Morgunblaðið - 18.01.1992, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.01.1992, Blaðsíða 47
HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992 47 Bidasoa hótarad rifta samningnum við Júlíus Leikur Júlíus Jónasson ekki með íslenska landsliðinu í B-keppninni í Austurríki? Júlíus Jónasson í leik með landsliðinu. KORFUKNATTLEIKUR Æsispennandi lokasekúndur - þegar Njarðvík lagði KR í „Ljónagryfjunni" SPÆNSKA handknattleiksfé- lagið Bidasoa staðfesti í gær að Júlíus Jónasson fengi ekki frí hjá félaginu til að leika með íslenska landsliðinu í æfinga- mótinu í Austurríki í næstu viku. Jafnframt var skýrt tekið f ram að Júlíus gæti ekki verið með í B-keppninni nema hvað varðaði 24. og 25. mars, en þá verða leikir í milliriðli. Sætti HSÍ sig ekki við þetta og reyni að fá spænska handknattleik- sambandið og IHF til að setja Júlíus í leikbann með Bidasoa verði því einfaldlega svarað með því að rifta samningnum við Júlíus. HSÍ og Bidasoa und- irrituðu samning s.l. sumar þess efnis að Júlíus mætti fé- lagsins vegna vera með ífyrr- nefndum mótum. Samkyæmt upplýsingum frá HSÍ gerði sambandið skrifleg- an samning við Bidasoa 24. ágúst s.l. þar sem kemur fram að Júlíus fái frí frá félaginu 27. desember til 5. janúar, 22. til 26. janúar og 17. til 30. mars. Júlíus var með landslið- inu um áramótin, en fyrr í vikunni barst símbréf frá spænska félaginu til HSÍ, þar sem segir að Bidasoa geti ekki verið án Júlíusar á þeim tíma, sem HSÍ óskar eftir að fá hann, en dagar í febrúar komi hins vegar til greina. Bidasoa eigi að leika 7., 14. og 28. mars í úrslita- keppninni á Spáni, en bikarakeppn- in verði 19. til 22. mars og því geti Júlíus ekki verið með í B- keppninni nema 24. og 25. mars. Stálístál HSÍ svaraði þessu um hæl og bað félagið um að endurskoða af- stöðu sína með tilliti til samnings- ins, sem var gerður í ágúst. Óskað var eftir jákvæðu svari innan sólar- hrings, en stæði akvörðun Bidasoa óbreytt ætti HSÍ ekki um annað að velja en að snúa sér til spænska handknattleikssambandsins og IHF og leita réttar síns — fara fram á að þau settu Júlíus í leikbann með Bidasoa þar til málið leystist. Svar barst til HSÍ í gærmorgun þar sem fyrri afstaða Bidasoa var áréttuð. Ekki var minnst á samn- inginn frá því í sumar, en bent á að HSÍ hefði ekkert með mál Júlíus- ar að gera og því hótað að Bidasoa segði upp samningnum við Júlíus ef HSÍ ætlaði að reyna aðrar leiðir. Gallharður Morgunblaðið hafði samband við Benardo Garcia, forseta Bidasoa, og spurði hvort hann ætlaði ekki að standa við gerðan samning, sem hann undirritaði í ágúst. Garcia svaraði því til að hann hefði verið neyddur til að skrifa undir umrædd- an samning, því annars hefði HSÍ neitað að veita Júlíusi leyfí til að leika með Bidasoa. Hann neitaði hins vegar að ákveðnar dagsetning- ar hefðu verið nefndar í samningn- um. „Það er augljóst mál að þegar við borgum leikmanni milljónir pe- seta þá höfum við forgang, þegar við þurfum á honum að halda. Hon- um er hins vegar frjálst að gera það sem hann vill í frítíma sínum,“ sagði Garcia. Aðspurður um hvort hann stæði við stóru orðin varðandi samninginn við Júlíus sagðist Garcia meina það sem hann hefði sagt við HSÍ. „Ég er gallharður á þessu og rifti samn- ingnum hikstalaust ef á þarf að halda. Júlíus veit hvernig málið stendur og honum er kunnugt um að alvara fylgir máli.“ Fóma ekki starfinu... Júlíus er á milli steins og sleggju. Hann sagði að þegar hann samdi við Bidasoa í maí s.l. hefðu Spán- veijarnir sagt að þeir myndu reyna að koma til móts við hann í sam- bandi við B-keppnina, en þá hefðu þeir hvorki vitað um dagsetningar í deildinni eftir áramót né bikar- keppninni. Þær hefðu hins vegar legið fyrir í ágúst, en Spánveijarnir segðu að þeir hefðu þá verið þving- aðir til að skrifa undir samninginn og um það snerist ágreiningurinn. „Þeir láta eitt yfir okkur Bogdan Wenta [landsliðsmann Póllands] ganga. Annaðhvort leyfa þeir okkur báðum að fara eða setja okkur stól- inn fyrir dyrnar. Málið lítur ekki vel út og ofan á allt saman meidd- ist Jesus Olalla í leik með spænska landsliðinu á heimsbikarmótinu í Svíþjóð og verður frá í þijá mánuði ef ekki út tímabilið." En hvað ætlar þú að gera í stöð- unni? „Það er ljóst að ég er frekar illa staddur. Hafa ber í huga að þetta er mín vinna og ég fórna ekki starf- inu einn, tveir og þrír. Þetta er leið- inlegt mál og ég get ekki tekið ákvörðun umhugsunarlaust.“ ...en langar í B-keppnina Júlíus sagðist vera mjög ánægður hjá Bidasoa. „Það hefur allt staðist eins og stafur á bók og þetta er eina vandamálið, sem hefur komið upp. En þetta er líka djöfullegt, því mig langar rosalega til að taka þátt í B-keppninni.“ Treysti á HSÍ 1. deildin á Spáni byijar á ný 1. febrúar og Júlíus átti von á að fá leyfí til að fara í æfíngamótið í Austurríki en hann sagði að þjálfar- inn hefði sagt nei og það stæði. „Spánveijarnir eru harðir í horn að taka og þeir segjast láta hart Njarðvíkingar unnu KR-inga á æsispennandi lokamínútum í „Ljónagi-yfjunni" í Njarðvík í gær- kvöldi þar sem sigur- Björn karfan var gerð fjór- Blöndal um sek. fyrir leikslok. skrifarfrá Lokatölur leiksins Kefíavik Urðu 76:74 eftir að staðan I hálfleik hafði verið 42:33 fyr- ir heimamenn. Njarðvíkingar og KR- ingar beijast um sigurinn í A-riðli deildarinnar og fyrir leikinn höfðu lið- in tapað jafnmörgum stigum. Lands- liðsmennirnir Páll Kolbeinsson og Axel Nikulásson voru meiddir og léku ekki með KR og í lið UMFN vantaði ísak Tómasson sem var veikur. Það var þó vesturbæjarliðið sem byijaði betur, en Njarðvíkingar voru fljótir að taka við sér og áður en varði voru þeir komnir með gott forskot. Þeir náðu mest 17 stiga forskoti 38:21 eftir stundarfjórðung, en í hálfleik var munurinn 9 stig. í síðari hálfleik fóru KR-ingar að láta meira að sér kveða og þeir söxuðu jafn og þétt á forskot Njarðvíkinga. Geysileg stemmning var á lokamlnútunum þegar KR-ingum tókst að jafna 72:72 rúmum tveim mínutum fyrir leikslok. Njarðvíkingar náðu forystunni aftur 74:72, en KR- ingar jöfnuðu aftur 74:74. Næsta upp- hlaup Njarðvíkinga rann út í sandinn og KR-ingar áttu möguleika á að ná forystunni. En þeir misstu boltann hálf klaufalega þegar 28 sek. voru eftir og meira þurftu Njarðvfkingar ekki, þeir létu boltann ganga örugg- lega á milli sín og þegar 4 sekúndur voru til leiksloka skoraði Rondey Rob- inson sigur körfuna. „Þetta sérlega þýðingamikill sigur fyrir okkur vegna stöðunnar í riðlinum og segja má að þetta hafí verið fjögra stiga leikur,“ sagði Friðrik Rúnarsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn. „Við lékum vel í fyrri hálfleik og náðum þá góðu forskoti, en eins og svo oft áður þá er eins og menn missi einbeitinguna þegar þessi staða kemur upp. Þeir fara að slaka á og það voru KR-ingar fljótir að nýta sér. En reynslan var okkar sterka vopn þegar mest á reyndi." „Það sem varð okkur að falli var léleg skotnýting og þá sérstaklega í 3ja stiga skotum," sagði Birgir Guð- björnsson þjálfari KR. „Við vorum auk þess án landsliðsmannanna Páls og Axels sem vitaskuld veikti liðið. Þeir náðu góðu forskoti í fyrri hálfleik sem kostaði okkur mikla orku að vinna upp og með smá heppni hefði sigurinn allt eins getað lent okkar megin. Þetta voru dýrmæt stig sem þarna var ba- rist um, en ég hugga mig við að við eigum eftir að mæta þeim á okkar heimavelli," sagði Birgir ennfremur. Teitur Orlygsson, Friðrik Ragnars- son, Rondey Robinson og Jóhannes Kristbjörnsson léku best hjá Njarðvík, en þeir Jon Baer, Hermann Hauksson og Olafur Gottskálksson hjá KR. Einn- ig stóðu ungu mennirnir Oskar Kristj- ánsson og Sigurður Jónsson vel fyrir sínu. mæta hörðu. Ég hef ekkert heyrt í HSÍ í dag [föstudag], en treystí )ví að sambandið geri ekki neitt í málinu án þess að láta mig vita, því eins og staðan er bitnar þetta allt á mér.“ ÚRSLIT Handknattleikur Selfoss - FH 30:31 íþróttahúsið á Selfossi, Islandsmótið I hand- knattleik, 1. deild, föstud. 17. janúar 1992: Gangur leiksins: 1:0, 2:2, 4:3, 5:4, 5:5, 8:5, 9:6, 10:9, 11:10, 12:11, 14:12, 15:14, 16:15.16:16,17:18,19:20,21:21, 22:24,24: 25,, 25:27, 26:28, 27:29, 28:30, 30:31. Mörk Selfoss: Sigurður Sveinsson 10/5, Einár Gunnar Sigurðsson 8, Gústaf Bjamqj _ son 5, Einar Guðmundsson 3, Jón Þ. Jóns- son 3, Kjártan Gunnarsson 1. Utan vallar: 6 mín. Varin skot: Gisli Felix Bjarnason 8. Mörk FH: Hans Guðmundsson 10/2, Sig- urður Sveinsson. 7, Gunnar Beinteinsson 6, Kristján Arason 5, Þorgils Ó. Matthiesen 1, Pétur Petersen 1, Hálfdán Þórðarson 1. Utan vallar. 4 mín. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinssson 3, Magnús Sigmundsson 4 Áhorfendur. 520. ■Selfyssingar sáu á eftir sigri til FH-inga í sviplitlum leik. Áhorfendur sköpuðu góða Ijónagryfjustemmningu en FH-ingamir komust í gegnum það. Góður hópur stuðnni^ ingsmanna FH fylgdi liðinu á Selfoss. FH- ingar og beittu þvi að taka tvo leikmenn Selfoss úr umferð i seinni hálfleik, þá Einar Gunnar Sigurðsson og Sigurð Sveinsson. Þetta truflaði sóknir Selfyssinganna og FH-ingar komust yfir á þessu bragði og • héldu þvi til loka. í leiknum var áberandi. hvað reyndir leikmenn hafa tilhneigingu til að skipta sér af dómum. Þetta henti FH-ing- inn Þorgils Ottar, en dómaramir létu þetta ekki hafa áhrif á sig og dómgæslan var mjög góð. I lok leiksins færðist talsverð spenna í leik liðanna þegar munaði einu marki og Selfyssingar voru við það að jafna en FH-ingar héngu á muninum og bættu um betur með einu marki á síðustu sekúnd- unum. Bestir í liði Selfoss vom Einar Gunn- ar Sigurðsson og Sigurður Sveinsson. í FH liðinu voru Sigurður Sveinsson og Hans Guðmundsson bestir. Sigurður Jónsson KA-Stjarnan 27: & íþróttahús KA: Gangur leiksins: 2:2, 6:3, 11:4, 12:5, 13:9, 16:9, 20:12, 25:17, 27:21. Mörk KA: Sigurpáll Ámi Aðalsteinsson 10/5, Erlingur Kristjánsson 6, Aifreð Gísla- son 3, Pétur Bjarnason 3, Jóhann Jóhanns- son 3, Stefán Kristjánsson 2. Varin skot: Axel Stefánsson 15, Birgir Friðriksson 3. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Sljörnunnar: Magnús Sigurðsson 8/7, Skúli Gunnsteinsson 5, Patrekur Jó- hannesson 4, Hafsteinn Bragason 3, Axel Bjömsson 1. Varin skot: Brynjar Kvaran 7, Ingvar Ragnarsson 2. Utan valiar: 10 mínúlur og þar af ein úti- lokun. Dómarar: Guðjón Sigurðsson og Hákon Siguijónsson. Áhorfendur: 670. ■KA-menn mættu sigurglaðir til leiks á Akureyri gegn Stjömunni og það var aldrei spuming um sigurvegarana heldur frekar hvað sigur KA yrði stór. KA náði strax góðri forystu og hélt henni með Sigurpál og Erling sem bestu menn og Alfreð sterk- an í vöminni. Þá var Axel öraggur í mark- inu. Stjarnan náði sér aldrei á strik og eng- inn stóð upp úr. Einar Pálmi Arnason Körfuknattleikur UMFN - KR 76:74 íþróttahúsið ( Njarðvík, íslandsmótið í körfuknattleik, Japísdeildin, föstudaginn 17. janúar 1991. Gangur leiksins: 0:3, 3:3, 3:7, 7:7, 11.7, 15:13, 20:13, 30:21, 38:21, 42:33, 47:40, 58:52, 64:61, 72:68, 72:72, 74:74, 76:74. Stig UMFN: Teitur Örlygsson 24, Friðrik Ragnareson 19, Rondey Robinson 12, Jó- hannes Kristbjömsson 9, Kristinn Einarsson 6, Gunnar Örlygsson 2, Ástþór Ingason 2, Sturla Örlygsson 2. Stig KR: Hermann Hauksson 17, Jon Baer 17, Ólafur Gottskálksson 14, Óskar Kristj- ánsson 11, Sigurður Jónsson 6, Guðni Guðnason 5, Láras Árnason 2, Matthías Einarsson 2. Dómai'ar: Kristinn Albertsson og Kristinn Óskarsson sem dærndu vel. Áhorfendur: Um 500. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR / LYFJAPROF Andersen í eins árs bann Norski lögregluþjónnitin Georg Andresen, sem varð annar í kúlu- varpi á heimsmeislaramótinu í Tókýo, var í gær dæmdur í eins árs keppnisbann eftir að hann féll á lyfjaprófi sl. september. Andersen verður að skila silfurverðlaunum sínum frá Tókýó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.