Morgunblaðið - 08.01.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.01.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1992 17 Óhagræði einu áhrif- in af brotthvarfi FÍS - segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdasljóri Verslunarráðs „ÁHRIF þess, að Félag íslenskra stórkaupmanna hverfur úr Verslun- arráðinu eru eingöngu þau, að rekstur þessara tveggja sambanda verður dýrari. Verslunarráðið verður nú sem fyrr ein öflugustu sam- tök í islensku atvinnulífi," sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Verslunarráðs Islands, í samtali við Morgunblaðið. Birgir Rafn Jónsson, formaður annað fyrirkomulag á greiðslu- FIS, sagði í samtali við Morgunbiað- ið í gær, að hagsmunir fyrirtækja í verslun væru fyrir borð bornir innan verslunarráðsins. „Formaður FIS heldur því fram að Verslunarráðið hafi ekki beitt sér fyrir frjálsu verðlagi á aðflutningsgjöldum, en það er rangt,“ sagði Vilhjálmur. „Við höfum barist fyrir þessu innan verðlagsráðs í mörg ár og nú hillir undir að málið komist í höfn, enda er meirihluti fyrir því innan ráðsins. Þá segir formaðurinn að FIS vilji kortaviðskiptum. Þar hefur Verslun- arráðið unnið að því að ná sáttum milli aðila um hvar kostnaðurinn af slíkum viðskiptum lendir. Ég tel þokkalega niðurstöðu væntanlega í því máli, í frumvarpi sem unnið hef- ur verið að í viðskiptaráðuneytinu." Vilhjálmur sagði að sér hefði oft virst starfsemi FÍS fremur miðast við andstöðu við Verslunarráðið en að vinna málum verslunarinnar for- gang. „Vegna ummæla formannsins um að ákveðnar starfsgreinar geti náð til sín óeðlilega miklum völdum innan Verslunarráðsins vil ég benda á, að kosningar til ráðsins eru með lýðræðislegasta móti sem þekkist. Þannig er auðvelt að hafa áhrif á skipan stjórnar, öfugt við mörg önn- ur félög. Verslunarráðið reyndi aldr- ei að hafa áhrif á málefnastarf FÍS, sem hafði fullt svigrúm til að segja það sem það taldi réttast fyrir hag sinna félaga. Þegar skrifstofuhald þessara tveggja sambanda var sam- einað var ætlunin að spara og hag- ræða. Það tókst áð ýmsu leyti og samstarfið gekk vel, allt þar til ný forysta tók við í FÍS á síðasta ári,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs. Aðföng til búvöruframleiðslu: Allt að 67% verðmunur á einstökum vörutegundum VERULEGUR verðmunur er á einstökum vörutegundum til bú- vöruframleiðslu samkvæmt könn- un Verðlagsstofnunar sem gerð var um miðjan desember. Þannig er 67% verðmunur á 100 metrum af girðinganeti, en það kostar 4.520 kr. þar sem það er ódýrast og 7.545 kr. þar sem það er dýr- ast. Þá kostar fimm lítra brúsi af hreinsuðu fóðurlýsi 535 kr. þar sem það er ódýrast, en 55% meira þar sem það er dýrast, eða 830 kr. Verðlagsstofnun hefur annast eft- irlit með verði á aðföngum til bænda frá gerð kjarasamninga í febrúar Selfoss: Endurbætur á Olf- usárbrú á þessu ári Cnlfnaci 1990, og hefur stofnunin meðal ann- ars fylgst með og birt verð á allmörg- um fóður- og byggingarvörum ásamt varahlutum í heyvinnsluvélar og vörum til heyvinnslu. í könnun- inni sem gerð var í desember var verð á fóðri og byggingarvörum kannað og borið saman við könnun sem gerð var í apríl síðastliðnum. Náði könnunin til 27 sölustaða víðs vegar á landinu, og leiddi hún meðal annars í ljós að verð á mótatimbri lækkaði að meðalatali um 12,3% á tímabilinu, og verð á hreinsuðu fóðurlýsi lækkaði að meðaltali um 5,5%. Aðrar vörutegundir hækkuðu hins vegar um 0,9-3,8%. GALLABUXNATILBOÐ KR. 3.900,- (Ath. venjulegt verö kr. 5.900,- Verslunin Gæjnr, Bnnknstræti 14 Selfossi. UNDIRBÚNINGUR er hafinn hjá Vegagerð ríkisins að endurbygg- ingu Ölfusárbrúar við Selfoss. Gólf brúarinnar verður end- urnýjað og nýrri og gangbraut komið fyrir á henni. Gólf brúar- innar er mjög illa farið og aðkall- andi að gera á því endurbætur. Mjög knýjandi er og að göngu- leið yfir brúna verði gerð örugg- ari. Vegagerð ríkisins hyggst hefja framkvæmdir við endurbætur á brúargólfi Ölfusárbrúar í apríl eða maí á þessu ári. Framleiðsla for- steyptra gólfeininga í brúargólfið hefst í þessum mánuði. Þessi áætlun miðast við að ekki verði gerðar breytingar á forgangsröð verkefna í tengslum við fyrirsjáanlegan nið- urskurð íjármagns til vegagerðar á Suðurlandi. Þessar framkvæmdir á brúnni hafa í för með breytingar á þver- sniði brúarinnar þar sem gert er ráð fyrir að akstursleiðin verði með vesturhlið hennar en gangbrautin austanmegin. Vegstæði sunnan við brúna breikkar og norðan brúarinn- ar þarf að tengja gangbraut brúar- innar við gangbrautir sem taka við af henni. Vegagerðin áformar að veija til þessa verks 50 milljónum á þessu ári en gert er ráð fyrir að tvö ár taki að ljúka verkinu og ganga frá öllum þáttum þess. Heildarkostnað- ur er áætlaður um 70 milljónir króna. — Sig. Jóns. Skilafrestur launaskýrslna o.fl. gagna Spádómar Bibliunnar Opinberunarbokin Námskeið um hrífandi spádóma Biblíunnar hefst þriðjudaginn 14. janúar kl. 20.00 á Hótel Holiday Inn, Sigtúni 38. Efni Opinberunarbókarinnar verður sérstaklega tekið til meðferðar. ÞÁTTTAKA ER ÓKEYPIS. Fjölbreytt námsgögn EINNIG ÓKEYPIS. Leiðbeinandi verður dr. Steinþór Þórðarson. Ótrúlegir atburðir gerast í heiminum á okkar dogum. Spádómar Biblíunnar hafa mikið að segja um þá. Þeir boða að stórkostlegir atburðir eigi enn eftir að gerast, jafnvel á okkar dögum. Nánari upplýsingar og innritun í símum 679270 á skrifstofutíma og 673551 eða 673626 á kvöldin. Samkvæmt lokamálsgrein 93. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignar- skatt hefur skilafrestur eftirtalinna gagna, sem skila ber á árinu 1992 vegna greiðslna o.fl. á árinu 1991, verið ákveðinn sem hér segir: 1.77/ og með 21. janúar 1992: 1. Launaframtal ásamt launamiðum. 2. Hlutafjármiðar ásamt samtalningsblaði. 3. Stofnsjóðsmiðar ásamt samtalningsblaði. 2. Til og með20. febrúar 1992: 1. Afurða- og innstæðumiðar ásamt samtalningsblaði. 2. Sjávarafurðamiðar ásamt samtalningsblaði. 3. Bifreiðahlunnindamiðar ásamt samtalningsblaði. 3. Til og með síðasta skiladegi skatt- framtala 1992: Greiðslumiðar yfir hvers konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausa- fé, fasteignum og fasteignaréttindum, sbr. 1. og 2. tölul. C-liðar 7. gr. sömu laga. Gögn frá eignarleigufyrirtækjum þar sem fram koma upplýsingar varðandi samninga sem eignarleigufyrirtæki, sbr. II. kafla laga nr. 19/1989, hafa gert og í gildi voru á árinu 1991 vegna fjármögnunarleigu eða kaupleigu á fólksbifreiðum fyrirfærri en 9 manns. M.a. skulu koma fram nöfn leigutaka og kennitala, skráningarnúmer bifreiðar, leigutímabil ásamt því verði sem eignarleigufyrirtæki greiddi fyrir bifreiðina. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.