Morgunblaðið - 08.01.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.01.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1992 3 Snjó kyngdi niður á Akureyri: 50 sentímetra jafnfallinn snjór á 12 klukkutímum Mikill erill hjá lögreglu vegna ófærðar SNJÓ kyngdi niður á Akureyri í fyrrinótt, en frá því byrjaði að snjóa um kl. 20 á mánudagskvöld og fram á þriðjudagsmorgun mældist snjódýptin 50 sentímetrar. Mikill erill var hjá lögreglu- mönnum í gærmorgun við að aka fólki til vinnu á ýmsar stofnanir og aðstoða ökumenn. Þrátt fyrir að allt sé nú á kafi í snjó í bænum festi lítinn snjó í Hlíðarfjalli. Árni Magnússon varðstjóri lög- reglunnar sagði að annasamt hefði verið frá kl. 6 í gærmorgun og fram á morguninn. Ekki var búið að ryðja götur árla morguns og bílar víða fastir vegna ófærðar. Lögregl- umenn aðstoðuðu fólk sem starfar á sjúkrahúsi og ýmsum stofnunum í og úr vinnu í býtið og einnig lentu margir ökumenn í vandræðum vegna ófærðar. Um kl. 9.30 var búið að hreinsa helstu leiðir og gekk umferð þá þokkalega. „Ann- ars voru mjög margir sem fóru gangandi til vinnu, enda í mörgum tilfellum ekki hægt að hreyfa bíla út af stæðum," sagði Árni. Á um það bil 12 klukkustundum var úrkoman 18 millimetrar og snjódýptin mældist að meðaltali 50 sentímetrar í bænum, en áður en fór að snjóa á þrettándakvöld var jörð nánast auð. Þrátt fyrir að bærinn sé á kafi í snjó eftir þessa hrinu festi ekki snjó í Hlíðarfjalli að neinu ráði. Austanátt var og hvasst þar efra, en þegar þannig viðrar „fer snjór- inn á vitlausan stað“, eins og starfsmaður í Hlíðarfjalli orðaði það. Ekki er þó alveg snjólaust í fjallinu og er stefnt að því að opna um helgina ef ekki þiðnar. Spáð er rigningu á fimmtudag svo brugðið getur til beggja vona hvað það varðar. Tekjutenging elli- og örorkulífeyris: Grunnlífeyrir skerðist hjá tæplega 3.000 manns Lífeyrir frá lífeyrissjóðum skerðir ekki ellilífeyrinn Umhverfis- ráðuneytið hnekkir úr- skurði varð- andi Sogn Anægjuleg niður- staða, segir heil- brigðisráðherra UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hefur kveðið upp úrskurð í máli, sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið vísaði til þess vegna synjunar byggingarnefndar Olfus- hrepps á umsókn ráðuneytis- ins um að breyta Sogni í Ölf- ushreppi í réttargeðdeild. Urskurður umhverfisráðu- neytisins er, að ályktun bygg- ingarnefndarinnar sé felld úr gildi, og lagt er til við nefnd- ina að taka umsókn heilbrigð- is- og tryggingamálaráðu- neytisins til efnislegrar með- ferðar lögum samkvæmt. í úrskurði umhverfisráðuneytis- ins segir m.a., að rök byggingar- nefndarinnar fyrir synjuninni séu, að áform ráðuneytisins falli ekki að tillögu að svæðisskipulagi frá 1979 eða þeirri endurskoðun á þeirri tillögu, sem nú standi yfir. Umhverfísráðuneytið telji að rök þessi fái ekki staðist, þar sem ekkert skipulag að því svæði, sem um sé rætt, hafi verið staðfest. Hins vegar hafi verið rekin, með samþykki yfirvalda sveitarstjórn- armála eða a.m.k. fullri vitund þeirra, stofnun á Sogni árum sam- an. Umhverfisráðuneytið getur því ekki fallist á rök byggingarnefnd- arinnar og að hún hafi ekki tekið umsókn heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins til efnislegrar meðferðar. Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra segir að hann sé ánægður með þessa niðurstöðu málsins og vonar að bygginga- nefnd hraði vinnu sinni í því enda töfin á uppkomu réttargæsludeild á Sogni orðin ærin. „Það stefnir í óefni með þessi mál hérlendis því Svíar hafa nýlega ákveðið að taka ekki erlenda ríkisborgara inn á þessar stofnanir sínar en þar hafa fjórir íslendingar verið í vist- un,“ segir Sighvatur. „Þar að auki hækkuðu nýlega daggjöldin fyrir þetta fólk í Svíþjóð upp í 5.000 krónur á dag. Kostar vist þeirra því um 50 milljónir króna á ári eða svipað og við áætlum kostnað við átta manns hérlendis.“ Bandaríkjamaðurinn var flug- nemi og hafði að baki á milli 40 og 50 flugtíma. Til að öðlast einka- flugmannsréttindi þarf 40 flugtíma og þjálfun í yfirlandsflugi. Hjá loft- ferðaeftirlitinu fengust þær upplýs- ingar að flugið hefði verið í alla staði eðlilegt. Það var skipulagt af flugkennara mannsins hjá flug- klúþbi á Keflavíkurflugvelli. Áður en vélin brotlenti var hún í fullkomnu lagi og bensín eftir til einnar klukkustundar flugs. „Flug- AÆTLAÐ er að ellilífeyrir skerðist hjá 12% ellilífeyrisþega, neminn stóð sig með prýði úr því sem komið var. Hann hélt ró sinni og skynsemi allt til enda. Drengur- inn á hrós skilið fyrir frammistöð- una. Hann er lítið reyndur sjón- flugsmaður sem lendir í afar slæm- um aðstæðum og á ekki margra kosta völ. Hann er ekki á sama grundvelli og atvinnuflugmaður og er undir eftirliti flugkennara í þessu flugi,“ sagði Skúli Jón Sigurðsson hjá loftferðaeftirlitinu, í samtali við Morgunblaðið. eða um 2.600 manns, og um 5% þeirra, eða rúmlega 1.100 manns, missi ellilífeyrinn alfar- ið, samkvæmt tillögum um tekj- utengingu elli- og örorkulífeyris sem nú eru til meðferðar á Al- þingi. Þá er gert ráð fyrir að örorkulífeyrir skerðist hiá um 7% öryrkja, eða um 350 manns, og 2%, eða um 100 manns, missi lífeyrinn alfarið, en á móti fá tekjulægri öryrkjar einhverja hækkun. Tillögurnar gera ráð fyrir því að ellilífeyrir byrji að skerðast við 65.847 króna atvinnutekjur á mán- uði, en það er sama upphæð og tekjutrygging almannatrygginga er miðuð við. Tekjur úr lífeyrissjóð- um eru ekki taldar til atvinnutekna heldur er við það miðað, að sögn Þorkels Helgasonar aðstoðar- manns heilbrigðisráðherra, að þeir sem verði fyrir skerðingu séu ekki sestir í helgan stein heldur hafi tekjur af vinnu. Að auki séu skerð- ingarmörkin aðeins fyrir ofan skattleysismörk og fyrst aðrir þjóð- félagsþegnar séu taldir vera af- lögufærir til þjóðfélagsins með þessar tekjur sé ekki talið eðlilegt að greiða þessum hópi að auki fullan lífeyri. Reiknireglan sem beitt er við skerðinguna er sú, að fundinn er mismunur tekna og skerðingar- marksins og 25% af þeim mismun dragast frá ellilífeyrinum. Hafi sá einstaklingur 76 þúsund króna tekjur á mánuði, eða 10 þúsund umfram skerðingarmarkið, drag- ast 25% af þessum mismun, eða 2.500 krónur, frá grunnellilífeyr- irnum, sem nú er 12.123 krónur á mánuði hjá einstaklingi. Niður- staðan er sú að þessi einstaklingur fær um 9.500 krónur í ellilífeyri. Ef einstaklingur hefur 90 þúsund krónur í atvinnutekjur á mánuði, eða 24 þúsund umfram skerðingar- mörkin, skerðist ellilífeyririnn um 25% af því, eða 6.000 krónur. Og samkvæmt þessu fellur ellilífeyrir- inn niður við um 114 þúsund króna mánaðartekjur. Ef um hjón er að ræða, er lífeyr- ir hvors þeirra fyrir sig meðhöndl- aður eins og hjá einstaklingum. Þannig gæti annað hjónanna verið með fullan lífeyri þótt hitt hafi háar atvinnutekjur. Hins vegar er lífeyrir hvors hjóna um sig 10% lægri en hjá einstaklingum, eða um 11 þúsund krónur á mánuði. Örorkubætur verða einnig tekju- tengdar samkvæmt tillögunum. Að sögn Þorkels Helgasonar kom til greina að sleppa öryrkjum við skerðinguna, en sú leið hafi þó ekki orðið fyrir valinu. Hins vegar er skerðingarmarkið hærra hjá þeim, eða við 69 þúsund króna mánaðartekjur og lífeyririnn fellur því að fullu niður við 117 þúsund króna tekjur. Fénu, sem þannig sparast, á síðan að veita til baka til tekjulægri öryrkja með því að lengja svokallað frítekjumark í tekjutryggingu. Þessar tillögur voru samþykktar af ríkisstjórninni á mánudag og lagðar fyrir þingflokka og efna- hagsnefnd Alþingis, sem hefur bandorminn svonefnda til umfjöll- unar. Tillögurnar eru nánari út- færsla á markmiðum sem sett voru fram í fjárlögum og eiga þær að spara ríkissjóði útgjöld sem næmu 260 milljónum króna á næsta ári. Flugmálastjórn: Flugmaðurinn sem brotlenti gerði rétt RANNSÓKNADEILD loftferðaeftirlitsins telur að bandaríski flugmað- urinn, sem brotlenti flugvél sinni í Kaldadal sl. laugardag hafi brugð- ist við á hárréttan hátt þegar hann lenti í vandræðum vegna veðurs á flugleiðinni Sauðárkrókur-Selfoss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.