Morgunblaðið - 18.01.1992, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992
Aramótaumræður stjórnmálamanna í Perlunni:
Eðlilegt að allir eigi fulltrúa
- segir í bókun útvarpsráðs
A UTVARPSRAÐSFUNDI í gær
var samþykkt bókun þar sem
kveðið er á um að allir stjórnmála-
flokkar, sem sæti eiga á Alþingi,
eigi fulltrúa í útvarps- og sjón-
varpsumræðum eins og þeim sem
fram fóru í Perlunni á gamlárs-
Helgi sagði að enn væru að ber-
ast upplýsingar til Vegagerðarinnar
um tjón. „Mestar skemmdir urðu á
Vestfjörðum, en Vesturland og Suð-
urland fylgja þar á eftir, auk smærri
skemmda annars staðar á landinu,“
sagði hann. „Dýrastar verða við-
gerðir í kringum brýr, þar sem
dag. í þáttinn voru boðaðir fulltrú-
ar frá öllum stjórnmálaflokkum á
Alþingi nema Kvennalistanum,
sem kvartaði til útvarpsráðs.
Umræðuefni þáttarins snerist um
stjórnmálaástandið um áramót, böl-
móð í þjóðfélaginu og hugsanleg
vatnsflaumurinn gróf frá þeim.
Þannig fór á tveimur stöðum í Reyk-
hólasveit, á Barðaströnd, í Fljótshlíð
og við Fetjukot í Borgarfirði. Þetta
verða dýrustu einstöku framkvæmd-
irnar, en mjög víða hafa myndast
skörð í vegi.“
úrræði stjómvalda. Til þáttarins var
boðið forystumönnum frá fjórum af
fimm flokkum, sem eiga sæti á Al-
þingi en Kvennalistanum var ekki
boðin þátttaka. Kristín Einarsdóttir
þingmaður Kvennalista var á staðn-
um og óskaði eftir að taka þátt í
umræðunum en var synjað um það.
Stefán Jón Hafstein stjómandi þátt-
arins taldi sig ekki hafa brotið reglur
um óhlutdrægni með vali sínu á þátt-
takendum þar sem ákveðið hafi verið
að tala einungis við forystumenn
þeirra flokka sem voru í ríkisstjórn
á árinu.
Þingflokkur Kvennalistans sendi
formanni útvarpsráðs bréf í síðustu
viku þar sem athygli hans var vakin
á að listanum var ekki boðið að senda
fulltrúa í umræddan þátt. Telja
kvennalistakonur þetta vera brot á
reglum Ríkisútvarpsins um óhlut-
drægni og stríði gegn góðum vinnu-
brögðum.
I bókun útvarpsráðs, sem var sam-
þykkt samhljóða, segir að eðlilegt sé,
með hliðsjón af 15. grein útvarp-
slaga, að fulltrúum frá öllum stjóm-
málaflokkum, sem eiga sæti á Al-
þingi, sé boðið til slíkrar umræðu.
Tjón á vegum 10-20
milljónir í flóðunum
„ÞAÐ er ekki hægt að segja nákvæmlega til um það núna hversu
mikið tjón varð á vegum vegna flóðanna í vikunni, en það má þó reikna
með að kostnaður við viðgerðir verði á bilinu 10-20 milljónir króna,“
sagði Helgi Hallgrimsson, vegamálastjóri, í samtali við Morgunblaðið
í gær.
VEÐURHORFUR í DAG, 18. JANÚAR
YFIRLIT: Yfir Suður-lrlandi er 1.040 mb hæð sem þokast suðaust-
ur, en 995 mb lægð á vestanverðu Grænlandshafi fer norðaustur.
Skammt austur af Nýfundnalandi er allmikil 960 mb djúp lægð sem
hreyfist norðnorðaustur.
SPÁ: Sunnanátt, gola eða kaldi en vaxandi suðaustanátt suðvestan-
lands seint á morgun. Þokuloft eða súld á Suðurlandi en annars
þurrt og um norðanvert landið verður víða léttskýjað. Hlýtt verður
áfram.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG: Sunnan- og suðvestanátt, víða strekkings-
vindur. Skúrir eða slydduél sunnan- og vestanlands, en þurrt og
léttskýjað noröaustanlands. Hiti 2-8 stig, hlýjast norðuaustantil á
landinu.
HORFUR Á MÁNUDAG: Hvöss sunnan- og suðaustan átt. Rigning
um mestallt land, síst þó á norðausturlandi. Hiti 6-12 stig, hlýjast
norðanlands.
Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
-] 0 HRastig:
10 gráður á Celsíus
V Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—j- Skafrenningur
|T Þrumuveður
TÁKN:
Heiðskírt
s, Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda *
/ * /
* # #
* # * * Snjókoma
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hitf veður
Akureyri 9 skýjað
Reykjavik 7 súld
Bergen 3 alskýjað
Helsinki +6 snjókoma
Kaupmannahöfn 4 léttskýjað
Narssarssuaq +1 skýjað
Nuuk 8 snjókoma
Ósló +1 léttskýjað
Stokkhólmur +1 léttskýjað
Þórshöfn 8 alskýjað
Algarve 15 heiðskírt
Amsterdam 7 skýjað
Barcelona 6 þokumóða léttskýjað
Berlín 4
Chicago 0 skýjað
Feneyjar 1 þoka
Frankfurt 6 skýjað
Glasgow 7 skýjað
Hamborg 4 skýjað
London 2 þoka
Los Angeles 12 léttskýjað
Lúxemborg 4 skýjað
Madrfd 5 heiðskírt
Malaga 14 léttskýjað
Mallorca 13 léttskýjað
Montreal +22 ísnálar
NewYork 8 skýjað
Orlando 1 léttskýjað
París 6 skýjað
Madeira 16 þokumóða
Róm 12 þokumóða
Vín 5 skúr
Washington +6 léttskýjað
Winnipeg +24 skafrenningur
Morgunblaðið/Sverrir
Stærsti laxinn stoppaður upp
Risalaxinum úr fiskeldisstöð ísnó hf. í Lónum í Kelduhverfi var slátr-
að í vetur. Hann vóg þá tæplega 80 pund (79,9), var 132 sentímetrar
á lengd og 92 sm í ummál þar sem hann var sverastur. Er ekki
vitað um stærri lax hér á landi. Til samanburðar má geta þess að
Grímseyjarlaxinn frægi, sem áður var talinn stærsti lax sem fengist
hefur hér við land, vó 49 pund blóðgaður og er talinn hafa vegið rétt
50 pund með blóðinu. Grímseyjarlaxinn var 132 sm á lengd, eða
jafnlangur risalaxinum úr Kelduhverfinu en sá síðamefndi var mun
sverarL Grímseyjarlaxinn var 10 vetra gamall þegar hann flæktist
í net Óla Bjarnasonar vestur af Grímsey árið 1957. Risalaxinn úr
ísnó er af norskum ættum, kom sem hrogn frá Noregi inn í stöðina
árið 1984. Hann varð því 8 vetra. í fjögur ár voru svil úr honum
notuð við klak í stöðinni. Laxinn stóri hefur nú verið stoppaður upp
og verður honum komið fyrir á vegg á skrifstofu fyrirtækisins. Frið-
rik Sigurðsson framkvæmdastjóri Isnó heldur hér á iaxinum uppstopp-
uðum.
Smáskífa Sykurmolanna
stefnir enn uppávið
40.000 eintök pöntuð í Bretlandi af
breiðskífunni sem kemur út eftir mánuð
SMÁSKÍFA Sykurmolanna, sem ber heitið Hit, situr nú í nítjánda sæti
breska vinsældalistans og að sögn forsvarsmanns hljómsveitarinnar
bendir flest til þess að lagið fari hærra á listanum sem birtur verður
á sunnudag. Að sögn útgefanda h(jómsveitarinnar ytra hefur skapast
mikil spenna í kringum hljómsveitina í kjölfar velgengni lagsins og
allt bendi til þess að væntanleg breiðskífa sveitarinnar eigi eftir að
seljast afar vel.
Hit er nú í þriðju viku á breska
vinsældalistanum, en Árni Bene-
diktsson, einn af forsvarsmönnum
hljómsveitarinnar, segir að miðviku-
spá Gallup-stofnunarinnar sé að lag-
ið eigi eftir að standa í stað eða
færast eitthvað uppávið. Hann segist
bjartsýnn á að lagið fari uppávið og
þá jafnvel um fjögur til fimm sæti.
Þess má geta að það hæsta sem ís-
lensk hljómsveit hefur náð á breska
vinsældalistanum var þegar lag
Mezzoforte, Garden Party, komst í
17. sæti listans 5. mars 1983.
Að sögn Árna Benediktssonar ber-
ast þær fregnir frá Bandaríkjunum
að lagið, sem kom þar út í gær,
hafi fallið í kramið hjá útvarpsstöðv-
um, en markaður vestra sé yfirleitt
lengi að taka við sér og því ekki
hægt að spá í stöðu þar fyrr en eft-
ir helgi í fyrsta lagi. Hann sagði
sýningar á myndbandinu með laginu
hefjast á MTV-sjónvarpsstöðinni á
morgun og annað hvort fari það í
mestu sýningatíðni eða næstmestu.
Útgefandi Sykurmolanna í Bret-
landi, Derek Birkett hjá One Little
Indian, segir að mikil spenna hafi
skapast fyrir væntanlegri breiðskífu
hljómsveitarinnar, sem kemur út 10.
febrúar. Hann segir að þegar hafí
borist pantanir á um 40.000 eintök-
um, sem sé mun meira en af fyrstu
plötu hljómsveitarinnar, sem þó seld-
ist í 100.000 eintökum í Bretlandi.
Derek sagði sína spá að platan vænt-
anlega eigi eftir að seljast í 200.000
eintökum hið minnsta í Bretlandi.
Sprenging í aðalvél
togarans Rauðanúps
Varðskip dregur togarann til Reykjavíkur
VARÐSKIPIÐ Týr tók togarann Rauðanúp ÞH 160 í tog suðaustur
af Hornafirði um tvöleytið í gær, en sprenging varð í aðalvél tog-
arans fyrr um morguninn. Þetta er í annað sinn í þessari viku sem
sprenging verður í vél togarans, í fyrra skiptið gerðist það í ytri
höfninni í Reykjavík sl. sunnudagskvöld.
Júlíus Kristjánsson skipstjóri á
Rauðanúp sagði að menn hefðu
talið að búið væri að komast fyrir
bilunina en hér væru einhvetjir
tæknilegir erfíðleikar á ferð. Svo-
nefndar stimpilslífar í aðalvél hefðu
sprungið og eldtungur komið út um
öryggisloka. Ekki væri vitað um
orsakirnar. Togarinn hefði verið
kominn á mið þegar sprengingin
varð en ekki var bytjað að toga.
Hann sagði að ferðin til Reykjavík-
ur sæktist seint en gott væri í sjó
og öllum liði vel um borð. Þetta
væri óvænt stopp og langt væri í
varahluti.
Síðastliðið sunnudagskvöld
sprungu stimpilslífarnar þegar
skipið var skammt frá Engey og
sagði Júlíus að sprengingin hefði
verið mun öflugri þá.
Rauðinúpur er gerður út af Jökli
hf. á Raufarhöfn. Júlíus sagði að
margar hendur í heimabyggð biðu
þess að togarinn kæmi með afla
að landi. Beiðni barst Landhelgis-
gæslunni kl. 8.30 í gærmorgun og
var togarinn þá vélarvana suðaust-
ur af Hornafirði. Hann verður dreg-
inn til Reykjavíkur og er talið að
skipin verði komin þangað eftir tvo
sólarhringa.