Morgunblaðið - 18.01.1992, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992
Frumvarp um Framkvæmdasjóð Islands:
Fortíðarvandi tíl
Lánasýslu ríkisins
Frumvarp um Framkvæmda-
sjóð íslands var til 2. umræðu
í gær. Frumvarpið gerir ráð
fyrir að leggja starfsemi sjóðs-
ins niður og að Lánasýsla ríkis-
ins yfirtaki skuldbindingar og
kröfur sjóðsins. Þingmenn lögð-
ust ekki gegn þessari tillögu en
ræddu nokkuð fortíð sjóðsins
og hveijir væru ábyrgir fyrir
þeim vanda sem sjóðurinn hefði
komist í.
Rannveig Guðmundsdóttir
(A-Rn) mælti fyrir áliti meirihluta
efnahags- og viðskiptanefndar.
Rannveig taldi rétt í tengslum við
þetta mál að vekja athygli að
breytingartilögu sem hún hefur
lagt fram við frumvarp til lánsfjár-
laga fyrir árið 1992, þess efnis
að fjármálaráðherra verði heimilt
fyrir hönd ríkissjóðs að yfirtaka
skuldir Framkvæmdasjóðs íslands
allt að 1.700 milljónum króna.
Talsmenn minnihluta, Stein-
grímur J. Sigfússon (Ab-Nv) og
Halldór Ásgrímsson (F-Al) lögð-
ust ekki gegn afgreiðslu frum-
varpsins en þeir hefðu kosið og
talið æskilegt að málefni Fram-
kvæmdasjóðsins yrðu afgreidd í
tengslum eða samhliða við endur-
skoðun á sjóðakerfínu almennt.
En þeir gagnrýndu að mikill flýtir
hefði verið á málinu fyrir jól, t.a.m.
sagði Halldór Ásgrímsson að þess
hefði verið óskað að fá stjórn
Framkvæmdasjóðsins til viðræðna
en ekki orðið við því.
Einnig fundu stjómarandstæð-
ingar að ræðum og yfiriýsingum
Davíðs Oddssonar forsætisráð-
herra um málefni sjóðsins og
fortíðarvanda. Voru skýrsla fortíð-
arvandanefndar og erindisbréf
þessarar nefndar gagnrýnd.
Steingrímur Hermannsson
(F-Rn) taldi það nú orðna kreddu
að kenna þessum sjóði um tap og
tjón, og hefðu málefni Álafoss og
fískeldisins aðallega verið nefnd í
því sambandi. Steingrímur viður-
kenndi að þarna hefði vissulega
farið illa en hann varaði við því
að horfa einungis á blikur og vá-
boða. Hann væri nú ekki svo viss
um að útlitið í fískeldi yrði svo
svart eftir 2-3 ár. Ræðumaður
benti á að menn hefðu haft ástæð-
ur til að vera bjartsýnir um fram-
tíð fískeldisins. Davíð Oddsson
forsætisráðherra taldi að menn
hefðu að skaðlausu mátt kanna
þessi mál betur og vitnaði til varn-
aðarorða sem framkvæmdastjóri
Rannsóknarráðs ríkisins, Vil-
hjálmur Lúðvíksson, lét falla í fe-
brúar 1985.
Ólafur Ragnar Grímsson (Ab-
Rn) taldi ræðu, orð eða ummæli
Davíðs Oddssonar forsætisráð-
herra vera árás á Þorstein Pálsson
sjávarútvegsráðherra sem borið
hefði ábyrgð á sjóðnum sem fjár-
málaráðherra og forsætisráðherra
í eina tíð. Einnig hefði forsætisráð-
herra höggvið að Össuri Skarp-
héðinssyni formanni þingflokks
Alþýðuflokksins, en hann hefði
verið fulltrúi íjármálaráðherra í
sinni ráðherratíð. Ólafur Ragnar
fjallaði einnig mjög í ræðu sinni
Stuttar þingfréttir
Bankaráð Landsbankans
Alþingi hefur kosið aðalmann
og varamann til setu í bankaráði
Landsbankans til 31. desember
1993. Sæti aðalmannsins skipar
Kjartan Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri í Reykjavík, en
varamaður var valinn Fannar
Jónasson viðskiptafræðingur á
Hellu. Kjartan og Gunnar eru
valdir í stað Friðriks Sophusson-
ar fjármálaráðherra, sem hefur
nú beðist undan setu í bankaráð-
inu, og Jóns Þorgilssonar, sem
lést skömmu fyrir áramótin.
Þinghlé?
Þegar þing kom saman 6. jan-
úar var ætiunin að afgreiða
helstu frumvörp sem eru nauð-
synlegar forsendur samþykktra
fjárlaga þessa árs. Gert var ráð
fyrir að þingfundir yrðu nokkra
daga en svo yrði gert hlé á störf-
um þingsins.
Að sögn Salome Þorkelsdóttur
forseta Alþingis er þess vænst
að afgreiðslu þessara mála verði
lokið um miðja vikuna, ella verði
ekki grundvöllur fyrir því að gera
hlé. En ef það tekst mun þingið
væntanlega koma saman á nýjan
leik þriðjudaginn 4. febrúar.
Á mánudaginn hefst þingfund-
ur kl. 10.30 árdegis og er að því
stefnt að ljúka 2. umræðu um
frumvarp um ráðstafanir í efna-
hagsmálum á árinu 1992 þann
dag. Komið hafði til tals að út-
varpa og e.t.v. sjónvarpa 3. um-
ræðu um þetta mál en nú er ljóst
að af því verður ekki. Á mánu-
daginn kl. 3 síðdegis mun sam-
gönguráðherra einnig flytja
munnlega skýrslu um málefni
Skipaútgerðar ríkisins.
•mmm
um Ríkisendurskoðun, ríkisendur-
skoðanda og afskipti og uppá-
skriftir Ríkisendurskoðunar á árs-
reikningum Framkvæmdasjóðs
sem sinn fulltrúi, Össur Skarphéð-
insson, hefði gert athugasemdir
við og neitað að undirrita. Ólafur
Ragnar vildi að afgreiðslu þessa
máls yrði frestað til þess að menn
fengju tækifæri utan þingfundar
til að ræða það alvarlega mál að
ekki væri hægt að treysta uppá-
skriftum Ríkisendurskoðunar.
Davíð Oddssyni forsætisráð-
herra þótti mjög miður sá siður
Ólafs Ragnars Grímssonar að
leggja sér orð í munn og útleggja
og túlka svo með sínum hætti,
ekki væri stafur fyrir fullyrðingum
Ólafs Ragnars. Ekki væri hægt
að taka þingmanninn alvarlega og
væri það afskaplega slæmt. Olafur
Ragnar viðhefði „leikaragang og
loddaragang". Forsætisráðherran-
um þótti Ölafur Ragnar einnig
„ganga afskaplega langt í því að
rægja ríkisendurskoðanda". For-
sætisráðherra furðaði sig á þess-
um tilmælum Ólafs Ragnars um
frestun og vilja teija mál, þótt
annað væri látið í veðri vaka. Þing-
maðurinn ómerkti formann og
varaformann þingflokks Alþýðu-
bandalagsins, en um það hefði
verið samkomulag að afgreiða
þetta mál sem ekki væri neinn
djúpstæður efnislegur ágreiningur
um.
Ólafur Ragnar Grímsson (Ab-
Rn) sagði að fallist hefði verið á
að afgreiða þetta mál í þeirri
starfslotu Alþingis sem stæði nú
yfir í janúarmánuði. Málið væri
nú á dagskrá til þess að Steingrími
Hermannssyni gæfist tækifæri til
að vera við umræðu um frumvarp-
ið eins og hann hefði óskað. Það
hefði ekkert samkomulag verið um
að ekki mætti ræða um forsætis-
ráðherrann, ríkisstjórnina og stöðu
mála. Hann ítrekaði ósk sína um
frestun en til vara fór hann fram
á það að atkvæðagreiðslu yrði
frestað uns efnahags- og við-
skiptanefnd hefði fengið tækifæri
til að tala við stjórn Framkvæmda-
sjóðs. Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra var því ekki mótfallinn
að atkvæðagreiðslunni yrði frestað
ef af einhveijum ástæðum þyrfti
að tala við stjórn Framkvæmda-
sjóðsins. Umræðu um frumvarpið
varð lokið en eftir er að greiða
atkvæði endanlega um frumvarp-
ið.
MMÍIGI
Foreldrar og kemiarar and-
mæla niðurskurði til skóla
FULLTRÚARÁÐ Hins íslenska kennarafélags, kennarafundur í Fella-
skóla og Foreldra- og kennarafélag Hólabrekkuskóla mótmæla í álykt-
unum, sem borist hafa Morgunblaðinu, fyrirhuguðum niðurskurði á
fjármagni til grunn- og framhaldsskóla.
í ályktun, sem samþykkt var á
fundi fulltrúarráðs HÍK, segir að í
grunnskólum sé boðuð tveggja
stunda fækkun á viku í 4.-10. bekk.
í framhaldsskólum sé fyrirhugaður
flatur niðurskurður sem nemur 5-7%
og samsvari því að 1.500 nemendum
verði vísað frá framhaldsskólunum í
haust eða að Fjöibrautaskóla Norður-
.lands vestra á Sauðárkróki og
Menntaskólanum í Reykjavík verði
lokað.
Opið hús í
Víkinni
Frá og með deginum í dag
verður opið hús á laugardög-
um í félagsheimili Víkings,
Víkinni í Fossvogi.
Fjölmörg félög hafa haft
þennan hátt á í mörg ár en nú
fyrst hafa Víkingar fengið til
þess aðstöðu. Veitingasalurinn
verður opinn frá klukkan 10 og
boðið verður upp á kaffi og aðr-
ar veitingar. Lottokassi er kom-
inn í húsið og geta menn spilað
bæði í getraunum og lottói.
Stjórn Víkings vill hvetja félaga
og íbúa hverfisins til að mæta í
Víkina á laugardögum.
í ályktuninni segir að mennta-
málaráðuneytið hafi sent frá sér
óljósar hugmyndir sem meðal annars
felast í því að kennslustundum verði
fækkað í einstökum námsgreinum
að óbreyttu námsefni, námsframboð
minnki og nemendum fækki. Afleið-
ingamar verði vægast sagt geig-
vænalegar. Hætt sé við að námið
dragist á langinn og nemendum sem
yrði úthýst, yrði ekki hægt að vísa
á vinnumarkaðinn á tímum sam-
dráttar og atvinnuleysis. Þeim sem
hvorki stunda nám né vinnu hljóti
að þurfa að greiða atvinnuleysisbæt-
ur. Kennarafundur Fellaskóla sem
haldinn var 8. janúar 1992 segir í
ályktun: „Það er með öllu ólíðandi
að allt starf í gmnnskólum landsins
sé háð geðþóttaákvörðun einstakra
ráðherra hveiju sinni. Það er útilokað
að skólastarfið verði markvisst ef
sífellt er verið að breyta þeim lögum
og reglugerðum sem skólanum er
ætlað að starfa eftir. Stöðugt eru
gerðar meiri kröfur til skólanna.
Undir þeim kröfum stendur skólinn
ekki sé nemendum fjölgað í bekkjar-
deildum og skóladagur nemenda
styttur. ísland er hluti af „nýrri Evr-
ópu“. Með þessum niðurskurði ótt-
umst við að Islendingar verði verr
menntaðir en aðrar þjóðir álfunnar.
Þetta er sú framtíð sem við viljum
búa börnum okkar.“
Fundur í stjórn Foreldra- og kenn-
arafélags Hólabrekkuskóla, bendir á
að niðurskurður komi fyrst og fremst
niður á nemendunum, sem síðar eigi
að taka við þjóðfélaginu. Ogerningur
sé fyrir grunnskólann að annast
grunnmenntun þjóðarinnar með þeim
sóma sem þjóðin á skilið ef hvaða
ríkisstjórn sem er geti hringlað með
kennslustunda- og nemendafjölda í
bekkjum eftir geðþótta. „Fjölgun
nemenda í bekkjardeildum í 30 er
stórt spor aftur á bak. Ef taka á
nemendur úr sínum skóla og flytja
í skóla í öðru hverfi, sem gefið hefur
verið í skyn að gera þurfi verður um
nauðungarflutninga að ræða. Líklegt
er að afleiðingar þessa niðurskurðar
verði þjóðinni dýrari en nemur þeim
sparnaði sem næst, í formi ýmissra
félagslegra vandamála sem taka þarf
á síðar. Með þeim niðurskurðarað-
gerðum sem boðaðar hafa verið er
horl't til fortíðar en ekki framtíðar."
Kennarafélag Kvennaskólans í
Reykjavík segir: „Níðurskurður fjár-
veitinga til skólakerfisins og þær
hugmyndir um aðgerðir til sparnaðar
í framhaldsskólum sem lagðar hafa
verið fram leysa engan vanda heldur
munu þær þvert á móti skapa ný og
kostnaðarsöm vandamál.
Árið 1989 átti sér stað flatur nið-
urskurður um 6% í skólakerfinu og
síðan þá hefur hagur skólanna
þrengst enn meir vegna yfirsetningar
og aukinna krafna um þjónustu við
alla nemendur er ljúka grunnskóla.
Ráðuneytið getur ekki vænst þátt-
töku kennara í aðgerðum er stuðla
að kjaraskerðingu og gæðarýrnun í
skólastarfi."
Regnboginn sýnir
myndina „Náin kynni“
REGNBOGINN sýnir um þessar mundir sakamálamyndina „Náin
kynni“. Aðalhlutverk er í höndum Deborah Harry.
Cory Wheeler (Deborah Harry)
er rokksöngkona sem reynir að
kreista fram lífið með söng á ódýr-
um bjórkrám. Endar ná ekki saman
þannig að Cory verður að hafa
aukavinnu og veitir hún þá þjón-
ustu að æsa karlmenn upp kynferð-
islega í gegnum síma. Kvöld eitt
hringir karlmaður sem biður hana
um þjónustu. Cory er brugðið því
karlmaðurinn er í sömu mund að
myrða kvenmann með köldu blóði.
Cory hleypur skelfíngu lostin á
næstu lögreglustöð en þar vill eng-
inn trúa henni enda engar sannanir
fyrir hendi. Nú eru góð ráð dýr og
Cory verður að velja á milli þess
að duga eða drepast.