Morgunblaðið - 18.01.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.01.1992, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992 Samningar undirritaðir um kaupleigu Samskipa á ms. Esju; Kaupverð skipsins tæp- ar 120 milljónir króna Oánægja meðal starfsmanna við skipaafgreiðslu SAMNINGAR um þurrleigu Samskipa hf. á strandferðaskipinu ms. Esju með kauprétti, voru undirritaðir í gærmorgun. Skipið er leigt til allt að þriggja ára með kaupvali eftir sex mánuði og er kaup- verð tæpar 120 miilj. að teknu tilliti til leigukostnaðar. Afhending skipsins er ráðgerð í byrjun febrúar. Starfsmenn við skipaaf- greiðslu Ríkisskipa lögðu niður vinnu við lestun Esjunnar um hádegi í gær þegar starfsmenn Samskipa fóru um borð í skipið til að láta fara fram skoðun á skipinu. Fóru stjórnendur Ríkisskipa þá fram á það við starfsmenn að þeir lestuðu skipið yfir helgina. Starfsmenn lýstu yfir mikilli óáuægju vegna þessara vinnubragða og höfnuðu beiðninni á fundi eftir hádegið en samþykktu að hefja vinnu við skipið á mánudag. Tefst brottför þess því um þijá daga. Samkvæmt samningi ríkisins og Samskipa er greidd föst dagleiga á hverju sex mánaða tímabili á gildis- tíma samningsins og er upphæðin 43 þúsund kr. á dag á fyrsta leigu- tírnabilinu. Á minnisblaði sem fylgir samn- ingnum segir að Samskip bjóði, sem svari einni áhöfn, vinnu hjá félaginu en þar er um að ræða 13 starfs- menn, að sögn Ómars Jóhannsson- ar, framkvæmdastjóra Samskipa. Sagði hann að áætlanir Samskipa gerðu ráð fyrir að Amarfell, skip félgsins, verði áfram í strandferðum vestur og norður fyrir landið en Esjan verði í strandferðum um Austfirði. Þórhallur Jósepsson, deildarstjóri í samgönguráðuneytinu, sagði ráðuneytið ánægt með samninginn. „Við höfum ekki séð neitt sem gef- ur okkur ástæður til að ætla að við hefðum getað náð betri samningum við Samskip eða aðra. Þar sem nið- urstöðutölur samningsins eru all nærri markaðsverði skipsins, eins og það er áætlað af sérfræðingum, er ekki ástæða til annars en að una vel við, auk þess ágóða sem felst í að losna við taprekstur hjá ríkinu," sagði hann. Að sögn Þórhalls hafa Samskip óskað eftir að hefja viðræður um fleiri eignir Ríkisskipa og áttu við- ræður að hefjast í gær um ms. Heklu auk lausamuna. Ómar sagði að félagið myndi skoða mögnlega yfírtöku á öðrum eignum Ríkisskipa og ætti að liggja fyrir á næstum dögum hvort það reynist félaginu hagkvæmt. Þórhallur sagði að það væri skiln- ingur ráðuneytisins að Samskip ætli að bjóða um tíu starfsmönnum Ríkisskipa störf hjá Samskipum. „Svo er áfram unnið að því að liðka til fyrir aðra starfsmenn um störf annars staðar,“ sagði hann. Viðræður eru í gangi við norskan aðila um kaup á ms. Óskju og sagði Þórhallur að sá aðili hefði óskað eftir nokkurra daga fresti áður en gengið yrði til samninga um sölu skipsins en hann rennur út í byijun næstu viku. Óánægja skipaafgreiðslumanna Karl Óskar Hjaltason, formaður starfsmannafélags Ríkisskipa, sagði að Samskip hefðu haft fullan rétt til að skoða skipið í gær en starfsmenn hefðu hins vegar ekki vitað hvenær ætti að ganga frá samningum. Starfsmenn hafi ætlað að lesta skipið í gærdag svo Esjan gæti haldið af stað til Austfjarða í nótt. Vinna féll hins vegar niður laust fyrir hádegi þegar skoðunar- menn Samskipa komu um borð í Esjuna. Ingólfur Jónsson, talsmaður starfsmanna í skipaafgreiðslu, sagði að starfsmenn hefðu verið tilbúnir í lestun Esjunnar klukkan hálf ellefu í gærmorgun. „Við viss- um ekki annað en að skipið væri í Uppsagnir ríkisstarfsmanna; Biðlaun ef til uppsagua kemur - segir Sigríður Kristinsdóttir, formaður SFR SIGRÍÐUR Kristinsdóttur, formaður Starfsmannafélags ríkisistofn- ana, segir að að ef til fjöldauppsagna komi á Landakoti um næstu mánaðamót muni félagið krefjast biðlauna fyrir starfsmenn vegna þess að verið sé að leggja niður stöður á grundvelli laga nr.38/1954. Hún segir ranglega eftir sér haft mánaðamótin og haft þær upplýs- í Morgunblaðinu að 100 starfs- mönnum Landakots verði sagt upp á mánudag. Hún hafí sagt að upp- sagnirnar séu væntanlegar um ingar úr fréttatíma Ríkisútvarpsins, því ekkert samband hafí verið haft við félagið um þær. Hún telji það hins vegar siðferðilega skyidu að ræða slíka hluti við viðkomandi verkalýðsfélög. „Þessar eilífu hót- anir auka hvorki bjartsýni né vinnu- áhuga fólks.“ Sigríður sagði að samkvæmt lög- um hefðu þeir sem hefðu unnið inn- an við 15 ár rétt til biðlauna I sex mánuði og þeir sem hefðu starfað lengur rétt til biðlauna í eitt ár. Ingólfur Jónsson starfsmaður í skipaafgreiðslu Ríkisskipa. siglingum fyrir Ríkisskip en svo fáum við fréttir úr útvarpi að búið sé að ganga frá samningum um skipið. Lestunin stöðvaðist og við vorum beðnir um að hinkra fram á Friðrik Sophusson fjármálaráðherra, Halldór Blöndal samgönguráð- herra og Omar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samskipa, undirrita samning um kaupleigu ms. Esju í gær. laugardag að vinna við skipið. Við samþykktum að eiga ekkert við það fyrr en á mánudag og því var strax komið á framfæri við stjómendur Ríkisskipa, sem sáu ekki ástæðu til að amast við því. Þetta eru eigin- lega þögul mótmæli við svolítið gerræðislegum vinnubrögðum," sagði hann. Hópuppsagnir um næstu mánaðamót? 26 starfsmenn vinna við móttöku og afgreiðslu skipa við Reykjavíkur- höfn. Ingólfur sagði að starfsmenn- imir ættu von á hópuppsögnum um mánaðamótin. „Örfáir menn fá tveggja mánaða uppsagnarfrest en flestir hafa starfað hér ámm eða áratugum saman og hafa full rétt- indi. Það er ekki á hreinu hvort áhöfn Esju fær starf hjá Samskip- um en við höfum aðeins heyrt því fleygt að vélstjórnamir fái að minnsta kosti vinnu. Við fréttum að haldinn hefði verið fundur meðal starfsmanna Samskipa á fímmtu- dag þar sem þeir Iýsa undmn sinni yfir að verið væri að bjóða starfs- mönnum Ríkisskipa störf á sama tíma og samdráttaraðgerðir og upp- sagnir ættu sér stað hjá Samskip- um,“ sagði hann. Rúmlega eitt hundrað manns starfa hjá Ríkisskipum og sagði Karl að staða þeirra væri mjög óviss. Engar uppsagnir hefðu enn borist en þeim hafí verið lofað upp- lýsingum um framhald málsins 15. janúar en ekkert orðið af því. „Það er alger óvissa um hvenær við fáum einhveijar upplýsingar þó okkur gmni að allir fái uppsagnir um mánaðamótin," sagði hann. Heimsklúbbur Ingólfs á traustum grunni eftir Ingólf Guðbrandsson Einu sinni þótti góður siður hér á landi að hafa það heldur, er sann- ara reynist. Því er öfugt farið með „gulu pressuna", sem hagnast á lyginni og slúðrinu og þrífst á því eins og púki á fjósbita. í trausti þess, að sannleikurinn komi í ljós um síðir, láta þó flestir þennan ófögnuð yfír sig ganga fremur en að elta ólar við hann, jafnvel þótt málatilbúnaðurinn sé svo óvandað- ur og rætinn að ógni hagsmunum þeirra. Miklar sviptingar hafa orðið í starfsemi íslenskra ferðaskrifstofa upp á síðkastið og sjá fáir fyrir afleiðingar þeirra. Margt hefur færst í betra horf í þjónustu við farþega á undanförnum árum, og telur undirritaður sig hafa átt í því nokkurn þátt, m.a. með því að bjóða íslendingum fjölbreyttari og vand- aðri ferðir en áður þekktust, t.d. hinar svonefndu heimsreisur. Ferðaþjónusta er blómleg atvinn- ugrein í öllum menningarlöndum hins vestræna heims nema á ís- Iandi, þar sem.hún lépur dauðann úr skel; svo að-hvert fyrirtækið af • öðru leggur upp laupana. Sú þróun er ískyggileg fyrir alla landsmenn, því að hún er andstæð hagsmunum neytenda og út af fyrir sig rann- sóknarefni. Hins vegar verður ekki séð, að starfsemi Heimsklúbbs Ing- ólfs gefí tilefni til sérstakrar rann- sóknar, þar eð hún stendur traust- um fótum og nýtur viðurkenningar og vinsælda allra, sem til þekkja. Heimsklúbburinn staðgreiðir öll við- skipti sín og hefur hvergi safnað skuldum. Sérhæfð þjónusta Heimsklúbbsins Ferðir Heimsklúbbsins bjóða sér- hæfða þjónustu, sem ekki er á valdi annarra en þeirra, sem búa yfír mikilli reynslu og kunnáttu. Mörg- um fyndist skarð fyrir skildi í ferða- þjónustu, ef ferðir Heimsklúbbsins leggðust af. Með reynslu og hag- sýni hefur tekist að gera þær við- ráðanlegar almenningi og mun ódýrari en sambærilegar ferðir frá öðrum Evrópulöndum. í flestum til- vikum spara þær þátttakendum helming ferðakostnaðar eða meir. Jafnvel fólki með miðlungstekjur en fróðleiks- og ferðaþrá finnst til- vinnandi að leggja á sig sparnað til að eiga þess kost að skoða heim- inn.‘ •«-*<>- ...■ • • • - - • Hlutfallslega ódýrustu ferðirnar Fyrir atbeina Heimsklúbbsins hafa margir íslendingar náð að sjá það merkasta í öllum álfum heims- ins og telja sig ríkari fyrir bragðið. Aðeins nokkur hundruð manns taka þátt í þeim á ári hveiju, svo að þær geta ekki talist samkeppni við flug- félög né ferðaskrifstofur, heldur fylla þær annars autt skarð á sviði, þar sem íslenskum ferðaskrifstofum hefur annars ekki tekist að hasla sér völl. Samningar Heimsklúbbs Ingólfs við flugfélög, valda gisti- staði og ýmsa þjónustuaðila erlend- is eru í fullu gildi og vel virtir, vegna þess að þeir byggja á grundvallar- lögmálum viðskipta, nákvæmni og skilvísi. Eitt helsta vandamál ís- lenskra ferðaskrifstofa hefur verið skuldasöfnun. Sú regla gildir í við- skiptum Heimsklúbbsins að öll við- skipti eru staðgreidd eða greidd fyrirfram, og tryggir það allt í senn, bestu kjör, bestu þjónustu og ör- yggi farþega. Ný lífssýn með heimssýn Ferðir Heimsklúbbsins höfða til annars hóps viðskiptavina en al- mennar leiguflugferðir á baðstrend- ur Evrópu eða fárra daga pakka- Ingólfur Guðbrandsson „Sú regla gildir í við- skiptum Heimskiúbbs- ins að öll viðskipti eru staðgreidd eða greidd fyrirfram, og tryggir það allt í senn, bestu kjör, bestu þjónustu og öryggi farþega.“ ferðir til nágrannaborga. Þær tengjast menningu, listum og sögu heimsins og eru vandlega undirbún- ar, einnig með fræðslustarfsemi, sem best kemst til skila í félags- starfi. Fleiri og fleiri kunna að meta þann lífstíl, sem fólk kynnist í ferðum klúbbsins, þar sem valið er úr því besta af þvl sem hin ýmsu lönd og þjóðir hafa að bjóða gestum sínum. Ferðir klúbbsins eru í stíl við ferðaþróun I heiminum síðustu ár, þar sem menningarferðir af þessu tagi eru í stöðugri sókn. Það var ekki takmark Heims- klúbbsins að stefna að almennum ferðaskrifstofurekstri heldur að veita félögum sínum ráðgjöf og bestu þjónustu í sérferðum með bestu kjörum. Á grundvelli persónu- legra sambanda við leiðandi fyrir- tæki um allan heim, nýtur klúbbur- inn bestu viðskiptakjara. Á hveiju sem gengur í fréttamennskunni, sýna viðskiptavinir honum óbilandi traust eins og margsannað er og nú síðast með því að Thailandsferð- in seldist upp á tveimur dögum. Samgönguráðuneytið hefur enga athugasemd geiit við starfsemi Heimsklúbbsins, hvað þá óskað rannsóknar á starfsemi hans. Klúbburinn mun kosta kapps um jákvæð vinnubrögð og góð sam- skipti við yfirvöld sem aðra, þar með talið flugfélög og ferðaskrif- stofur. Verði ferðaskrifstofuleyfis krafist til að reka þá menningar- starfsemi, sem hér var lýst, verður þess aflað, enda yrði réttur minn til rekstrar ferðaskrifstofu, fagleg- ur og siðferðilegur, naumast vé- fengdur. Heimsklúbburinn mun í öllu fara að landslögum og nægar tryggingar fyrir hendi. Engar hót- anir munu stöðva starfsemi hans og framgang, en um rekstur hans mun fara eins og önnur verkefni mín, sem unnin eru eftir bestu vit- und. Höfundur er ferðafrömuður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.