Morgunblaðið - 18.01.1992, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992
34
Minning:
... *
Baldur Arnason,
Torfastöðum
Fæddur 3. febrúar 1922
Dáinn 11. janúar 1992
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Laugardaginn 11. janúar sl. var
bankað á hesthúsdyrnar hjá okkur
hjónum. Þar var kominn Baldur Ám-
ason og spurði hvort ekki ætti að
fara á hestbak. Með honum var Eg-
gert, eiginmaður Brynju, systurdótt-
ur Baldurs. Baldur var hress, hest-
amir vom söðlaðir, tekið í nefið og
gáð til veðurs, farið á bak og riðið
af stað. Allt lék í lyndi. En þá kom
kallið, enn einu sinni kom maðurinn
með ljáinn, nú tók hann félaga okkar
og eftir stöndum við vinirnir og höld-
um í taumana á hestunum og hneigj-
um höfuðið, því hér er það einn sem
ræður.
Baldur Ámason, sem hér er
minnst, var fæddur 3. febrúar 1922,
sonur hjónanna Áma Árnasonar
bónda, Ölversholtshjáleigu í Holtum,
og Marsibil Jóhannsdóttur. Þau eign-
uðust sex böm, eitt dó á unga aldri.
Þau fimm sem eftir lifa em: Ólafur,
gjaldkeri hjá Sláturfélagi Suður-
lands, Ásta, húsmóðir í Reykjavík,
Sigrún, húsmóðir á Selfossi, og Sig-
ríður, húsmóðir í Reykjavík. Einnig
ólst upp á heimilinu Margrét Áma-
dóttir og reyndist þeim eins og eigin
dóttir. Baldur gisti einmitt hjá
Margréti síðustu nóttina.
Baldur fór ungur að vinna fyrir
sér eins og títt var. Sumarið 1946
fór hann sem kaupamaður á prests-
setrið að Breiðabólsstað í Fljótshlíð.
Á Torfastöðum þar í sveit var ung
heimasæta, dóttir hjónanna Sigur-
jóns Jónssonar og Olínu Sigurðar-
dóttur. Hét hún Anna Sigríður Sig-
urjónsdóttir. Þau felldu hugi saman
og giftu sig 29. maí 1947. Baldur
og Anna tóku við búi foreldra henn-
ar á Torfastöðum eftir að faðir henn-
ar lést, en móðir hennar dvaldist á
heimilinu meðan hún lifði. Hún lést
1963.
Baldri og Önnu varð 5 barna auð-
ið. Þau em, í aldursröð: Ólafur Birg-
ir, kvæntur Jónu Guðmundsdóttur,
þau búa á Patreksfirði og eiga 3
böm og 2 barnaböm. Sigurdís Björk,
hún á 5 böm og 3 bamaböm, elsta
bam hennar ólst upp að mestu leyti
hjá afa og ömmu og var nafni afa
síns. Sambýlismaður Sigurdísar er
Gunnar Siguijónsson, þau búa á
Lambhaga í Hvolshreppi. Árni,
ekkjumaður, hann á 4 börn, býr á
Torfastöðum. Marsibil er gift Þor-
steini Hafsteinssyni, þau búa á Sel-
fossi og eiga 4 böm. Jóhann er
kvæntur Guðbjörgu Sigurþórsdóttur.
Þau búa í Vestmannaeyjum og eiga
3 börn.
Baldur og Anna bjuggu allan sinn
búskap á Torfastöðum. Baldur missti
konu sína 6. október 1985. Hann
hefur búið í húsi sínu síðan og alltaf
átt hestana sína. Ég (Jónína) kynnt-
ist þeim hjónum í sunnudagsbíltúmn-
um sem famir vom í fallegu sveitina
því maðurinn minn hafði verið snún-
ingastrákur hjá þeim í mörg ár.
Baldur var sérstaklega myndar-
legur karlmaður og einstakt ljúf-
menni og góða skapið geislaði af
honum. Hann var sérstaklega bam-
góður og var gaman að hlusta á
hvað hann hafði gott lag á að fá
börn og fullorðna til að ræða málin.
Að Torfastöðum var gott að koma,
gestrisnin var þar í fyrirrúmi, flat-
kökumar og kleinurnar hennar Önnu
vora ógleymanlegar. Eftir að við hjón
síðar eignuðumst hesta kom Baldur
oft til að fylgjast með búskapnum
og gisti þá hjá okkur. Á þeim stund-
um var gaman að rifja upp gamlar
minningar úr sveitinni, þegar farið
Fæddur 31. mars 1931
Dáinn 29. desember 1991
Hér verða aðeins rituð örfá
kveðju- og þakkarorð. Margar verð-
ugar og ágætar minningagreinar
hafa þegar birst um hinn látna, svo
ekki þarf þar við að bæta.
Fundum okkar Jóns bar fyrst
saman við nokkuð sérstæðar að-
stæður. Vel og drengilega tók hann
máli mínu, því sem ég þá flutti hon-
um, og hefðu ef til vill ekki allir
tekið á sama veg. Frá þessum fyrstu
fundum hefur verið einlæg vinátta
milli okkar og heimila okkar. Og
nokkm síðar fæddist lítill drengur:
Ragnar Fjalar Sævarsson, sonarson-
ur hans og dóttursonur minn. Já,
vel var þessum litla dreng tekið af
afa og ömmu á Hellu. Þegar hann
óx úr grasi vildi þau kynnast honum
og tóku hann til sín tíma og tíma
og seinna kom að því, að hann fór
til þeirra og dvaldist oft hjá þeim
um hátíðar og við önnur tækifæri.
Þau bám á hann gjafir og sýndu
honum allan þann sóma sem unnt
var.
Ég held, að snáðinn hafi ekki orð-
ið þeim til vonbrigða er hann stækk-
aði, Jón var stoltur af sigram hans
í skákinni og sjálfsagt var sú gáfa
frá honum komin til Ragnars.
Eitt er víst, að vænt þótti drengn-
um um afa og ömmu á Hellu, eins
og þau höfðu sáð til. Það var því
mikil sorg hjá honum, þegar afi
hans kvaddi svo skyndilega og
óvænt, en síðar verður gott fyrir
hann að oma sér við fagrar og hlýj-
ar minningar um þennan góða afa
berskuáranna.
Þessi fáu orð em skrifuð til þess
að láta í lós miklar þakkir frá
drengnum hans og okkur öllum hér
á bæ.
Þegar héraðshöfðinginn Jón Þorg-
ilsson var kvaddur sl. laugardag var
fjölmenni mikið viðstatt, enda áttu
áreiðanlega allir ljúfar minningar
um athafnasaman áhrifamann.
Hann var alltof fljótt burt kallaður,
hann átti mörgum störfum ólokið,
en Guð einn ræður. Við biðjum nú
var í Þórsmerkurferð og fleira. Bald-
ur var mikill áhugamaður um hesta
og ljóð Hannesar Hafstein lýsir hon-
um vel.
Eg berst á fáki fráum
fram um veg.
Mót fjallahlíðum háum
hleypi ég.
Og golan kyssir kinn.
Og á harða, harða spretti
hendist áfram klárinn minn.
að Guðs eilífa ljós lýsi honum. Við
biðjum Gerði, sonum þeirra og fjöl-
skyldum allrar blessunar Guðs. Við
varðveitum í hjörtum okkar minn-
ingamar um mikilhæfan mann og
góðan dreng.
Ragnar Fjalar Lárusson.
Vorið 1981 var ég ásamt öðram
að undirbúa reiðferð að Fjallabaki
austur í Skaftártungu. Þurfti ég í
því sambandi á gangnamannaskála
að halda á Rangvellingaafrétti til
næturgistingar. Hringdi ég þá í Jón
sveitarstjóra á Hellu og spurði, hvort
ég mætti koma til hans á laugar-
dagssíðdegi og rabba við hann. Ég
kom svo á tilsettum tíma heim til
hans og bar upp erindið. Svaraði Jón
því stutt til, að skálinn væri mér
heimill, en bætti við, að hann væri
því óvanur, að „embættismenn að
sunnan" gerðu sér erindi austur af
svo litlu sem einum gangnamanna-
skála, er ýmsir aðrir tækju trausta-
taki án allra vafninga! Er ekki að
orðlengja, að mér féll maðurinn
strax vel í geð.
Sumarið 1984 átti ég enn hlut að
„útvegun" gangnamannaskála í
umsjá Jóns. Það sumar reið ég ásamt
öðmm á fögmm sumardegi austur
með þjóðvegi. Rétt austan við Hellu
hamaðist flugvél við að bera á land-
ræmu neðan vegarins. Fannst mér
sem þetta land, og niður með Hró-
arslæk, myndi verða hið ákjósanleg-
asta útivistarland, þegar gróðri hefði
verið komið í það. Vorið eftir bar
svo við, að Jón auglýsti laus lönd í
eigu Rangárvallahrepps niður með
Hróarslæk, er ætluð væm hesta-
mönnum til afnota. Ég var þá fljótur
til og festi mér eitt þessara landa.
Varð þetta upphaf varanlegra kynna
okkar Jóns.
Eftir þetta leitaði ég margsinnis
til Jóns með eitt og annað varðandi
húsbyggingu, girðingar, vegalagn-
ingu og ótal margt annað. I þessu
öllu sem öðm leysti hann vel og
vafningalaust úr mínu kvabbi. Meira
um vert er þó líklega, að hann kom
mér beint og óbeint í kynni við trú-
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR HANSEN,
Skógargötu 15,
Sauðárkróki,
lést í Sjúkrahúsi Skagfirðinga, Sauðárkróki, fimmtgdaginn
16. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Sigurður Hansen, María Guðmundsdóttir,
Jósefína Friðriksd. Hansen, Guðmundur B. Jóhannsson,
Eiríkur Hansen, Kristfn Björnsdóttir,
Friðrik Hansen
og barnabörn.
Faðir okkar.
STEINGRÍMUR JÖNSSON
frá Höfðakoti,
Skagaströnd,
lést á Héraðshaelinu á Blönduósi 15. janúar.
Börn hins látna.
+
HALLDÓRA DAVÍÐSDÓTTIR
frá Daðagerði,
sem lést 14. janúar, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju
þriðjudaginn 21. janúar kl. 13.30.
Lilja Aðalsteinsdóttir,
Heiða Aðalsteinsdóttir,
Bjarni Aðalsteinsson.
+
Ástkær faðir okkar,
KJARTAN GUÐMUNDSSON,
Álfaskeiði 35,
Hafnarfirði,
lést í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, 17. þessa mánaðar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guðrún Kjartansdóttir,
Ómar Ö. Kjartansson.
+
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur vináttu og kær-
leika við andlát eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
GARÐARS BJARNASONAR,
Snælandi 8.
Jóhanna Júliusdóttir,
Sveinbjörn Garðarsson, Björg Stefánsdóttir,
Kristfn Garðarsdóttir, Steingrímur Steingrímsson,
Eirfkur Garðarsson, Sigurlaug Baldursdóttir,
Guðný Garðarsdóttir, Þráinn Óskarsson,
Snorri Freyr Garðarsson
og barnabörn.
Jón Þorgilsson
Hellu - Kveðjuorð
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og utför
móður minnar, tengdamóður og ömmu,
MARGRÉTAR STEFÁNSDÓTTUR,
Stóru-Hildisey,
A-Landeyjum.
Sérstakar þakkir til Sigmundar Magnússonar, læknis og starfs-
fólks Landspítalans.
Pétur Guðmundsson, Else-Gunn Graff,
Valgerður Sigurjónsdóttir
og barnabörn.
Það er sera fjöllin fljúgi
móti mér;
sem kólfur loftið kljúfi
klárinn fer,
og lund mín er svo létt,
eins og gæti’ ég gjörvallt lífið
geysað fram í einum sprett.
En læg nú sprettinn, Léttir,
líttu á,
við eigum brekku eftir,
hún er há.
Nú ægjum við fyrst ögn,
áður söng og hófa hljóði
fórum ijúfa fjallaþögn.
(Hannes Hafstein)
Við viljum þakka Brynju og Egg-
ert fyrir hvað þau reyndust Baldri
vel. Um leið og við kveðjum Baldur
Árnason með virðingu og þökkum
alla tryggð og vináttu gegnum árin
vottum við bömum hans, tengda-
bömum, bamabörnum og öllum
ættingjum og vinum okkar samúð-
arkveðjur.
í dag, 18. janúar kl. 13.30, verður
Baldur lagður til hinstu hvflu við
hlið konu sinnar í kirkjugarðinum á
Breiðabólstað.
Veri hann kært kvaddur, Guði á
hendur falinn. Hafí hann þökk fyrir
allt og allt.
Þórður Rafn Guðjónsson og
Jónína Björnsdóttir.
verðuga menn, sem treysta mátti í
viðskiptum. Þessa nýt ég enn í ríkum
mæli.
Eftir því sem kynni okkar Jóns
urðu meiri tók hann í vaxandi mæli
að miðla mér af ótrúlega miklum
fróðleik um heimaslóðir sínar. Varð
þó minna úr en efni stóðu til. í þessu
efni er mér í kæm minni dagur einn
síðastliðið haust, er Jón Ieiðbeindi
mér, konu minni og syni og vina-
fólki af Skeiðum um hella heima á
Ægisíðu og raunar einnig í kjallara
nýbyggingar sonar síns og tengda-
dóttur í gamla bæjarhólnum á Gadd-
stöðum. Hin mikla staðþekking Jóns
naut sín með ágætum þennan dag.
Sveitarstjórnarstörf em tíðum er-
ilssöm og tímafrek og án efa streitu-
bundin og vanþakklát. Jón var í
störfum sínum einhver sá mesti
vinnuhestur, sem ég hef kynnst, og
mér fannst stundum sem hann væri
ekki einhamur. Því kom það ef til
vill ekki á óvart, að hann, ýmsum
öðrum fremur, yrði bitinn hjarta-
sjúkdómi. Þó virtist sem hann slyppi
sæmilega frá alvarlegu hjartaáfalli
fyrir fáeinum árum, enda var hann
í bestu læknishöndum. Um þetta
ræddum við síðast þegar við hitt-
umst.
Föstudaginn 20. desember síðast-
liðinn fór ég í skoðunarferð ásamt
vini mínum austur í Litla- Odda, en
svo nefndi ég sumarbústaðinn við
Hróarslæk að ráði Jóns, eftir forn-
býli þar um slóðir. Á heimleið sátum
við góða stund í skrifstofu hjá Jóni
og slógum meðal annars á létta
strengi svo sem okkur var lagið.
Mér fannst furðu létt yfir Jóni og
hann vera sáttur við sig og sín störf.
Kom mér ekki annað til hugar en
við myndum enn lengi geta ræktað
góð kynni.
Jón Þorgilsson virtist mér í öllum
kynnum óvanalega traustur maður.
Hann var hreinn og beinn og ákveð-
inn, og allt sem hann sagði stóð eins
og stafur á bók. Það er sjónarsvipt-
ir að slíkum mönnum og það verður
því tóinlegra að fara um Hellu en
áður.
Ég votta eftirlifandi konu og fjöl-
skyldu Jóns mína dýpstu samúð.
Þorkell Jóhannesson.