Morgunblaðið - 18.01.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.01.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANUAR 1992 Minning: Guðrún Gunnarsdótt- irfrá Hallgeirsey Rángárþingi. Undir Pjöllunum, þar sem Eyjarnar blöstu við, og urðu það örlög hennar eins og svo margra ágætra Sunnlendinga, að flytjast út í Eyjar og ílendast þar. Ung kynntist hún Þórhalli Guð- jónssyni frá Reykjum, traustum dugnaðarmanni. Reistu þau mynd- arlegt hús á Illugagötu 17. Bar heimilið smekkvísi og myndarskap húsfreyjunnar vitni. Eignuðust þau fjögur böm, þijár dætur og einn son, efnisfólk, sem eru foreldrum sínum og ættmennum til sóma. Svala var hörkudugleg að hveiju, sem hún gekk, vann töluvert utan heimilis og var hvarvetna eftirsótt fyrir dugnað og samviskusemi. Má nefna barnaheimilið á Sóla, Sam- komuhúsið og Niðursuðu lifrarsam- lagsins, sem var síðasti vinnustaður hennar utan heimilisins. Fjölskyldan og heimilið stóðu Svölu alltaf næst eins og sjá mátti. F'jölskyldan var afar samrýnd, og áttu barnabörnin, er þau bættust í hópinn öruggt skjól hjá ömmu og afa. Svala og Þórhallur voru einkar samtaka að hlúa að sínum og fleiri nutu þess. Það var notalegt að koma til þeirra og á þessari stundu er þakk- að fyrir margan góðan bitann og hlýtt viðmót. Það er auðvelt að finna hvar vinirnir eru. Nú er þetta liðin tíð, eftir lifir minning um góða konu, sem alltaf var á verði, tilbúin að létta undir með fólki sínu og öllum vinum. Svala hafði óvenjulegt þrek og stillingu. Þessir eiginleikar komu vel í ljós á þeirri þrautargöngu sem varð hlutskipti hennar og fjölskyld- unnar undanfarna mánuði. Við sem fjarri stöndum, höfum dáðst að þeim Svölu og Þórhalli sem aldrei vék frá henni. Nú leitar hugurinn til aldraðra foreldra og ættmenna í Rangár- þingi, sem svo mikið hafa misst, en mest til Þórhalls og niðja þeirra og fjölskyldna. Góður Guð blessi minningu Svölu og hjálpi ástvinum öllum að afbera söknuðinn. í sálmabókinni, er var Svölu svo kær, er að finna eina af perlum Einars Benediktssonar, skáldjöfurs óg sýslumanns Rangæinga: Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Upphiminn fegri en auga sér, mót öllum oss faðminn breiðir. í Guðs friði. Jóhann Friðfinnsson. Mig langar til þess að minnast fáeinum orðum elskulegrar mág- konu minnar Svölu Ingólfsdóttur, sem lést 11. janúar sl. á Borgarspít- alanum og verður jarðsett frá Land- akirkju í Vestmannaeyjum í dag. Svala var fædd 10. ágúst 1944 í Neðra-Dal undir Vestur-Eyjafjöll- um, dóttir hjónanna Þorbjargar Eggertsdóttur og Ingólfs Ingvars- sonar bónda þar. í sinni fallegu sveit ólst Svala upp ásamt þremur systkinum og fóstursystur. Aðeins 17 ára gömul flytur hún til Vest- mannaeyja og giftist bróður mínum, Þórhalli Guðjónssyni frá Reykjum, Vestmannaeyjum. Og var heimili þeirra í eyjum upp frá því, nema þann tíma sem allir eyjabúar flýðu til lands vegna eldgossins 1973, þá bjuggu þau á Hellu. Svala og Þórhallur eignuðust fjögur börn, Ingibjörgu, sjúkraliða, gift Friðriki Sigurðssyni, þau eiga 2 börn, Bergþóru, kennara, sambýl- ismaður Sigurgeir Sævaldsson, hún á 2 börn, Jón Oskar, háskólanema, sambýliskona Paloma Rúiz, og Svandísi, nema, sambýlismaður Gunnsteinn Hlöðversson. Svala helgaði sig heimilinu og fjölskyldunni þó hún ynni oft utan heimilisins líka. Hún var einstök húsmóðir og gestgjafi alla tíð sem ég og fjölskylda mín nutum í heim- sóknum okkar til Eyja. Svala var mjög lífsglöð og hafði yndi af söng. Hún söng með kirkjukór Vest- mannaeyja í mörg ár. Svala barðist hetjulega við þenn- an illvíga sjúkdóm sl. ár og stóð Þórhallur fast við hlið hennar ásamt börnunum og sakna þau hennar nú sárt. Megi góður guð veita ykkur öllum styrk í ykkar miklu sorg. Jóhanna Guðjónsdóttir. Svala Ingólfsdóttir lést á Borgar- spítalanum 11. janúar sl. eftir erfiða baráttu við sjúkdóm sinn. Hún Svala var alltaf í góðu skapi, tilbúin að gleðja aðra og aðstoða. Ég kynntist Svölu fyrst er við Ingi- björg, elsta dóttir hennar, lentum í sama bekk í Barnaskóla Vest- mannaeyja eftir gos. í nokkur ár var ég svo til daglegur gestur á heimili Halla og Svölu eins og svo margir vinir barna þeirra, því heim- ilið stóð öllum opið og þangað var gott að koma, alltaf nóg af kræsing- um á borðum, Svala í góðu skapi og stutt í hláturinn, Halli rólegri en bæði jafn notaleg. Þegar árin liðu og við vinkonurnar stofnuðum okkar heimili minnkuðu heimsókn- irnar á Illugagötu 17 en hættu þó aldrei. Rausnarleg voru þau hjónin og ef eitthvað var við að vera í minni fjölskyldu brást það ekki að glaðningur barst frá þeim. Það var aðdáunarvert að fylgjast með styrk og dugnaði Svölu í veik- indunum en styrkasta stoð hennar ver eiginmaðurinn sem vék ekki frá henni síðastliðna mánuði, einnig börn hennar og vinir þeirra, foreldr- ar og systkini Svölu, tengdafólk og vinir. Það er erfitt að hugsa sér Illuga- götuna án Svölu og tómlegt og sárt fyrir litla ömmustráka og stelpu að komast ekki í hafragraut- inn til hennar ömmu á morgnana. En Halli afi er til staðar til þess að minnka tómleikann og sársauk- 'ann. Lát gróa sorgarsár, lát sorgar þorna tár, lát ástaráþján þína mót öilum þjáðum skína. (H. Hálfd.) Elsku Halli, Ingibjörg, Frikki, Begga, Sigurgeir, Jón Óskar, Palóma, Svandís og Steini, guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar. Rúna og fjölskylda. Og hvað er að hætta að draga andann ann- að en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? (K. Gibran) í dag kveðjum við vinkou okkar Svölu Ingólfsdóttur. Laugardaginn 11. janúar síðastliðinn kvaddi þessi elskulega kona þetta jarðlíf eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúk- dóm. Allt síðastliðið ár hefur Svala barist hetjulega og af svo miklu æðruleysi að undrum hefur sætt, hún lifði lífinu lifandi allt til loka. Svala var fædd að Neðra-Dal undir Vestur-Eyjafjöllum. Foreldrar eru Þorbjörg Eggertsdóttir og Ing- ólfur Ingvarsson. Þau eignuðust fjögur börn og þau eru Eggert Ingv- ar, Guðbjörg Lilja, Svala og yngstur er Tryggvi og eina fósturdóttur, Ástu, ólu þau upp. Við kynntumst Svölu 1966 þegar hún hóf störf á barnaheimilinu Sóla í Vestmannaeyjum. Það var ánægjulegt að fá Svölu í hópinn, því þar sem Svala var, var alltaf líf og fjör. Upp frá þessum kynnum höfum við ævinlega haldið hópinn, bæði í gegnum vinnu og einnig í saumaklúbbi. Svala giftist Þórhalli Guðjónssyni frá Reykjum í Vestmannaeyjum þann 31. desember 1963 og stofn- uðu þau sitt fyrsta heimili að Reykj- um og bjuggu þar þangað til þau fluttu í nýtt hús sem þau byggðu á Illugagötu 17. Börn þeirra eru: Ingibjörg, sjúkraliði, fædd 1962, gift Friðrik Sigurðssyni og eiga þau 2 drengi. Bergþóra, kennari, fædd 1964, sambýlismaður Sigurgeir Sævaldsson og tvö börn frá fyrra hjónabandi. Jón Óskar, nemi, fædd- ur 1969, sambýliskona María Palóma Halldórsdóttir, og Svandís, nemi, fædd 1972, unnusti er Guð- steinn Hlöðversson. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við vinkonu okkar og þökkum henni samverustundir sem við eyddum saman. Elsku Halli og fjölskylda, vottum ykkur samúð okkar á þessari erfiðu stundu. Guð blessi minningu Svölu. Svandís, Steina og Sibba. Fædd 24. febrúar 1902 Dáin 6. janúar 1992 Rétt fyrir jólin heimsótti ég gamla vinkonu mína, Guðrúnu Gunnars- dóttur frá Hallgeirsey, en hún var þá nýlega komin á Dvalarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli. Með mér í för var þriggja ára gömul dóttir mín. Sjón Guðrúnar var farin að daprast en fljót var hún að átta sig á hver kominn var. Það var einn af mörgum strákum sem liafði notið þeirrar ómetanlegu gæfu að fá að vera sumardvalarmaður í Haligeirs- ey. Þegar hreiðrað var um mig í vinnumannaherberginu undir súð- inni í gamla bænum í Hallgeirsey árið 1966, má segja að tvær kynslóð- ir hafi búið á bænum. Það voru eldri hjónin Guðjón Jónsson, hreppstjóri og kirkjuorganisti, og kona hans Guðrún Gunnarsdóttir og yngri hjón- in, sonur þeirra Jón Guðjónsson og kona hans Jóna Jónsdóttir frá Núpi undir Eyjafjöllum ásamt, ungum sonum þeirra, þeim Guðjóni og Sig- urði. Hallgeirsey er og var sannkall- að menningarheimili. Hreinlegri og snyrtilegri býli eru vandfundin. List- rænir hæfileikar fá ætíð notið sín í tónlistarflutningi, hannyrðum og listmálun og síðast en ekki síst eru þar ýmsir nytjahlutir gerðir af mikl- um bagleik. Alla tíð hefur verið mik- il farsæld yfir heimilisrekstrinum. Ekki hafa ábúendur þar reist sér burðarás um öxl en allar afurðir frá búinu hafa verið eftirsóttar sakir gæða og hreinlætis. Guðrún Gunnarsdóttir var fædd í Hólmum í Austur-Landeyjum 24. febrúar 1894. Hún var ein tíu barna hjónanna Gunnars Andréssonar, hreppstjóra sem fæddur var í Hemlu í V-Landeyjum og konu hans Katr- ínar Sigurðardóttur sem fædd var í Borgareyrum í V-Eyjafjallahreppi. Þann 16. maí 1923 giftist Guðrún Guðjóni Jónssyni frá Hallgeirsey. Þeim varð fjögurra barna auðið, þeirra Oktavíu, Gunnars, Jóns og Nönnu. Oktavía lést barn að aldri en Gunnar lést árið 1988. Hann var kvæntur Ásu Guðmundsóttur frá Rangá í Djúpárhreppi. Guðrún Gunnarsdóttir var miklum gáfum gædd hvort heldur var til hugar eða handa. Henni féll aldrei verk úr hendi. Hún var verklagin og verkséð. Hún var ráðdeildarsöm og nýtin búkona eins og svo margir af þeirri kynslóð sem upplifað hefur allar hinar ótrúlegu breytingar sem átt hafa sér stað á þessari öld. Sumrin sem ég dvaldi í Hallgeirs- ey urðu þar kynslóðaskipti. Smám saman tóku þau Jón og Jóna yfír búreksturinn. Allt gekk þetta rólega Fædd 26. mars 1914 Dáin 6. janúar 1992 Ég vissi svo sem hvernig henni Aðalheiði leið síðasta árið sem hún lifði. Þar var ekki um annað að ræða en leiðina niður á við í heilsuf- arslegu tilliti. Eftir að hún datt tví- vegis og lærbrotnaði, var sýnt að hveiju stefndi. Fyrir þann tíma virt- ist hún nokkuð hress, fór allra sinna ferða. Jafnan var hún fyrst á morgnana til innkaupa í verslun þeirri sem þau hjón skiptu við til matarinnkaupa. Hún var liðtæk húsmóðir, vakandi yfir smáu og stóru. Aðalheiður Haraldsdóttir var fædd í Bolungarvík rétt áður en fyrra heimsstríðið hófst. Voru for- eldrar hennar hjónin Haraldur vél- stjóri Sigurðsson prests Jenssonar (bróður Jóns forseta) og Sigurlín Þorleifsdóttir. Haustið 1934 réðst ungur og nýútskrifaður kennari til starfa við barnaskólann í Bolungai-vík, Ágúst og farsællega fyrir sig. Það er þó ekkert náttúrulögmál að slíkir hlutir gerist með þessum hætti. Það þarf mikla mannkosti og þolinmæði til að leysa slík mál á farsælan hátt. Það gerðist einmitt í Hallgeirsey. Allt það sem eldri kynslóðin hafði mótað og skapað var ekki síður vel leyst af hendi þeirri yngri. Með þess- um hætti voni áframhaldandi fram- farir í búrekstrinum tryggðar. Það var notalegt andrúmsloftið í fjósinu á Hallgeirsey. Mér er ógleymanlegur fyrsti morgunn minn í sveitinni. Fjósið í Hallgeirsey var sem allt annað þar á bæ, skínandi hreint. Ákveðnar kýr handmjólkaði Guðrún því hún taldi að þær gæfu meiri nyt þannig, heldur en að mjólka þær með mjaltavélinni sem Jón sonur hennar stjórnaði. Guðrún sagði' okkur „kúrektorunum“ ná- kvæmlega til hvernig umgangast átti blessaðar kýrnar. „Farið vel að kúnum annars kippa þær að sér nytinni," sagði hún gjarnan og að sjálfsögðu reyndum við að fara að ráðum Guðrúnar. Ungu hjónin Jón og Jóna skröfuðu margt og skegg- ræddu í fjósinu þar var oft glatt á hjalla og oft fékk Jón skemmtilegar hugmyndir þar, eða sagði okkur frá tæknibrellum sem hann hafði lesið um í tækniblaðinu „Popular og mec- hanic“. Oft var fjöruferð heitið að kveldi ef vel gengi með verkefni dagsins. Gjarnan fór Guðrún út í garðinn sinn að mjöltum loknum. Þar var hún svo sannarlega eins og drottning í ríki sínu. Hún hafði farið í garðyrkj- unám til Reykjavíkur þegar hún var tvítug og var ein af frumkvöðlum á Suðurlandi í skrúðgarðarækt og ýmsum ræktunartilraunum. Á ní- ræðisafmæli Guðrúnar gáfu kvenfé- lagskonur í Austur-Landeyjum Guð- rúnu plöntur til gróðursetningar í heiðursskyni fyrir störf hennar að garðrækt. Þá gjöf mat hún mikils. Gjarnan sat Guðrún við hannyrð- ir. Hún spann og litaði gjarnan ull- ina af mikilli smekkvísi og hagleik. Til litunar notaði hún ýmsar plöntur sem hún tíndi heim við bæinn sinn. Hún vann gólf- og veggmottur og nýtti þá gjarnan til þess margskonar efni sem til féll. Til eru ýmis falleg verk sem hún saumaði út, þar á meðal óvenjufalleg mynd af Skóga- fossi. Þar hefur hvert spor verið stungið af hagleik og listrænni fágun. Á síðari árum fór heilsu Guðrúnar hnignandi. Eðlilega þarf fólk mikla umönnun þegar því auðnast að lifa svo lengi sem Guðrún gerði. Þar fór hún ekki varhluta af umhyggju tengdadóttur sinnar Jónu eða sonar- Vigfússon að nafni, úr Dölum vest- ur. Hann kynntist fljótlega ungri heimasætu á staðnum og bundu þau það fljótlega fastmælum að fylgjast síðan að í gegnum þykkt og þunnt. Þau bjuggu saman í Bolungarvík til ársins 1957, að Ágúst fékk kenn- arastöðu við nýstofnaðan barna- skóla í Kópavogi, er nefnist Kárs- nesskóli. Þar kenndi hann síðan til ársins 1974. Voru þá liðin 40 ár frá því að hann hóf sína kennslu í Bol- ungarvík. Einhveijir láta fyrr staðar numið á þeirri göngu. Aðalheiður stóð vel við hlið manns síns. Henni var það metnaðarmál að búa þeim báðum og börnum þeirra gott heim- ili. Um langa hríð vann hún utan heimilis, við ræstingar í nágranna- skóla. Var hún komin nokkuð yfir sjötugt, er hún sagði því starfi lausu. Oft kom ég á heimili þeirra hjóna og naut jafnan góðrar fyrirgreiðslu. Frá því að ég fluttist í kennara- blokkina við Hjarðarhaga hef ég átt þar vinum að mæta. Börn eign- Aðalheiður Haralds- dóttir - Minning 33 ins Jóns, fremur en Guðjón heitinn Jónsson hafði gert, en hann lést árið 1980. Sú umhyggja er einstæð. Þegar ég sat við rúmstokkinn hjá Guðrúnu á Kirkjuhvoli á dögunum ræddum við margt um líðandi stund. Hinar vinnulúnu og högu hendur lágu ofan á sænginni og augun voru örlítið fjarræn. Hugsunin var skýr og við ræddum um líðandi stund. Þar á meðal um breytingarnar í Sovétríkjunum, um kynþáttafor- dóma sem hún átti erfitt með að skilja, um aðgerðir ríkisstjórnarinnar og einstaka þingmenn. Hún hafði fylgst með þessum málum í útvarps- fréttum. Hún spurði um fólkið mitt og- spurði margs um það sem er að gerast hér á Hvolsvelli og sýslunni. Allstaðar var þessi silfurhærði öld- ungur heima. Hún fylgdist svo sannarlega með líðandi stund. Æðr- uleysi og þakklæti einkenndi allt hennar far. Hún sagði mér að hún væri Guði þakklát fyrir að hafa feng- ið að lifa svo langan dag og að hún væri tilbúin að fara þegar kallið kæmi. Af og til hafði litla dóttir mín kippt í hönd mína því hún vildi kom- ast heim að undirbúa jólin. Allt í einu sagði Guðrún, „Gylfi minn, farðu nú heim með litlu stúlkunni þinni, þetta er búin að vera indæi stund“. Guðrún vinkona mín fékk að halda sín síðustu jól heima í Hallgeirsey. Það var einmitt það sem hún þráði. Skömmu eftir áramót veiktist Guðrún af lungnabólgu og lést á sjúkrahúsinu á Selfossi þann 6. janúar sl. Þegar vorar á ný fá plönturnar og trén í garðinum hennar Guðrúnar ekki lengur notið umhyggju hennar og umönnunar. Það verður með þær eins og okkur sumarstrákana sem gengum út í lífið eftir dvölina í Hallgeirsey og þær verða betur und- ir það búnar að takast á við lífið og tilveruna eftir að hafa fengið notið umhyggju og umönnunar þessarar mætu konu. ísólfur Gylfi Pálmason. uðust þau hjón tvö: dótturina Dóru og soninn Svein. Barnabörn eru orðin nokkur að vonum. Þetta er stutt kveðja frá grann- anum á Hjarðarhaga, sem tíðum var gestur þeirra Aðalheiðar og Ágústs. Ég þakka ágætri konu góð og löng kynni. Oldnum eiginmanni sendi ég innilegar samúðarkveðjur, svo og öðrum aðstandendum. Auðunn Bragi Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.