Morgunblaðið - 18.01.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.01.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992 Golfklúbburinn Gláma á Þingeyri: „Vonumst til að geta spilað á sex brautum næsta sumar“ Þingeyri. FYRSTI aðalfundur Golfklúbbs- ins Glámu var haldinn í desem- bermánuði, en Golfklúbburinn var stofnaður 21. apríl á síðasta ári. Á aðalfundi Golfklúbbsins Glámu kom fram að stofnfélagar voru orðnir þrjátíu, en stofnfélagar gátu þeir orðið sem gerðust félagar fyrir aðalfund. Starfsemin á árinu varð minni en bjartsýnustu menn vonuðu og er einkum skorti á tækjum þar um að kenna. Golfklúbburinn er að búa í haginn fyrir sig í Meðaldal, sem er eyðidalur rétt utan við þorp- ið, en þar hefur golfklúbburinn fengið að hafa aðstöðu fyrir ein- staka góðvild eigenda, að sögn Þrastar Sigtryggssonar formanns klúbbsins. Níu holu golfvöllur var lauslega hannaður af Hannesi Þor- steinssyni frá Akranesi og sjá menn að lítið þarf að gera til að koma sex holum í gagnið, ef tæki eru til staðar. Búið er að kaupa dráttarvél en verið er að kanna kaup á braut- ar- og flatarsláttuvélum, þótt fjár- hagur hins nýja golfklúbbs sé ekki góður. „Þó íjárhagurinn sé að vísu áhyggjuefni eins og er, þá stefnir allt í það“, að sögn Þrastar, „að við getum æft og spilað golf á allt að sex brautum í Meðaldal næsta sumar.“ Gunnar Eiríkur. ■ UNDANFARNAR vikur hefur staðið yfir í SPRON, Álfabakka 14 í Mjódd, sýning á listaverkum eftir 9 myndlistarkonur sem eiga það sameiginlegt ásamt 6 öðrum konum að reka Listhús Sniglu við Grettisgötu. Þær listakonur sem eiga verk á sýningunni eru: Arn- fríður Lára Guðnadóttir, Elísa- bet Þorsteinsdóttir, Erna Guðmarsdóttir, Guðrún Kol- beins, Herdís Tómasdóttir, Ingunn E. Stefánsdóttir, Jóna S. Jónsdóttir, Vilborg Guðjóns- dóttir og Þuríður Dan Jónsdótt- ir. Sýningin verður framlengd til 31. janúar 1992. Sýningin í SPRON, Álfabakka, er opin á opnunartíma útibúsins. ■ ÓVENJUGÓÐ aðsókn var á leiksýningar Leikfélags Reykja- víkur nú um helgina. Uppselt var á sjö af átta leiksýningum um helg- ina. Rúmlega sexhundruð börn fylltu Litla salinn á fjórum sýning- um á barnaleikritinu Ævintýri. Uppselt var á Þéttingu, leikrit Sveinbjörns I. Baldvinssonar á laugardagskvöld og var það 38. sýning á þessu áhrifamikla verki. Ljón í síðbuxum eftir Björn Th. Björnsson hefur nú verið sýnt 26 sinnum við frábærar undirtektir áhorfenda og var uppselt á 26. sýn- inguna á laugardagskvöld. Ruglið var frumsýnt sunnudaginn 12. jan- úar og hefur fengið óblíðar viðtökur gagnrýnenda en áhorfendur hafa skemmt sér vel. Uppselt var á sýn- ingu á þessum ærslaleik Johanns Nestroy á föstudagskvöld og nær uppselt á sýningu á sunnudags- kvöld. Alls sóttu um 2.300 gestir sýningar í Borgarleikhúsinu um helgina. Starf organista Kópavogskirkju er laust til umsóknar. Gert er ráð fyrir fullu starfi. Umsóknir, með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, skulu berast fyrir 7. febrúar nk. til Stefáns M. Gunnarssonar, Meðalbraut 20, 200 Kópavogi, sími 42287, eða Þorbjargar Daníelsdóttur, Víghólastíg 21, Kópavogi, sími 40284, en þau veita nánari upplýsingar. Sóknarnefndir Kópavogskirkju. Lagerhúsnæði Til leigu er 860 fm lagerhúsnæði við Fells- múla. Góðar innkeyrsludyr á götuhæð. Upplýsingar á skrifstofu Hreyfils í síma 685520 eða 685521. Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum verða háð á skrifstofu embættisins fimmtudaginn 23. janúar sem hér segir: Kl. 14.00: Mánabraut 2, þingl. eig. Sveinbjörn Imsland. Uppboðsbeiðendur eru Samkort hf. og veðdeild Landsbanka íslands. Kl. 14.20: Smárabraut 20, Höfn, þingl. eig. Hjörtur Guðjónsson. Uppboðsbeiðendur eru Guðmundur J. Hlöðversson og Jöfur hf. Kl. 14.40: Víkurbraut 4-a, Höfn, þingl. eig. Sveinbjörn imsland. Uppboðsbeiðendur eru Byggðastofnun og Iðnlánasjóður. Kl. 15.20: Hæðargarði 19, þingl. eig. Sigurður Einarsson. Uppboðsbeiðandi er veðdeild Landsbanka fslands. Kl. 15.30: Smárabraut 7 á Höfn, þingl. eig. Ingvar Þórðarson. Uppboðsbeiðandi er Lífeyrissjóður Austurlands. Sýslumaður Austur-Skaftafellssýslu. Nauðungaruppboð Þriðjudaginn 21. janúar 1992 fara fram nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum í dómsal embættisins, Hafnarstræti 1, ísafirði, og hefjast þau kl. 14.00: Auðunni ÍS 110, þingl. eign Eiríks Böðvarssonar, eftir kröfum Trygg- ingastofnunar ríkisins, Landsbanka islands og Miðneshrepps. Annað og síðara. Fjarðargötu 14, efri hæð, Þingeyri, þingl. eign Viktors Pálssonar og Sólveigar S. Guðnadóttur, eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs. Annað og síðara. Hjallavegi 9, 0101, Flateyri, þingl. eign Byggingafélags Flateyrar hf., eftir kröfu veðdeildar Landsbanka íslands. Annað og síðara. Hjallavegi 9, 0102, Flateyri, þingl. eign Byggingafélags Flateyrar hf., eftir kröfu veðdeildar Landsbanka íslands. Annað og siðara. Hjallavegi 9, 0104, Flateyri, þingl. eign Byggingafélags Flateyrar hf., eftir kröfu veðdeildar Landsbanka íslands. Annað og síðara. Hjallavegi 9, 0202, Flateyri, þingl. eign Byggingafélags Flateyrar hf., eftir kröfu veðdeildar Landsbanka íslands. Annað og sfðara. Hjallavegi 14, Flateyri, þingl. eign Byggingafélags Flateyrar hf., eftir kröfu veðdeildar Landsbanka íslands. Annað og síðara. Hjallavegi 16, Flateyri, þingl. eign Byggingafélags Flateyrar hf., eftir kröfu veðdeildar Landsbanka íslands. Annað og síðara. Hjallavegi 18, efri hæð, Flateyri, þingl. eign Byggingafélags Flateyr- ar hf., eftir kröfu veðdeildar Landsbanka íslands. Annað og síðara. Hjallavegi 18, neðri hæð, Flateyri, þingl. eign Byggingafélags Flateyr- ar hf., eftir kröfu veðdeildar Landsbanka íslands. Annað og sfðara. Hjallavegi 20, neðri hæð, Flateyri, þingl. eign Byggingafélags Flateyr- ar hf., eftir kröfu veðdeildar Landsbanka islands. Annað og sfðara. Hlíðavegi 7, 1.h. t.v., ísafirði, þingl. eign Byggingafélags verka- manna, eftir kröfu veðdeildar Landsbanka islands. Bæjarfógetinn á ísafirði. Sýslumaðurinn í isafjarðarsýslu. Ólafsvík Sigurlaug Konráðsdóttir hefur tekið við umboði Morgunblaðsins á Ólafsvík. Síminn hjá henni er 61186. J#!óri0mlNWbiiti» Flateyringar Velferð á varanlegum grunni Fundur í Vagninum sunnudag 19. janúar kl. 15.00. Frummælendur: Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Utanríkisráðuneytið og heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið. Söngfólk á aldrinum 16-40 ára! Kammerkór Árbæjarkirkju óskar eftir félögum. Upplýsingar í síma 19212 kl. 19.30-20.00. Bændur Vantarjörðtil leigu, helst með mjólkurkvóta. Þeir, sem áhuga hafa, sendi inn nafn og síma- númer á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Jörð - 9647“ fyrir 24. janúar. H.K. innréttingar Dugguvogi 23, Reykjavík, sími 35609, mynds. 679909 Kynnum nýjar glæsi- legar línur í baðinn- réttingum í dag. Opið frá kl. 10-18. Allar innréttingar í húsið. Innanhúss- arkitekt aðstoðar. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 8 = 1731184 = E.l. O GIMLI 599220017 = 1 Frl. Skfuk T KFUIVI Stórsamkoma i Áskirkju á morg- un, sunnudag, kl. 16.30 á vegum KFUM og KFUK, SÍK og KSH. „Beittara hverju tvíeggjuðu sverði" Ræðumaður séra Jónas Gíslason, vígslubiskup. Fjöl- breytt dagskrá. Kór KFUM og KFUK syngur. Barnastund verð- ur í kirkjunni á sama tíma. Allir velkomnir. ITI,, SAMBAND (SLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA □ MlMIR 599201207 = 1 Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænasamkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar fram- undan: Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16.30 Ræðumaður Hreinn Bernharðsson. Barnagæsla. Þriðjudagur til föstudags: Bænastund hvert kvöld kl. 20.30. Laugardagur 25. janúar: Safn- aðarfundur kl. 20.30. Munið máltíðina á undan safn- aðarfundinum. Hútivist Hallveigarstíg 1, sími 14606 Dagsferðir sunnud. 19. janúar Kl. 13: Grímmannsfell. Genglð verður upp frá Helgadal með Katlagili upp á Stórhól (482 m). Létt fjallganga fyrir alla. Brottför frá BSÍ bensín- sölu, stansað við Árbæjarsafn og við kaupfélagið í Mosfells- bæ. Þátttökugjald kr. 1.000,-. Félagsmenn, munið afsláttinn, frftt fyrir börn 15 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.. Tunglskinsganga má. 20. jan. Sjáumst! Útivist FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Dagsferðir Ferðafélagsins Kjalarnesganga - (Lferðendurtekin) 18. jan. kl. 13.00 (laugardag) Mörkin 6 - Árbær-Reynisvatn Brottför frá Mörkinni 6 (austast við Suðurlandsbraut). Gengið um Elliðaárdal, Reiðskarö að Árbæ (gamla þjóðleiðin). Þar mun Helgi Sigurðsson, safn- vörður, segja frá Árbænum sem ferðamanna- og gististað í al- faraleiö. Síðan liggur leiðin um Reynisvatnsheiði að Reynis- vatni. Rúta til baka frá bænum Engi um kl. 17.00. Verið með frá byrjun í 6 áfanga raðgöngu upp á Kjalarnes. Sjá nánar í Mbl. i gær 17. jan. bls. 3, blað D). Ekk- erttökugjald. Sunnudagur 19. janúar kl. 11.00 Heiðmörk að vetri Gengið frá Lögbergi um Hólms- borg í reit Ferðafélagsins í Heið- mörk. Létt gönguferð. Verð kr. 800,- Mánudagur 20. janúar kl. 20.00 Vetrarkvöldganga á fullu tungli Gengið verður m.a. um skóg- arstiga í Vífilsstaðahlíð. Áð við kertaljós í Maríuhellum. Verð kr. 500,-. Brottföríferðirsunnudag og mánudag verður frá Um- ferðarmiðstöðinni, austanmeg- in. Frítt fyrir börn í fylgd fullorð- inna. Ferðaáætlun fyrir árið 1992 er komin út! Ferðafélag (slands. YWAM - lceland Kvöldhóf í safnaðarheimili Laugarneskirkju í kvöld kl. 20.30. Jeff Fountain yfirmaður Y.W.A.M. í Evrópu fytur ræðu. Sönghópurinn Án skílyrða leiðir lofgjörð. Gestir taki gjarnan með sér kaffibrauð. Allir velkomnir. Frá versluninni Casa: Til sölu vegna flutninga hjóna- rúm með höföagafli 1.70x2 og borðlampi. Tilboð óskast. Upplýsingar í síma 688198.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.