Morgunblaðið - 18.01.1992, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANUAR 1992
„£g g&t ekJci stillt þennan, kúfci. "
Ast er...
... að vera rómantískur.
TM Reg. U.S. Pat Off. — all righta reserved
® 1991 Los Angeles TimesSyndicate
Hvað er þig að dreyma,
maður?
HOGNI HREKKVISI
HANN \SILU HAFA ElGlM DYÆOG PyKAVORÐ."
Endurtakið þættina á kvöldin
Ríkisútvarpið flytur nú á hverj-
um morgni rétt fyrir kl. 10 stutta
þætti er nefnast: „Sigurbjörn Ein-
arsson biskup segir börnunum
sögu.“ — Þetta er um það bil 10
mínútur í hvert sinn og er sagt
„fyrir börn — yngri og eldri“.
Vert er að vekja sérstaka at-
hygli á þessum fallegu og einstak-
lega hugljúfu þáttum, sem ekki er
hægt annað að segja um en að feli
í sér sáðkorn Guðsríkisins fyrir
bæði eldri og yngri. — Hér er ijall-
að um dýpstu spurningar og við-
horf mannlegs lífs í svo einföldu
og hugljúfu máli, að ekki getur
annað en gengið beint inn að hjarta
hinna eldri sem hlusta, og án efa
sálir þeirra barna, sem kunna að
heyra — svo fagurlega og af svo
mikilli hlýju, djúpskyggni og speki
er þetta máí flutt. — Þetta er sett
fram í einföldum orðum sem hæfa
öllum „bamslega“ hugsandi sálum,
og flytur í raun slíka lífsspeki að
erindi á við alla — nú á þeim tímum
þegar fólk hungrar og þyrstir eftir
svörum um tilgang í dimmum heimi
— sérstaklega hina yngri, sem
vantar og leita eftir hagnýtri, ein-
faldri leiðsögn inn í þokuhulda og
óræða framtíð sína. — Það víkkar
sannarlega og dýpkar sjónarsvið
hinna eldri — og lýsir upp hinn
dimma veg framundan fyrir ungar
sálir.
Þessi þáttur á því — eins og
gefið er í skyn í kynningunni —
erindi við unga og ekki síður aldna.
Ber að þakka Ríkisútvarpinu
fyrir að gefa landsmönnum kost á
slíku afburðaefni, sem þó lætur svo
lítið yfir sér. — Virðist í þessu sam-
bandi full ástæða til að benda á,
að á þessum tíma dags er mikill
hluti þeirra barna og unglinga, sem
þyrftu að heyra þetta, bundinn á
skólabekk, og mikill fjöldi hinna
eldri sem líka þyrftu að hlusta,
bundinn við skyldustörf.
Er því spurning, hvort Ríkisút-
varpið ætti ekki að hafa þessa
þætti endurtekna á kvöldin í dag-
skránni, t.d. rétt fyrir kl. 22, því
þá em flestir heima, og er sá, sem
þetta ritar, ekki í vafa um að þetta
myndi mælast vel fyrir — líka sem
kvöldhugvekja, þegar börn — yngri
og eldri — eru að ganga inn í svefn
næturinnar — hið dularfulla
ástand, sem fáir skilja, þar sem
mannshugurinn dvelur í ríki
drauma og anda, á meðan líkaminn
hvílist. Það mætti hugsa sér að það
myndi falla vel við t.d. að koma á
undan „Orðum kvöldsins“ — sem
eru kyrrlát og hugljúf kvöldkveðja
sem Ríkisútvarpið hefur flutt lands-
mönnum um árabil og aldrei missir
gildi sitt — að loknum erli brauðst-
rits og daglegra sviftinga hins ver-
aldlega.
Þá væri hugsanlega ekki úr vegi
að slíkt afburðaefni yrði gefið út
til sölu á segulbandsspólu af Ríkis-
útvarpinu — þegar þessum þáttum
er lokið — svo gefa megi vinum,
yngri sem eldri, og láta þannig
þessi dýrmætu frækom Guðsríkis-
ins — og hagnýtrar lífsspeki —
berast áfram, og verða handbær
til að spila á heimilum fyrir börnin
í kvöldkyrrðinni á ókomnum árum.
— Ekki veitir af í hinum mikla
umróti og losi sem einkennir dag-
legt líf í landinu, t.d. þegar veruleg-
ur hluti mæðra vinnur úti — og
hefir lítinn tíma til að sinna börnum
sínum, sem fara því á mis við þá
blessun og það öryggi, að mamma
sé alltaf við hendina — til að veita
skjól og huggun — og til að sinna
andlegum og líkamlegum þörfum
þeirra — eins og fyrri kynslóðir
áttu allajafnan að fagna.
Eitt af eldri börnunum
Þessir hringdu . ..
Góður þáttur um
Þjóðminjasafnið
Bergþóra Jóhannsdóttir-
hringdi:
Ég vi! þakka Sigurði Richter
umsjónarmanni þáttarins Nýjasta
tækni og vísindi fyrir síðasta þátt
um Þjóðminjasafnið. Þar kynntist
þjóðin því merka starfi sem þar
fer fram. Þetta var góður þáttur.
Ljúfmannleg hjálpsemi
Farþegi hringdi:
Ég kom með Flugleiðavél frá
London 21. ágúst sl. var svo
óheppinn að skilja eftir forláta
myndavél í biðsal á Heatrow flug-
velli. Vil ég þakka Flugleiðafólki
fyrir einkar ljúfmannlega hjálp-
semi og fyrirhöfn við að koma
myndavélinni í réttar hendur. Eft-
ir tvö símtöl og innan þriggja
daga var myndavélin komin á af-
greiðslu Flugleiða í Reykjavík og
mér boðið að sækja hana. Kærar
þakkir Flugleiðafólk.
Raunhæfustu kjarabæturnar
Lesandi hringdi:
Varðandi væntanlega kjara-
samninga vil ég koma þessari
lausn á framfæri: Eru það ekki
raunhæfustu kjarabæturnar að
atvinnurekendur og launþegar
gerðu samning með þátttöku rík-
isvaldsins um að leyfa innflutning
á landbúnaðarvörum frá EB lönd-
um? í staðinn yrði sleppt öllum
kauphækkunum.
Köttur
Mjási, sem er stór hvítur köttur
með bröndótt skott og bröndótta
kardínálahúfu, hefur verið týndur
síðan 2. janúar. Vinsamlegast
hringið í síma 41199 ef hann hef-
ur einhvers staðar komið fram.
Hringur
Giftingahringur fannst í Kópa-
vogi, vesturbæ, Upplýsingar í
síma 642599.
Víkveiji skrifar
Kunningi Víkveija kom að ösku-
tunnu sinni fullri nú rétt eftir
jólin, enda víða í hverfum, sem féllu
úr vinnudagar vegna jólahátíðar-
innar og því ekki unnt að losa tunn-
urnar. Hann ákvað því að fara með
poka á eina gámastöðina með
venjulegu húsasorpi, sem alla jafn-
an fer í tunnuna heima.
Þegar kunninginn kom með pok-
ann sinn og spurði hvar hann mætti
losa sig við hann, svaraði af-
greiðslumaður Sorpu að bragði með
töluverðum þjósti: „Þú verður að
flokka sorpið!“ Kunninginn sagði
sem væri að þess gerðist ekki þörf,
því að um væri að ræða venjulegt
heimilissorp, sömu tegundar og
vikulega væri sótt heim til hans.
Allt kom fyrir ekki, afgreiðslumað-
urinn heimtaði flokkun og engar
refjar. Sló þá í brýnu milli afgreiðsl-
umannsins og kunningjans, sem
lyktaði með því að kunninginn
strunsaði á brott og eftir lá sorpið
óflokkað.
Það er meira en lítið undarlegt,
þegar komið er með venjulegt húsa-
sorp á gámastaði Sorpu, að þá ein-
mitt skuli þurfa að flokka það, en
ekki þegar það er sótt heim. Þá er
hofmóður afgreiðslumanna heldur
hvimleiður og ekki til þess fallinn
að hvetja fólk til þess að heim-
sækja þessar gámastöðvar aftur.
Annars verður það að segjast,
að það voru mikil mistök hjá
þessu fyrirtæki, Sorpu, að neita að
taka við jólatrjám í lok jólanna. Nú
eru þessi tré út um víðan völl, alls
staðar og hvergi, öllum til ama og
lýsir engu öðru en sóðaskap. Hér
áður fyrr, á meðan sorphirða
Reykjavíkurborgar var og hét, tók
hún jólatré eins og ekkert væri við
tunnurnar og þau hurfu að loknum
jólum eins og dögg fyrir sólu. Nú
er borgin hins vegar öll útbíuð í
þessum miður skemmtilegu leifum
jólanna.
Fulltrúar Sorpu segja gjarnan,
að það sé of mikið verk að fjar-
lægja öll jólatré frá húsum borg-
arbúa, en það eru rök, sem ekki
duga. Jólatré hafa verið hirt öll
undanfarin ár og það umyrðalaust.
Nú er getuleysið algjört og það allt
í einu, þegar Sorpa kemur til skjal-
anna. Hins vegar gat Hafnaríjarð-
arkaupstaður veitt þessa þjónustu
í ár og þar var þetta framkvæman-
legt, þótt ekki væri það í höfuðborg-
inni.
Annars má gefa sendibílstjórum
„rós í hnappagatið“ fyrir framtak
þeirra, en þeir buðust til þess að
sækja heim tré gegn 200 króna
gjaldi. Ljóst er þó að ekki hafa all-
ir nýtt sér þá þjónustu.
Fréttir birtust nú í vikunni um
það, hve mikið áfengi íslend-
ingar hefðu innbyrt á síðastliðnu
ári og voru það engin smábýsn í
lítrum talið. Hins vegar hafði bjór-
sala dregist töluvert saman frá ár-
inu á undan og sannast það, að
eftir að nýjabrumið fór af minnkaði
salan. En athyglisvert var að heyra
að hver íslendingur hafði drukkið
á árinu tæpa 5 lítra af hreinum
vínanda.
Hvað segja þessir lítrar lesandan-
um eða hlustanda útvarps, sem á
fréttirnar hlýðir? í raun ekki neitt,
en samt telur Víkverji, að þessi
samanburður sé hafður við til þess,
að menn sjái í huga sér dauðadrukk-
inn íslending, já nær dauða en lífí,
af því að hafa svolgrað í sig 5 lítra
af alkohóli.
En sé málið athugað öllu nánar
skulum við hugsa okkur mann, sem
hefur þann sið að drekka með há-
degismat einn Egils-pilsner, 33ja
sentilítra flösku, og aðra með kvöld-
matnum. Þetta gerir hann alla daga
ársins og hefur þessi náungi, þótt
hann hafi aldrei fundið á sér, þá
drukkið 5,42 lítra af hreinum vín-
anda á árinu og stendur keikur eft-
ir. Það er sem sé ekki magnið, sem
innbyrt er, sem lýsir þjóðarböli því
sem kennt er við áfengi, heldur á
hvern hátt það er drukkið. Magnið
segir í raun ekkert um þjóðarbölið.