Morgunblaðið - 18.01.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.01.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992 21 SAMSKIPTI íslendinga og íbúa Venesúela hafa verið lítil fram til þessa. I hugum margra hefur landið yfir sér fjarlægan ævin- týraljóma en fá tækifæri hafa gefist til kynna af landi og þjóð. Nú stendur hins vegar yfir sýn- ing á verkum sex myndlistar- manna frá Venesúela í Hafnar- borg í Hafnarfirði og er hún hluti af viðleitni Venesúela- manna til að kynna menningu sína fyrir öðrum þjóðum. Sendi- herra Venesúela á Islandi heitir Rodolfo Molina-Duarte og hefur aðsetur I Osló. Hann var staddur hérlendis til að opna sýninguna í Hafnarborg. Duarte _ segir að diplómatísk samskipti Islands og Venesúela eigi sér tveggja áratuga sögu en hann tók við sendiherraembættinu í byrj- un síðasta árs. „Það er athygli- svert að stór hluti erlendra sendi- herra Islendinga hefur aðsetur í öðrum löndum og er ég einn þeirra. Fyrir sendiherra í slíkri aðstöðu getur verið freistandi að sinna ein- ungis helstu diplómatísku skyldum sínum við íslendinga og láta önnur samskipti lönd og leið. Ég er ekki þannig sendiherra," segir Duarte. „Mig langar til þess að efla tengsl heimalands míns og Islands á sem flestum sviðum og því þykir mér mjög ánægjulegt að eiga þátt í því að gera þessa myndlistarsýningu að veruleika. Svo skemmtilega vill til að menningarsamskiptin eru gagnkvæm en í þessum mánuði verður opnuð sýning á verkum þriggja íslenskra myndlistar- manna, Georgs Guðna, Jóns Óskars og Ólafs Gíslasonar, í nútímalista- safninu í Caracas, höfuðborg Ve- nesúela. Ég lít svo á að nú sé ísinn Morgunblaðið/KC Rodolfo M. Duarte, sendiherra Venesúela. brotinn í samskiptum þjóðanna og vona að þau eigi eftir að eflast og ná til sem flestra sviða í framtíð- inni.“ _ — A hvaða vettvangi telurðu að helst eigi að efla þessi samskipti? „Samskipti ríkja eru aðallega þrenns konar. Stjórnmálaleg, menningarleg og viðskiptaleg. Samskipti íslands og Venesúela hafa hingað til aðallega verið stjórnmálalegs eðlis og með mjög ánægjulegum hætti. Ég nefni sem dæmi að góð persónuleg vinátta er á milli forseta Venesúela og Jóns Baldvins Hannibalssonar ut- anríkisráðherra íslands. Þá hafa íslendingar og Venesúelamenn ver- ið samstíga í ýmsum málum á al- þjóðavettvangi eins og í mann- réttindamálum og_ hvað varðar verndun hafsins. Á áttunda ára- tugnum var mikilvæg hafréttarráð- stefna haldin í Caracas. Þar var stór hluti þeirrar stefnu, sem nú ríkir í hafrétti, mörkuð og veit ég til þess að gott samstarf var þá á milli sendinefnda íslands og Ve- nesúela.“ „Viðskipti íslendinga og Venesú- elamanna eru lítil sem engin og langar mig sérstaklega til að bæta úr því,“ segir Duarte. „Norðmenn selja lax og þorsk til Venesúela og ég er viss um að það væri ómaks- ins vert fyrir íslenska fiskútflytj- endur að kanna markaðinn fyrir þessar tegundir eða aðrar á þeim slóðum. Eg veit ekki hvaða vörur íslendingar vildu flytja inn á móti en nefni sem dæmi að Venesúela- menn framleiða ýmis efni til ál- framleiðlsu sem þið kynnuð að hafa áhuga á. Ég tek fram að þetta eru eingöngu hugmyndir sem ég nefni að lítt athuguðu máli en gætu þó verið áhugaverðar fyrir menn úr viðskiptalífinu. Menning- arleg samskipti, eins og sýningin hér í Hafnarborg, getur haft þýð- ingu í því að koma á viðskiptalegum tengslum. Hvort sem slíkt tekst eða ekki mun ég beita mér fyrir því að halda stjórnmálatengslum milli íslands og Venesúela eins góðum og þau hafa verið og efla menning- artengslin frekar. Ég hef ýmsar hugmyndir í því sambandi sem of langt mál væri að telja upp en næsta skref gæti verið að kynna tónlistarmenn frá heimalandi mínu, til dæmis gítar- og píanóleikara, fyrir Islendingum." VIÐTAL: Kjartan Magnússon. Dómkirkian: Beðið fyrir Evrópu við sam- kirkjulega guðsþjónustu A MORGUN, sunnudaginn 19. jan- úar, verður guðsþjónusta í Dóm- kirkjunni á vegum samstarfs- nefndar kristinna trúfélaga og hefst hún kl. 14.00. Prédikun annast sr. Jónas Gísla- son, vígslubiskup, og mun hann í prédikun sinni m.a. ræða um þau vandamál sem þjóðir Evrópu standa frammi fyrir. Þessi guðsþjónusta er sérstaklega helguð bænum manna fyrir Evrópu og er sannarlega ástæða til þess eins og málum er víða háttað með styijöldum og öðrum ógnum. Altarisþjónustu munu annast sr. Ágúst Eyjólfsson, prestur Maríu- kirkjunnar í Breiðholti, og sr. Hjalti Guðmundsson, dómkirkjuprestur. Ritningarlestur og bæn munu annst Eric Guðmundsson, forstöðumaður Sjöunda dags aðventista, Hafliði Dómkirkjan í Reykjavík. Kristinsson, forstöðurnaður Hvíta- sunnusafnaðarins, og Oskar Jónsson, brigader í Hjálpræðishernum. Tónlistarflutning annast sönghóp- urinn Guðný og drengirnir og einnig syngur Dómkórinn undir stjórn Mar- teins H. Friðrikssonar, dömorgan- ista. Frá samstarfsnefnd trúfélaga. Frá afliendingu hjartadælunnar, f.v.: Grétar Ólafsson yfirlæknir, Sigmundur Þórðarson formaður íþróttafélagsins Höfrungs, Gunn- hildur Þorbjörg Sigþórsdóttir og Sigurður Helgason formaður Lands- samtaka hjartasjúklinga. Landspítalanum færð hjartadæla að gjöf Tilefnið er árangursrík meðferð stúlkr með sködduð lungu FÉLAGAR í íþróttafélaginu Höfrungi á Þingeyri og Landssamtök hjartasjúklinga færðu nýlega hjarta- og lungnaskurðdeild og gjör- gæsludeild Landspítalans að gjöf 1,5 millj. kr. til kaupa á nýrri blóð- dælu í hjarta- og lungnavél sjúkrahússins. Tilefni gjafarinnar er árangursrík meðferð sem stúlku með sködduð lungu var veitt eftir bílslys í sumar. Árangur meðferðarinnar hefur vakið athygli erlend- is og er læknum Landspítalans og erlendum læknum sem þeir hafa rætt við ekki kunnugt um að sjúklingur með eitt lunga hafi bjargast á þennan hátt. Að lokinni guðsþjónustu gefst kirkjugestum kostur á að njóta kaffi- veitinga í safnaðarheimili Dómkirkj- unnar gegn vægu gjaldi. Það er von samstarfsnefndar kris- tinna trúfélaga að fólk fjölmenni í Dómkirkjuna og sameinist í bæn fyr- ir friði og farsælli framtíð Evrópu og þjóða hennar. kristinna í upplýsingum frá Grétari Ólafs- syni yfirlækni um gjöfina kemur fram að ástæða gjafarinnar er að deildirnar höfðu í sumar til með- ferðar sextán ára íþróttastúlku frá Vestfjörðum [Gunnhildi Þorbjörgu Sigþórsdóttur á Þingeyri] sem lent hafði í alvarlegu umferðarslysi. í fréttatilkynningu Landspítalans segir: „Hún var flutt með sjúkra- flugi til Reykjavíkur en við skoðun þar kom í ljós að bæði lungu voru alvarlega sködduð, það vinstra svo mikið að það þurfti að fjarlægja þegar í stað og var það gert á Borg- arspítalanum. Það hægra fór einnig fljótt að gefa sig og þegar sýnt var að það yrði óstarfhæft var hún flutt á Landspítalann og gripið til svo- kallaðra ECLA-meðferðar (Extrac- orporeal lung assist) en það var gert meðal annars með hluta af hjarta- og lungnavél sjúkrahússins. Þar sem nota þurfti tvær af þremur dælum vélarinnar, var fengin að láni dæla frá fyrirtækinu í Þýska- landi sem framleiðir vélina og brugðust þeir skjótt og vel við. Eft- ir fimm vikna meðferð tók hægra lunga við sér á ný og eftir viðbótar- aðgerð á því var árangursríkri með- ferð á hjarta- og lungaskurðdeild lokið. Allan þennan tíma var hún höfð sofandi, en eftir að hún var vakin náði hún sér furðu fljótt, enda var hér um að ræða fyrir slys- ið líkamlega hrausta íþróttastúlku og hafði það sitt að segja hvað meðferðin tókst giftusamlega. Hún á þó fyrir höndum allanga endur- hæfingarmeðferð. Þetta atvik spurðist út á Norður- löndum og víðar og fylgdust erlend- ir starfsbræður okkar náið með gangi mála, og enginn þeirra, sem við höfum rætt við er kunnugt um að sjúklingur með eitt lunga hafi bjargast á þennan hátt. Blóðdælur hjarta- og lungnavélar Landspítalans eru þó ekki vel falln- ar til svona langvarandi meðferðar og nú eru til dælur sem byggjast á miðflóttaafli og henta miklu betur og skadda blóðið minna. Áður- nefndir aðilar færðu Landspítalan- um nú að gjöf af mikilli rausn fjár- upphæð til kaupa á slíkri vél og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir því þetta styrkir starfið og eykur öryggi í framtíðinni.“ Bæjarsljórn Njarðvíkur: Jákvæð afstaða til réttargeðdeildar BÆJARSTJÓRN Njarðvíkur hef- ur ákveðið að taka jákvætt í er- indi Hilmars Hafsteinssonar bygg- ingameistara í Njarvík um bygg- ingu og starfræktslu réttargeð- deildar í Njarðvík. Bæjarstjórnin vill þó áður en enda- legt samþykki verði gefið, segir í frétt frá bæjarstjóranum, „fá full- vissu fyrir því, að íbúum bæjarins stafaði ekki hætta af starfsemi rétt- argeðdeildar og að fagmennska verði höfð í fyrirrúmi við allt er lítur að starfí þessarar stofnunar." Bæjarstjómin vill jafnframt að það skilyrði vrði fyrir ráðningu yfir- manna við réttargeðdeildina, að þeir hafi lögheimili og búsetu á Suður- nesjum. Bæjarstjórnin lýsir yfir ánægju inni með þetta framtak Hilm- ars Hafsteinssonar sem vonandi verður lyftistöng fyrir atvinnulífið á Suðurnesjum. F ALLE Fimmta kynslóðin af Civic hefur litið dagsins ljós. Við fyrstu kynni vekja glæsilegar línurnar athygli, nánari kynni upplýsa um tækni- lega kosti og yfirburðahönnun. Civic árgerð 1992 er til sýnis að Vatnagörðum 24, mánudaga til föstudaga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 68 99 00 Verð frá: 949.000,- stgr. Greiðslukjör við allra hæfi. O'S' Isinn brotinn í samskipt- um Islands og Venesúela -segir Rodolfo M. Duarte sendiherra Venesúela á íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.