Morgunblaðið - 08.01.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANUAR 1992
27
Þorbjörg Vigfús-
dóttir - Minning
Fædd 17. júlí 1905
Dáin 28. desember 1991
í dag fer fram frá Dómkirkjunni
í Reykjavík útför ömmu minnar,
Þorbjargar Vigfúsdóttur, sem lést
á Landakotsspítala aðfaranóttt 28.
desember 1991
Þorbjörg var fædd á Kálfárvöll-
um í Staðarsveit á Snæfellsnesi
árið 1905, næst yngst tíu systkina.
Ung að árum missir hún foreldra
sína og flyst ellefu ára til Reykja-
víkur í fóstur hjá Elínu systur sinni
og eiginmanni hennar, Sveinbirni
Egilssen. 1929 giftist Þorbjörg
Júlíusi Evert þá kaup- og útgerðar-
manni á Akranesi. Á Akranesi
bjuggu þau til ársins 1935 en flutt-
ust þá til Reykjavíkur. Þau ólu upp
þijú börn, Olaf einkabarn þeirra,
f. 1939, búsettur í Danmörku,
bróðurdóttur Þorbjargar, Ernu, f.
1929 og dóttur hennar Hrafnhildi,
f. 1947. Júlíus lést 23. maí 1981.
Það er gjaman á tímamótum
sem minningar vakna og þegar
mér bárust fregnir af andláti
ömmu minnar aðfaranóttt 28. des-
ember sl. vöknuðu hjá mér minn-
ingar sem ég átti erfitt með að
koma saman í heildstæða mynd.
Ekki það að hún amma mín hefði
breyst svo mikið gegn um árin, en
hitt frekar að það rifjuðust upp
minningar um okkar kynni frá
mismunandi skeiðum míns eigin
lífs, og oft reyndist erfitt að greina
hvað í minningunni sagði mér eitt-
hvað um sjálfan mig og hvað um
ömmu mína. Það kom upp í huga
mér þessi barnslega einfeldni þeg-
ar ég uppgötvaði að hún amma
mín hét alls ekki „Tobbudamma"
heldur var þetta barnslegur
samruni á „Þorbjörg amma“ sem
ég nota enn í dag og ömmu minni
fannst ekkert athugavert við. í lífi
barnsins var jóladagur hjá ömmu
og afa í Reykjavík sem vörður í
óljósri rás tímans, fastur liður eða
tímamót á borð við sautjánda júní,
afmælið hans Dodda vinar míns,
komu lóunnar, eða aðra stórvið-
burði í lífi sex ára drengs, og þó
svo jólasteikin hjá ömmu hafi að
sjálfsögðu ekki verið eins stór og
mig ætíð minnti held ég enn í dag
í þá siði jólahaldsins sem rekja
má til þessa tíma.
Sem börn vorum við systkinin
stundum í pössun hjá þeim Þor-
björgu og Júlíusi, en þar var jafnan
gestkvæmt og minnist ég ótal
kaffiboða hjá ættingjum í Reykja-
vík, heimsóknum vina og ættingja
af Snæfellsnesi og úr Dölunum,
sterkum fjölskylduböndum, sem
mér sem barni var lengi vel um og
ó að skilja upp eða niður í.
Á árunum 1970-1972 bjó ég
síðan hjá þeim tvo vetur meðan
ég var við nám í Reykjavík. Mér
er sérstaklega minnistæður dugn-
aður þeirra hjóna á þessum árum
og hversu góð þau voru mér. Júl-
íus var síðari veturinn mikið til
heima við vegna vanheilsu en Þor-
björg vann þá í mjólkurbúð á Rán-
argötunni. Um hver mánaðamót
hjálpaði ég henni með uppgjör
mánaðarins og mér er sérstaídega
minnistæð sú ábyrgð og samvisku-
semi sem Þorbjörg sinnti þessu
starfi sínu og ekki síður þakklæti
hennar í minn garð fyrir þetta smá
viðvik mitt. Ekki get ég sagt að
ég hafi haft mörgum skyldum að
gegna meðan ég dvaldist hjá þeim
Júlíusi á Oldugötunni. Þau hjónin
skorti ekki skilning á högum og
þörfum unga mannsins, sem var
að fara að heiman í fyrsta skipti
og taldi sér trú um að hann lifði
sjálfstæðu lífi í þakherberginu á
Oldugötunni. Ég hafði það eins og
blómi í eggi. Lýsandi fyrir um-
hyggju þeirra er saga sem vinir
mínir hafa sagt mér „að það hafi
ekki verið hægt að ná í mig í síma
á morgnana þar sem ekki mátti
vekja „prinsinn" of snemma — en
velkomið að taka skilaboð". Þor-
björg sá svo um að okkur Júlíus
skorti ekki neitt, og þó svo að ég
síðasta veturinn minn í skólanum
byggi í íbúð úti í bæ gat ég ávallt
leitað til þeiiTa.
Síðastliðin tólf ár hitti ég Þor-
björgu sjaldnar og þá helst í sum-
ar- eða jólaleyfum frá námi erlend-
is eða þá sjaldnar hin síðari ár í
erindum til Reykjavíkur. Það er
einmitt þegar fólk hittist sjaldan
sem vart verður við miklar breyt-
ingar en í mínum augum var hún
síung — fram á það síðasta virtist
aldurinn hafa haft lítil áhrif á Þor-
björgu.
Þessar gloppóttu minningar frá
bernsku fram á fullorðinsár er það
sem stendur upp úr þegar litið er
til baka. Stundum er sagt að minn-
ingar geti aldrei verið annað en
ófullkomin mynd af raunveruleik-
anum, en hversu ófullkomnar sem
þær eru, geta þær haft djúpstæð
áhrif og myndað þann raunveru-
leika sem við bregðumst við. Þor-
björg var í mínum minningum
ákveðin festa og góð kona og góð-
ar minningar gleymast ekki. Bless-
uð sé minning hennar.
Olafur Jón Arnbjörnsson.
Kveðjuorð:
Guðfinna L Guð-
jónsdóttir Clausen
Fædd 21. október 1905
Dáin 30. desember 1991
Enn eitt árið er liðið í aldanna
skaut. Öll eiga þau það sameigin-
legt að gefa okkur mönnunum
tækifæri til að safna minningum
úr lífshlaupi okkar í sjóð minninga
er gefa lífí okkar gildi.
Þannig varð mér hugsað er ég
frétti lát kærrar föðursystur
minnar, Guðfínnu Ingibjargar
Guðjónsdóttur Clausen, Finnu, eins
og við hennar nánustu kölluðum
hana. Hún var skírnarvottur minn,
eða svokölluð guðmóðir, og gegndi
hún því hlutverki með sóma. Þegar
erfiðleikar steðjuðu að vegna
veikinda föður míns, tóku þau
hjónin mig að sér um tíma og buð-
ust til að taka mig í fóstur, en af
því varð ekki. Hún sýndi það einn-
ig með umhyggju sinni og hjálp-
semi á meðan faðir minn var á lífi
og tryggð og vináttu við móður
mína og okkur systkinin, á meðan
heilsa hennar og aðstæður leyfðu.
Margt handbragðið lærðum við af
henni og áttum henni mjög margt
að þakka. Gott þótti okkur systrun-
um og mömmu að leita til hennar
með aðstoð við saumaskap, en á
því sviði var hún mikil kunnáttu-
og smekkmanneskja. Þá þótti mér
einnig afar fróðlegt að hlusta á
hana segja frá æskuslóðum hennar
í Grunnavík, og frá lífi fólksins sem
hún umgekkst mest, fjölskyldu,
frændfólki og vinum. Við áttum
líka oft líflegar samræður um and-
leg málefni, lífið og tilvei’una. Hún
trúði á líf að þessu loknu og því
veit ég, að hún hefur ekki aðeins
kvatt þetta líf södd lífdaga, heldur
einnig hlakkað til endurfunda við
sína nánustu, sem farnir voru á
undan henni til æðri heima.
Guðfinna Ingibjörg var dóttir
hjónanna Ingibjargar Eiríksdóttur
frá Oddsflöt í Grunnavík og Guð-
jóns Sigurðssonar frá Múla í
Þorskafirði, fjórða bamið í hópi
10 systkinna, en níu þeirra komust
til fullorðinsára og var hún eina
stúlkan í þeim hópi. Tveir bræður
hennar lifa hana, hinir eru látnir.
Hún ólst upp hjá móðurforeldrum
sínum til unglingsára, en flutti þá
til foreldra sinna á ísafirði, fór í
vistir, eins og þá var títt með ung-
ar stúlkur, og einnig lærði hún
fatasaum.
Ung að árum giftist hún Arin-
birni Clausen vélstjóra. Stofnuðu
þau heimili á ísafirði og eignuðust
tvö börn, Stellu, fædd 1934, og
Jens Pétur, fæddur 1939, en auk
þess ólu þau upp dóttur Arin-
björns, Sigrúnu, og eiga þau öll
orðið stóra fjölskyldu. Finna var
ákaflega myndarleg húsmóðir til
allra verka og minnist ég þess, hve
heimili þeirra hjóna var fallegt.
Sjálf var hún glæsileg kona í ásýnd
og var tii þess tekið hve tignarlega
hún bar íslenska þjóðbúninginn.
í upphafi síldaráranna flutti fjöl-
skyldan til Siglufjarðar og átti þar
heima um tíma og hafði Finna oft
á orði, hve gott og gaman hefði
verið að eiga heima á Siglufirði.
Seinna fluttu þau svo aftur til ísa-
fjarðar, en þar lést Bjössi árið
1954. Eftir það hélt hún þar heim-
ili með börnum sínum um skeið,
en síðar fluttu þau til Reykjavíkur.
Þar bjó hún síðan. Vann hún lengst
af við saumaskap og ýmislegt
fleira á meðan aldur og heilsa
leyfðu. Síðustu æviárin dvaldi hún
á Kumbaravogi við Stokkseyri, en
þar lést hún á næstsíðasta degi
ársins, sem var að kveðja. Verst
var, hve langt hún dvaldi frá okk-
ur, sem langaði til að hitta hana.
Guð geymi frænku mína og
blessi minningu hennar. Innilegar
samúðarkveðjur til allra hennar
nánustu aðstandenda frá okkur
Laufeyju, Sigrúnu og fjölskyldum
okkar.
Helga Magnúsdóttir
Laufey Eggertsdóttir
sjúkraliði - Minning -
Laufey Eggertsdóttir lést 28.
desember sl. Hún var fædd á Sauða-
dalsá á Vatnsnesi, Vestur-Húna-
vatnssýslu, 2. mars 1913, dóttir
hjónanna Sesselju Benediktsdóttur
og Eggerts Jónssonar er þar
bjuggu. Börn þeirra voru þrettán,
en fjögur létust í bernsku.
Laufey ólst upp við alinenn sveit-
astörf. Hún byrjaði ung að vinna
eins og títt var til sveita. Skólanám
var takmarkað enda aðeins unt far-
skóla að ræða, sem voru 8-10 vikur
á vetri og alls ekki árlega. Um fram-
haldsnám var ekki að ræða hjá
þorra ungntenna í byggðarlaginu.
Laufey vann heima fram yfír tví-
tugsaldur, en þá fór hún til Reykja-
víkur og réði sig i vist. Hún var
heppin með heimili, fólkið elskulegt
og tók henni eins og hún tilheyrði
fjölskyldunni.
Árið 1938 réðst Laufey sem
starfsstúlka á Landakotsspítala og
má segja að þá hafi lífsstarf hennar
mótast. Þótt hún væri ekki menntuð
til hjúkrunarstarfa var það fljótlega
sem hún fór að sinna og hlúa að
þeim sjúku. Hún vann á Landa-
kotsspítala fram yfir stríðsárin en
þá fór hún til Danmerkur og vann
á sjúkrahúsi sem tilheyrði sömu
reglu og Landakotsspítali. Þar var
hún í tvö og hálft ár. Jafnframt
sótti hún námskeið á hjúkrunarsviði
hjá Rauða krossinum í Kaupmanna-
höfn. Eftir heimkomuna vann Lauf-
ey áfram hjá Landakotsspítala en
hætti um fimm ára skeið og réðst
til Lyfjaverslunar ríkisins en fór
síðan aftur til starfa á Landakots-
spítala. Þegar nám sjúkraliða var
tekið upp árið 1965 innritaðist
Laufey í skólann og var í hópi þeirra
fyrstu sem útskrifuðust þaðan. Hún
vann síðan sem sjúkraliði þar til
hún veiktist og varð að hætta störf-
um á sjötugasta aidursári.
Ég ólst upp á næsta bæ við
Sauðadalsá. Það var mikil vinátta
á milli fjölskyldnanna. Á uppvaxtar-
árunum lágu spor okkar barnanna
saman. Bernskuminningar eru því
meira og minna sameiginlegar.
Lönd voru þá ógirt og búpeningur-
inn fór ekki eftir landamærum.
Þess vegna áttum við oft erindi
milli bæjanna en þó var hitt ekki
síður að það var kærkomin upplyft-
ing í amstri dagsins að hittast og
spjalla saman. Sauðadalsárfólkið
var allt gott og heilsteypt fólk. Það
var velviljað, greiðvikið og ávallt
tilbúið að rétta hjálparhönd ef þess
væri þörf. Efni voru lítil en þó var
alltaf hægt að miðla þegar með
þurfti. Þessi lífsviðhorf mótuðu
Sauðadalsársystkinin strax í æsku.
Þegar þetta er haft í huga er það
eðlilegt að Laufey skyldi gera þjón-
ustustörf að lífsstarfi sínu og það
við þá sem hjálparvana voru og
þurftu á nærgætni og hlýju að
halda.
Laufeyju féllu hjúkrunarstörfin
vel. Það var eins og hún væri til
þeirra kölluð. Hún var alúðleg og
góð við sjúklingana og margur var
þakklátur fyrir þann hlýhug og
kærleika sem hún lagði í störf sín.
Laufey var góð kona. Hún sóttist
ekki eftir þessa heims auði, en lagði
mikið á sig til að gleðja og hjálpa
öðrum. Hún var skapgóð og sá
ávallt það jákvæða í hverjum manni.
Hún ræktaði hið góða tré svo að
það gæti borið ávöxt hjálpsemi og
kærleika. Hún var trúuð kona og
efaðist ekki um áframhaldandi líf
og undir það þyrfti hver og einn
að vera búinn. Þannig mótaðist líf
hennar af hlýhug til allra manna.
Henni var það harmur þegar fólk
brást sjálfu sér eða öðrum, og gæti
hún úr bætt var það gert. Við sem
þekktum Laufeyju frá barnsaldri
og fylgdumst með lífí hennar og
starfí sáum að hún gekk ekki fram-
hjá þeim sem voru hjálparþurfi.
Gæti hún orðið að liði var það gert.
Þetta var aðalsmerki æskuheimilis
hennar og það merki hné ekki í
höndum Laufeyjar.
Heilsteypt og hjálpsöm kona er
gengin. Hún hefur linað marga
þjáninguna og veitt mörgum innri
gleði og hamingju á lífsleiðinni. Og
það er ekki vafí á því að hún gengr-
ur inn til fagnaðar herra síns til
góðs hlutskiptis á nýjum vegum.
Við þökkum henni og biðjum henni
guðs blessunar. Eftirlifandi systkin-
um hennar og aðstandendum öllum
flytjum við samúðarkveðjur.
Páll V. Daníelsson.
• •
Þorsteinn O. Þor-
steinsson — Kveðjuorð
Fæddur 20. september 1939
Dáinn 27. desember 1991
Þegar jólahátíðina bar hæst lést
í Reykjavík, eftir stutta en stranga
banalegu, á fimmtugasta og þriðja
aldursári Þorsteinn Órn Þorsteins-
son. Að slíkurn manni sem Þor-
steinn var er þungur harmur kveð-
inn, og sáran saknað sem vinar og
félaga af undirrituðum.
Með örfáum orðum viljum við
minnast Þorsteins, eða Steina í
Sundakaffi, sem við bræðurnirnir
kynntumst fyrir um það bil sex
árum, er við rákumst inn í morgun-
kaffi til hans ásamt Þórarni Ragn-
arssyni félaga okkar. Frá fyrsta
degi tókst með okkur vinátta og
félagsskapur sem aldrei bar skugga
á, og margan kaffibollann höfum
við fjórmenningarnir síðan tekið inn
í Sundakaffí og átt þæginlega stund
frá erli dagsins.
Þar var skipst á skoðunum um
málefni líðandi stundar. Þar voru
ráð þegin og gefin, léttleikinn í fyr-
irrúmi, allir með svipuð mál að
glíma við, sem var endalaus brunn-
ur að ausa úr. Þjóðmálin borðliggj^*
andi en lausnirnar urðu alltaf fjór-
ar. Það sem einkenndi rekstur
Steina var snyrtimennskan hvar
sem á var litið svo og það notalega
andrúmsloft sem hann og hans
góða kona, Margrét, sköpuðu með
návist sinni, en saman höfðu þau
hjónin, af eljusemi og dugnaði,
byggt upp fyrirtæki sem er um
margt til fyrirmyndar.
Það er erfitt fyrir eftirlifandi ást-
vini að sjá á eftir manni sem var
jafn atkvæðamikill og Steini, að
skilja tilgang lífsins þegar hugrakl^.
ur dugnaðarmaður fellur svo snögg-
lega frá, uppfullur af hugmyndum,
og kappi sem var ótrúlegt.
Allt til síðustu stundar, meðvitað-
ur um það sem beið hans var hann
að skipuleggja reksturinn, fullur
eldmóðs, áhuga og óslökkvandi
bjartsýni.
Við vottum Margréti, börnunum,
tengdabörnum og barnabörnum
okkar dýpstu samúð.
Páll og Rúnar Garðarssynir.