrslitum bandaríska fót- boltans (ruðningi) og leikur til úr- slita gegn Washington í landsdeild- inni. I amerísku deildinni mætast Buffalo og Denver, en draumur áhuga- manna er að Was- hington og Buffalo, bestu lið tíma- bilsins, spili úrslitaleikinn, Super Bowl, í Minneapolis 26. janúar. ■ LOS Angeles Lakers, sem sigraði Miami í NBA-deildinni á sunnudaginn, hafði þá tapað sex leikjum í röð og þar af þremur á heimavelli. ■ DESEMER s.l. er versti mánuð- ur í sögu Lakers í 12 ár, en liðið tapaði þá fleiri leikjum en það vann. Urslitasæti er jafnvel talið í hættu, en Króatinn Divac byijar aftur að leika með Lakers 1. febrúar eftir að hafa verið frá vegna meiðsla og eru miklar vonir bundnar við endur- komu hans. I BOSTON Celtics hefur ekki gengið vel að undanförnu. Skiptir þar öllu að Larry Bird hefur misst af þremur síðustu leikjum vegna meiðsla og verður frá enn um hríð. H DON Howe var í gær ráðinn framkvæmdastjóri Coventry í stað Terry Butcher, sem var látinn fara í fyrradag. Howe er 56 ára °g kom til félagsins FráBob fyrir sex vikum, er Hennessy hann var ráðinn að- ÍEnglandi stoðarmaður But- chers. Samningur- inn gildir út næsta tímabil. ■ HOWE var þjálfari og síðar framkvæmdastjóri Arsenal á sínum tíma og var einnig þjálfari enska landsliðsins í nokkur ár, meðan Bobby Robson var einvaldur liðs- ins. Howe var stjóri QPR en rekinn þaðan í fyrra — forráðamenn fé- lagsins sögðu að hann væri of gam- all. ■ WEST Ham hefur boðið Ever- ton 300.000 pund í útherjann Pat Nevin. í kvöld Handknattleikur: Valur og Vík- ingur mætast að Hlíðarenda og Selfoss fær ÍBV í heimsókn í 1. deildarkeppni karla kl. 20. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.