Morgunblaðið - 08.01.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.01.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1992 STJORNUSPA eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) V* Þú nýtur farsældar í morgun- störfum þínum. Þó áttu eftir að kanna ýmis atriði nánar og verður að gera það sem ailra fyrst. Smáágreiningur kann að koma upp milli þín og náins vinar. Naut (20. apríl - 20. maí) (ffö Sjálfstraust þitt fer vaxandi núna. Þú bindur miklar vonir við samkomu sem þú ætlar að taka þátt í með kvöldinu. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Æ* Þig langar til að hafa tíma til að vera einn með ástinni þinni á næstu vikum. Þú afkastar miklu núna og nærð góðum árangri. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HÍjB Þú gerðir rétt í því að sinna áhugamálum þínum núna. Þú ættir ekki að láta smábakföll draga þig niður. Kvöldið verð- ur skemmtilegt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú leysir vandamál heima fyrir í dag. Undirbúningsverk sem staðið hefur lengi yfir skilar árangri á næstu mánuðum. Meyja (23. ágúst - 22. september) a# Þú færð innblástur og kemur miklu í verk um þessar mund- ir. Þú átt auðvelt með að koma skoðunum þínum á framfæri, en ættir að forðast að gagn- rýna annað fólk. VOg (23. sept. - 22. október) Þú leggur mikið á þig núna til að hafa allt í röð og reglu heima hjá þér. Þér býðst nýtt atvinnutækifæri og er ráðleg- ast að láta smámuni ekki koma þér úr jafnvægi. Sþoródreki (23. okt. - 21. nóvember) 9Kj£ Þú færð að hafa allt eftir þínu höfði núna og ættir að bera þig eftir því sem þú hefur áhuga á. Næstu mánuðina leggur þú megináhersluna á mannleg samskipti og samveru með þínum nánustu. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Þó að rás viðburðanna sé nú hagstæð fyrir pyngju þína ætt- ir þú ekki að auglýsa vei- gengni þína á torgum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú skipuieggur heima- samkvæmi. Nú ríður á að að vera sjálfum sér samkvæmur og láta skoðanir sínar óhikað í ijós á fjöldafundi. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) l&t Þú ert fær um að taka skyn- samlega á vandamáli sem þú átt við að etja á vinnustað. Fjölskyldulán gerir næstu mánuðina óvenjulega. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) tSí Þú heimsækir gamla vini. Menntandi verkefni sitja i fyr- irrúmi hjá þér núna, en þú ættir að segja sem fæst og reyna sem mest að forðast að ráðleggja öðrum. Stjörnusþána á aó lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. DYRAGLENS GRETTIR TOMMI OG JENNI þuNNuFi /S. FS/rutt s? /CÖTTUK... ÁL/fE/H . Jf ^ l 1 ' -LU UJ LJ! 111 1 11(11 7ZTT- LJOSKA 7rrmsr—.zr tí’ _ — irrr 0> PP/tUHA L E G/)\to/EKT /UÍ*L ? f-ir/jrTVe UPPeONALEG! LtryRER) / - / — n FERDINAND 1 1 .1 SMAFOLK ONE OF TWE GKEAT J0V50F LIFE15 5ITTING BV V0UR CHRI5TMA5 TREE WMILE 516 FLUFFV 5N0WFLAKE5/ FL0AT 6ENTLV TO THE 6R0UNP... 3 >_^4 Eitt af því ánægjulegasta í lífinu er að sitja við jóla- tréð sitt, á meðan stór og dúnmjúk snjókorn líða hægt til jarðar. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Hvernig getur góður spilari komist hjá því að taka 9 slagi í þremur gröndum? Suður gefur; NS á hættu. Norður ♦ ÁKD4 VD107 ♦ 765 ♦ 842 Vestur Austur ♦ 873 ♦ G105 ♦ 8643 ♦ ÁG9 ♦ 109 ♦ DG832 ♦ G975 ♦ D10 Suður ♦ 962 VK52 ♦ ÁK4 ♦ ÁK63 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 3 grönd Allir pass Útspil: tígultía. Með dauða hönd reynir vestur að hitta á lit makkers og tekst bara vel upp. Hins vegar dugir tígulsóknin ekki, því sagnhafi á 9 slagi með því einu að fría slag á hjarta. Hann er svo heppinn að spaðinn fellur. Spilið kom upp í tvímennings- keppni fyrir mörgum árum. Á skorblaðinu var löng súla af 600 í NS, en ein tala stakk í stúf: 100 í AV. Þar fékk sagnhafi óvenjulega vörn. Hann dúkkaði tígul einu sinni, en fór svo í spað- ann, tók ÁK og austur hendi G10! Fullviss um að spaðinn lægi 4—2, tók sagnhafi slag á spaðaníuna og reyndi síðan að komast inn á blindan á hjarta. En austur lá með ÁG fyrir aftan blindan, svo 9. slagurinn á spaðadrottningu varð stranda- glópur í borðinu. Falleg og vel heppnuð vöm. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á móti í Reno í Nevadafylki í Bandaríkjunum síðasta haust kom þessi staða upp í viðureign alþjóð- lega meistarans Jercmy Silman (2.390), sem hafði hvítt og átti leik, og James MacFarland. 23. Bf6! og svartur gafst upp, því eftir 23. - gxf6, 24. exf6 - Hg8, 25. Hd8! er hann óverjandi mát. Jafnir og efstir á mótinu með 5 v. af 6 mögulegum urðu stórmeist- arinn Sergei Kudrin frá Fíladelfíu, alþjóðameistarinn Georgi Orlov, Seattle, og Andrew Karklins frá Chicago. Þátttakendur á mótinu voru 270 talsins, þar af tveir stór- meistarar og sex alþjóðlegir meistarar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.