Morgunblaðið - 08.01.1992, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1992
H
.Bgsagði'þérc&égyr&ö abelns fátmum
minútam ofðein."
*
Ast er...
... eins og tónverk, sem
gleymist ekki.
TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved
c 1991 Los AngelesTimesSyndicate
Heyrðu væna: Við getum
ekki notað þennan spegil.
HÖGNI HREKKVÍSI
Páfinn genginn af trúnni
Eins og kunnugt er reyndu
kommúnistar með alls konar ráð-
um, allt frá fúkyrðaaustri til
gijótkasts, _að koma í veg fyrir
inngöngu íslendinga í Atlants-
hafsbandalagið. Sem betur fer
tókst kommunum ekki það ætlun-
arverk sitt. En áratugum saman
héldu þeir áfram baráttu sinni
gegn NATO í ýmsum myndum,
t.a.m. með svokallaðri friðarbar-
áttu. („Rússar fundu upp friðinn,“
sagði Steinn Steinarr forðum.) Þó
linuðust sósíalistar og alþýðuband-
alagsmenn fljótt í reynd, ef ráðher-
rastólar voru í boði.
En stundum, og raunar allt
fram til síðustu ára, tók þessi fyrr-
nefnda barátta kommanna á sig
hinar furðulegustu myndir. Dæmi:
Þegar járntjaldið hafði hrunið og
hörmungarnar í austantjaldsríkj-
unum komu í ljós, tóku ýmsir
þeirra sem þangað höfðu mörgum
sinnum lagt leið sína um árabil
og lýst höfðu fögru mannlífi þar
innfjálgum orðum, að gera hosur
sínar grænar fyrir þeim Arafat og
Saddam (sem löngum höfðu feng-
ið vopn sín og veijur frá Sovét-
inu). Stofnað var Palestínufélag
og þeir sem áður höfðu lagt land
undir fót í Austur-Evrópu, héldu
nú til fundar við þá PLO-menn.
Skrifið eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hug-ur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 10 og 12,
mánudaga til föstudaga, ef þeir
koma því ekki við aö skrifa. Með-
al efnis, sem vel er þegið, eru
ábendingar og orðaskiptingar,
fyrirspurnir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisföng
verða að fylgja öllu efni til þáttar-
ins, þó að höfundur óski nafn-
leyndar. Ekki verða birt nafnlaus
bréf sem eru gagnrýni, ádeilur
eða árásir á nafngreint fólk.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda bladsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
Og um það bil sem til tíðinda var
að draga við Persaflóann hófu
þessi menn að lýsa því fjálglega,
að börn væru hrædd við stríð
o.s.frv. og nutu þarna dyggilegrar
aðstoðar einstakra manna hjá
ríkisljölmiðlunum. Fljótt urðu um-
ræddir menn þó að skipta um
skoðun, því að Sovétleiðtogarnir
þáverandi neyddust til að snúa
baki við þeim Arafat og Saddam,
sem nú eru heldur vinafáir orðnir.
En í árslok 1991 gerast stærstu
tíðindin í þessum efnum. Rússar
og fleiri Austur-Evrópuþjóðir
hyggja á inngöngu í NATO, að
sögn heimspressunnar. Hvorki
meira né minna. Það má því segja
að páfinn sé genginn af trúnni.
Guðrún
vegna ágengni fjölmiðlamannanna
og þótti sem þeir færu villur vega.
Þeir sem þekkja baksvið stjórn-
mála og fréttamennsku eru hættir
að taka nokkurt mark á slíkum
furðusögum. Vekur undrun að hvað
eftir annað skuli unnt að etja frétta-
mönnum út i slíkan leik.
xxx
Um áramótin skaut nýju orði
upþ í hinni stöðluðu fjölmiðla-
umræðu og er það orðið bölmóður,
sem allt í einu var farið að nota í
tíma og ótíma. Samkvæmt Orðabók
Menningarsjóðs merkir þetta orð
sorg eða erfiðleika. Er það nú notað
til að gera frekar lítið úr málflutn-
ingi og rökum þeirra, sem sjá
ástæðu til að benda á vandann í
íslenskum þjóðarbúskap.
Hvað skyldi þetta orð verða lengi
í tísku? Skyldi notkunin breyta
merkingu orðsins? Víkveiji hefur
stundum áður vakið athygli á því,
hvernig orðið skötuhjú er notað, tií
dæmis á síðum Morgunblaðsins,
þannig að það hefur nú tæplega
hina fremur niðrandi merkingu sem
getið er í Orðabók Menningarsjóðs.
Heilræði
Sjómenn.
Meðferð gúmmíbjörgunarbáta er einföld og fljótlærð. Þó geta
mistök og vanþekking á meðferð þeirra valdið íjörtjóni allra á
skipinu á neyðarstundu. Lærið því meðferð og notkun gúmmíbjörg-
unarbáta.
Víkveiji skrifar
Víkveiji vakti máls á því fyrir
nokkrum mánuðum, að svo
virtist sem þjónusta við almenning
minnkaði, eftir að fyrirtækið Sorpa
kom til sögunnar. Fólk yrði sjálft
að annast flutning á sorpi, sem
áður hefði verið sótt til þess. Enn
hefur þetta sannast, þegar fyrir-
mæli hafa verið gefin um að jólatré
skuli flutt í gámastöðvar. Hvers
vegna er ekki unnt að skipuleggja
söfnun á notuðum jólatijám með
öðrum hætti? Væri ekki betra að
láta vörubíla aka um hverfi en
stefna þúsundum ef ekki tugþús-
undum manna í þessar nýju stöðv-
ar? Hvað um þá, sem ekki eiga bíla?
Hvers vegna er ekki samið við
einkaaðila um að safna jólatijám?
Borgaryfirvöld verða að grípa í
taumana, áður en þetta nýja ópin-
bera einokunarfyrirtæki dregur enn
úr þjónustunni.
xxx
Furðusögur í fjölmiðlum skjóta
alitaf upp kollinum öðru
hveiju. A þetta ekki síst við um
það, sem sumir flokka líklega undir
stjórnmálaskýringar, en er í raun
ekki annað en pólitískar gróusögur.
Nýlegt dæmi er fjölmiðlatalið um
að stjórnarandstaðan kunni að geta
myndað starfhæfan þingmeirihluta
á bakvið nýja ríkisstjórn í sam-
starfi við einstaka þingmenn úr
röðurri Sjálfstæðisflokksins.
Svo virðist sem einhverjir úr
stjórnarandstöðunni telji stöðu sína
styrkjast með því að sögur af þessu
tagi séu á kreiki. í. sjónvarpsþætti
á gamlársdag létu þeir Steingrímur
Hermannsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, og Ólafur Ragnar
Grímsson, formaður Alþýðubanda-
lagsins, eins og þeir hefðu einhver
tök á einstökum þingmönnum Sjálf-
stæðisflokksins og gætu fengið þá
til samstarfs við sig. Andmælti
Davíð Oddsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, því rösklega.
Fjölmiðlamenn ríkisins létu sér
þó ekki segjast. Snemma á föstu-
dagsmorgun sáu, þeir ástæðu til að
ræða við Matthías Bjarnason, þing-
mann Sjálfstæðisflokksins, sem
Ólafur Ragnar hampar einkum í
þessu sambandi. Matthías aftók
með öllu, að hann væri fús til þess
að ijúfa einingu sjálfstæðismanna
í því skyni að ganga til samstarfs
við Ólaf Ragnar. Var auðheyrt á
Matthíasi að honum var nóg boðið