Morgunblaðið - 08.01.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.01.1992, Blaðsíða 14
14__________________MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1992_ Er eitthvað hægt að gera? eftir Halldór Jónsson Við áramótin erum við í sjón- varpi minnt á öll þau vandamál sem mannkynið hefur orðið að fást við á umliðnu ári og skynjar að ein- hveiju leyti það ofurefli, sem við verður að fást á nýju ári. Maður fínnur glögglega til smæðar sinnar og vanmáttar gagn- vart hinum risavöxnu vandamálum sem við er að fást í heiminum. Maður ypptir því gjarnan öxlum og reynir að einbeita sér að sínum eig- in málum og störfum. Vandamál veraldarinnar verða einhverjir aðrir að leysa. Sem betur fer er til gott fólk í heiminum, sem lyftir Grettistökum við lausn vandamála mannkynsins og gerir það án manns eigin hjáip- ar. Heimurinn hefur þannig virst komast af án minnar hjálpar hingað til. Og er þó ekki verr á sig kominn en sjá mátti á kínverska rakettu- skrautinu á himni íslendinga á ný- ársnótt. Samt er jafnvel ég hluti mannkynsins í smæð sinni og skammast mín pínulítið fyrir það, hvað ég geri lítið í að leggja eitt- hvað til að hjálpa náunganum. Ég var að velta þessum hlutum fyrir mér að kvöldi nýársdags. Mér þótti sem ég væri að kveðja gamlan vin, þegar Perez de Queliar var að láta af embætti eftir tíu ára starf í þágu mannkynsins. Það var gleði- legt að þessi maður, með þetta örlít- ið raunalega en góðlátlega fas skyldi ljúka störfum sínum með því að gefa stríðshijáðu fóiki í E1 Salvador von um betri tíð með því að koma á samningum stríðandi fylkinga. Ég fór svo að hlusta á segul- bandsupptöku af áramótaávarpi forsætisráðherra okkar. Hann ræddi meðal annars um vandamálin sem við blasa í þrotabúi kommúnis- mans í austri. Margt mælti Davíð spaklegt annað, svo sem að íslend- ingar skyidu horfa bjartsýnir til nýs árs og nýrrar aldar. Ég var líka ánægður með nýársá- varp forseta okkar. Þar var vel og skynsamlega talað og kom frú Vig- dís inn á ýmis atriði sem við mætt- um hugleiða betur. Hún varaði okk- ur við því að bölmóður leiddi af sér doða og doði fæddi af sér framtaks- leysi. Orð að sönnu hjá þeim báðum, enda svartagallsrausið að yfir- þyrma þjóðarsálina um þessar mundir. Bæði minntust þau á vand- amálin sem við blasa í heiminum og hvílík vandamál heimurinn á við að glíma. Svo var sýnt í sjónvarpinu frá áramótafögnuði á Rauða torginu í Moskvu. Þarna veifaði fólk stjörnu- ljósum rétt eins og við og brostu margir mót nýju ári. Hvernig skyldi það geta brosað í þeim erfíðleikum sem framundan eru? Matarskortur, dýrtíð og allsleysi virðast vera við dyrnar hjá fólkinu í Sovétríkjunum. Verða þar ekki fljótlega verkföll til þess að fólk geti fengið nægilegt kaup fyrir dagvinnu til þess að geta keypt líf- snauðsynjar, sem munu nú hækka rosalega í verði? Það eina sem nóg virðist vera til af eru vopn og skot- færi. Mun fólkið ekki grípa til þeirra ef því finnst öll sund lokast? Myndi maður selja atómsprengju fyrir mat ef maður væri að svelta í hel? Ef mál þróast þannig í austur- vegi, að stjórnskipunin fari úr bönd- unum þá er vandamálið komið inn á gafl hjá okkur hér á íslandi. Þetta kemur okkur því við, beint og bein- línis. Vandamál þessa fólks eru aðkallandi vandamál okkar sjálfra. Skyndilega hrökk ég við. Ég spurði nefnilega sjálfan mig að því, hvað ég myndi gera ef ég hefði til þess völd og mátt og mér bæri nú skylda til að láta málin til mín taka. Mín? Þetta var erfíð spurning og ég reyndi að ýta henni frá mér, Bush blessaður hlýtur að vera að gera einhveijar áætlanir. Hann er hvort sem er að bjarga heiminum alla daga. Til hvers er ég að hugsa um þetta? En þar sem þetta vildi ekki fara frá mér og ég nennti ekki að setj- ast við sjónvarpið og horfa á Mary Poppins aftur, þá ranglaði ég að tölvunni til þess að punkta niður einhveijar hugleiðingar um þetta efni. Auðvitað í tilgangsleysi en hvað um það. Hvað er til bragðs í þeim löndum sem fyrir skemmstu hétu Sovétrík- in? Það sem ég taldi mig vita helst um þessi lönd, sem ég hef aldrei augum barið, er að þau eru óhemju víðlend. Náttúruauðæfi eru gífurleg og þarna búa 250 milljónir manna. Eitt sinn voru evrópsk menningar- áhrif mikil í vesturhlutum landsins en í austrinu sköruðust hagsmunir við stórveldið Japan. Það rifjaðist upp fyrir mér, að ég var að horfa á sjónvarpið í Þýzkalandi seint í október. Þeir láta sig þróun mála austur þar sig mjög varða og velta fyrir hlutunum af þýzkri nákvæmni. Þarna var frétta- maður á ferð á samyrkjubúunum og tók fólk tali. Einn spurði hann hvort hann hlakkaði ekki til að fá sitt eigið land til þess að yrkja. Svarið kom mér á óvart. Nei, sagði þessi maður. Hann sagðist vera fæddur á þessu samyrkjubúi og faðir sinn hefði búið þar á undan honum. Hann hafði alltaf farið eft- ir því, sem forstjórinn ákvað hveiju sinni. Forstjórinn vissi hvað skyldi gera, forstjórínn vissi hvað skyldi bera á og hveiju sá, forstjórinn vissi hvernig átti að koma vörunni í verð. Forstjórinn einn vissi svör við öllum vandamálum. Nú væri forstjórinn farinn og hann sæti ráðvilltur eftir. Vissi ekki hvar hann ætti að fá ráð og leiðbein- ingar, vélar eða vörur. Hann kynni einfaldlega ekki nóg til þess að geta búið upp á eigin spýtur. Mér fannst ég skilja þennan mann og vandamál hans. Ef til vill er hann persónugervingur sovét- borgarans. Fólkið er hrætt og kvíð- ið því að það er fætt og uppalið undir óskeikulu stjórnkerfi sem hafði allra ráð í höndum sér. Það vantar leiðsögn og svo flest af öllu. Er ekki helst og brýnust þörf á að senda þeim fjölda vesturlenzkra bænda á vori komanda, til þess að skipuleggja og stjórna ræktuninni á ökrunum og iáta þá hafa með sér þær vélar sem sovétborgarann vantar. Það þarf að hjálpa þeim til og kenna þeim að framleiða mat ofan í sig fyrst af öllu. í vetur verða Vesturlönd að láta sovétmönnum í té matvæli, til þess að þeir verði ekki hungurmorða. Halldór Jónsson „Þurfa Vesturlönd ekki að bretta upp ermarnar og bjóða þjóðum þess- ara víðlendu ríkja ein- hverskonar endurnýj- aða Marshall-áætlun, ráðgjöf, kennslu og beina hjálp? Þetta er ef til vill ekki hvað síst í eigin þágu Vestur- landa til þess að friður megi haldast í heimin- um og framfarir verði.“ Þessar vestrænu þjóðir framleiða svo mikið, að þær eiga óseljanleg fjöll af öllu. Jafnvel við íslendingar eigum smjörfjall og hundrað þúm- 202sund rollum of mikið og höfum góð ráð á að hella niður mjólk í verkföllum. Fyrrum var Ukraína kornforða- búr heimsins. Nú virðist verkkunn- áttu hafa hrakað svo mikið, að uppskerubrestur er árlegur viðburð- ur, þar, sem annars staðar í þessu stóra landi. Um Asíuhluta landsins veit ég næsta fátt né hversu þar muni til hátta. Varla mun þó vaðið í velsældinni þar að því mér virtist af myndum frá Mongólíu, sem sýnd- ar voru nýverið í þýzka sjónvarp- inu. Þar eru hijóstur ekki blíðari en á íslandi og búskaparhættir fornlegir. Þurfa Vesturlönd ekki að bretta upp ermarnar og bjóða þjóðum þessara víðlendu ríkja einhverskon- ar endurnýjaða Marshall-áætlun, ráðgjöf, kennslu og beina hjálp? Þetta er ef tii vill ekki hvað síst í eigin þágu Vesturlanda til þess að friður megi haldast í heiminum og framfarir verði. Og hin þróaðri Austurlönd eins og Japan, Taiwan og Suður-Kórea eiga ekki síður hagsmuna að gæta og ættu að geta lagt mikið af mörkum í þessu sömu veni. I uppbyggingu Garðaríkis eru líka fólgnir stórkostlegir möguleik- ar til aukins hagvaxtar í hinum betur stöddu ríkjum þegar til lengri tíma er litið. Þarna eru mikil auðæfi fólgin í jörð og þarna býr jafnmargt fólk og í Vestur-Evrópu. Við íslendingar gætum efalaust kennt Sovétborgurum eitthvað sem við kunnum, til dæmis að rækta tún framleiða mjólk, kjöt osta og skyr. íslenskir bændur kunna margt fyrir sér og það er sorglegt að við höfum neyðst til að leggja þá í bönd mið- stýringar og sósíalisma, sem er að setja bæði þá og okkur á hausinn eins og þá fyrir austan. Við getum ef til vill „flutt þá út“ í stað þess að leggja þá niður eins og nú er að stefnt. Og þá held ég að íslenzkir sjó- menn og sægreifar hafi ýmsa þekk- ingu sem ætti að geta nýst fólki þarna, ef þá ekki öll fiskimið eru ofnýtt þegar eins og hér. Þetta myndi ef til vill létta á kvóta-deilum sægreifa og Morgunblaðsins. Það er fullt af fólki til í heimin- um, sem kann allan fjáran. Þegar þetta fólk vinnur saman, þá verða til þvílík stórvirki að einstaklinginn sundlar. Að hugsa sér hvílík stór- virki pýramídarnir eru. Kínamúr- inn, skýjakljúfarnir í New York, maðurinn á tunglinu. Ef hendur og hugur fá frið og tækifæri til þess að starfa þá virðist ekkert ómögu- legt. En því miður er maðurinn að hluta til þvílík skepna að honum finnst ekki síður gaman að drepa og brenna allt í grunn, þó hann viti innst inni að friðurinn sé það ÚR HUGSKOTI Ingimar Erlendur Sigurðsson rithöfundur LÁGTÍÐ Stutt er á milli svo ólíkra há- tíða: jóla og áramóta. Og samt svo óralangt — langt í nálægð. Eins og á milli þess varanlega og þess forgengilega. Hvor um sig táknar skil og mót í senn. Önnur þeirra aðskilur og sameinar einn heim og annan, jól. Hin aðskilur og sam- einar eitt ár og annað, áramót. Ef það sem skilur á milli reyn- ist minna en það sem sameinar, þá verður engin breyting. Það á við um báðar þessar hátíðir, svo ólíkar sem þær eru að eðli og inn- taki. Þannig er það líka yfirleitt: áramót breyta engu nema tölu, 1991 verður 1992; jól breytaengu, eins og Jesús hafi ekki fæðst — og lifí, sem Kristur. Ekkert breytist í raun og veru. Hið nýja fer hjá og ferst, eins og eldflaug um áramót, eins og stjörnuhrap á jólum. Hið gamla tekur við af hinu gamla; ekki einu sinni í nýrri mynd. Það er sök sér með áramót. Þau fela ekki í sér nein afgerandi og varanleg fyrirheit. Aðeins for- gengileika. Engan brennandi boð- skap um breytt og nýtt líf. Ef horft er djúpt í áramótaeld þá opinberast, að það er ekki hið gamla sem er að brenna — heldur hið nýja. í ösku þess er ritað nýtt ártal, eins og dánarár einhvers. Hvað og hver það var sem dó virð- ist enginn vita, eða vilja vita, þó það sé ef til vill óendanlega mikil- vægt. Til þess að neita ekki að iifa; þó til einskis sé að neita að deyja. Sumir strengja þess heit um áramót að hætta að reykja, sem orðið er hámark heitstrenginga. Hvort sem þeim tekst það eða ekki, liðast líf þeirra eins og reyk- ur út í buskann. Sígarettur eru sem táknmynd af tilveru þeirra, lífsmynd þeirra: hröð sveifla og sog, enn hraðari bruni glóðar — og reykur, tregafullur reykur. Allt minnir þetta á feril flugelda um áramót. Efdflaugar, rakettur, er líf þeirra forgengilegt. Andartak lýsir glóð upp ásjónu himins, slokknar, aska fellur eins og svört snjókorn til jarðar, reykur burðast við að rita minningu um eld, minningu um líf, en letrið — hann sjálfur — máist út áður en það öðlast merk- ingu í vitund manna. Þannig er það í brennipunkti áramóta, þegar flaugar forgengi- leika hitta hjartastað; bæta við enn einu öskulagi — ára, sem mynda skil og mót, andartaks við andar- tak, eins og eilífð á mörkum ljóss og myrkurs kveiki og slökkvi í senn. Það er verra — átakanlegra — með jól, sem boða og bjóða nýtt líf, nýjan mann; yður er í dag frels- ari fæddur. Einnig þá er það sem aðskilur minna en það sem sam- einar. Hið forgengilega verður því meira en hið eilífa. Eins og kaupskapur á kostnað trúar sannar, forgengilegar gjafir í stað eilífs guðs, jólatré í stað krosstrés, rafmagnsljós í stað stjörnu; yður er í dag frelsari dá- inn. Hið forgengilega vill ekki frels- un, hún táknar endalok þess. Kaupmang vill ekki frelsun, hún auglýsir gjaldþrot þess. Gjafir vilja ekki frelsun, hún opinberar inni- haldsleysi þeirra. Jólatré vill ekki frelsun, hún týnir af því skraut þess. Rafmagnsljós vilja ekki frels- un, hún slekkur skin þeirra. Hið mennska vill ekki frelsun, hún rænir það völdum. Þó eru þeir til sem finnst þeir verða frelsaðir. Það merkir að þeir séu aðskildir og sameinaðir í senn — í Kristi. Þar ætti það sem aðskilur að vera minna en það sem sameinar; hið eilífa meira en hið forgengilega. Er það kannski eins með þá og skáld sem skildi eftir sig eina línu — ævilínu: mér finnst ég finna til? Þó enn séu trúmenn á ferli, prest- ar sem aðrir, þá prédika fæstir á stéttum, sem merkir að vera sann- ur og samur til orðs og æðis — heilagur. Til þess eru þeir of líkir hinum, nauðalíkir. En ókristileg er sú krafa að þeir séu öðruvísi; hver krafa um slíkt, til annarra en sjálfs sín, er einskonar heima- skítsmát. Heilagur rótmerkir á uppruna- legu máli Nýja testamentis: sá sem er öðruvísi — hagios. Sakir þess, að vera öðruvísi, voru frumkristnir menn ofsóttir og deyddir. Nú eru flestir trúkristnir menn, jafnvel þó þeir séu ekki heilagir — eða vegna þess að þeir eru það ekki? — í mest og besta lagi fyrirlitnir. Þess vegna eru þeir sem hinir á eftir virðingu og vinsældum, eins og slíkt sé heilagur andi. Kannski var séra Friðrik Frið- riksson einn íslenskra karla á þess- ari öld heilagur, í raun og veru, og Ólafía Jóhannsdóttir ein kvenna. Samt keðjureykti séra Friðrik banvæna vindla og drakk bleksterkt kaffi fram til níræðis og andláts. Þótt sún vindlaglóð sé löngu slokknuð, lifir enn trúarglóð hans í hjörtum sem hún glæddi. Lífs- aska hans opinberar: elskaðu guð af öllu hjarta þínu og gjörðu svo í heimi sem þér sýnist; lífsreykur hans stafar: sá sem hyggst bjarga lífi sínu mun týna því ... I dag vilja menn ekki deyja. Þrátt fyrir ást á forgengileika. Eða vegna ástar á honum. Síst vilja þeir deyja í drottni; lífvana líf skil- ur ekki dýrð þess dauða — líf þess dauða. Rakettur og flugeldar skulu deyja fyrir þá. Kertaljós eins og bernska skal deyja til saknaðar. Minnislausar rafmagnsperur skulu kvikna og slokkna — að þeirra vilja; eins og þeir stjórni lífi og dauða. Allt skal lifa og deyja fyrir þá. Allt nema drottinn, sem einn lifði og dó fyrir þá, lifir enn og deyr fyrir þá, fæðist þeim til eilífs fagn- aðar á jólum, deyr þeim í forgengi- legum galsa um áramót. Því stjama guðs hrapar í trúvana og tómlátu öskuhjarta. Eins og frels- un manns — og um leið frelsi hans — sé aðeins flugeldur. Sú eina stjarna yfir stalli, þar sem hjarta vaggar barni, er deyr því að loknum jólum — og vöggu þess kastað á áramótabrennu — nema það slái taktinn áfram, trú- artaktinn á fullorðinsgöngu til Golgata, göngu Krists á kross, líf- kross manna. Hve margar íslenskar fjölskyld- ur hugsa svo langt á jólahátíð: að þetta bam, Jesús í jötunni, sé ekk- ert nema Kristur með kross úr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.