Morgunblaðið - 18.01.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992
35
Benedikt Guðnason,
*
Asgarði - Minning
Fæddur 11. nóvember 1903
Dáinn 12. janúar 1992
í dag, þegar tengdafaðir minn,
Benedikt Guðnason frá Ásgarði, er
kvaddur hinstu kveðju, langar mig
til að minnast hans með nokkrum
orðum.
Benedikt kynntist ég fyrst
sumarið 1963, þegar við Ingigerður
dóttir hans tókum saman. Komst
ég fljótt að því, að þar fór mikill
drengskaparmaður, sem ekki lagði
illt orð til nokkurs manns og tók
að jafnaði orðastað þess, sem minni-
máttar var.
Fjölskyldumaður var hann mjög
mikill og nutum við hjónin þess
ekki síst, þar sem við bjuggum á
heimili þeirra hjóna í nokkur ár, eða
þar til við fluttum í Egilsstaði í janú-
ar 1968. Vorum við þá orðin fjögur
í minni fjölskyldu, þar sem við höfð-
um eignast tvo drengi, en alltaf var
nóg rými fyrir alla í Ásgarði. Öll
börn hændust mjög að honum og
t.d. var tnikil ásókn í að fá að vera
„kúarektor" í Ásgarði.
Benedikt var bóndi fyrst og
fremst, sem unni sinni jörð, hann
byggði hana upp frá grunni af
myndarskap, bæði hús og ræktun.
Það var ekki fyrr en á síðustu árum
að maður gæti sagt að komið væri
að endurnýjun húsa, enda hafa
búskaparhættir breyst ört á síðustu
áratugum. Nú hefur íbúðarhúsið
verið gert upp að miklu leyti og er
ennþá að mestu óbreytt, en það
byggði Benedikt árið 1937.
Benedikt fylgdist alla tíð vel með
atburðum, bæði innlendum og er-
Iendum, og var með mjög ákveðnar
skoðanir á þjóðmálum. Hann ferð-
aðist ekki mikið um aðra landshluta
en Austurland, en var mjög fróður
um ísland og kunni víða bæjaröð í
sveitum, þó hann hefði ekki farið
um þá sveit sjálfur. Fornsögurnar
kunni hann mjög margar utanað.
Hann hafði ákveðnar skoðanir í
pólitík, fylgdi alltaf sínum flokki
ákveðið, en gagnrýndi hann óhikað,
ef honum líkaði ekki það sem gert
var og eins var með aðra flokka,
þeim var hrósað ef honum fannst
þeir gera vel. Mér fannst mjög at-
hyglisvert, hvað Benedikt fylgdist
vel með ölium þjóðmálum fram á
síðasta dag og t.d. á nýársdag,
þegar við komum til þeirra hjóna,
sagði hann mér að ræða Davíðs
hefði ekki verið góð og þannig flutt
að hann hefði ekki náð athygli
fólksins. Þá var Benedikt búinn að
vera að mestu leyti rúmfastur síðan
í byrjun nóvember og stundum sár-
þjáður. Oft sagði hann manni ýms-
ar gamlar sögur, þá ekki síst frá
þeim árum sem hann vann sem bíl-
stjóri á Reyðarfirði, en hann var
einn af fyrstu bílstjórum KHB.
Benedikt voru æskustöðvarnar í
Sandfelli mjög kærar, náttúran þar
og ekki síst Hjálpleysan, þar sem
hann átti mörg sporin. Benedikt
gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í
sinni sveit sem ég tel ekki upp hér,
langar aðeins að minnast á að hann
vann í ijöldamörg ár sem kjötm-
aðtsmaður við sláturhúsið á Egils-
stöðum, og var þar mjög mikils
metinn.
í desember 1989 keyptu þau hjón
sér íbúð í Miðvangi 22, hér á Egils-
stöðum. Ekki gat maður annað
fundið, en að Benedikt yndi sér þar
vel, þó að alltaf hljóti að vera erfitt
Helga Guðmunds-
dóttir - Minning
„Hún var lóan svo ljúf,
sem að lofandi guð,
boðar lífið og vorið á jörð.“
(Vald. Briem)
í dag, þriðjudaginn 14. janúar,
verður elskuleg tengdamóðir okkar,
Helga Guðmundsdóttir borin til
hinstu hvíldar, en hún lést á heimili
sínu, 6. janúar sl., eftir erfið veikindi.
Okkur tengdadætrum hennar langar
í fáeinum orðum að minnast hennar.
Helga var alveg einstök kona,
falleg, blíð og góð. Er okkur nú,
þegar leiðir skilur, efst í huga þakk-
læti fyrir það elskulega viðmót sem
hún ávallt sýndi okkur frá því að
við komum inn í fjölskylduna. Frá
sterkum persónuleika hennar blátt
áfram streymdi hlýjan og velvildin,
en auk þess var Helga ákaflega
greind og glæsileg kona. Þrátt fyrir
langvarandi veikindi hélt hún ávallt
reisn sinni og æðraðist aldrei, sama
á hveiju gekk. Bjartsýnin ásamt
óbilandi trú á Guð, lífið og hamingj-
una, var Helgu í blóð borin og var
sá hornsteinn sem hún byggði heim-
ilislífið og uppeldi barna sinna á.
Eftir að barnabörnin komu nutu þau
í ríkum mæli góðmennsku hennar
og leiðsagnar og kölluðu jafnvel
börn úr öðrum fjölskyldum hana líka
„ömmu Helgu“. Börnum sínum, sem
og okkur hinum sem tengdust henni
sterkum böndum, var hún ekki bara
mikil móðir, heldur einnig traustur
vinur.
Þó að söknuðurinn sé sár fyrir
okkur sem kunntumst Helgu náið,
eigum við yndislegar minningar um
elskulega konu sem setti svip á
umhverfið og mótaði lífssýn okkar;
minningar sem um aldur og ævi
munu ylja okkur um hjartaræturnar.
Oftar en ekki sagði hún við okkur:
„Það þarf ekki alltaf að fá peninga
fyrir allt sem gert er,“ en sjálf lagði
Helga ómælda vinnu í þágu líknar-
mála og þeirra sem minna mega sín
í samfélaginu. Fyrir þjóðfélag sem
öðru fremur einkennist af peninga-
hyggju og eiginhagsmunum, er mik-
ill sjónarsviptir af slíkum mannvini
sem Helga Guðmundsdóttir var.
Aldraðri móður sinni, Guðrúnu
Ásbjörnsdóttur, reyndist hún sér-
staklega vel og voru þær miklar vin-
konur og samrýndar. Gunnlaugi
eiginmanni sínum var hún traustur
lífsförunautur og sterkur bakhjarl
og milli þeirra ríkti djúpur kærleikur
og gagnkvæm virðing. Var um-
hyggja hans í veikindum Helgu ein-
stök. Þá er ómetanleg aðstoð og
styrkur einkadótturinnar Guðrúnar
Ingibjargar, sem af alúð hjúkraði
móður sinni til hinstu stundar. Er
missir þeirra mikill og biðjum við
algóðan Guð að styrkja þau í þeirra
djúpu sorg.
Blessuð sé minningin um stórkost-
lega konu. Hvíli hún í Guðs friði.
Far þú i friði
friður Guðs þig blessi
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem)
Tengdadætur.
að yfirgefa þann stað sem maður
byggir upp og býr á í yfir 50 ár.
Eg hef ekki hugsað mér að fara
að skrifa langa lofræðu um Bene-
dikt enda hefði honum ekki verið
það að skapi, hann hafði sínar
ákveðnu skoðanir á þeim máluin.
Ég vil aðeins þakka honum fyrir
allt það sem hann gerði fyrir mig
og fjölskyldu mína. Slíkra manna
sem Benedikt var er gott að minn-
ast.
Kæra Þura og aðrir aðstendend-
ur, mínar innilegustu samúðar-
kveðjur. Guð blessi minningu Bene-
dikts.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V.Briem.)
Eiríkur Elísson.
Eftir langa og farsæla ævi hefur
nú Guð kallað hann afa burí úr
þessum heimi.
Okkur barnabörnin hans langar
t.il að minnast hans í nokkruin orð-
um og þakka honum fyrir allt og
allt. Fyrir allar ánægjustundirnar
sem við áttum í sveitinni hjá honum
og ömmu. Það var oft glatt á hjalla
þegar við hittumst þar öll frænd-
systkinin frá Reykjavík, Vest-
mannaeyjum og Egilsstöðum. Okk-
ur þótti gaman að fylgja afa eftir
við hin ýmsu sveitastörf. Hann var
fús til að leyfa okkur að taka þátt
í þeim með sér, leiðbeina okkur og
láta okkur finnast við gera eitthvað
gagn. Það var gott að eiga þau
ömmu og afa í Ásgarði að á upp-
vaxtarárum okkar. Við áttum
margar notalegar stundir í eldhús-
króknum þar sem þau spjölluðu við
okkur á meðan við nörtuðum í góðu
kleinurnar hennar ömmu ásamt
öðru góðgæti sem hún bar á borð.
Elsku amma, við sendum þér kveðj-
ur og biðjum Guð að veita þér styrk.
Við viljum í lokin gera orð skálds-
ins að kveðjuorði okkar til hans afa.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Þuríður, Margrét, Hörður,
Ásdís, Benni, Steindór,
Gísli, Elli og Viðar.
Hilmar Þ. Davíðs-
son - Kveðja
Fæddur 24. október 1967
Dáinn 22. nóvember 1991
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem)
Núna eru jólin gengin yfir og
nýtt ár heilsar er við höfum kvatt
hið gamla. Vi hugsum til framtíðar-
innar, hvað bíður okkar, en um leið
fyllumst við sárum söknuði, sárari
en nokkuð annað, því 22. nóvember
á liðnu ári var ástkær mágur minn,
Hilmar Þór, hrifinn frá okkur í blóma
lífsins, þegar bátur hans fórst ásamt
fimm mönnum við Grindavík.
Hilmar Þór eða Hilli eins og við
kölluðum hann var var sonur hjón-
anna Bóthildar Halldórsdóttur og
Davíðs Sigurðssonar á Blönduósi og
átti hann fjögur systkini, Halldór
Rúnar, Önnu Kristínu, Guðmund
Reyr og tvíburabróður, Sigurð Frið-
rik, sem nú hafa misst svo mikið
því Hilli átti engan sinn líka. Því
fékk ég að kynnast er ég tengdist
þessari fjölskyldu og tók saman við
Sigurð bróður hans, þá reyndist Hilli
okkur vel og var drengjunum okkar
Fædd 2. júní 1914
Dáin 9. janúar 1992
Hún elsku amma okkar er dáin.
Þessi góða kona sem var okkur svo
kær er nú horfin yfir móðuna miklu,
en við vitum að þar verður tekið vel
á móti henni, því þar bíða hennar
góðir vinir með opinn faðminn.
Amma hafði lengi átt við erfið
veikindi að stríða, en vegna hóg-
værðar sinnar og glaðlyndis leyndi
hún oft líðan sinni, og sterk var hún
sem steinn er dró nær endalokunum
og bugaðist aldrei.
Það er ekki auðvelt að lýsa þeim
tilfinningum sem kvikna þegar ást-
kær amma okkar er nú til grafar
borin og oft ræður eigingirni mann-
eskjunnar ríkjum hjá þeim sem eftir
lifa. Það er aldrei auðvelt að sjá á
bak ástvinum sínum, hvort heldur
þeir eru ungir eða gamlir, lasburða
eða í blóma lífsins, en við vitum að
amma hefur nú öðlast ró og frið frá
amstri dagsins og erfiðum veikind-
um, og fyrir það ber að þakka.
Hún er nú sest á æðri og betri
stað, þar sem sál hennar mun lifa
um ókomna tíð, við birtu frá Guði
almáttugum. Það er eins og fyrr
segir ákaflega sárt að þurfa að
kveðja hana í hinsta sinn, en allar
sérstaklega góður. Hann var alltaf
boðinn og búinn að hjálpa og að-
stoða við hvað sem var og ef Siggi
var frá heimilinu vegna vinnu hafði
Hilli oft samband til að athuga hvort
okkur vanhagaði um eitthvað. Og
þetta gilti ekki bara um okkur því
ég veit að margir gætu tekið undir
þegar minnst er á hjálpsemi hans
og greiðvikni. Hilmar kynntist eftir-
lifandi unnustu sinni, Þórhildi Gísla-
dóttur, á Blönduósi og stofnuðu þau
heimili þar. Hilli var alltaf mjög til-
finningaríkur og lét auðveldlega í
ljós væntumþykju og ástúð, því efa
ég ekki að þau áttu yndisleg ár sam-
an og ekki dró úr hamingjunni þeg-
ar Hildur Harpa fæddist, sólargeisl-
inn í tilverunni.
Síðastliðið haust lágu leiðir okkar
allra suður og leigðu þau sér litla
íbúð í Kópavogi hjá frænku hans
Guðrúnu og Sveini manni hennar.
Talsvert þurfti nú að vinna í íbúð-
inni og hjálpuðust þeir bræður að
ásamt Sveini, og munu ljúfsárar
minningar geymast um þann tíma.
Eftir skamma dvöl hér syðra bauðst
Hilla pláss á bát sem hét Eldhamar
og var gerður út frá Grindavík.
Áhuginn var fyrir hendi þar sem
hann hafði stundað sjóinn síðustu
árin. Það kom okkur því talsvert á
óvart, er hann var rétt nýbyijaður
aftur á sjónum, að hann vildi hætta
góðu minningarnar um elskulegu
ömmuna okkar, þessa yndislegu
konu, sem var okkur svo mikið,
munu friða sálir okkar á þessari
sorgarstundu.
„Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir,
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.“
(Hallgrímur I. Hallgrimss.)
Innilega samúð okkar fær ástkær
afi okkar, sem stóð eins og klettur
við hlið hennar allt til endalokanna,
hans er missirinn mikill. Elsku
mamma og pabbi, þið fáið líka inni-
legar samúðarkveðjur svo og aðrir
nánir ættingjar og vinir. Við kveðj-
um ömmu okkar með trega, en jafn-
framt þakklæti fyrir að hafa átt slíka
ömmu. Minning hennar mun alltaf
lifa í hjörtum okkar sem elskuðum
hana.
Guð geymi elsku ömmu okkar.
Hulda og Þórdís Jónasdætur.
Kveðja frá barnabarna-
börnum
í dag kveðjum við elskulega
langömmu okkar í hinsta sinn. Bless-
uð sé minning hennar.
og koma í land. Hilmar átti ekki
afturkvæmt en hann er hjá okkur í
hjörtum okkar. Við lútum höfði og
þökkum góðum dreng alltof stutta
samfylgd. Minningarnar munu lifa.
Elsku Bóthildur og Davíð, Þór-
hildur og Hildur Harpa, Rúnar og
Jórunn, Anna, Gummi og elsku Siggi
minn og aðrir ættingjar, Hilmar var
okkur svo dýrmætur. Því bið ég Guð
að geyma hann og styrkja okkur á
erfiðum tímum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Arís Njálsdóttir
Hin langa þraut er liðin
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
(V. Briem)
Saknaðarkveðjur frá:
Erlu Huld, Hreindísi Ylvu,
Jónasi Þór, Harry Þór og
Yngva Rafni.
Minning:
Hulda Jónsdóttir