Morgunblaðið - 08.01.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.01.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1992 Læknaráð Landakots vill viðræður um sameiningu: Jákvæð niðurstaða en málið strandar á Jósefssystrum - segir Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra LÆKNARÁÐ Landakotsspítala hefur samþykkt ályktun þar sem fram kemur vilji til að halda áfram viðræðum við fulltrúa heil- brigðisráðuneytis og Borgarspítala um sameiningu spítalanna tveggja. í áiyktuninni eru sett þau skilyrði fyrir sameiningu að sérhæfð þjónusta haldi áfram á Landakoti meðan samningur ríkisins við St. Jósefssystur er í gildi. Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra segir það jákvætt að þessi vilji sé til staðar en að málið í heild strandi á afstöðu Jósefssystra, sem eru alfarið á móti sameiningu. í ályktun læknaráðsins segir meðal annars um forsendur sam- einingar: „Til þess að svo megi verða telur læknaráð nauðsynlegt að gera breytingar á þeirri áætlun um sameiningu sem kemur fram í áliti nefndar sem nú hefur lokið störfum. Læknaráð telur nauðsyn- legt að sameining verði betur und- irbúin og til hennar ætlaður lengri tími en gert er ráð fyrir. Læknar- áð leggur áherslu á að virk sér- hæfð þjónusta haldi áfram á Land- akotsspítala meðan samningur ríkisins við St. Jósefssystur er í gildi og að tekið verið tillit til þess starfsfyrirkomulags í læknisþjón- ustu sem tíðkast hefur á Landa- kotsspítala í 90 ár og gefíst vel.“ Ályktunin var samþykkt í læknar- áði með 27 atkvæðum gegn tveim- ur. Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra segir, að þótt það sé jákvætt að læknaráðið hafi lýst yfir vilja sínum til að halda sam- einingarviðræðum áfram, séu skil- yrði þess óraunhæf. í ályktunni sé gert ráð fyrir óbreyttum rekstri fram til ársins 1997 og fjármagn til þess sé einfaldlega ekki til stað- ar. Málið strandi þar að auki á afstöðu Jósefssystra sem eru alf- arið á móti sameiningu. Heilbrigð- isráðherra telur því að framhald málsins sé alfarið í höndum forr- áðamanna Landakots sem stend- ur. VEÐUR ÍDAGkl. 12.00 Heímild: Veöurstola íslands {Byggt á veöurspá kl. 16.15 i gær) I/EÐURHORFUR í DAG, 8. JANÚAR YFIRLIT: Á milli íslands og Noregs er 988 mb lægð, sem hreyfist austnorðaustur og grynnist. Á sunnanverðu Grænlandshafi er hæðarhryggur á norðaustur leið. SPÁ:Hæg breytileg átt og víðast léttskýjað. Talsvert frost. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Allhvöss suövestan átt. Éljagangur um vestanvert landið en annars þurrt að mestu. Heldur kólnandi veður. HORFUR Á FÖSTUDAG: Hæg vestlæg átt og víða léttskýjað um norðaustanvert landið en vaxandi sunnan og suðaustan átt og hlýn- andi veður um sunnan og vestanvert landið. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TÁKN: Heiðskirt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma # # * ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus SJ Skúrir * V E' = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur Í7 Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hiti +3 +1 veður alskýjað skýjað Bergen 3 rigning og súld Helsinki 0 snjókoma Kaupmannahöfn 6 þokumóða Narssarssuaq -í-13 alskýjað Nuuk vantar Osló +1 skýjað Stokkhólmur 4 skýjað Þórshöfn 3 léttskýjað Algarve 16 þokumóða Amsterdam 5 þokumóða Barcelona 7 mlstur Berlín 7 skýjað Chlcago 0 þokumóða Feneyjar 0 þoka Frankfurt 2 þokumóða Glasgow 11 rigning Hamborg 5 skýjað London 9 skýjað Los Angeles 8 hálfskýjað Lúxemborg 1 þokumóða Madríd 6 skýjað Malaga 15 léttskýjað Mallorca 13 alskýjað Montreal +2 skýjað NewYork 4 skýjað Orlando vantar París vantar Madeira vantar Róm vantar Vín 11 léttskýjað Washington vantar Winnipeg +7 alskýjað Jólatrén sett á gánia Sorpu. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Bannað er að henda jólatrjám í öskutunnur ÍBÚUM höfuðborgarsvæðisins hefur verið bent á að henda ekki jólatrjám í sorptunnur fyrir utan heimili sín heldur að fara með þau á gámastöðvar Sorpu. Nýja Sendibílastöðin hefur tekið að sér að taka jólatrén hjá fólki og koma þeim á gámastöðvarnar gegn 200 króna gjaldi. Nýja Sendibílastöðin veitir þessa þjónustu í dag, miðvikudag, á milli kl. 16 og 18. Að sögn Inga Dóra Einarssonar hjá Nýju Sendibíla- stöðinni er mjög líklegt að þjónust- an verði einnig veitt á morgun, fimmtudag, á sama tíma vegna fjölda beiðna um aðstoð. Einnig veita embætti gatnamál- astjóra í viðkomandi hverfum eldri borgurum og öryrkjum aðstoð við að koma trjánum á gámastöðvarn- ar. Að sögn Ásmundar Reykdal, stöðvarstjóra Sorpu bs., er stefnt að því í framtíðinni að allur garða- úrgangur verði flokkaður sérstak- lega og verði settur aftur í jarðveg- inn. Ásmundur segir að aðskilja verði garðaúrgang sérstaklega ef hann eigi að brotna niður og verða Textavarp: Flestir söluaðilar með íslenska stafi að jarðvegi. Sorpa sér um að aka slíkum úrgangi á móttökustað fyr- ir jarðveg við Gufunes þar sem hann blandast jarðveginum. Hann segir að stærstu trén, sem t.d. séu í eigu bæjar- og sveitarfélaga víðs vegar séu hins vegar tekin sérstak- lega og endurunninn í timbu- rendurvinnslu Sorpu, en minni trén séu ekki nógu efnismikil til þess. Ásmundur bendir á að ef fólk eigi í einhveijum erfiðleikum með að flytja trén á gámastöðvarnar sé hægt að klippa þau í sundur. Starfsmenn Sorpu eru einnig við gámastöðvarnar og eru fólki innan handar við að aðgreina úrganginn. Þess má geta að samkvæmt upplýsingum frá Sorpu eru um 56 þúsund heimili á höfuðborgar- svæðinu. FLESTIR söluaðilar sjónvarpstækja bjóða nú, eða eiga von á sjónvarps- tækjum, sem sjónvarpa íslenskum bókstöfum í textavarpi, að sögn Geirs Magnússonar umsjónarmanns textavarps RUV. Eigendum sjón- varpstækja, sem ekki nema íslcnska bókstafi, er ráðlagt að afla upplýs- inga hjá söluaðila um hvort hægt sé að fá íslenska stafi í textavarpið. Geir sagði að í framhaldi af því að komið hefði í ljós að mörg sjón- varpstæki tækju ekki á móti íslensk- um bókstöfum, hefðu stærstu inn- flytjendum og söluaðilum sjónvarps- tækja verið sendar upplýsingar um hvernig best væri að leysa vandann. Þessir aðilar voru heimsóttir í haust og kom þá í ljós að flestir þeirra höfðu þegar á boðstólum tæki, sem taka á móti íslenskum bókstöfum í textavarpi, eða voru í þann veginn að fá slík tæki. Aðspurður benti Geir eigendum eldri tækja, sem ekki næmu íslenska bókstafi, að afla upp- lýsinga um hvort hægt væri að koma þeim fyrir hjá söluaðila. Um nýjungar í textavarpi sagði Geir að unnið væri að svokallaðri dagbók sem stefnt væri að því að byija að sjónvarpa í febrúar. I henni verður meðal annars hægt að fá upplýsingar um opnunartíma apót- eka, klukkuna víðsvegar í heiminum, tilkynningar félagasamtaka, neyðar- síma og opnunartíma sundstaða og safna. Einnig er að sögn Geirs stefnt að því að gefa upplýsingar um rút- ur.strætisvagnaferðir, flug og fetjur. Geir sagðist hafa orðið var við að fólk notfærði sér upplýsingaþjónustu textavarpsins og þá einkanlega al- mennar fréttir og íþróttafréttir. Solarflug seldi 400 miða fyrsta daginn Ferðaskrifstofan Sólarflug seldi viðskiptavinum sínum á síð- asta ári og félögum tveggja laun- þegasamtaka um 400 farmiða á tilboðsverði til Glasgow, London, Kaupmannahafnar og Amsterdam sl. mánudag, sem var fyrsti sölu- dagurinn. Guðni Þórðarsson, for- stjóri, sagði að allar simalínur ferðaskrifstofunnar hefðu verið uppteknar meginhluta dagsins. Guðni sagði að fólk fagnaði mjög ódýrum ferðamöguleikum og nefndi að í sumum tilfellum væru fargjöldin læg^ri en flug innanlands. Sagði hann í því sambandi að Glasgowferð kost- aði 10.900 kr. meðan Egilsstaðaflug væri á nærri 15.000 kr. Þá sagði Guðni að viðskiptavinir ferðaskrif- stofunnar ættu aðgang að hagstæð- um samningum sem gerðir hefðu verið um sumarhús, hótel og bíla- leigu. Samkvæmt þeim væri afsláttur af hótelum 20-60% og boðið væri upp á viku bíialeigu á 15.000 kr. í stað 30.000 kr. Tilboðsverð gildir fyrir viðskipta- vini Sólarflugs á árinu 1991, félaga í Verslunarmannafélagi Suðurnesja og Hjúkrunarfélagið, en Guðni sagði að 5-6 önnur launþegasamtök hefðu einnig leitað eftir samningum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.