Morgunblaðið - 18.01.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.01.1992, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/LESBOK 14. tbl. 80. árg. LAUGARDAGUR 18. JANUAR 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Alsír; Herinn sakaður um fjöldahandtökur Algeirsborg. Reuter. HERMENN slógu varðhring um mosku í Algeirsborg í gær og leiðtog- ar heittrúaðra múslima sögðu á bænafundi þar að nýju valdhafarnir í Alsír hefðu látið handtaka 500 manns. Þeir hvöttu fólk til að halda stillingu sinni svo ekki kæmi til blóðsúthellinga. Moskan er í verkamannahverfi í borginni, Bab el-Oued, einu af höf- uðvígjum íslömsku hjálpræðisfylk- ingarinnar (FIS), sem vann stórsig- ur í fyrri umferð þingkosninganna sem nýju valdhafarnir ákváðu að aflýsa í vikunni. Leiðtogar flokks- ins, Abdelkader Hachani og Abd- elkader Moghni, ávörpuðu nokkur hundruð múslima sem komust í moskuna áður en hersveit sló varð- hring um hana og vísaði fólki frá. „Þessi stjórn á eftir að falla. Eg bið ykkur að gæta ykkar og varast að ögra henni,“ sagði Hachani í ræðu sinni. Einn af leiðtogum flokksins í hverfmu sagði að herinn hefði látið til skarar skríða gegn heit- trúuðum múslimum og handtekið að minnsta kosti 500 manns. Hermenn stöðvuðu bifreiðar við moskuna og könnuðu persónu- skilríki vegfarenda á meðan leið- togar FIS hvöttu fólk úr öðrum hverfum að halda heim og „forð- ast blóðsúthellingar". Nokkru áður hafði Mohamed Boudiaf, formaður fimm manna rík- isráðs, sem fer nú með völdin í land- inu, flutt sjónvarpsávarp og skorað á leiðtoga heittrúaðra múslima að nota ekki íslam í eiginhagsmuna- skyni. „Allir verða að virða stofnanir ríkisins og ríkisvaldinu ber að fara að lögum,“ sagði hann. * Norður-Irland: Sjö farast í sprengjuárás Belfast. Reuter. SJO manns létust og sjö særðust þegar lítil rúta var sprengd í loft upp á sveitavegi á Norður- írlandi í gær. Er þetta mann- skæðasta árás hryðjuverka- manna á óbreytta borgara i land- inu síðan ellefu manns fórust er sprengja sprakk við minningar- athöfn í Enniskillen árið 1987. í bifreiðinni voru iðnverkamenn á ferð milli bæjanna Omagh og Cookstown í Tyrone-sýslu. Tals- maður lögreglu segir að sprengjan hafi annaðhvort verið grafin í veg- inn eða henni hafi verið komið fyrir í vegarkantinum. Um 100 m löng leiðsla lá frá sprengjunni að stað þar sem sjá mátti yfir veginn. Telur lögreglan því að ætlunin hafi verið að sprengja þennan tiltekna bíl í loft upp. Talið er að fórnarlömbin hafi unnið við viðgerðir í herstöð í Omagh. í gærkvöld lýsti írski lýð- veldisherinn ábyrgð á hryðjuverk- inu á hendur sér en IRA hefur lengi litið á byggingaverkamenn í þjón- ustu Breta sem réttmæt skotmörk. Árásin í gær kemur í kjölfar þess að bresk stjórnvöld ákváðu að auka liðsstyrk sinn í Belfast um 1.000 manns til að beijast gegn sprengjuherferð IRA í borginni. Mohamed Boudiaf kom til Alsírs í fyrradag eftir 27 ára útlegð. Herflugvélar flugu yfir Bab el- Qued og hermenn voru í iyrsta sinn sendir til hafnarinnar og brautar- stöðvarinnar í Algeirsborg. Skrið- drekasveitir hafa verið á verði við mikilvægar opinberar byggingar í borginni frá því valdhafarnir ákváðu að aflýsa síðari umferð kosninganna sem átti að fara fram á fimmtudag. Islamska hjálpræðisfylkingin á nú í viðræðum við Frelsisfylking- una, sem var áður við völd í landinu og hefur sagt að nýju valdahafarn- ir hafi brotið gegn stjórnarskránni með því að aflýsa þingkosningun- um. Reuter Múhameðstrúarmenn í Istanbul í Tyrklandi sýndu í gær samstöðu með íslömskum heittrúarmönnum í Alsír. Nokkur hundruð manns söfnuðust saman og meðal annars var franski fáninn brenndur. Fundur- inn fór friðsamlega fram að öðru leyti. Hætta á borgarastyrjöld í Georgíu; Blóöi verður úthellt vegna endurkomu Gamsakhurdia - segir einn af núverandi valdhöfum Tbilisi, Moskvu. Reuter. MIKIL spenna ríkir nú í Georg- íu og hættan á borgarstyrjöld er talin hafa aukist eftir að Zviad Gamsakhurdia, sem hrak- inn var úr forsetaembætti fyrir tæpum tveimur vikum, sneri aftur til lýðveldisins á fimmtu- dag. Einn af núverandi valhöf- um, Georgíj Tsjanturia, leiðtogi Þjóðernislýðræðisflokksins, sagði á fréttamannafundi í gær að tilraunir Gamsakhurdia Reuter Friðargæsla hefst Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna settu upp sínar fyrstu búðir í Króatíu í gær. Gert er ráð fyrir því að í kvöld verði 45 starfsmenn SÞ búnir að koma sér fyrir á ellefu stöðum nærri víglínunni sem skilur að Króata og sambandsher Júgóslavíu. Á myndinni sjást frið- argæslumennirnir þrír sem verða í nágrenni bæjarins Karlovac. Með þeim er króatískur hermaður. myndu kosta blóðsúthellingar en þær væru dæmdar til að mistakast. Talið er að Gamsakhurdia hafíst við í borginni Zugdidi í héraðinu Megrelía þar sem hann er upp- runninn og nýtur mikils stuðnings. Hefur hann haldið þar fjöldafund og hvatt til uppreisnar gegn nýju valdhöfunum. Vill hann að menn vígbúist og haldi til Tbilisi til að steypa stjórninni. Einn aðstoðarmanna Jaba Iosel- iani, annars tveggja leiðtoga her- ráðsins sem nú fer með völd, sagði við georgíska blaðamenn í gær að um ijögur hundruð manna vopnuð sveit hefði haldið áleiðis til vestur- hluta lýðveldisins í rútum og fólks- bílum. Hann sagði að herráðið hefði ekki í hyggju að efna til átaka heldur væri ætlunin að „koma vitinu" fyrir stuðnings- menn Gamsakhurdia. Talið er að sveitirnar ætli að halda til borgar- innar Kutaisi sem er í um sextíu kílómetra fjarlægð frá Zugdidi og eigi að stöðva allar tilraunir liðs- manna Gamsakhurdia til að nálg- ast Tbilisi. Að sögn TASS-fréttastofunnar var allt með kyrrum kjörum í Kutaisi og nágrannabænum Sam- tredia í gær eftir að þar hafði verið lýst yfír neyðarástandi. Símasambandslaust hefur verið við vesturhluta Georgíu og að sögn rússneska sjónvarpsins hefur öll lestaumferð þangað verið stöðvuð. Georgískir embættismenn í Moskvu sögðust telja að allt að fímmtungur íbúa lýðveldisins styddi Gamsakhurdia. Þeir benda meðal annars á að forsetinn fyrr- verandi hafi tangarhald á öllum útvarpssendingum í vesturhluta landsins og geti því hugsanlega styrkt enn frekar stöðu sína í þess- um landshluta þar sem hann fékk yfírgnæfandi stuðning í forseta- kosningunum í maí í fyrra. Út- varps- og sjónvarpsútsendingar frá Tbilisi ná ekki til stórra svæða í lýðveldinu og eiga því nýju vald- hafarnir erfitt með að koma sjón- armiðum sínum á framfæri. Rúmlega sex þúsund stuðnings- menn Gamsakhurdia gengu fylktu liði að höfuðstöðvum georgíska sjónvarpsins í Tbilisi í gær. Eftir að varðmenn skutu viðvörunar- skotum upp í loftið leystist fylking- in hins vegar upp og ekki kom til blóðsúthellinga. Mannfall í Uzbekistan Moskvu. Reuter. The Daily Telegraph. TVEIR námsmenu létust og tug- ir særðust í höfuðborg Uzbe- kistans, Tashkent, í gær þegar lögregla skaut á fólk sem mót- mælti verðhækkunum í landinu. Óeirðirnar byijuðu um kvöld- matarleytið á fimmtudag þegar lögregla reyndi að dreifa hópi námsmanna sem mótmælti verð- hækkununum. Að sögn Tass-frétt- astofunnar hefur nefnd verið skip- uð til að rannsaka atburðina undir forystu Abdulkhashims Mutalovs forsætisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.