Morgunblaðið - 18.01.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992
5
Þrítugföldun á rennsli
Norðurár í flóðunum
Aldrei meira rennsli mælst í ánni
RENNSLI Norðurár hefur aldrei
mælst meira en í flóðunum í
Borgarfirði undanfarna daga
svo þúsundföldun hefur orðið á
venjulegu vetrarrennsli þegar
mest hefur verið, að sögn Arna
Snorrasonar, vatnafræðings hjá
Orkustofnun. Flóðin eru auk
þess frábrugðin venjulegum
vetrarflóðum þar um slóðir að
því leyti að flóðatímabilið er
óvenju langt.
Norðurá er dæmigerð dragá,
verður vatnslítil í þurrkatíð en vex
mjög í flóðum, að sögn Árna. „Vor-
leysingar eru að jafnaði miklar,
enda úrkomusamt á vatnasviði
hennar. Mestu flóðin í Norðurá eru
þegar saman fara miklar rigningar
og snjóleysing, eins og nú hefur
gerst,“ sagði Árni í samtali við
Morgunblaðið.
Hann sagði jafnframt að tíminn
væri ekki óvenjulegur, því þessi flóð
væru árviss í desember eða janúar.
Vetrarflóðin væru oft mjög snögg
og með miklum ísagangi en stæðu
stutt. Einnig sagði hann að dæmi
væru um mikil flóð samfara sumar-
og haustrigningum.
Að sögn Árna urðu mestu flóð í
Borgarfirði frá því að mælingar
hófust í janúar 1983 en þá varð
asahláka á freðinni jörð. Gríðarleg-
ur jakaburður var þá í ánum og
flóðin voru mjög snögg. Hvítá náði
þá mesta rennsli sem þar hefur
mælst frá 1963 eða 536 rúmmetr-
um á sekúndu. I flóðunum nú hefur
rennslið náð 382 rúmmetrum á sek-
úndu. Árið 1983 var samtímis ofsa-
flóð í Norðurá og varð mesta rennsli
þá 650 rúmmetrar á sekúndu.
Rennslið í ánni nú hefur hins vegar
náð 695 rúmmetrum á sekúndu
þegar mest hefur verið.
Morgunblaðið/Sigvaldi Ámason
Norðurá eins og hún er að sumri til. Örin á myndinni sýnir vatnshæðina eins og hún var hæst í flóðun-
um fyrir skömmu.
Askorun forseta ASI:
Kópavogsbær hætti við hækkun vatnsskatts
BÆJARRÁÐ Kópavogs hefur samþykkt hækkun á vatnsskatti úr
0,13% í 0,20% af fasteignamati. Að sögn Sigurðar Geirdal bæjar-
stjóra er hækkunin vegna nýrra laga um vatnsveitur sveit-
arfélaga. Ásmundur Stefánsson, forseti ASI, hefur sent bæjarstjóra
Kópavogs bréf þar sem segir að Kópavogur virðist vera eina bæjar-
félag landsins sem ætli að hækka gjaldið langt umfram almennar
verðlagshækkanir og skorar á bæjarsljórn að taka ákvörðunina til
endurskoðunar.
Sigurður sagði að í nýju lögun-
um væri gert ráð fyrir öðrum stofni
til innheimtu. Lágmark fellur niður
en það var 0,13%. Til að ná sömu
krónutölu hafi skatturinn orðið að
hækka í 0,17%. „Þetta eru mistök
í lagasetningu og engu líkara en
menn hafi ekki áttað sig á að
álagningin skilaði mun lægri upp-
hæð,“ sagði Sigurður. „Hins vegar
hækkuðum við álagninguna í
0,20% og var það gert til samræm-
ingar við nágrannasveitarfélögin.
Hækkunin í krónum talið er ekki
í raun úr 0,13% í 0,20%, þar sem
við lækkuðum fasteignagjöldin úr
0,5% í 0,485% en á kjörtímabilinu
verða fasteignagjöldin lækkuð í
áföngum í 0,45%.“
í bréfi forseta ASÍ segir að
Kópavogskaupstaður hafi lækkað
álagningarhlutfall fasteingaskatts
úr 0,50% í 0,485 en samtímis hafí
álagningarhlutfall vatnsskatts
hækkað úr 0,13% í 0,20%. Þar sem
um sama gjaldstofn sé að ræða sé
einfaldast að líta á álagninguna i
heild og því hafi álagningarhlut-
fall fasteigna og vatnsskatts í
bæjarfélaginu hækkað um 8,7%
umfram verðlagshækkanir.
-----» » ♦-----
Hæstiréttur;
Þór varaforseti
ÞÓR Vilhjálmson hæstaréttar-
dómari hefur verið kjörinn vara-
forseti Hæstaréttar Islands frá 1.
janúar 1992 til 31. desember 1992.
Guðrún Erlendsdóttir gegnir emb-
ætti forseta Hæstaréttar Islands til
31. desember 1992, en hún tók við
embætti 1. janúar 1991. Frá þessu
er skýrt í tilkynningu frá Hæstarétti.
Norðurá í Borgarfirði Rennsli dagana 12. til 17. janúar / Mest mældist / rennsli í Norðurá
Rúmm./sek. 695 rúmm. /sek. kl. 8:00 að morgni
R Meðaltal mestu
1 11 1971“ 397 1 rúmm./sek.
\ Meðalárs- \ rennsli,
i V rúmm./sek.
13. 14. 15. 16. 17. jan.