Morgunblaðið - 08.01.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.01.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1992 .7 Sparnaður í húsbréfakerfinu Bjartsýnn að mark- mið fjárlaga náist — segir deildarstjóri húsbréfadeildar EITT AF markmiðum ríkisstjórnarinnar í fjárlögum var að minnka umfang húsbréfakerfisins úr 15 milljörðum króna sem það var i fyrra niður í 12 milljarða króna í ár. Sigurður Geirsson, deildar- stjóri húsbréfadeildar Húsnæðisstofnunar, segir að hann sé bjart- sýnn á að lánin verði innan við 12 milljarða í ár. Að sögn Sigurðar var þessi sparn- aður í kerfinu útfærður að mestu í október sl. er Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra kynnti sparnað- arleiðir ráðuneytisins í kerfinu en þær voru helstar að hámarkslán voru lækkuð og endurbótalánum frestað fram til 1993. Þessu til viðbótar nefn- ir Sigurður að engin greiðsluerfið- leikalán verði veitt á þessu ári en þau námu 2,5 milljörðum króna í fyrra, Og tvö bráðabirgðaákvæði, um nýbyggingar eða kaup þeirra sem eru að fjárfesta í sinni fyrstu íbúð, falla einnig út en með því sparast um hálfur milljarður. „Og það má einnig geta þess að miðað við þróunina á fasteignamark- aðinum frá því í haust sýnist okkur sem að fasteignaviðskipti muni minnka nokkuð á þessu ári í sam- ræmi við stöðuna í efnahagsmálum," segir Sigurður. „Að öllu þessu sam- anteknu tel ég að hægt sé að vera bjartsýnn á að umfang húsbréfakerf- isins verði innan við 12 milljarða króna í ár.“ Börn náttúrunnar og Ryð á kvikmynda- hátíðina í Rouen Tvær íslenskar kvikmyndir hafa verið valdar í samkeppnina á 5. norrænu kvikmyndahátíðinni í Rouen í Frakklandi dagana 11-22. mars næstkomandi. Þær eru Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson og Ryð eftir Lárus Ými Óskarsson. Á þessari kvikmyndahátíð verður athyglinni sérstaklega beint að ís- landi og af því tilefni sýndar í svo- nefndu „Panorama Islandais" níu kvikmyndir til kynningar á íslenskri kvikmyndalist og jafnframt tengslum landanna gegn um frönsku físki- mennina með tveimur gömlum kvik- myndum eftir sögu Pierres Lotis. í Panorama hafa verið valdar eftir- taldar myndir: 1923 Hadda Padda eftir Gunnar Robert Hansen 1924 Pecheur d’ísland eftir Bar- oncelli 1933 Pecheur d’Island eftir Gu- erlais 1979 Land og synir eftir Ágúst Guðmundsspn 1980 Óðal feðranna eftir Hrafn Gunnlaugsson 1981 Gísla saga Súrssonar eftir Ágúst Guðmundsson 1985 Skilaboð til Söndru eftir Kristínu Pálsdóttur 1987 Skytturnar eftir Friðrik Þór Friðriksson 1988 í skugga Hrafnsins eftir Hrafn Gunnlaugsson HEFST í DAG (otuS Álftamýri 7, sími 35522. ár Hressingarleikfimi kvenna og karla Vetrarnámskeið hefjast mánudaginn 13. janúar nk. Kennslustaðir: Leikfimisalur Laugarnesskóla og Iþróttahús Seltjarnarness. Fjölbreyttar æfingar Músík - Dansspuni Þrekæfingar - Slökun Gleðil egt nýtt ár Nokkrar konur geta komist að mánudags- og fimmtudagskvöld kl. 20.15. Einnig nokkrir herrar sömu kvöld kl. 21.15. Innritun og upplýsingar í síma 33290 Ástbjörg S. Gunnarsdóttir, íþróttakennari. Gleðilegt ár, þökkum viðskiptin á liðnum árum. Vantar nýlega bfla á söluskrá M. Benz 230 TE '85, ekinn 48 þús. km., sjálfskiptur, svart- ur, sem nýr. Einn eigandi. Verð kr. 1.580 þús. Skipti - nei BMW 316 '88 ekinn 49 þús. km., sjálfsk., topplúga o.fl. Verð kr. 1.300 þús. Skiþti á ódýr- ari. Nissan Sunny 15 SLX '87, ekinn 69 þús. km., blár, vökvastýri. Verð kr. 590 þús. Skipti - skuldabréf. MMC Pajero langur Turbo diesel ’88, hvítur, sjálfsk., ekinn 65 þús. km., krómfelgur, spil o.fl. Verð kr. 1.850 þús. Einnig MMC Pajero langur bensín ’88, silfur, ekinn 54 þús. km. Verð kr. 1.750 þús. Toyota Hilux EFI ’88, ekinn 91 þús. km., svartur, krómfelg- ur, 31“ dekk. Verð kr. 1.180 þús. Skipti á ódýrari eða á dýrari VSK-bíl. Ford Bronco XLT ’84, ekinn 97 þús. km., blár og brúnn, mikiö breyttur bíll. Verð kr. 1.250 þús. Skipti á ódýrari. WltJ MMC Lancer GLX ’88, ekinn 34 þús. km., silfur, vökvastýri o.fl. Verð kr. 750 þús. Skipti - skulda- bréf. ■ mm Volvo 740 GL '88, ekinn 67 þús. km., gullsans., sjálfsk. Verð kr. 1.360 þús. Skipti á ódýrari. Range Rover Vogue ’88, blásans., sjálfsk, ekinn 78 þús. km. Verð kr. 3.000.000,- Skipti - skulda- bréf. Suzukl Fox 413 langur '85, svartur, ekinn 74 þús. km. Einn eig- andi. Toppeintak, mikið breyttur bíll. Verð kr.890 þús. Skipti á ódýrari. Einnig Suzuki Fox 413 Samurai ’88, ekinn 46 þús. km. Verð kr. 690 þús stgr. Daihatsu Charade CX ’88, ekinn 45 þús. km., rauður, sjálfsk. Verð kr. 595 þús. Skipti - skuldabréf. Nissan Sunny 16 SLX ’90, ekinn 35 þús. km., rauður, rafrúður o.fl. Verðkr. 880 þús. Skipti - skulda- bréf. Volvo 440 GLT ’89, ekinn 49 þús. km., vinrauður, sport- felgur, litað gler o.fl. Verð kr. 960 þús stgr. Suzuki Vitara '89, ekinn 36 þús. km., rauður. Verð kr. 970 þús stgr. Honda Accord EX ’87, ekinn 97 þús. km., blásans., sjálfsk., rafrúður o.fl. Verð kr. 970 þús. Skipti á ódýrari. Toyota Carmy 2.0 XLI ’88, ekinn 64 þús. km., silfur, sjálfsk., vökvastýri. Verð kr. 850 þús. staðgr. Skipti - nei. TORG Toyota Landcruiser VX ’91, ekinn 15 þús. km., gullsans., topp- lúga, sjálfsk., dráttarkr. Verð kr. 4.000.000,-, skipti á ódýrari Daihatsu Feroza EL-II ’89, ekinn 27 þús. km., vökvastýri, topp- lúga, silfur og blár. Verð kr. 970 þús. stgr. Nissan Double Cab ’87, ekinn 120 þús. km., 33“ dekk, króm- felgur, rauður. Verð kr. 1.100 þús. Skipti á ódýrari. "■fcH«vnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.