Morgunblaðið - 18.01.1992, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANUAR 1992
Ár liðið frá Persaflóastríðinu:
Saddam ætlar að koma hern-
A
aðarmætti Iraka í fyrra horf
Rairrlnrl Wntihinrrtnn Rpnipr ^
Bagdad, Washington. Reuter.
SADDAM Hussein íraksforseti
hélt 45 mínútna sjónvarpsávarp i
gær í tilcfni þess að ár var liðið
frá upphafi Persaflóastríðsins.
Sagði hann þann dag er fyrstu
sprengjur bandamanna féllu á
Bagdad hafa verið „dag stolts og
gjörvileika". Saddam sagði Iraka
hafa beðið ósigur á sviði tækni-
búnaðar í Persaflóastríðinu en
þeir hefðu aftur á móti unnið sið-
ferðilegan sigur. Strengdi hann
þess heit að koma hernaðarmætti
Iraks í fyrra horf jafnframt því
að reisa við efnahag landsins en
við upphaf stríðsins voru írakar
taldir hafa einn öflugasta her ver-
aldar.
Breski KGB-njósnarinn George Blake:
Varð fyrir vonbrigðum en
trúir enn á kommúnisma
Moskvu. The Daily Telegraph.
BRETINN George Blake, sem
njósnaði fyrir sovésku leyniþjón-
ustuna KGB, sagði á miðvikudag
á fyrsta blaðamannafundi sínum
frá því hann flúði til Sovétríkjanna
fyrir 25 árum að hann trúði enn
á kommúnismann en vonir hans
um fyrirmyndarríkið hefðu brost-
ið.
Georgíj Ívanovítsj, eins og hann
heitir í Rússlandi, var dæmdur í 42
ára fangelsi fyrir njósnir árið 1961.
Hann hafði þó aðeins afplánað fimm
ár þegar hann flúði til Sovétríkjanna
með hjálp tveggja „friðarsinna",
Patricks Pottle og Michaels Randle.
Breskur dómstóll sýknaði þá vegna
þessa máls í júní í fyrra þótt þeir
viðurkenndu aðild að flóttanum.
„Ég trúði því - kannski var það
bamalegt af mér, kannski er ég barn-
alegur maður - að ný manntegund
hefði komið fram í þessu landi eða
væri að koma fram. Ég varð fyrir
vonbrigðum þegar ég komst að því
að þetta eru alveg sömu mennirnir
og annars staðar," sagði hann. „Þjóð-
félag kommúnismans er það réttlát-
asta og besta sem hefur verið eða
verður þróað á jörðinni... Eftir á
að hyggja voru þetta vitanlega mis-
tök. En á þessum tíma, þegar ég tók
ákvörðunina, leit þetta allt öðruvísi
út.“ Efnt var til blaðamannafund-
arins í tilefni af útkomu æviminninga
hans í Rússlandi. Blake kvaðst ekki
iðrast þess að hafa ljóstrað upp um
rúmlega 600 vestræna njósnara og
sagði að KGB hefði orðið við þeirri
beiðni hans að enginn þeirra yrði
ráðinn af dögum.
George Bush Bandaríkjaforseti
gaf á fimmtudag út yfirlýsingu í til-
efni dagsins þar sem hann sagði
Bandaríkjamenn „hylla þær þúsundir
hugrakkra íraka“ sem berðust gegn
stjóm Saddams jafnt innan sem utan
íraks. Bandaríkjaforseti sagðist
einnig vilja ítreka það fyrirheit sitt
til írösku þjóðarinnar og Irakshers
að Bandaríkjamenn væru reiðubúnir
til samstarfs við nýja stjórn.
Valdamenn í Bandaríkjunum hafa
vaxandi áhyggjur af því að Saddam
sé að festa sig í sessi á ný og sagði
Brent Scowcroft, öryggisráðgjafi
forsetans, við blaðamenn í gær að
ýmislegt benti til að írakar virtu að
vettugi þau ákvæði vopnahléssátt-
málans er kvæðu á um tortímingu
gjöreyðingarvopna. Ætti þetta meðal
annars við um efnavopn íraka.
Scowcroft sagði enn sem komið er
enga ógnun stafa af þessu en það
væri verulegt áhyggjuefni að svo
virtist sem Saddam notaði mikið af
því litla fé sem hann hefði til að
byggja upp gjöreyðingarvopnabúr
sitt á ný.
Reuter.
Fimm þúsund foringjar úr hernum komu saman til mótmælafundar
í Moskvu í gær. Þessi fyrrum yfirmaður í Rauða hernum mætti til
fundarins í kósakkabúningi.
Jeltsín skorar á liðsforingja
að tryggja frið og stöðugleika
5.000 liðsforingjar á fundi 1 Kreml krefjast sameinaðs ríkis og betri lífskjara
Mosjtvu. Reuter.
BORIS Jeltsín Rússlandsforseti á sínum tíma þjónað, yrðu aldrei
ávarpaði 5.000 foringja úr sam- endurreist.
„Ég, sem forseti Rússlands, kjör-
inn af fólkinu, hvet ykkur til að varð-
veita friðinn. Það er tiltölulega auð-
velt að hleypa öllu í bál og brand
en margfalt erfiðara að slökkva
eiginlegum hersveitum Samveldis
sjálfstæðra ríkja og hvatti þá til
þess að tryggja frið og stöðugleika
I samveldinu. Jafnframt sagði
hann að Sovétríkin, sem þeir hefðu
ófriðarbál,“ sagði Jeltsín.
Efnt var til fundarins til þess að
foringjunum gæfíst kostur á að koma
afstöðu sinni til framtíðarskipan
fyrrum hersveita Sovétríkjanna á
framfæri, en leiðtogum samveldis-
ríkjanna mistókst að jafna ágreining
Frásögn af því er Irakar rifu kornabörn úr hitakössum fæst ekki staðfest:
Leiddi sendiherradóttir
Bandaríkjaþing á villigötur?
Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins.
ÞANN 10. október 1990 bar fimmtán ára tárfellandi kúveisk stúlka
því vitni fyrir bandarískri þingnefnd að eftir innrásina í Kúveit
hefði hún horft á íraska hermenn þrífa ungabörn úr hitakössum
sjúkrahúss og skilja þau eftir lifandi á gólfinu til að deyja drottni
sínum. Nafni vitnisins var haldið leyndu á þeirri forsendu að fjöl-
skylda þess ætti yfir höfði sér ofsóknir ef upp kæmist. Nú er kom-
in fram hin raunverulega ástæða þess að vitnið var látið ónafn-
greint: Stúlkan Nayirah er dóttir Sauds Nasirs al-Sabahs, sendi-
herra Kúveits í Bandaríkjunum og hún bar vitni fyrir almannatengsl-
afyrirtæki, Hill and Knowlton, sem þá þrýsti á Bandaríkjaþing um
að beita hernum gegn írökum í þágu samtakanna „Borgarar fyrir
frelsi Kúveit“.
Þessi vitnisburður var mjög
áhrifamikill og það var ekki fyrr
en eftir að írakar höfðu verið hrakt-
ir brott frá Kúveit að í Ijós kom
að umrædd ódæðisverk voru senni-
lega aldrei framin. Samtökin Amn-
esty International sögðu söguna
sanna og magnaði það að öllum
líkindum þau áhrif sem hún hafði,
þótt samtökin hafði síðar borið
brigður á hana.
George Bush Bandaríkjaforseti
vísaði ítrekað til grimmdar Iraka
þegar hann færði rök að því að
beita ætti hervaldi í Kúveit og vitn-
aði þá oft til þess að írakar hefðu
myrt mörg hundruð börn með því
að taka þau úr hitakössum. Þegar
umræður fóru fram um það í öld-
ungadeild Bandaríkjaþings hvort
veita ætti Bush heimild til að hefja
stríð kom frásögnin um súrefnis-
kassana fyrir í ræðum sjö þing-
manna. I atkvæðagreiðslunni 12.
janúar 1991 var samþykkt að veita
heimildina með aðeins sex atkvæða
mun.
Stúlkan bar vitni fyrir Mannrétt-
indanefnd þingsins. Formenn henn-
ar eru Tom Lantos, demókrati frá
Kaliforníu, og John Edward Port-
er, repúblikani frá Illinois. Þeir
þekkja báðir vel til hjá fyrirtækinu
Hill and Knowlton, sem fékk
greidda tugi milljóna króna fyrir
að reka áróður fyrir íhlutun í Kú-
veit. Porter og Lantos stofnuðu
árið 1985 mannréttindasamtök,
sem leigja húsnæði í höfuðstöðvum
Hill and Knowlton í Washington.
Og þeir fá meira að segja árlegan
150 þúsund króna afslátt á leig-
unni. Að auki gáfu samtökin Borg-
arar fyrir frelsi í Kúveit (sem rétt
er að taka fram að hafa engin
bein tengsl við stjórnvöld í Kúveit)
mannréttindasamtökum þing-
mannanna þijár milljónir króna
nokkru eftir að Irakar gerðu inn-
rásina í Kúveit.
Lantos hefur viðurkennt að hafa
vitað hver stúlkan væri. Hann
kveðst hins vegar hafa álitið að það
skipti ekki máli að hún væri dóttir
sendiherrans. Dagblaðið The New
York Times sagði í leiðara á
Reuter
Bandarískir landgönguliðar í Kúveit. Nú er talið að vitnisburður
sem hafði áhrif á ákvörðun um þátttöku Bandaríkjamanna í Persa-
flóastriðinu hafi ekki verið á rökum reistur.
fimmtudag að Lantos hefði mátt
vita að vitnisburður saklausrar,
hrakinnar stúlku yrði metinn á
annan hátt en orð sendiherradótt-
ur, er kæmi fram sem fulltrúi vald-
astéttarinnar í Kúveit og væri af
ætt emírsins, sem ætti beinna
hagsmuna að gæta af íhlutun.
Almannatengslafyrirtækið svar-
aði fyrir sig á Iesendasíðu blaðsins
í gær og kveðst þar geta staðfest
að Nayirah hafí verið í Kúveit eftir
innrásina. Frásögn hennar hafí
borið saman við vitnisburð Ibrahe-
ems Benbehanis, forstöðumanns
Rauða hálfmánans í Kúveit. Fyrir-
tækið hafi ekki verið að blekkja
almenning vísvitandi.
Frásagnimar af hitakössunum
voru ekki dregnar til baka fyrr en
eftir að írakar höfðu verið flæmdir
á brott frá Kúveit. I viðtölum við
lækna, sem höfðu starfað í Kúveit
meðan landið var hersetið, fengust
áðurgreindir atburðir ekki staðfest-
ir og eftirlitsmenn, sem skoðuðu
verksummerki, sögðu að búnaður
og tæki á sjúkrahúsum hefðu verið
heilleg og betur með farin en búist
var við eftir frásagnir vitna.
sinn í þeim efnum á fundi í fyrradag.
Ræðumönnum var flestum heitt í
hamsi og kvörtuðu þeir sáran undan
aðbúnaði sínum og kjörum. Sökuðu
þeir æðstu menn samveldisins um
áhugaleysi á örlögum heraflans.
Sömuleiðis lögðu þeir til að allt yrði
gert til þess að varðveita sameinað
ríki. Jeltsín snerist gegn því og sagði
að valdaránið í ágúst hefði eyðilagt
möguleika á ríki af því tagi sem liðs-
foringjamir töluðu fyrir. Hershöfð-
ingi úr flughemum ávarpaði fundinn
og hvatti félaga sína til að sýna
þolinmæði og reisn. Vart hafði hann
lokið setningunni er fundarmenn
hrópuðu „nei“ í einum kór svo undir
tók í ráðstefnuhöllinni í Kreml.
Þá fögnuðu liðsforingjamir kröft-
uglega er leiðtogi nýstofnaðs flokks
kommúnista hvatti þá til þess að
standa vörð „um sovéskt vald“.
f samtali við blaðamenn fyrir utan
fundarsalinn sagði liðsforingi einn
að fundurinn yrði að vera upphaf
að því að skapa aðstæður fyrir eitt
ríki og allur heraflinn yrði að vera
óskiptur og undir einum hatti.
Jevgení Shaposhníkov, yfirmaður
sameiginlegra hersveita samveldis-
ins, sagði í gær að herbylting af ein-
hveiju tagi kæmi ekki til greina. „Ég
mun aldrei leyfa það að hemum verði
sigað gegn eigin þjóð,“ sagði hann.
Á fundinum tilkynnti Jeltsín að
hann væri tekinn við beinni yfir-
stjórn fyrrum hersveita sovéthersins
er væru staðsettar í fyrrum sovétlýð-
veldum sem ekki ættu aðild að sam-
veldinu, þ.e. í Eystrasaltsríkjunum
og Georgíu. Hingað til hafa sveitirn-
ar lotið sameiginlegri yfirstjórn sam-
veldissveitanna. Jeltsín sagði einn-
ig að Rússar myndu halda áfram
vopnasölu til erlendra ríkja og yrði
hún í samræmi við alþjóðasamþykkt-
ir. Ágóðinn yrði notaður til að
endurnýja liðsforingjabústaði og
greiða hermönnum laun. Sagðist
hann hafa rætt við Georg Bush
Bandaríkjaforseta um vopnasölu-
málin. Fyrir utan fundarhúsið stóð
fjöldi kommúnista með rauða fána
og hvatti til þess að gömlu Sovétrík-
in yrðu endurreist. „Gorbatsjov og
leiðtoga samveldisins ber að fangelsa
fyrir að leysa upp Sovétríkin" stóð
á mótmælaborða og „Félagar, stöðv-
ið heimsku stjórnmálamannanna“.
Hópur kvenna stóð við Trojtskíj-hlið
Kremlar og söng baráttusöngva
þjóðernissinna milli þess sem þær
hrópuðu í kór „Jeltsín er Júdas“ og
„Herinn taki völdin".