Morgunblaðið - 08.01.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.01.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1992 Spennandi að takast á við ný verkefni - segir Asgeir Arngrímsson sem tek- ur við starfi framkvæmdastjóra Kald- baks á Grenivík um mánaðamótin ÁSGEIR Arngrímsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kald- baks á Grenivík og tekur hann við starfinu um næstu mánaðamót af Þorsteini Péturssyni, sem flytur sig yfir til Dalvíkur. Ásgeir hefur frá árinu 1980 starfað hjá Utgerðarfélagi Akureyringa. Ásgeir er fæddur og uppalinn í Ólafsfirði, hann lauk stúdentsprófi frá Kennaraskóla ísland og stund- að síðan framhaldsnám við skól- ann í.eitt ár að því loknu. Þá stund- aði hann nám við Fiskvinnsluskól- ann og Tækniskóla ísland og lauk útgerðartækniprófi þaðan árið 1978. Ásgeir vann í tæpt ár sem verk- stjóri í frystihúsi Útgerðarfélags Akureyringa að loknu námi, varð síðan framleiðslustjóri Fiskiðjunn- ar Freyju á Suðureyri til ársins 1980, en þá um haustið hóf hann að nýju störf hjá ÚA þar sem hann hefur starfað síðan við rekstrareftirlit og framlegðarút- reikninga. „Það fylgir því ákveðinn söknuður að yfirgefa þetta góða fyrirtæki þar sem mér hefur líkað vel, en mér fannst tími vera kom- inn til að breyta til og spreyta mig á öðrum vettvangi," sagði Ásgeir. Hann sagði sérstöðu Kald- baks nokkra, m.a. vegna þess að fýrirtækið ætti sjálft ekki báta, heimabátarnir Sjöfn og Frosti legðu upp hráefni til vinnslunnar hluta úr ári, en til viðbótar þyrfti að útvega hráefni annars staðar frá. Þá væri frystihúsið ekki i nein- um sölusamtökum og annaðist sjálft sölu afurðanna. „Það verður spennandi að takast á við þessi verkefni og starfið er óneitanlega íjölbreytt.“ Eiginkona Ásgeirs er Arna Ásgeir Arngrímsson. Hrafnsdóttir og eiga þau þijá syni, 10 til 15 ára gamla. „Þeir spurðu mig einmitt að því hvort ég gæti ekki lagt til einhveija stráka í fót- boltann hjá Magna!“. Morgunblaðið/Hólmfríður Sjóbuxur oddvitans í bálinu Kveikt var í myndarlegum bálkesti í Grímsey á gamiárskvöld og þótti hann með þeim stærri í eynni í seinni tíð. Unnið var hörðum höndum við að safna í hann efni og m.a. lögðust til hjallar og bretti frá fiskhús- inu, netaafskurðir, rekaviðardrumbar auk annars eldmats er til féll á heimilunum. Upp úr bálkesti þessum stóð stærðar drumbur og á hann fest flagg það sem Grímseyingar flögguðu á þessum áramótum voru gamlar sjóbuxur oddvitans. A Utgerðarfélag Akureyringa: Aflaverðmæti togaranna rúm- Tónleikum frestað Tónleikum sem halda átti með píanóleikaranum Mart- in Berkofsky á Akureyri og Sauðárkróki hefur verið frestað vegna veikinda. Halda átti tónleikana á Sauðárkróki í kvöld, miðviku- dagskvöld og á Akureyri á fimmtudagskvöld. Tónleikarn- ir með Martin Berkofsky verða haldnir í Tónlistarskólanum á Sauðárkróki fimmtudags- kvöldið 16. janúar næstkom- andi og í Safnaðarheimili Ak- ureyrarkirkju föstudagskvöld- ið 17. janúar. ur 1,5 milljarður á síðasta ári Afli ísfisktogaranna dróst saman um þúsund tonn, en verðmæti jókst um 125 milljónir VERÐMÆTI afla togara Útgerðarfélags Akureyringa á síðasta ári nam rúmum 1,5 milljörðum króna. Heildarafli togaranna var tæp- lega 24 þúsund tonn, en félagið gerði á síðasta ári út fimm ísfisktog- ara og tvo frystitogara. Á árinu 1990 var aflinn um 22.600 tonn og verðmæti hans var rúmur 1,1 milljarður króna. Afli ísfisktogaranna var um eitt þúsund tonnum minni á nýliðnu ári miðað við hið fyrra, en verðmæti aflans jókst um 125 milljónir króna milli ára, einkum vegna hærra fiskverðs. Áflamagn ísfisktogaranna var 16.270 tonn á síðasta ári og verð- mæti aflans var rúmar 790 millj- ónir króna. Á árinu á undan var magnið 17.112 tonn og verðmætið 665 milljónir króna. Frystitogararn- ir tveir veiddu um 7.400 tonn á nýliðnu ári og var verðmæti aflans rúmar 788 milljónir króna. Árið 1990 var afli frystitogaranna tæp- lega 5.500 tonn og verðmætið tæp- lega 500 milljónir, en Sólbakur EA-307 var að veiðum fyrir félagið í tæpa þijá mánuði það árið. Kaldbakur EA-301 kom að landi með tæplega 2,700 tonn af fiski á síðasta ári að verðmæti 132,7 millj- ónir króna, Svalbakur EA-302 afl- aði um 4.000 tonna að verðmæti 186,5 milljóna króna, en Harðbakur EA-303 varð aflahæstur ÚA- tog- aranna með rúm 4.500 tonn og var verðmætið ríflega 155 milljónir króna. Gamli Sólbakur EA-305 var með 2.300 tonna afla á liðnu ári og var verðmæti hans 118.6 milljón- ir króna og Hrímbakur EA-306 var með tæplega 2.700 tonn að verð- mæti 137.4 milljónir króna. Harðbakur og Hrímbakur lönd- uðu oftast, eða 26 sinnum, Svalbak- ur landaði 24 sinnum og Sólbakur 23, en Kaldbakur var frá veiðum hluta úr árinu vegna endurbóta og landaði hann 19 sinnum. Sléttbakur EA-304 fékk um 4.300 tonn á liðnu ári að verðmæti 469 milljónir króna og Sólbakur EA-307 fékk um 3.100 tonn að verðmæti tæplega 320 milljónir króna. Báðir frystitogaranir lönd- uðu 12 sinnum á liðnu ári. Verslunarstiðri Kaupfélag Eyfirðinga óskar eftir að ráða verslun- arstjóra til starfa við nýja verslun félagsins, sem opnuð verður fyrri hluta ársins. Leitað er eftir traustum og áhugasömum starfs- manni, með reynslu í verslunarrekstri og stjórnun. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Hannes Karlsson, deild- arstjóri matvörudeildar KEA, sími 96-30373. Umsóknir um starfið þurfa að berast aðalfulltrúa félagsins fyrir 24. janúar nk. Kaupfélag Eyfirðinga. „Hef nóg- að gera“ - segir Gestur Fanndal, sem hættir verslunarrekstri í Siglufirði eftir 57 ár GESTUR Fanndal, sem rekið hefur matvöruverslunina á Suður- götu 6 í Siglufirði sleitulaust í rúmlega 57 ár auk annars, hefur nú selt lager sinn og leigir verslunina. Hann hefur þó ekki sest í helgan stein heldur er hann umboðsmaður íslandsflugs í Siglufirði sem og happadrættis DAS, auk þess sem liann heldur sjálfur nokkr- um vöruumboðum. Gestur fluttist til Sigluíjarðar árið 1921 og hóf rekstur sinn árið 1934. Hann segist einungis hafa tekið sér frí þrisvar sinnum á þeim tíma en hann varð áttræður síð- astliðið sumar. Enn starfar hann af fullum krafti þrátt fyrir að hann hafi nú um áramótin minnkað við sig með því að leiga matvöru- versluninna. „Það hefur í raun ekki orðið breyting hjá mér við þetta því ég vinn enn jafn mikið og áður. Ég gat ekki verið mikið í matvörubúð- inni hvort eð var þegar flugið hér fór að aukast. Mér líkar vel við þetta fyrirkomulag enda þýðir nú heldur ekki að sýta eigin gerðir. Ég er orðinn áttræður og er mjög ánægður. Ég á góða eiginkonu og fjölskyldu og hef nóg að gera,“ segir Qestur Fanndal. Gestur Fanndal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.