Morgunblaðið - 08.01.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.01.1992, Blaðsíða 40
PC MAGAZINE UM IBM OS/2: „ÞETTA ER FRAMTÍÐIN" MORGVNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJA VÍK SÍMI 601100, FAX 691181, PÓSTllÓLF 1565 / AKVREYRÍ: HAFNARSTIVETl 85 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Tveir ráðherrar á Alþingi: Gerðar verði athugasemd- ir við samningsdrög GATT TVEIR ráðherrar Iýstu þeirri skoðun sinni á Alþingi í gærkvöldi, að gerðar yrðu athugasemdir af hálfu Islands við ákveðin atriði landbúnað- armála við umræður um lokatillögu framkvæmdastjóra GATT-viðræðn- anna. Viðskiptaráðherra lýsti því þó jafnframt yfir að hann teldi að því yrði lýst yfir, að viðleitni Arthurs Dunkels til að ná fram heildar- lausn yrði studd, og látinn í Ijós vilji til þess að leiða viðræðurnar far- sællega til lykta. í gær var staða íslensks landbúnaðar, með tilliti til væntanlegra GATT-samninga, rædd utan dagskrár á Alþingi. Þing- menn stjórnarandstöðu, sérstaklega Alþýðubandalags og Framsóknar- flokks, settu fram harða gagnrýni á fyrirliggjandi samkomulagsdrög. Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokks sem til máls tóku vildu allir að Islend- ingar geröu athugasemdir við samningsdrögin. Fersk flök með skipum til Evrópu ^TILRAUNIR hafa verið gerðar með flutning á ferskum flökum með skipum á markaði til Eng- lands og Þýskalands. Flökin eru flutt í venjulegum ferskfiskgám- um 1-3 tonn í einu og lofar út- flutningur þessi góðu. Sverrir Guðmundsson deildar- stjóri þróunarseturs íslenskra sjáv- arafurða hf. segir að ástæðan fyrir þessum tilraunaútflutningi sé eink- um vegna þess hve lítið framboð er á fraktplássi í flugvélum. í máli hans kemur fram að þokkaleg verð fáist fyrir flökin miðað við að verið sé að kynna nýja vöru. „Aðalatriðið er að gæta þess að varan sé sem ^ferskust þegar henni er pakkað og hún haldist vel í kælingunni,“ segir Sverrir. Sjá bls. B1 Fjörtíu þús- und byssur eru skráð- -ar á Islandi VEIÐIBYSSUEIGN landsmanna hefur aukist hröðum skrefum undanfarin ár og skotveiðar hafa aukist til muna, svo að fuglafrið- unarmenn hafa áhyggjur af fuglalífi í landinu, að því er fram kom í samtali við Ævar Petersen fuglafræðing í gær. Á hveiju ári eru 500-700 byssuleyfi gefin út. Nú munu um 20 þúsund Islend- ingar hafa byssuleyfi og um 40 þúsund byssur eru skráðar. Ævar sagði ennfremur að ýmsir, sem þekktu til, álitu að auk skráðra skotvopna væri mikið til af óskráð- i'.m vopnum og að á hvetju ári væri talsvert flutt ólöglega inn af þeim. Þessum vopnum væri óspart beitt til veiða, einkum til fuglaveiða, sem hafi aukist hröðum skrefu'm. Veiði- menn væru ekki aðeins vel vopnaðir, heldur réðu margir þeirra yfir jepp- um, vélsleðum og fjórhjólum, sem gera þeim kleift að komast nánast hvert á land sem er, allan ársins hring. Fuglafræðingar hafa orðið áhyggjur af veiðigleðinni og Ævar Petersen álítur orðið mjög tímabært að huga að þessum veiðum og friða griðlönd fugla. Sjá „Stórauknar veiðar ...“ á miðopnu. „Með nýjum reglum hefur dregið úr framboði húsbréfa og dregið hefur úr lánsfjárþörf ríkissjóðs, ef tekst að halda ríkisfjármálum innan fjárlaga. Lánsfjáreftirspurn virðist vera heldur minni en áður, a.m.k. mjög lítil frá fyrirtækjum. Þetta eru þættir sem benda til þess að vextir ættu að geta lækkað og þarna er GATT-samningurinn var ræddur á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun án niðurstöðu og verður áfram til um- Seðlabankinn að stíga h'tið skref,“ sagði Eiríkur. Hann segir hins vegar að engar ákvarðanir hafi verið teknar af hálfu Seðlabankans um frekari lækkun á kauptilboðum í spariskírt- eini á Verðbréfaþingi. „Seðlabank- inn fylgist með frá degi til dags, og mótar afstöðu sína með hliðsjón fjöllunar næstu daga. í utandag- skrárumræðunum í gær kom fram hjá ráðherrum að á föstudag og af viðskiptunum sem verða. Það er ómögulegt að segja til um hvernig framhaldið verður en ég vænti þess að þetta sé upphafið að frekari lækkunum." Kauptilboð í spariskírteini á Verðbréfaþingi íslands voru 7,1% í byijun sl. árs en fóru síðan hækk- andi og náðu hámarki þann 21. maí þegar þau urðu 8,65% eftir hækkun á vöxtum spariskíiteina í frumsölu. Frá þeim tíma hafa tilboð farið smám saman lækkandi. laugardag yrðu í Osló samráðsfund- ir fulltrúa Norðurlandanna en á mánudag verður lokatilboð Arthurs Dunkels, framkvæmdastjóra GATT, tekið fyrir og þá rennur út sá frest- ur sem hann hefur gefið til athuga- semda. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagði, við lok umræðnanna í gærkvöldi, að enn væri of fljótt að segja til um hveijar yrðu þær hug- myndir sem Islendingar myndu mæla fyrir þegar lokatillögur Art- hurs Dunkels framkvæmdastjóra GATT yrðu ræddar, en sér virtist ljóst að þrennu væri hægt að lýsa nú þegar. í fyrsta lagi að af íslands hálfu yrði viðleitni Dunkels til að ná fram heildarlausn studd og látinn í Ijós vilji til þess að leiða þessar viðræður farsællega til lykta. í öðru lagi yrði tekið mjög skýrt fram að Islendingar hyggðust halda áfram ströngu heilbrigðiseftirliti með inn- flutningi landbúnaðarvara. í þriðja lagi yrði að árétta að ekki kæmi til greina að sveiflur í gengi og verð- lagi hefðu áhrif eða gætu valdið því að skuldbindingum einstakra ríkja varðandi markaðsaðgang yrði breytt. Ráðherra tók fram að magn- takmarkanir á innflutningi búvara samkvæmt núgildandi GATT-samn- ingum féllu ekki formlega út með því viðbótarsamkomulagi sem nú væri unnið að. Halldór Blöndal land- búnaðarráðherra tók undir þann fyr- irvara sem viðskiptaráðherra nefndi. Hann sagði nauðsynlegt að fá skýr- ari línur um það, helst ótvírætt, að Islendingar geti staðið gegn inn- flutningi á hráum sláturvörum. Þá vildi hann bæta við athugasemdum um að skilgreining á svokölluðum grænum greiðslum yrði rýmkuð þannig að hún næði yfir okkar stuðn- ing við landbúnað. Jón Helgason taldi sýnt að þessi samningsdrög væru með öllu óað- gengileg fyrir íslenskan landbúnað; það yrði útilokað að framfylgja sjálf- stæðri landbúnaðarstefnu, draga myndi stórlega úr matvælaöryggi þjóðarinnar. Páll Pétursson sagði að umræðurnar sýndu að ekki væri þingmeirihluti fyrir því að ríkis- stjórnin léti hjá líða að setja stranga fyrirvara við samningsdrögin. Ragn- ar Amalds sagði að ef samnings- drögin kæmust óbreytt til fram- kvæmda væri ekki ofsagt að hrun blasti við íslenskum landbúnaði. Sjá einnig þingsíðu, bls. 25. ------»■ ♦ »----- Banaslys við Akranes ÖKUMAÐUR um sextugt lést, þegar tveir bílar, sem komu úr gagnstæðri átt, rákust saman á þjóðveginum við Akranes, laust eftir klukkan 18:30 í gærkvöldi. Okumenn voru einir á ferð og voru fluttir á sjúkrahús. Annar var þá látinn en hinn hlaut lítilsháttar meiðsl. Að sögn lögreglunnar var fljúgandi hálka þegar slysið varð. Ekki er unnt að biita nafn hins látna að svo stöddu. Ti Seðlabankinn lækkar kauptilboð í spariskírteini um 0,1%* Vænti þess að lækkunin sé upp- hafið að frekari vaxtalækkunum - segir Eiríkur Guðnason, aðstoðarseðlabankastj óri SEÐLABANKINN lækkaði í gær kauptilboð í spariskírteini á Verð- bréfaþingi íslands, um 0,1% eða úr 8,25% í 8,15%. Eiríkur Guðna- son, aðstoðarseðlabankastjóri segist eiga von á því að þetta sé byrjun- in á vaxtalækkunum, en ýmis teikn séu á lofti um að lækkanir séu framundan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.