Morgunblaðið - 18.01.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.01.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992 11 Göran Sonnevi. Roy Jacobsen. móðir Önnu sjá fyrir að hjónaband ungmennanna verði engum til góðs. Móðir Önnu reynir að hindra samdrátt þeirra með valdi og verð- ur þannig til að koma því í kring sem hún ætlaði að hindra. Móðir Önnu er af yfirstétt, móðir Henriks er alþýðukona. Andstaða beggja við hjónabandið er stéttarleg ekki síður en persónuleg. Um aldamótin var Svíþjóð stéttskiptara samfélag en nokkurt hinna Norðurlandanna og stéttaskiptingin stóð á gömlum merg. Saga þeirrar fjölskyldu sem hér er lýst hefst, eins og öll ævintýri, á því að jafnvægi raskast; faðir Henriks Bergmans giftist niður fyrir sig og Henrik giftist síðar upp fyrir sig. A meðan blöndun átti sér stað á milli stétta í anda jafnaðar- stefnunnar varð margt eitt hjóna- bandið óhamingjusamt og börnin sem í þeim fæddust taugaveikluð. En úr jarðvegj allrar þessarar þján- ingar spruttu snillingar eins og Ingmar Bergman. Askurinn Hin bókin sem Svíar leggja fram er ljóðabókin Trádet (Tréð) eftir Göran Sonnevi (f.1939). Sonnevi yrkir í orðmörgum, hálf-epískum ljóðum, um þjáningu, sundrun, dauða, en líka um endurnýjun lífs- ins, ástina og samhengi hlutanna. Allt þetta á sér sameiginlega tákn- mynd í trénu, lífstrénu, sem er hyllt í mögnuðum ljóðmyndum. Hver vann? Norðmenn leggjafram skáldsög- una Seierherrene (Sigurvegararn- ir) eftir Roy Jacobsen og smá- sagnasafnið Et stort ode landskap (Auðnin mikla) eftir Kjell Askilds- en. Skáldsaga Roy Jacobsen er gey- simikið verk, 635 blaðsíður, enda ekkert smáræðis efni sem er til umræðu; þróun norska samfélags- ins frá bænda- og fiskimannasam- félagi til tölvu- og olíuþjóðfélags eins og þetta speglast í örlögum einnar ættar, þriggja ættliða. Sagan hefst í Norður-Noregi, á Hálogalandi, þar sem útvegsbónd- inn Jóhann baslar áfram með ómegð sína árið 1927. Lýsingin á lífsbaráttu Jóhanns og fjölskyldu hans minnir á Sjálfstætt fólk Hall- dórs Laxness, stakar orustur er Kjell Askildsen. hægt að vinna en stríðið er tapað fyrirfram. Ein af dætrum Jóhanns, Marta, fer að heiman fjórtán ára gömul til að verða vinnukona í Osló. Stúlkan sú stígur beint út úr sár- ustu fátækt og frumstæðum at- vinnuháttum inn í rafljósadýrð borgarinnar, það eru millistríðsár. Sjónarhornið fylgir Mörtu fyrsta árið í Osló, gegnum stríðsárin og kveður hana þegar hún gengur í hjónaband með verkamanninum og sósíaldemókratanum Frank. Seinni hluti bókarinnar er svo sagður af yngsta syni þeirra, Ro- ger, sem er fæddur kringum 1954. Hann og bræður hans eru ekta úthverfisstrákar í Osló, og eiga margt sameiginlegt með Voga- strákum Einars Más Guðmunds- sonar. Roger og bræður hans stækka, verða töffarar, ganga í háskóla, stofna fýrirtæki, sá elsti verður gjaldþrota í fiskeldinu en í lok sögunnar eru þeir allir komnir á kjöl. í Seierherrene er miskunnarlaus greining á hugsunarhætti og gildismati Norðmanna í dag. Milli- kynslóðin er alin upp við sult og seyru. Samfélagið sem hún skapar malar henni gull á tímabili en hún kann illa við það. Málamiðlun hennar er meðalmennskan. Óttinn við að fara offari, gera sig sekan um ofneyslu og ofdramb, leiðir til þess að of lítið er farið, það næstb- esta er valið umfram það besta, þeir sem skara fram úr eru illa séðir og þeim er snúið frá villu síns vegar. Þetta er norsk a út- gáfan af velferðarsamfélaginu, samkvæmt Roy Jacobsen. Roger og bræður hans drekka þetta hugarfar í sig með móður- mjólkinni, en þeir skilja ekki for- sendur þess og geta hvorki gengist upp í því né hafnað því. Roy Jacobsen minnir á að sagan sé allt- af skrifuð af sigurvegurunum. En hvaða saga? Og hver vann? Öræfi sálarinnar Öfugt við doðrantana sem lagðir eru fram er smásagnasafn Kjell Askildsen pínulítið, í því eru sex smásögur, sumar örstuttar. En það er varla hægt að segja meira í jafn fáum orðum og gert er hér. Sögurnar gerast í hversdagslegu umhverfi, það eru hversdagslegar persónur sem leika aðalhlutverkin og þær segja fátt. Samt tekst Kjell Askildsen að gera hveija sögu að skelfilegu persónudrama þar sem óhugnaðurinn læðist að lesandan- um undan orðunum, á milli þeirra og í því sem ekki er sagt. í viðtölum við höfundinn er hann oft spurður hvort hann sé mann- hatari eða hvers vegna hann lýsi sálarlífi og samskiptum fólks svo miskunnarlaust. Því svarar höf- undur með því að hann vilji sýna manninn eins og hann sé og það sé ekki þægilegt aflestrar enda eigi list ekki að vera þægileg held- ur truflandi. Sögur Kjells eru hins vegar hvorki gráar né eyðilegar. Þær fylgja manni, verða reynsla sem maður vildi ekki fyrir nokkurn mun hafa misst af. Bílamarkaburmn v/Reykjanesbraut Smiðjuveg 46e, Kóp. Sími: 671800 Mazda 323F GTi 1.8 '90, svartur, 5 g., ek. 29 þ. km., rafm. i öllu. V. 1390 þús. (sk. á ód). Honda Prelude EX 2,0 '88, topplúga, 5 g., ek. 28 þ. km. Sem nýr. V. 1280 þús. Peugeot 405 GR ’89, 5 g., ek. 47 þ. km. Toppeintak, sumar/vetrardekk. V. 1030 þús. 6 þ. km., aflstýri, o.fl. V. 1080 þús. (sk. á ód). Daihatsu Rocky 4x4 '85, ek. 86 þ. km., úrvals jeppi. V. 820 þús. (sk. á ód). Ford Bronco II XLT '87, 5 g., ek. 68 þ. km, ýmsir aukahl. V. 1590 þús. (sk. á ód). MMC Pajero T diesel '86, 5 g., ek. 130 þús. Toppeintak. V. 1390 þús. (sk. á ód). Volvo 240 GL '88, sjálfsk., ek. 56 þ. km. Fallegur bill. V. 1060 þús. (sk. á ód). Volvo 740 GL '87, sjálfsk., ek. 86 þ. km. Subaru Justy J-12 4WD '90, ek. 10 þ. km. V. 840 þús. (sk. á ód). NYJUNG Aukið öryggi við bifreiðakaup Skoðunarskýrsla Irá bekktu bifreiðaverkstæði fylgir öllum bílum á sýningarsvæði okkar. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásiöum Moggans! BÓKAMARKAÐUR VÖKU-HELGAFELLS OTRULEG VERÐLÆKKUN Dœmi um nokkur sértilboð á bókamarkaðnum: Van Gogh og list hans - Hans Bronkhorst venjulegt verð: tilboðs- verð: afsláttur: 3.760,- 995,- 74% 1.984,- 295,- 85% 1.828,- 395,- 78% 1.260,- 295,- 77% .2.580,- 495,- 81% Mörg hundruð bókatitlar á einstöku verði bjóðast nú á bókamarkaði Vöku-Helgafells í forlagsversluninni að Síðumúla 6 í Reykjavík. Hér gefst einstakt tækifæri til þess að bæta eigulegum verkum í bókasafn heimilisins - bókum af öllum gerðum við allra hæfi. Margar bókanna eru til í takmörkuðu upplagi og því best að drífa sig sem fyrst! yerð niður i 50 krónur. 0 VAKA-HELGAFELL 1981-1991 Síðumúla 6, sími 688300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.